Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, sunnuðaginn 31. marz 1957. MINNINGARORÐ: Hjálmar Þorláksson, Villingadal Hann lézt að heimili sínu, Ytri- Villingadal 17. febrúar s. 1. nær 83 ára að aldri. Mbð honum er þekkt- ur maður og vinsæll til grafar geng inn. Hann hafði átt nokkra samleið með þremur kynslóðum, var alla tíð vel metinn af grönnum sínum og þótti hvarvetna góður gestur. Hjálmar var fæddur að Hofi í Skagafjarðardölum 27. marz 1874. Voru foreldrar hans Þorlákur | bóndi þar Hjálmarsson og kona) hans Þórey Bjarnadóttir. Er þar skammt að rekja til þjóðkunnra manna og merkra ætta. Langafi! Hjálmars var hinn nafnkunni prest ur og skáld séra Hannes Bjarnason á Ríp. í aðra grein var Hjálmar kominn af hinum þróttmiklu Goð- dalaprestum, langfeðgunum þrem- ur. er sátu þann stað nær alla 18. öldina. Og í þriðja lagi var hann af sama kynþætti og hinn kunni klerkur séra Jón Steingrímsson að Prestbakka, en hann var og Skag- firðingur. Skal þetta látið nægja um ætt Hjálmars. — Sjálfur mat hann Djúpadalsættina mest. Fjögurra ára að aldri missti Hjálmar föður sinn, og dvaldi hann upp frá því á vegum móður sinnar og síðari manns hennar, Lárusar Þorsteinssonar á Tunguhálsi, fram- um fermingu utan það, að hann var um nokkurt skeið hjá föðursystur sinni Helgu í Bakkakoti, er síðar giftist Jóni Jónassyni, bróður séra Jónasar á Hrafnagili. Eftir það fór Hjálmar að vinna fyrir sér hjá vandalausum, því að efnin heima Hann hazlaði sér völl á innstu bæj- um tveggja sýslna á Norðurlandi. Ungur að árum tók hann þá tryggð fari og í ýmsum greinum óefað fremur samleið með föllnum kyn- slóðum en þeirri, sem nú er í blóma lífsins og saknaði margs þess, sem á burtu hefir borizt með straumum þeim, sem farið hafa um huga þjóðarinnar nú síðasta aldarfjórðunginn og breytt hafa háttum hennar og siðum -rnjög og í aðra farvegi en áður var. Hann gat þó vel glaðzt með æskunni, ef svo bar undir og metið hana. Hjálmar var dugmikill og djarf- huga ferðamaður, en þó gætinn. Einkum voru það óbyggðirnar, sem hann lagði undir fót. Um hálfrar aldar skeið þreytti hann göngur og við íslenzkar dalabyggðir og heið-1 fjárleitir upp um heiðar og öræfi. ar, að entist honum til æfiloka. I Var hann gagnkunnugur hinum Vorið 1898 hóf Hjálmar búskap á! víðu afréttum suður af Skagafirði Þorljótsstöðum í Vesturdal, innsta j og Eyjafirði allt til Þjórsárkvísla býli í Skagafirði. Er það allmjög 1 suður, enda lengi gangnaforingi. einangrað og aðdrættir hinir erf- j Þá bar og stundum við, *að hann iðustu. Þarna er rýr og seintekinn heyfengur en beitarland bregst þar varla, landrými nóg og landgæð- um og veðursæld viðbrugðið. Fyr- ir það hefir flestum búnazt vel þarna. Þó hefir jörðin stundum verið í eyði á síðari tímum og svo var þegar Hjálmar fluttist þangað. Hafði hún verið í auðn í eitt ár og' mannlaus að mestu árið þar á undan en nytjuð þá. Var því frem- ur köld aðkoman þarna. Nú er býli þetta komið í algera auðn, flest hús fallin að grunni fylgdi ferðamönnum um þessar slóðir. Vann hann sér traust þeirra enda skeikaði honum aldrei urn stefnu, þekkti allar beztu leiðir og var úrræðagóður ef út af bar. En það var síður en svo, að Hjálmari