Tíminn - 13.04.1957, Blaðsíða 8
8
70 ára: Guðný Guðmundsdóttir,
Laxárbakka
Heiðurskonan Guðný Guðmunds
dóttir nú húsfreyja að Laxárbakka
í Leirár- og Melasveit á 70 ára af-
mæli 13. apríl næstkomandi.
Sjálfsagt eru það fyrst og fremst
nánustu ættingjar og vinir, sem
mest og bezt meta það, þegar svo
lengi og lengur líf og heilsa fá að
vera sigurvegarar yfir veikindum
og dauða. En þrátt fyrir það, er
það m_ikið þjóðarlán, þegar góðu
og dugmiklu fólki auðnast langt
líf. Þann hróður að vera kölluð
velvinnandi kona á Guðný skilið.
Fáar munu þær konur nú sem
minnst geta þess frá æskuárun-
um, að hafa verið valdar til jafn
mikils vandaverks og það, að vefa
í fermingarpeysufötin á dætur
sóknarprests síns. En slíka minn-
ingu á Guðný og talar hún sínu
máli, án útskýringar. Guðný er
fædd að Hlíðartúni í Mið-Dölum í
Dalasýslu. Sú jörð, með þessu
fagra bæjarheiti, er nú fyrir löngu
komin í eyði. Foreldrar hennar
voru þau Margrét Jónsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson. Ætt-
menni Guðnýjar munu hafa haft
mikið líkamsatgervi og glæsi-
mennsku til að bera og þau ein-
kenni fylgja dyggilega enn ætt-
inni.
Saga Guðnýjar verður ekki rak-
in hér. Aðeins í stórum dráttum
hinn ytri rammi hennar. Ung að
árum fluttist hún suður í Norður-
árdal í Mýrarsýslu og þaðan árið
1911 að Stangarholti í Borgar-
hreppi. Nokkru síðar giftist hún
syni bóndans í Stangarholti, Helga
Salómonssyni og bjuggu þau þar
til ársins 1948 að þau fluttust út
í Leirár- og Melasveit. Guðný á
þrjá sonu alla gifta og hina mestu
myndarmenn. Leó starfsmaður í
Slökkviliði Reykjavíkur, Guðmund
sem býr á óðali feðra sinna í Stang
arholti og Einar bónda á Læk í
Leirársveit. Um það leyti sem þau
hjón fluttust frá Stangarholti tók
heilsu Ilelga að bregða og ágerð-
ist vanheilsa hans síðar meir, svo
að hann varð að ganga undir mik
inn höfuðskurð og hefir ekki náð
aftur fullri heilsu. Segja má, að
síðan hafi þau lítið sinnt búskap.
Fyrir nokkrum árum keyptu þau
hjón sumarbústað skammt frá
Vogatungu, og ber hann gamallt
bæjarnafn, Laxárbakki. Þar unir
Guðný vel hag sínum. Hefir hún
nú fengið rafmagn og ýmis þæg-
indi, og fegrar og umbætir heim-
ili sitt á allan ivátt, svo ekki verð
ur á betra kosið. Þar annast hún
rnann sinn, sem að vísu er frár og
fieygur á fæti, aðdáanlega vel. En
vegna heilsubrests hans, verður
hún að vera algjörlega fjárhags-
lega forsjón beggja. Allir sem til
þekkja munu sammála um frá-
bær hyggindi hennar og hagsýni í
hvívetna. Guðný vanrækir aldrei
neitt, sem guð hefir gefið henni
eða menn falið henhi að inna af
hendi. Sæti sitt í kirkjunni situr
hún mörgum öðrum oftar. Síðast
en ekki sízt vil ég geta þess að
hún er ágætis kvenfélagskona.
Hvergi er hún eftirbátur annarra
hvorki í starfi né fundarsókn og
hefir stundum verið fulltrúi síns
félags á sambandsþingum.
A afmælisdaginn hennar Guð-
nýjar, 13. apríl, munu margir vin-
ir og vandamenn heimsækja hana.
Þakka henni góða kynningu og
óska henni fagurs og friðsæls ævi
kvölds. Húsið hennar Guðnýjar er
steinsnar frá þjóðveginum, ofan
við hvamminn hjá Laxá. Hvert vor
lætur sunnanþeyrinn blómin í
brekkunni kinka kolli til sprikl-
andi laxanna í ánni á göngu þeirra
æ lengra og lengra.
En áin raular sama róandi, seyð
andi lagið endalaust, þrátt fyrir
ýmsar mishæðir sem verða á leið
hennar, þá er hún alltaf tilbúin
að taka á sig sína eðlilegu mynd
og taka upp sama lagið og láta
sem hún hafi aldrei mætt neinni
mótspyrnu.
Þessu líkt tekur Guðný öllu sem
verður á lífsleið hennar. Hún virð
ist alltaf tilbúin að mæta öllu og
taka öllu og lætur lítið bera á því
mótdræga. Er alltaf tilbúin að
taka þátt í góðum gleðskap og er
félagslynd í besta lagi. Þá er ekki
einskisvert að eiga hana fyrir ná-
granna, alltaf tilbúin til hjálpar
í hinum og þessum stað.
