Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 4
T í MI N N, sunnudagiun 31. marz 1937, m § EIR ÞEGAR MANNKYNIÐ byrjaði að taka málmana í þjónustu sína, urðu það fyrst að sjálf- sögöu þeir málmar, sem finn- ast hreinir í jörð. Snemma var tekið að nota eðalmálmana gull og silfur. Þeir eru mjúkir og auðveldir að móta, en auk þess halda þeir vel gljáa sínum. Vegna mýktar þóttu þeir hent- ugri í skartgripi en verkfæri. Ank jiess voru þeir of sjaldgæf ir til þess að unnt væri að nota þá í hversdagslega muni nema í smáum stíl. KOPAR eða eir er gamall í hettunni sem fylgifiskur manns ins og að öllum líkum fyrsti máimurinn, auk gullsins, sem mannkynið lærði að nota. Hreinn eir var algengari en gull, en auk þess harðari og þess vegna heppilegri í ýmis- konar verkfæri. Egyptar hinir fornu gerðu hnífa og vopn úr eiri fyrir 8000 árum og tóku að nola hann í pípur um það bil 2750 árum fyrir Krists burð. Við það, að maðurinn lærði að notfæra sér eirinn, urðu þátta- skil í þróunarsögu hans. Stein- öldinni var lokið, og málmöld- in runnin upp. Enda þótt eir- inn væri til margra hluta nyt- samlegur, og væri meðal ann- ars notaður í vopn og ýmis kon ar verkfæri, þá var hann samt heldur deigur til þeirra hluta. Þess vegna er ekki talið, að málmöldin hefjist fyrir alvöru fyrr en bronsið-kom til sögunn- ar. Bronsið er blendingur úr eir og tini og til muna harð- ara en kopar eða tin eitt sam- an. TALIÐ ER, að bronsöldin hefj- ist um 2000 árum fyrir Krist í löndunum fyrir botni Miðjarð arhafs og í Kína, en 500 árum seinna á Norðurlöndum. Um það bil 1000 árum á eftir brons- inu tekur svo járnið að ryðja sér tit rúms. Er þá talið, að bronsöld Ijúki, og járnöld hefj ist. Enda þótt járn kæmi nú fyr- ir brons til vopnagerðar og ann Málmar og jarðefni: góðmálmer, sem hefir þjónað manninum eins lengi og gullið Námumaöur á miðöldum arra verkfæra, þar sem harka, styrkur og gott bit var nauðsyn legt, hélt eirinn áfram að skipa virðingarsess í þjónustu mann- kynsins. Til skamms tíina hafa margs konar húsgögn og mat- arílát verið gerð úr eir, og þar sem járni hætti til að ryðga um of, hafa eirblöndur jafnan verið notaðar í stað járns eftir föngum. Vegna mýktar sinnar og teygjanleika var auðvelt að móta eir og fletja út í þynnur, Úr þynnunum voru svo gerð margs konar ílát, og meðal ann ars var unnt að nota þær í þak- plötur. Grænu þökin, sem víða erlendis má sjá á kirkjum og öðrurn stórhýsum, eru úr eir, en græni liturinn er \ratns- blandað kolsýrusamband eirs- ins, sem myndast hefir með cíð og tíma á yfirborði þakplatn- anna. Þegar rafmagnið kom til sög- unnar, hófst koparinn til meiri vegs en nokkru sinni fyrr. Er það að þakka hæfni hans til þess að leiða rafmagn. KOPAR ER unninn úr jörðu i víða um heim. Eirframleiðsla i veraldar mun vera því sem § næst hálf þriðja milljón smá- lesta á ári, og er um það bil !;: helmingur hennar notaður í raf i magnsvörur af ýmsu tagi. Þá ;; er kopar mikið notaður í ýmis |f konar vélahluti, bæði hreinn, : en þó einkum blandaður öðrum || málmum. Hann er nú notaður fi í fjölmargar málmblöndur, sem g langt mál yrði upp að telja. HREINN KOPAR er ekki nema | örlítið brot af eirgrýti því, sem | úr jörðu er unnið. Málmgrýtið ff er til í margs konar efnasam- : : böndum, og getur eirinn safn- ast í jarðlög fyrir tilverknað f| örsmárra lífvera, sem safna eir || í líkama sinn úr upplausnum, enda þótt þær innihaldi lítið af eirjónum. Ríkasta eirgrýtið er ólífrænt brennisteinssam- i band, Cu Fe S2, 'eirkís^sem •, fellur úr ofmettuðum, heitum || bergraka djúpt í jörð. Fleiri ff brennisteinssambönd eirsins eru unnin, og er langsamlega f| mestur liluti koparsins unninn || úr súlfidum. Súrefnisrík eirsölt ff eru unnin