væru þessar ferðir nokk- ur þrautaganga, því að hann unni öræfunum mjög. Hann var hrif- næmur fyrir fegurð þeirra og fjöl- breytni, kyrrð og víðsýni. Sumarið 1904 hafði hann varð- gæzlu á hendi við annan mann suður við Hofsjökul. Var það í Sextug: Guðlaug S. Magnúsdóttir frá Fossárdal Sextug er í dag, 31. marz, frú Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir frá Fossárdal í Beruferði. Guðlaug er fædd að bænum Eyjólfsstöðum í Fossárdal í Berufirði. Guðlaug er' Snjólaugar Magnúsdóttur og Magnl úsar Jónssonar. Þau ár sem Guð-| laug ólst upp, kröfðu&t mikillgr vinnu og fórnfýsi við búskapinm j sem þau systkinin hjálpuðust við! ao létta eftir megni, í anda gleð;; og áhuga. En þó fengu þau að j kynnast þeirri dásamlegu fegurð,; sem dalurinn býr yfir, berjalaut-1 um, grasi og skógivöxnum hlíðum. Þaðan á Guðlaug margar yndisleg ar minningar frá æskuárum sín- um. Árið 1919 giftist Guðlaug Þór lindi Jóhannssyni frá Hvammi við Fáskrúðsfjörð. Hófu þau búskap að Hvammi, en þar bjuggu fyrir foreldrar Þórlinds. Á heirmli þeirra hjóna, var ætíð gestkvæmt, enda mætti manni þar ætíð gest- risni og hlýr hugur. Þeim hjón- um var ellefu barna auðið, og eru niu þeirra á lífi, sem öll eru upp- komin. Árið 1943 fluttust þau hjón in að Búðum við Fáskrúðsfjörð, því þaðan var léttara til sjósókn ar, en það var atvinna Þórlinds. Nú á afmælisdaginn munu börn- in hugsa með hlýhug heim í sveit- ina kæru, þar sem líf og fjör ríkti fyrrum. í dag óskum við að ríki gleði og fögnuður í hjarta afmælis og órækt farin að setja svip sinn sambandi við útrýmingu fjárkláð- á túnið, sem þó er enn vafið j ans. Er það haft eftir honum, að nokkru góðgresi á sumrin, sem það sumar hafi eigi aðeins verið þar voru af skornum skammti., vestdælskur afréttarpeningur gæð-1 hið sérstæðasta sem hann lifði, I heldur og hið dásamlegasta. Má þó Þarna bjó Hjálmar í 9 ár við! hafa í huga, að á þeim tímum leit vaxandi gengi, má víst segja, því! allur almenningur óbyggðirnar öðr kaupstaðarferðum, búfjárgæzlu og' að efnin voru nær engin er hannj um augum ög geigkenndari en nú .............er orðið. Það má segja, að þær Vann hann þá á næstu árum öll ír ser a. algeng sveitastörf, eins og þau gerð ust á þeirri tíð, kynntist erfiðum kalsömum beitarhúsagöngum. |hóf búskapinn. Hann keypti fljót- M. a. var hann um nokkurt ára-;lega jörðina, endurreisti bæjarhús bil hjá Sigmundi Andréssyni bónda ! in að nokkru leyti og hóf jarðar- að Irafelli, bróður séra Magnúsar prófasts og alþm. á Gilsbakka. Sig- mundur var gáfaður merkismaður, bætur. Vakti það nokkra athygli, að vor- ið 1903 fékk hann mann utan úr eins og hann átti kyn til og mun Tungusveit með jarðvinnsluverk- vera Hjálmars þarna hafa orðið færi er flutt voru með ærnu erfiði honum giftudrjúg. Á hinn bóginn þangáð fram og lét vinna nokkra er víst, að Sigmundur mat Hjálmar skák til túnaukningar á Þorljóts- mikils. Hélzt æ síðan sterk vinátta með þeim. stöðum. Mun þetta hafa verið fyrsti plógurinn, sem beitt var í væru lengra í burtu frá byggðum manna þá en nú. — Hjálmar lifði lengst þeirra tíu manna, sem þann vörð skipuðu meðfram Héraðsvötn um og Austari-Jökulsá, norðan frá sjó og suður í jökul. Hjálmar