Þau eru líka orðin mörg heim-
ilin í þessari sveit, sem hún hefir
liðsinnt. Um leið og ég óska henni
allra heilla með hinn nýbyrjaða
áratug, og þakka henni ágæta við
kynningu, óska ég þess að hún
megi sem lengst búa við það frelsi
að halda sjálfstætt heimili.
Ólína I. Jónsdóttir
Skipanesi.
Oríií er frjálst
(Framhald af 5. síðu).
gömlu býlin, þar sem búið er að
leggja mikið fé í, frá bönkum, ein
staklingum og ríki? Hvaað trygg-
ing er fyrir því að þau haldist í
byggð. Ganga þau ekkUkaupum
og sölum, lenda í braski, og falla
úr byggð? Hér getur sami vandi
verið alls staðar á ferðum.
Ég hefi trú á því, þegar fólkið
fer til langdar að vinna saman und
ir skipulagðri samvinnu, að búskap
þá muni félagshneigðin aukast,
börnin læra þetta af foreldrum
sínum. Þau vaxa upp við þetta
skipulag og hljóta að skilja nauð-
syn þess. Á þennan átt mun sam-
vinnubúskapur festa rætur 1 okk-
ar landi. Hér er gott verkefni fyr-
ir ungmennafélögin að vinna að,
enda skal því treyst, að þau geri
það. Þau munu skilja að hér er á
ferðinni vorboði nýs lífs í sveitum,
þar sem félagslund og menning
mun dafna.
Þessar framanskráðu línur mín-
ar eru sú framsöguræða, sem ég
ætlaði að flytja þegar ég hefði
komið tillögu minni á framfæri
um samvinnubú. Það má segja,
að það sé eftir dúk og disk að láta
hana koma fram. En vel má þó
vera að einhverjum verði á að
hugleiða eitthvað af því, sem þar
er sagt.
10. marz 1957.
Steinþór Þórðarson
Kosningalögin
IP|v
Hx Ðronnlng
Alexandrine
fer frá Reykjavík til Færeyja og
Kaupmannahafnar, laugardaginn
20. apríl n. k. Pantaðir farseðlar
óskast sóttir fyrir 16. apríl. Til-
kynningar um flutning óskast sem
fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Erlendur Pétursson
(Framhald af 7. síðu).
á, að þingmaður flokksins þar var
forfallaður, en annar maður af list
anum orðinn uppbótarþingmaður
og þriðji maður af listanum hafði
afsalað sér rétti til varaþingsætis.
En Eggert Þorsteinsson skipaði
fjórða sæti á framboðslista Al-
þýðuflokksins í Reykjavík við síð-
ustu alþingiskosningar, svo sem
kunnugt er. Yfirkjörstjórn Reykja
víkur gaf samkvæmt því út kjör-
bréf til handa Eggert Þorsteins-
syni. Var það kjörbréf síðan sam-
þykkt af Alþingi, og hefir Eggert
Þorsteinsson tekið sæti hér á AI-
þingi samkvæmt því.
Frumvarp það, sem hér liggur
fyrir, felur í sér staðfestingu á
þeim skilningi Alþingis, sem birf-
ist í afgreiðslu þess kjörbréfamáls,
er áður var nefnt. Alþingi hefir
því þegar í reyndinni lýst þeim
skilningi sínum, að reglur þær um
varaþingmenn, sem ætlað er að
lögfesta með frumvarpi þessu, séu
samþýðanlegar stjórnarskráhni.
Týndi sonurinn
(Framhald af 6. síðu).
til að hyggja örlítið nánar að
ástandinu norður þar.
Hvað heldur þessi góði maður,
að Akureyri væri stór bær, ef Ey-
firðingar hefðu látið hjá líða að
starfa á samvinnugrundvelli og
hefðu treyst einkaframtakinu
einu? Væru þá á Akureyri hinar
miklu verksmiðjur samvinnufélag-
anna, sem veita um 50 manns at-
vinnu? Hvað ætli útsvarstekjur
Akureyrarbæjar væru miklar, ef
þar væri ekkert samvinnufyrirtæki
og enginn maður hefði atvinnu hjá
þeim fyrirtækjum? Hvernig væri
um að litast í Kaupvangsstræti eða
á Gleráreyrum, ef fjármagnsmynd-
un fólksins hefði ekki verið plægð
í ný fyrirtæki, nýja framleiðslu,
ný störf? Hefði verið farsælla fyrir
Akureyri, ef fjármagnið hefði lent
í höndum kaupmanna, sem hefðu
flutt það burt frá Akureyri, eins
og verið hafði um aldir, áður en
kaupfélögin komu til sögunnar?
