Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍI.IANN. Áskriítarsímar 2323 og 81330. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. tl. árgangur Innl I blaðinu 1 ðag: T*5 „Málmar og jarðefni", bls. 4. i Eftir Bermuda-fundinn, bls. 3. 1 Skrifað og skrafað, bls. 6. _ j 75. blað. JarShettur í Langjökli Jai lhevrur rísa upp við brún Langjökuls, í baksýn t. h. er Hiodufell. Myndin er tekin úr flugvéi á suóurleið fyr- ir nokkru. (Liósm.: Sn. Sn.). Lá í svefndái undir fölsku nafni i gistihúsi i hænum Hafði tekið peninga frá vinnufélögum sín- um á Eyrarbakka og verið leitað í þrjá daga í gær var færeyskum manni í svefndái ekið í sjúkrábif- reið í slysavarðstofuna. Hafði lögreglan verið að leita manns- ins vegr.a peningaþjófnaðar á Eyrarbakka. Fannst hann í gistihúsi hér í bænum undir fölsku nafni og hafði neytt lífs- hættulega mikils magns af svefnlyfjum og öðrum deyfilyfj- um. Samkvæmt fréttum sem blaðið hafði í gærkveldi af líðan mannsins, mun hann ekki í hættu, en hins vegar var hann ekki vaknaður. skipstjóri neitar að yfir- gefa skip sitt á Meðallandsf jöru Fimmtán skipverjum bjarga'ð, en fjórir eru enn um borð. — Skipstjóri kvaíst mundi kaila há- seta sína um boriS aftur. Gerir sér vonir um aö ná skipinu út Kirkjubæjarklaustri í gær. — Um klukkan sex í morgun barst Sigurgeiri Jóhannssyni í Bakkakoti, formanni björgun- arsveitannnar í Meðallandi, skeyti frá Slysavarnafélagi ís- lands um stöðina á Klaustri þess efnis, að togari væri strand- aður einhvers staðar þar við sandana, og væri sveitin beðin að fara á vettvang. Reyndist þetta belgíski togarinn Van der Weyden, sem var strandaður á Skarðsfjöru. Var 15 mönn- um bjargað en fjórir neituðu að yfirgefa skipið. Togarinn vissi ekki nákvæmlega,! Meðallandi, hvar hann var, því að þoka var i hélt einnig og björgunarsveitin heim, nema fjórir á í morgun. Var björgunarsveitin í Álftaveri því einnig beðin að fara til strandar. Blaðið átti í gær tal við Sigur- geir formann björgunarsveitarinn- ar í Meðallandi og spurði hann um atvik öll að björguninni. Sveitin lagði af stað um klukkan sjö og fann skipið brátt, þar sem það var strandað á Skarðsfjöru skammt frá skipbrotsmannaskýlinu. Skipið hafði strandað á flóði. en þegar sveitin kom á vettvang, var tekið að fjara, og voru aðeins 30—40 metrar út í það. Aðdjúpt er þarna. Veður var stillt en nokkur alda og dimmt yfir. Björgunarlínu skotið. Björgunarlínu tókst að koma út í skipið þegar í fyrsta skoti, en ekki voru menn dregnir í land strax, því að nokkur vafi virtist á skipsmönnum um það, hvort þeir ættu að yfirgefa skipið. Fyrsti maðurinn var dreginn í land kl. 10 og síðan hver af öðrum, unz komnir voru 15. Þá voru fjórir eftir þar á meðal skipstjóri. Neit- uðu þeir þá að yfirgefa skipið að sinni, höfðu samband við ræðis- mannsskrifstofu lands síns í Reykjavík um hvað gera skyldi, og sat við það. Björgunarlínan var tengd við trukkbíl í landi, og voru menn- irnir dregnir á þurru í land. Var þeim síðan ekið heim á, bæi í menn úr henni, sem biðu í sand- inum og höfðu línuna strengda út í skipið, ef þeir sem eftir voru, vildu yfirgefa bað. Voru að aðgerð á þiljum. Skipsmenn, sem bjargað var, segja að þeir hafi ekkert vitað af fyrr en skipið var strandað. Voru hásetar að gera að fiski og við önnur störf, er skipið sat allt í einu fast í sandinum. Þetta er sex ára gamalt skip af svipaðri gerð og „nýsköpunartogararnir" okkar. Skipsmenn skýrðu einnig frá því, að tveir af áhöfninni hefðu lent í strandi við sandana áður. Var það á stríðsárunum er togari, sem þeir voru á, strandaði við Mýr dalssand. Komust þeir af í hríð og frosti en nokkrir fórust. Halda skipinu þurru. Skipsmenn, sem bjargað var í land, fengu ekki að taka með sér föt, og eins bannaði skipstjóri þeim að fara úr Meðallandi að sinni, því að hann mundi kalla þá um borð áður en langt liði. Virtist helzt sem hann teldi, að skipið mUndi nást út fljótlega. Þeir fjórir >em eftir voru, héldu skipinu þurru (Framhald á 2. síðu) í gær hafði blaðið tal af Olafi Helgasyni, hreppstjóra á Eyrar- bakka vegna þessa atburðar. Sagði aann að fyrir einum fjórum dög- um hefði orðið uppvíst um þjófn- að þar eystra. Var stolið um tvö hundruð og fimmtíu krónum í dönskum peningum og þúsund kr. í íslenzkum, frá Færeyingum sem þar eru að stunda sjó. Grunur féll strax í einn Færeyinginn, en