var meðalmaður að vexti og allþrekmikill, hægur í framgöngu og yfirlætislaus. Hann var tillögugóður og vildi jafnan setja niður deilur manna. Ræðinn Nokkrar bóklegrar fræðslu afl- jörð í Vesturdal, og liðu svo mörg var hann og kunni frá mörgu að aði Hjálmar sér á þessum árum. Hann nam t. d. dönsku og nokkuð í ensku hjá hinum mikla mála- garpi séra Hallgrími Thorlacius, sem þá var prestur á Ríp. — Ekki ár þar til hinn næsti kom. |segja, skýrt og skemmtilega. Hann Vorið 1907 lét Hjálmar af bú- kastaði oft fram stökum, enda var skap á Þorljótsstöðum og ári síðar, hagmælska glögg einkenni móður- flutti hhnn til Eyjaf jarðar. Var j ættarinnar. — Síðari árin hneigð- hann búlaus fjögur næstu árin, þar | ist hugur hans að þjóðlegum fræð- veit ég hvort að hugur Hjálmars , af työ í þjónustu Björns Líndals hefir hneigzt til frekara náms þá,! lögfræðings við fjárbú það, er en efalaust hefði honum orðið sú, hann rak þá að Kaðalsstöðum í ganga greiðfær, ef ekki hefði efna- skortur hamlað. En hvað sem um það er, þá er hitt víst, að Hjálmar tók brátt önd- verða stefnu við alla skólasetu. Fjörðum. Vorið 1912 tók Hjálmar jörðina Hólsgerði í Eyjafirði til ábúðar og bjó þar nær áratug, en flutti þá að Syðri-Villingadal, og bjó þar annan áratug eða þar um bil, en færði þá bú sitt að Ytri-Villingadal, og bjó þar unz synir hans komust upp og tóku við jörðinni, laust eft- ir 1940. Allar eru jarðir þessar þrjár á suðurenda eyfirzkrar byggðar við rætur hvassbrýndra fjalla, en dal- Skrlfað og skrafað (Framhald af 7. síðu). kaupa þessa eign fyrir þetta verð. Hjá því verður þess vegna ekki komizt, að athygli manna, _ beinist að þeirri staðreynd, að k' djúpir gefa þaðan auga sýn langt hans úr héraðinu. Þau eignuðust einn af eigendunum, sem seldu|inn til hárra heiða. Allar voru saman þrjú börn: Steinunni, hús- þessa eign, var Bjarni Benedikts- l,ær í fremur lágum metum, hrör- legur húsakostur og tún um, ættvísi og ritstörfum. Hjálmar var heilsuhraustur meg inhluta æfinnar og lagði ekki frá sér verk að fullu öllu fyrr en á efsta degi. Mátti þó heita að sjón- in væri að síðustu engin orðin og fæturnir farnir að bila, enda gang- an orðin löng. Hjálmar kvæntist árið 1897 Kristínu G. Þorsteinsdóttur, ætt- aðri úr Sléttuhlíð, myndarlegri konu og vel að sér um margt. Leið ir þeirra lágu þó ekki saman nema í tíu ár. Þá skildu þau samvistir. Það leiddi af sér brottför Hjálm- ars frá Þorljótsstöðum, og hvarf son, og að sami Bjarni Benedikts- son á svo sæti í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur, sem ákvað kaupin. Alveg óhætt má fullyrða, að hefði háttsettur enskur stjórnmála Imaður verið tvöfaldur aðili að slíkum yiðskiptum, myndi þau hafa nægt til þess, að hann yrði ekki langlífur sem stjórnmálaleið- togi eftir það. Það hefði ekki síð ur gilt, þótt hann hefði verið inn- an brezka íhaldsflokksins. En Sjálfstæðisflokkurinn er af öðru sauðahúsi en enski íhaldsflokkur- inn og því er ólíldegt, að þessi verzlun Bjarna við sjálfan sig fyr- ir hönd Sparisjóðsins, torveldi nokkuð frama hans innan Sjálf- stæðisflokksins. Hitt er annað mál, hver verður svo dómur almennings um þessi mál. En vissulega þurfum við margt að