Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 3
TÍIVIINN, sunnudagirm 31. marz 1957. 3 Við skoðuðum samyrkjubú í nánd við Moskvu eða 30 km. norðan við borgina. Um þetta bú er flest það sama að segja og hitt suður á svörtu moldinni. Land búsins var eins og stærstu jarðir hér, þ. e. a. s. sem ekki liggja til fjalla, eða tæpir 1500 ha. Bændurnir 410 en 436 vinn- andi menn á búinu. Bústofn var stærri en á binu, 418 nautgripir en ekki nema helmingur af því mjóikandi kýr eða V2 kýr á bónda. En þær eru góðar. 5000 kg. árs- nty aS meðaltali á kú, en fitan ekki nema 3,69%. Hvað fitumagn snertir, skákum við íslendingar Rússum. En trú mér til. Einn góð- an veðurdag samþykkia þeir að fitan skuli hækka eitthvað ákveð-- ið og þá verður það, alveg eins og það var samþykkt á kommnista- þinginu 1953, að öll ríkisbú skyldu bera sig, og þá gera þau það vit- anlega. Það var líka samþykkt á 20. kommúnistaþinginu, að fjölga hænsnum á ríkisbúi fyrir norðan Moskvu, sem við skoðuðum, úr 32 þús. upp í 50 þúsund. En búið skyldi líka skila 12 milljónum eggja í stað 8 millj. áður og sjálf- sagt tekst það. En ég ætlaði að segja dálítið meira frá þessu sam- yrkjubúi. Ótalið var af bústofni þess 520 svín, eitt og einn fjórði á bónda, 2000 alifuglar, 43 hestar og 125 silfurrefir. GarSyrkja á austurvegi Þarna voru gróðurhús 5000 ferm. og 6500 ferm. vermireitir. Stefán j nágranni minn Árnason á Syðri-1 Reykjum hefir betur, enda myndi j hann vera kallaður ískyggilegur j kúlakki austur á Rússlandi. Þeir rækta þarna tómata og gúrkur j eins og heima, tómatarnir voru j eins og ég átti að venjast en gúrk- j urnar litiir stubbar, og lakari fannst mér en heima, en ekki er , víst að minn smekkur sé réttur. Þeir sögðust fá 29 kg. af ferm. í gróðurhúsunum en 10 kg. úr vermi- reitum. Þarna hafa gróðurhúsa- mennirnir samanburð. Enn er í vasabók minni nokkur fróðleikur um þennan búskap, sem er okkur svo framandi. Auk þess eru ríkis- búin eftir, en þau eru um 20% af rússneskum landbúnaði. En hér verður að nema staðar tímans vegna. Ósagt er þó frá stjórn sam- yrkjubúanna. Forstöðumaður og stjórn er kosin til tveggja ára í senn. Hver stjórnarmaður hefir ákveðnu starfi að gegna á búinu. Stjórnin vinnur kauplaust. Stjórnskipulag á búinu Fjórum sinnum á ári eru haldn- ir fundir með öllum bændum bús- ins, svo að þeir geti fylgzt með því sem gerist. Deildafundir eru einu sinni í mánuði og stjórnar- fundír vikulega. Á hverjum morgni er haldinn fundur með verkstjór- um allra vinnuflokka búsins ásamt forstöðumanni þess. Þar er rætt um tilhögun vinnunnar þann dag. En heifdaráætlun er gerð einu sinni á ári um rekstur búsins. Ein- hvernveginn dróst það undan að spyrja um hver laun forstöðu- jnanncíns T’æT’u. Eu sérfræðingar eru þarna í öllum greinum og þeir hafa 80% af launum forstöðu- manns, en dvralækn;r aðems 70% og er bað undnrlegt. Verkstjórar hafa aftur á móti 25—39% hærri laun en almenningur. Eftir því sem okkur var sagt og és hefi drep;ð á, þá eru msðallaun bænda um 500 rúblur, auk beirra hlunninda, sem ég hef áður sagt frá. Geti. konan unnáð líka, sem hún gerir nær undatitekningar- laust, þá eru meðallaun hennar 350 rúblur. Þegar hún er vanfær, fær hún 8 vikna frí fyrir barns- burð og aðrar 8 vikur á eftir. og lengra frí fær hún, ef um tvíbura er að ræða. Þennan frítíma er hún á fullum iaunum. Þannig er það að minnsta kosti á ríkisbúunum og hafa þá hjónin 850 rúblur. Á ríkis- Ailt, hverju nafni, sem nefnist, er í hinni voldugu hönd ríkisins En samt virðast lífskjörin vera ákafiega mis- jöfn ©g verSlag almennra nauðsynja mjög hátt Seirnii Uuti erindis Þorst. SignrSsson- ar á Vatnsleysn um RússlandsferS búum eru meðallaun 700 rúblur án hlunninda frá búinu og gera má ráð fyrir að konan fái lík laun og á samyrkjubúi og hafa þá ríkis- búshjónin 1050 rúblur. Verðlagið En hvað kosta svo hlutirnir