nálægt yfirborði ff jarðar. Hafa þau orðið til úr súlfíðunum við myndbreytingu, þar sem jarðbotn með upp- leystri kolsýru, súrefni og ff brennisteinssýru náði til. Sölt ff þessi eru samt smámunir einir ff í samanburði við súlfíðin og víð |f ast hvar uppurin. TALIÐ ER að storkuberg inni- haldi að meðaltali 0,01% eir, : f en málmgrýtið verður að vera f 90—100 sinnum auðugra, til f þess að arðbært sé að vinna ff það. í löndum, þar sem lengi er búið að vinna kopar úr jörð || og ríkustu námurnar eru tæmd ar, inniheldur málmgrýtið ,að f| jafnaði undir tveim % Cu. Fá- if tækustu eirnámur, sem nú eru || unnar, innihalda minna en 1% ff kopar, en venjulega er þá eitt- hvað af gulli og silfri í málm- grýtinu, sem hressir upp á fjár- haginn. Tómas Tryggvason. Stjarna er fædd Bandarísk mynd. ASalhlutversc: Judy Garland, James Mason. Sýningarstaður: Austurbæjar- bíó. — Þessi mynd hefir verið gerð á tím- um spanjólu, pokabuxna og víðra skálma eða með öðrum orðum 1937 með Fredric March í aðal- ; hlutverki. Að líkindum hefir sú i útgáfa aldrei verið sýnd hér áð- ur og fara því ekki frekari sögur af henni aðrar en þær, að í bók- um er til þess tekið hversu hún fjallaði opinskátt um ýmis vanda- mál kvikmyndaborgarinnar Holly wood, sem fæðir af sér stjörnur og drepur þær. Judy Garland leikur kvenlilutverkið í myndinni og stendur sig prýði- lega. Er hún vel að því komin, þar sem hún mun vera ein þeirra mörgu kvenna, sem hafa fæðst ti) stjarndóms, svo hrá þýðing sé notuö, og hrapað síðan niður í oftitu, gleymsku og svall, unz það gerðist sem heyrir til undan- íekninga, að risið er upp að nýju með ágætum. Judy Garland var iræg dægurlagasöngkona hér á áruriuin áður en hún hrapaði. Nú er þetta háfætta meiningarlitla íra-la-la risið upp á ný sem leik- kona í fremstu röð, eins og mynd in í Austurbæjarbíó sýnir. Mót- leikari hennar, James Mason, ger ir Jíka sitt til að vel fari og hefir undiixitaður sjaldan eða aldrei séö þann ágæta Jeikara gera bet- Myndln er að nokkru um söguna bak við tjöldin og hvernig kvik- \ myndastjörnur verða til og hvern ig þær hverfa. Ilvergi er verið að skafa utan af hlutunum, enda mun staðreyndin vera sú, að kvikmyndahandritið er að nokkru samið eftir blaðafi'éttum og skellt saman ulan um leiðandi persónur vei'ksins ýmsum brot- um af lífshlaupi margra til að skapa heild, sem getur gefið nokkra mynd af óskapagangin- um, án þess þó að nokkrar ein- staka kvikmyndastjörnur séu hafðar lil fyrirmyndar. Þessi háttur við samningu kvikmynda- handrita hófst fljótt eftir tilkomu talmyndanna og hefir stöðugt ver ið að færast í vöxt síðan. Undan- tekningarlítið munu myndir af þessu tagi hafa tekizt vel. Þessi mynd er í tvennum greinum, annai's vegar söngvamynd og hins vegar mynd um þá upplausn sem oft viU verða í iífi frægs fólks, er oft fær við ekkert ráð- ið og er ofurselt, a. m. k. þarna, því sem heitir kvikmyndaiðnaður. Er ekki ástæða til annars en mæla með því verki, þar sem fer saman góður leikur og mikil tækni og síðast en ekki sízt, á- hrifamikil og sönn saga. I. G. Þ. Sigurvegarinn Bandarísk mynd. A'ðalhlutverk: John Wavne, Susan Hayward. Sýningarstaður: Gamla bíó. Varla mun Tjemúdín er síðar fékk nafnið Gengis Kan og komst alla leið til Evrópu á tólfu öld hafa kunnað rnikið í Shakespeare, þótt hann sé látinn hafi uppi orðræð- ur sem einna helzt líkjast tungu- taki þess leikritaskálds. í öðru lagi er hæpið að Gengis Kan hefði komizt eins langt og raun varð á, ef hann hefði verið að eltast við eina stelpu af öðrum kynflokki þarna austur í Góbí- eyðirpörkinni með þeim umsvif- um að liggur við herleiðingu þjóð flokks hans^ en myndin er mikið um slíkar væringar. Þá má bú- ast við að þessi mongólski her- foringi hafi