læra af Bretum og öðrum ná- grannaþjóðum okkar í pólitískum og fjárhagslegum viðskiptum, ef þau mál okkar eiga að komast á heilbrigðari grundvöll en þau eru reist á nú. í ryrara lagi. — Aldrei mun það hafa orð- ið þyngra fyrir fæti Hjálmars efna lega en á fyrri hluta þessa tímabils meðan börn hans hin yngri voru enn í ómegð. Munu þau ár hafa ver ið hin slitsömustu æfi hans. En er börnin komust á vinnuald- ur, fór hagur Hjálmars batnandi með ári hverju. Dalirnir báðir voru keyptir og sameinaðir í eina jörð og má fullyrða, að nú sé Ytri- Villingadalur orðin eitt með mynd- arlegustu býlum í Fram-Eyjafirði, enda er rekið þar stórbú eftir því sem nú gerist inn til dala. Þarna átti Hjálmar heima æ síð- an hjá sonum sínum og tengda- dóttur og undi hag sínum hið bezta, enda fór einkar vel um hann þar. Hann fagnaði þeim framförum, sem orðið hafa í sveitum landsins nú síðustu áratugina, enda hafði hann góða aðstöðu til að meta þær sem búandi maður tveggja ólíkustu tímabila, sem orðið hafa í sögu ís- lenzks landbúnaðar. Kom þar ekki að sök, þó að hann ætti að eðlis- freyju að Reykhólum, Snjólaugu, er lézt uppkomin, þá lærð Ijósmóð- ir, og Hjört, hreppstjóra og skóla- stjóra á Flateyri. — Kristín er enn á lífi hjá dóttur sinni á Reykhól- um. Eftir að þau Hjálmar og Kristín skildu, bjó hann með Ingibjörgu Jónsdóttur frá Villinganesi í Skaga firði. Var hún greind kona, og hon um góð stoð á erfiðleikaárum hans. Hún lézt fyrir rúmum sjö árum. Börn þeirra eru fjögur: Jón bóndi í Villingadal, Þorlákur heima þar, ókvæntur, Hjörvar bóndi í Torfu- felli og Sigrún ljósmóðir 1 Eyja- firði. Öll eru börn Hjálmars vel gef- in og hin myndarlegustu. Hálfsystir Hjálmars ein er á lífi, frú Elinborg Lárusdóttir rithöfund- ur í Reykjavík. Þormóður Sveinsson. IVEál og menning barnsins, yfir að sjá þennan stóra hóp vera uppkominn. H.Þ. BREF (Framhald af 5. síðu). haft um konur, er þó sú, að eng- ar heimildir greina frá því, að konur hafi alið börn sín á hell- um. Að leggjast á gólf og liggja á gólfi á rætur að rekja til þess, að konan kraup á hnjám á strá- lögðu gólfi, er hún ól barn. Má víða um þetta lesa. Ég vísa um þetta efni til greinarinnar Barsel í Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder, þótt margt megi að vísu út á greinina setja. H.H. AuglýsllS í Timaniusi »BaTaHlHBMawKKHiNiiiiniNBH Eftir Bermuda- fundinn (Framhald af 6. síðu). Blindir byrja að fá sýn Þótt það sem sagt er um kjarn orkuvopnatilraunir valdi von- brigðum, er samt Ijóst, að jafn vel blindir eru að byrja að fá sýn. Báðar ríkisstjórnir viður- kenna nú, að fjöldi tilrauna með vetnissprengjur, feli í sér hættu, og er hér vissulega um framför að ræða. Jafnframt er yfirlýst að þær líti á áætlun um takmörkun — ekki afnám — tilrauna, sem æskilegan lið í allsherjarafvopnun aráætlun. En á meðan hún sé ekki fyrir hendi, er látin í ljósi fróm ósk um hófsemd í tilraunum af frjálsum vilja. Ríkisstjórnirnar vona, að Rússar vilji iðka slíka hófsemi til jafns við Breta og Bandaríkjamenn. Þær eru jafn- vel fúsar að tilkynna Sameinuðu þjóðunum fyrirfram um hverja til raun, ef aðrar þjóðir vilja gera slíkt hið sama. Hins vegar er ekki orð um að ríkisstjórnirnar