hann var farinn til Reykjavíkur. Tók sér annað nafn. •Hreppstjórinn sneri sér til lög- reglunnar hér og bað hana að hafa uppi á manninum, en það mun ekki hafa gengið greiðlega, þar sem Færeyingurinn hafði tekið gistingu á hóteli undir öðru nafni en sínu. Þó fóru svo leikar í gær, að lögreglan hafði uppi á mann- inum, en þá var hann í því ástandi að lögreglan brá skjótt við og flutti hann á slysavarðstofuna. Svefntöflur og höfuðverkja- pillur. Þegar lögreglan kom inn í her- bergi mannsins, var hann sofandi og engin leið að vekja hann. Þótti því sýnt að um annað og meira en eðlilegan svefn væri að ræða. Fundust og í herberginu glas und an höfuðverkjarpillum. Voru ekki nema umbúðirnar eftir og því nokkurn vegin vissa fyrir því, að maðurinn hefði tekið inn lífshættu legan skammt af þessum deyfi- lyfjum. (Framhald á 8. síðu). Flugfargjöld yfir N- Atlantshaf hækka um 5% PARÍS - NTB, 30. marz. — Wiili am Hildred, framkvæmdastjóri IATA, alþjóða flugmálastofnun- arinnar, skýrði frá því í París í gær, að ákveðið hefði verið að hækka fargjöld flugvéla sem færu yfir N-Atlantshaf um 5 af hundraði. Framkvæmdastjórinn sagði, að hækkun þessi stafaði fyrst og fremst af hækkuðu benzín-verði vegna lokunar Súez skurðar. Rússar við sama heygarðshorniö: Búlganin hótar Dönum öllu illu leyfi jieir erlendar herstöðvar í landi sínu „Gæti leitt til sjálfsmorðs dönsku þjóðarinnar*4 London, 30. marz. — Bréf Bulg anins forsætisráðherra Rússlands til H. C. Hansen forsætisráðherra Danmerkur, var birt í Kaup- Uppgjörinu í Alþjóðasambandi samvinnumanna slegið á frest FRA ÞVI VAR skýrt hér í blað- inu í síðastt. mánuði, að komið hefði til alvariegs ágreinings í j Alþjóðasambandi samvinnu- manna á síðastl. hausti, og væri óttast, aö sambandið mundi klofna á miðstjórnarfundi þeim, sem halda átti í London í febrú- ar. Ástæðan var framkoma Rússa og annarra austurvelda, einkum í sambandi við Ungverjalandsmál- in. Iiöfðu futltrúar nokkurra ríkja lagt til, að Rússum yrði vik- ið úr sambandinu. Komu þau mál til umræðu á stjórnarfundi í Pa- rís í desember. Þar var árás á Ungverja harðlega fordæmd, og þar var því lýst yfir af fulltrúum Sviss og Hollands, að samvinnu- samböndin mundu segja sig úr ICA ef Rússar og önnur sambönd handan járntjalds yrðu ekki úti- llokuð frá þátttöku í starfi Al- þjóðasambandsins. ÞEGAR KOM á miðstjórnar- fundinn í London, endurtóku full trúar Sviss og Hollands yfirlýs- ingar sínar, segir í frásögn af fundinum í norrænum samvinnu- blöðurn og deildu þeir hart á austurveldin. Hins vegar snerist stjórn ICA gegn því, að málið yrði afgreitt þá og taldi að reglur sambandsins heitniluðu ekki að útiloka þátt- töku austurveldanna. Og ef vest- rænu löndin segðu sig úr, mundu austurveldin fá meirililuta í sam- bandinu. ÞEGAR HÉR var komið mál- •inu, gengu Norðurlönd fram i málamiðlun. Lögðu fulltrúar þeirra til, að reglur um útilokun og úrsagnir yrðu teknar til at- hugunar og endurskoðunar og málinu að öðru leyti frestað. Full trúar ntargra vestrænna landa, m. a. Bretar og Bandaríkjamenn, studdu þessa norrænu tillögu og var hún síðan samþykkt, en aust- urveldin sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Þar með var þessu uppgjöri innan Alþjóðasambands- ins, setn til þessa hefir staðið af sér alia bylji kalda stríðsins, skot ið á frest. Er sambúðin innan þess nú orðitt erfiðari en nokkru sinni fyrr, eftir að andúðaralda gegu Rússunt fór um löndin vegna Ungverjalandsmálsins. mannaliöfn í kvöld. Bréf þetta er mjög svipað að efni og orðalagí eins og hótanabréf það sem Bulg anin sendi forsætisráðherra Ner- egs fyrir skömmu, en það vaktl almenna furðu og reiði á Vestur- löndum. Bulganin kveðst vilja vara Dani við því að leyfa erlendar herstöðvar í landi sínu. Slíkt gæti leitt til sjálfsmorðs dönsku þjóðarinnar, ef til stríðs kæmi, vegna eyðingarmáttar kjarnorku- vopnanna.í bréfi þessu til danska forsætisráðherrans ræðst rúss- neski ráðherrann heiftarlega á Bandaríkjamenn og sakar þá um stríðsundirbúning og heimsvaláa- stefnu. Rússar endurtaka íurðulegar njósnaákærur STOKKHÓLMI - NTB, 29. marz. — Rússar endurtóku enn í dag fyrri ásakanir sínar í garð Svía, þar sem þeir eru sakaðir um að reka öfluga njósna- og neðanjarðarstarf semi í Rússlandi. Þykja ásakanir þessar hinar furðulegustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.