aust- ur þar? Því er ekki unnt að svara nema að litlu leyti, en okkur fannst allt dýrt, sem við sáum, nenta grammófónplötur. Þær kosta ekki neitt miðað við hér heima, og þar er um auðugan garð að gresja. Við Haraldur vörðum einni kvöldstund til að Iíta í búðarglugga og skoða verðlagið. Komumst við þá að raun um það, að allar mat- vörubúðir voru opnar til kl. 11 að kvöldi en búðir ekki opnaðar fyrr en kl. 10—11 að morgni. Á sunnu- dögum eru allar verzlanir opnar, og verzlun aldrei jafn mikil og þá. Hins vegar eru mánudagarnir ,,helgidagar“ hvað verzlun snertir, því að þá eru allar búðir lokaðar. Á þessari kvöldgöngu okkar um staðar allir jafn góðir. En ekki staf ar lífskjaramunurinn af því, að einn hagnist á öðrum. Þar er eng- in heildsalaklíka til að þjarma að 1 fólkinu, eða slæmir iðnjöfrar, sem raka saman fé af þrautpíndum verk ! smiðjulýð. Allt slíkt hverju nafni sem nefnist er í hinni einu vold- ugu hönd ríkisins. Mismunandi launakjör Nei, lífskjaramunurinn þarna stafar eingöngu af hinum geysi- mikla mun á launakjörum fólksins. Það hittist svo einkennilega á, að einn daginn, sem við vorum í Moskvu kom út í Pravda (en Pravda þýðir sannleikur) stjórnar- tilskipun um það, að frá þeim degi skyldi enginn þegn Sovétríkjanna hafa lægri laun en 300 rúblur á mánuði. Ambassadorinn íslenzki í Moskva, Pétur Thorsteinsson, sem les og talar rússnesku, sagði okk- ur frá þessu í kvöldverðarboði, sem þau elskulegu hjón héldu öll- um íslendingum, 19 að tölu, sem ans landi væru um 100 falt hærri en þetta. Þeir væru að vísu fáir, sem eru svo hátt uppi. Ekki ófáir með 10—15 þús. rbl., en margir í miðjum hlíðum með 5 þús. rbl. 0. s. frv. Eitt og sama verðið í sambandi við þetta launamál vil ég nota tækifærið og leiðrétta missögn eða misskilning, sem menn hafa haldið fram við mig af miklum sannfæringarkrafti, en ég hefi talið ranghermt, að í Sovét- ríkjunum væru ýmsar algengustu nauðsynjavörur, bæði til fæðis og klæða, skammtaðar á lægra verði handa lægst launaða fólkinu. Ég bað Harald Árnason, ferðafélaga okkar að fara í rússneska sendiráð- ið hér í bæ til þess að vita hvað sannast væri í þessu efni og fékk hann það svar, að engar vörur væru skammtaðar í Rússlandi síð- an 1947, allir gætu keypt allt, sem þeir vildu og eftir því, sem kaup- geta hvers og eins leyfði á einu og sama verði. Fátæklingar fá engar ívilnanir í vörukaupum. Þessar upp lýsingar sendiráðsins verða vænt- anlega ekki véfengdar. Gestrisni mikil Ég skal svo að lokum geta þess, að þann fullan hálfan mánuð, sem við vorum gestir rússneska land- búnaðarráðuneytisins en það vor- um við frá því að við komum til Leningrad og Helsingfors á heim- leið, nutum við höfðinglegrar gest- risni. Mátti segja að vakað væri yfir öllum óskum okkar og þörfum og er mér ljúft og skylt að þakka það. Þó bar ég fram eina ósk, sem ekki var uppfyllt, er við vorum staddir á samyrkjubúinu fyrir norð an Moskvu, kvöldið áður en við héldum heim. En sú fróma ósk var, að við fengjum að skoða eitt bændabýli inan veggja. Á það skal enginn dómur lagður, hvers vegna var dauíheyrzt við þessari ósk. Til gamans skal ég svo geta þess að morguninn eftir var barið a5 dyrum heima hjá mér á Vatns- leysu. Þar var þá kominn okkar ágæti ambassador frá Moskvu Pét- ur Thorsteinsson og í íylgd með honum voru fjórir Rússar, sem óskuðu eftir að fá að skoða íbúðar- hús og fjós, íslenzkan bóndabæ. Vitanlega leyfði kona mín það, svo útlátalaust sem það var. Frá þessu ferðalagi mætti margt fleira segja, sem að líkum lætur. En fjölmargir aðrir hafa farið slíka för og farið víðar og haft lengri tíma til umráða. En mér virðist þessir Rússlandsfarar hafa verið undarlega hljóðir um þessar ferðir sínar, og veit ég vitanlega ekki hvað veldur. En mér virtist að Rússar vildu og ætluðust til,, að við segðum frá því, sem fyrir augu og eyru bar. Það vilja