vilji hætta alveg við einhverja tilraun ir ef Sameinuðu þjóðirnar komast að þeirri niðurstöðu að hún geti kallað sérstaka hættu yfir mann heim. Hér er því ekki um stórt skref að ræða, en skref samt, sem ekki má láta sér yfirsjást. Hér gæti ver- ið upphaf að samningi um að af- lýsa öllum tilraunum með vetnis- sprengjur. Og ekkert kemur fram í greinargerð fundarins, sem af- sannar nauðsyn slíks banns. Heimsvandamál Fyrir liggur álit vísindamanna um hættur frá geislun af vetnis- sprengjum, og enginn vafi er á því, að sérhver vetnissprenging eykur hættuna, enda þótt ekki sé Ijóst, hversu langt öryggisbilið er. Það veldur því vonbrigðum, að á þessu sviði skyldi ekki vera tek- ið rösklegar á málum. Fyrir dyrum (Framhald af 4. síðu). verki að gegna en glingra við mál- fræði og tala öllum tungum. Svo er það á allra vitorði, að þau mál- spjöll, sem hingað hafa komið, hafa borizt sjóleiðis og þá vitan- lega fyrst og fremst skollið á sjó- mönnunum eins og allir vágestir þessa lands. Að leita til málfræð- inga útvarpsins tel ég lítils virði. Þeir segja vitanlega, að ef einhver hefir sagt þessa vitleysu, þá sé það íslenzka og verður ekki við því gert. Talið er að málspjöllin hafi flest verið dregin í land á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þaðan hafi þau breiðzt út, austur til Húnavatns- sýslu að vestan og vestur til Eyja- fjarðar að austan. Skagafjörður á því að mestu að hafa sloppið, enda kemur það lieim við staðhætti. Að firðinum liggja landleiðir um fjöll og firnindi en sjóleiðin er hafn- laus. Farmönnum hefir ekki þótt fýsileg lending Kráku-Hreiðars við Borgarsand og óaldarlýðnum hafa ekki þótt fýsilegir endurfundir á Mannskaðahóli. Þó hafa innfjalla- dalirnir, þar sem annars staðar sloppið bezt. Enda hygg ég að þar séu manndrápsbyljir aldrei kennd- ir við grózku í neinni mynd. Nú er það næstum fullsannað, að þessi margumtalaða vísa er eftir Látra- Björgu, eins og mig raunar minnir að ég hafi heyrt frá því fyrsta, og mun liún ekki hafa lagt að jöfnu norðanátt og sunnanátt. Þegar ég man fyrst eftir mér, sagði gamalt fólk, að þegar hann blési á sunnan, ætti ég að segja „guði sé lof“, en þegar hann blési á norðan ætti ég að segja „guð varðveiti mig og mína“. Má vera að ekki hafi það verið talin synd að gleyma því um sláttinn. En að snúa því við hefði verið talið guðlast, sem var álíka þungt orð þá eins og orðið landráð nú. Þess er áður getið, að sökum staðhátta hafi erlend áhrif á mál- færi manna skollið mest á Aust- fjörðum og Vestfjörðum, jafnvel Ilúnavatnssýslu. Nú hafa öll þessi héruð gefið út byggðaljóð og kveð- ur þar mjög við annan tón. Þar skortir ekki hreint, jafnvel fagurt íslenzkt mál, og kemur þá að því sem áður segir, að það er margt slarkfært í lítt hugsuðu máli, sem ekki er látið sjást í vandaðri Ijóða- gerð. Að lokum þakka ég svo skáldinu og fræðimanninum stutta en góða viðkynningu og drengilegan mál- flutning. Þ. M. stendur fyrsta brezka vetnis- sprengjutilraunin. Bermudafundur inn hefði mátt bpina athygli heims ins að þessu mikla vandamáli í miklu ríkara mæli en hann gerði, scgii' Manchester Guardian að lok- um. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.