viljað sitt kvenfólk og engar refjar, en undirritaður man ekki betur en hann hefði haft heil kvennabúr með sér í herferðum og segir þá lítið af einni konu. Myndin Sigurvegarinn er góð dægra stytting, og undirritaður, sem hefir haft þann heiður að staldra við í tvær morgunstundir í ætt- landi þessa umsvifamikla herfor- ingja, getur borið um það, að ýmis búnaður, svo sem tjöld og þvíumlíkt er eins og hann virðist i dag þar eystra. Hins vegar eru hestar óskildir málinu og hnakk- ar og beizli utangarna. Ekkert var sjáanlegt rauðhært þar nema einn úlfaldi og hæpið að þar hafi nokkru sinni verið rauðhærð kona, eins og Susan Hayward. Ekki er að efa að Gengis Kan hefði orðið stórhrifinn af þeim kvenmanni , sem hefði fundizt þarna í kring með rauðu hári í hans tíð. Má vera að þeir í Hollywood hafi alla kvennafars- sögu úr fornum bókum sem okk ur eru ekki kunnar. En hvað sem þessu líður, þá eiga sér stað bardagar í myndinni, sein Gengis Kan er fullsæmdur af og einkennilegt að hann skildi ekki komast alla leið tii Frakklands með slíku herliði Og myndin end ar á því að óendanleg lest ridd- ■ s“''i — . ■ . - - ■ . r Þáttur kirkjunnar: * Fangahjálp ,,í FANGELSI var ég, og þér komuð til mín“, segir Kristur í líkingunni um hina réttlátu viö hinn síðasta dóm. Kirkjan og höfundur hennar hefir því ávallt talið það ei.tt sinna höfuðverkefna. að gleðja og frelsa þá, sem dvelja í rökkri myrkvastofunnar. Og í sinni fyrstu ræðu íelur Jesús það eitt af störfum Manns sonarins að boða bandingjum lausn. Ekki verður því neitað, að sumir menn eru svo ófullkomn- ir og vanþroska, að frelsið, æðsta gjöf lífsins, virðist þeím '14 ógæfu. En kristinn maður telur sér það hið mesta hnoss, ef hann getur kennt slík- um ógæfumanni að nota írelsið rétt, og þannig leyst.viðjar fang clsisms nð fullu. Nú er þetta mikið vandaverk. En fangelsin hafa líka lítið að bjóða, sem eflt getur andlegan kraft og viljaþrek þeirra, sem þar dvelja. Þó skal það þakkað, að hér á íslandi er mannúðlega búið að föngum, hvað snertir mat og drykk, yl og birtu. En sál þeirra sveltur heilu hungri að heita má þar fyrir utan, þótt fangaverðir geri það, sem í þeirra valdi stendur. HVAÐ ÞARF að gera, svo að fangavistin sé í samræmi við anda kristindómsins, og geti orðið til eflingar á skapgerð og viljastyrk hinna ístöðulitlu ógæfumanna? 1. Reglubundið og hæfilegt starf. Það er bókstaflega hrylli- legt að fullfrískir menn skuli ekki hafa neitt nytsamt handa á milli dögum, vikum, jafnvel I mánuðum og árum saman. Slíkt getur gert hvern meðalstérkan mann brjálaðan og svo er þetta sóun, sem fátækt þjóðfélag get- ur ekki leyft sér. 2. Daglegar námsstundir, þar sem leiðbeint sé við verklegt nám og handíðir, einnig vélrit- un, bókfærslu, lesnar og skýrð- ar sögur og ljó.ð flutt ásamt köflum úr ritningunni, sem gcrðir séu að umtalsefni og : rækilega íhugaðir með tilliti til áhrifa á viljakraft tilfinningar og hugsunarþroska vistmanna. 3. Bókasafn starfrækt dag- lega og leiðbeint um bókaval, ennfremur sett upp útvarpstæki með hátalara eða enn betra hlustunartæki handa öllum vistmönnum. 4. Samkomusalur þar sem reglubundið starf fari fram til dæmis flutt erindi og guðs- þjónustur vissa daga í mánuði. Þar gæti munnlega fræðslan einni átt sinn sama stað. 5. Sérstök vistarvera handa drukknu fólki og geðveilu, sem komið er í fangelsi um stundar- sakir, yrði sú deild að vera vel einangruð frá öðrum hluta fangelsisins og þar mætti einn- ig hafa hina tiltölulega fáu for- hertu glæpamenn í sérstökum klefum, unz þeir teldust hæfir til umgengni við fólk. 6. Sérstök stofnun, t. d. nokk- urs konar dvalarheimili undir ums.jón læknis, lögreglu og sál- fræðings, þar sem fyrrverandi föngum væri veitt umönnun og