allir, sem eru ánægðir með eigin hag og stjórnarfar. Fyrir því hefi ég kom- ið þessum þætti ferðalags okkar á framfæri. iiiiimiiiiiiiiiuiiiiimNiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiminniiimnn íbúðarhús á ríkisbúi í Rússlandi, fyrir tvær fjölskyldur. Stærðin er 80- 100 fermetrar. Moskvu sáum við meðal annars, að karlmannsföt kosta 1050 til 1450 rúblur. Milliskyrtur, sem háir sem lágir ganga í, og eru vægast sagt ekki fallegar, kosta 120—142 rúbl- ur. Við litum inn í fiskbúð og skyggndumst um eftir íslenzkum fiski. Jú, þarna var íslenzkur flak- aður þorskur á 7 rúblur kílóið eða 30 krónur. Karfi á 12,50 rúblur kílóið eða 50 krónur og síld á 15— 23 rúblur kílóið eftir stærð, sem jafngildir 61—92 krónum. Þessa síld kaupa Rússar af okkur á 1 rúblu kg. flutta til Leningrad. Þarna sáum við smjör, vitanlega rússnesk framleiðsla, og kostaði 36 rúblur kílóið og gildir það 148 krónum. Finnskur ostur, smjörost- ur líka 36 rúblur kílóið og önnur tegund magrari 26 rúblur. Það eru víðar dýrar tnatvörur en á íslandi. Öralangt í mark Maður skyldi nú ætla, að í þessu sósíalismans mikla heimsveldi ríkti jofnuður í kjörum fólksins, já, hreint og beint meiri jöfnuður en í nokkru öðru landi hins syndum spillta heims. Ef það 'er mark- miðið að ná því takmarki, að allir bú’ við sömu kjör, og það á að verða, það var okkur sagt í þessari ferð, þá virðist mér samt vera óra- j langt þangað til að bví marki verði 1 náð. En kannske segi ég nú of mfkið, því að ég «é í hendi mér. að auðvitað getur ráðstjórnin gefið út tilskipun hvenær sem er, að allir þegnar Ráðstjórnarríkjanna skuli hafa sömu laun. En ég held bara, að hún geri það ekki, meðal ann- ars af því, að hún virðist fylgja því gamla boðorði að hver og einn fái laun eftir sinni breytni, hvort sem hún er góð eða vond, ■ og ekki eru þar frekar en annars þá voru staddir í Moskvu einmitt þetta kvöld. Hann sagði okkur líka, að hann vissi ekki betur en allra hæstu laun í þessu sósíalism- iiiiiilllliiiillliiiiiiitiiliiiiiliiliiiiiiiliiiiiiiiniiillililllllllli 1 Höíum enn nokkuÖ af f hljóÖfærum I á gamla verÖinu Lægsta fhigtargjald frá j | íslandi til Bandaríkjanna og Canada 1 1 Hið lága fargjald fyrir innflytjendur til Bandaríkjanna 1 | og Canada með flugvélum Pan American flugfélagsins | | verður í gildi til 1. júlí n. k. I Fyrir innflytjendur kostar það aðeins kr. 2.303.00 i frá Keflavík til New York. Fargjaldið má greiða í | íslenzkum krónum. = Leitið upplýsinga hjá aðalumboðsmönnum Pan | American á íslandi: | G. Helgason & Melsteð h.f. 1 Hafnarstræti 19, símar 80275 & 1644. miiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniuimmiiiiiiiimiiiiiiiimiiminiiiiiiiiiiiiiiuummiiimmi iniiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiuiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiuiiiuiuuiiiuiiiiiuimiiiiiii i Kvennadeild Slysavarnafélagsins i í Reykjavík — = 3 heldur fund sa mánudaginn 1. apríl kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. | Til skemmtunar: Upplestur: Ingimar Jóhannesson, kennari. Dans. I Fjölmennið. Harmonikur | | Trompettar É Klarinettar | Gítarar É Blokkflautur | Mandólín | Banjo | I Saxófónar | | Trommusett | Harmonikunótur o. fl. | | Hjá okkur er úrvalið mest 1 og verðið bezt. 1 Póstsendum. Verzl RÍN Stjórnin iimimmmimimimmmmmimmmiimmimmmiimmmimimiimmmimmimmimmmimiiiimimmmu uiiiuimmimuumiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiumuuiuuiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiuiiimiuiiiimiiiimiuiuiiiimiiiiiiiiiiiiiua Njálsgötu 23. — Sími 7692. | iimiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimi uiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiMiimiiiiiiiiMiiiiiuimiiiiiuniiMiiMiiiiuiniMumiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiuiiMMiiuiuiiuiiiiiuii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.