hjálp til að fá vinnu við sitt hæfi. Væri þetta sem eins kon- ar framhald á því, sem Oscar Clausen hefir nú þegar rekið með góðum árangri. Þetta væri eiginlega skrifstofa fangahjálp- ar'nnar með húsrúmi og mat- sölu eða matgjöfum handa þeim mönnum, sem úr fangelsi koma og eiga ekkert annað en götuna og svaðið að skjóli. Og verður því oft svo, að hið síð- ara þeirra manna verður verra hinu fyrra. Bezt væri að reka þetta hæli með svipuðum hætti og „Bláa bandið“, sem er stofn- un, sem lyft hefir grettistök- um á stuttum tíma. Allt þetta þarf að gerast strax á einhvern hátt, minnsta kosti sem viðleitni til hjálpar hinum minnstu bræðrum. Þró- un mannréttinda og félagsmála krefst þess hjá menningarþjóð. Kostnaðurinn yrði mikill fyrst en fátt mundi borga sig betur. Kostnaðurinn við dóms- mál á íslandi er einmitt svo gífurlegur sem raun ber vitni um, af því að þessi mál og áfengislöggjöfin eru á villigöt- um. Hefjizt strax handa. Heil til starfa til raunhæfrar fanga- lijálpar. Árelíus Níelsson. 4*1 Br éf: »4&' Þegar sendingar mætast Sagnir lierma, að í fyrri daga hafi það átt sér stað, að Sunnlend- ingar og Norðlendingar hafi skiptzt á sendingum og kom þá fyrir að þær mættust á Holtavörðuheiði og skiptust á orðum viðvíkjandi erind- um. Nú fvrir nokkrum dögum mun eitthvað svipað ixafa gerzt. Send- ing frá Jóhanni frá Flögu að sunn- an og sending frá Lúðvík Kemp að norðan hafa að öllum líkindum mætzt á Holtavörðuheiði. Sending Jóh. átti að leiða Kemp í allan sannleika, en sending Kemps átti að hitta mig að máli. Nú hefir sending Jóhanns lokið erindum og erum við Kemp þá báðir úr sög- unni, enda sammála í einingu and- ans og bandi friðarins. Má þá segja um okkur, eins og Jón á Þorljóts- stöðum sagði um hrútinn sinn, að við gerum skömm til mönnunum. Nú vil ég gera það lýðum ljóst, að ég varð sendingarinnar 'var, þótt litlar eða engar yrðu sviptingar. Tilefni hennar var orðalag mitt á einni smáklausu, sem ég fékk birta í Tímanum. Ég mun hafa kynnt araliðs undir stjórn Tjemúdíns liðast milíi hóla. Maðurinn er lagður af stað í víking og spurn- ing hvort myndin hefði einmi'.t ekki átt að hefjast þar. Það seni þá er komið minnir um of á Indíánaskærur, en Gengis Kan mun lítið hafa vitað um bar- dagaaðferðir í'auðskinna engu síður en tungutak Shakespeare. I. G. Þ. Kemp sem skáld og fræðimann. Það segist Kemp aldrei hafa heyrt 1 fyrr. En ég get þá frætt hann á því, að Jóhannes Örn, þekktur sagnaritari, kallar hann fræði- mann (Sagnaþættir hinir nýju, bls. 273), og Helgi Valtýsson, þekktur | rithöfundur, segir í formála fyrir bókinni Aldrei gleymist Austur- land, að þar birtist ljóð nokkurra liagyrðinga og skálda. Þar birtir Kemp kafla úr rímu og vinnur sér með því þegnrétt á skáldabekkn- um. Rímnahagyrðingar hafa aldrei verið til. Loks segir hann sjálfur, að hann hafi ort mikið og fengið lítið lof. En það er einmitt, auk hæfileikanna, vísasti vegurinn til að verða skáld. Skáldalaun segist hann hafa fengið, að vísu ekki há, er. þeim mun notalegri. Hann hlýt- ur því að hafa vitað það fyrir, að hann er skáld. Þá segir sendingin, að ég hafi sagt, að setningin „á ' norðan gróinn“ væri neikvæð. Eg held mér sé óhætt að biðja hana að fara heim og læra betur. Ég rrmn bnfa sagt, að orðið „gróinn1* væri jákvætt og ætti ekki við um ! norðanátt, sem er neikvæð. En að hafa jákyæt.t og neikvætt í einu hugtaki. það er ekki snilld. eins og umrædd vísa er ef hún er rétt með farin og rétt skilin. Ég gat þess, að þessi hugsanaskekkja mundi all algeng. Breytir það því engu, þótt nokkrir menn séu taldir upp, sem tala svona og þó einkum sjómenn. Þeir hafa mikið jákvæðara hlut- (Framhald á 8. síðu). j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.