Það er mesti misskilningur, að
KEA hafi „svælt undir sig einstakl
ingsrekstur" á Akureyri. Yfirgnæf-
andi meirihluti af starfsemi félags-
ins eru ný fyrirtæki, sem það hef-
ir sjálft stofnað, en í kjölfar þeirr-
ar lyftingar, sem þetta hefir Verið
bænum, hefir einstaklingsfyrirtækj
um í iðnaði og verzlun á Akureyri
fjölgað en ekki fækkað, og virðast
mörg blómgast vel, þótt kaupfélags
starfið fari einnig vaxandi með
hverju ári.
Óttinn í peningavaldi
Reykjavíkur
Þeir, sem hafa.sannan áhuga á
frjálsri samkeppni, ættu að fagna
því, ef kaupmenn Reykjávíkur
fengju aukna samkeppni frá þrótt
miklu kaupfélagi. Slíkt þyrfti eng-
um að útrýma, sem er samkeppnis-
fær, en mundi koma borgarbúum
til góða.
Sannleikurinn er sá, að peninga-
valdið í Reykjavík óttast ekkert
meira en öflugt kaupfélag. Sam-
vinnumenn hafa þegar sýnt Reyk-
víkingum, að þeir geta hleypt lífi
í samkeppnina í verzlun bæjarins
og gert hana þannig betri og full-
komnari.
SÍS—Austurstræti er glöggt
dæmi um þetta. Kaupmenn Reykja-
víkur börðust eins og þeir framast
gátu gegn því, að sett væri upp
kjörbúð í Reykjavík. Þeir biðu al-
geran ósigur og er nú komið í ljós,
að SÍS þurfti að sýna þeim fram á,
að kjörbúðaskipan væri verzlunar-
skipan nútímans. Nú koma þeir á
eftir. Þannig er þetta með margar
nýjungar. Hræðslan við samvínnu-
menn var það eina, sem gat þving-
að kaupmenn Reykjavíkur til að
vinna saman að stærri átökum,
eins og kaupmenn annarra landa
gera. Þetta varð í hlutafélaginu
Vegg (nafnið ber vitni um upp-
runann). Þannig mætti nefna
fjöldamörg dæmi þess, að sam-
vinnumenn hafa haft og geta haft
í framtíðinni mjög holl áhrif á
verzlunarþróun höfuðstaðarins,
auk þeirra meginkosta samvinnu-
stefnunnar, sem áður var getið.
Þegar hinn venjulegi Morgun-
blaðsáróður er síaður úr grein
Þorkels Ingibergssonar, stendur
eftir sagan af skiptum hans sjálfs
við KRON, og hún er óneitanlega
ekki örvandi.Það var einmitt þes3i
staðreynd, sem TÍMINN harmaði.
Það er mergur málsins, að væri í
Reykjavík öflugt, vel rekið og fjöl-
mennt kaupfélag, mundi fást árang
ur, sem því miður hefir ekki náðst
undanfarin ár. Væri slíkt kaupfé-
lag til og í lifandi samkeppni við
kaupmenn, mundu vafalaust fljót-
lega bætast margar endurgreiddar
milljónir við það, sem kaupfélögin
um land allt hafa — þrátt fyrir
allt — skilað félagsfólki sínu aftur
á síðari árum.
ófeigur.
Um þetta virðast í sjálfu sér
ekki skiptar skoðanir, að sú lausn,
sem frumvarp þetta gerir ráð fyr-
ir, sé eðlileg og sanngjörn. A. m. k.
hefir því ekki verið mótmælt á Al-
þingi.
Þar sem efnisreglur frumvarps-
ins eru eðlilegar og sanngjarnar og
eru samþýðanlegar stjórnarskrá,
þykir meirihl. nefndarinnar rétt að
mæla með samþykkt frumvarpsins.
T í MIN N, laugardaginn 13. april 1957.
nnaiiiiiinimiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiuitiiiiiHiHii
„Syngjandi
Páskar”
=
2
4. sýning í dag (laugardag) kl. 2,30 e.h.
| Er þetta eina tækifærið fyrir þá, sem hafa ekki getað |
sótt miðnætursýningarnar. |
5. s ý n i n g
verður annað kvöld (sunnudag) kl. 23,15.
| Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, blaðasölunni Laugavegi
30 og í Austurbæjarbíói.
Dragiö ekki of lengi að tryggja yður rniða,
því að eftirspurn er mikil.
FÉLAG fSLENZKRA |
EINSÖNGVARA.
aiHII!tnilimill!IfII!inilllIII!!lll!!IlII!!llllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!l||||iiiiilll|||!||||||||||!|||i||||||||||i|inK
niiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiinini
Kristniboðsdagurinn 1857 1
1 Nokkur undanfarin ár hefir íslenzks 'kristniboðsstarfs I
i verið minnzt við samkomur og nokkrar guðsþjónustur á |
Í Pálmasunnudag og mun svo einnig gert í ár. Vér viljum i
1 minna á eftirtaldar guðsþjónustur í Reykjavík og ná- i
I grenni:
Akranes:
3
3
i Kl. 10 f.h. Barnasamkoma í samkomusalnum „Frón“.
1 — 2 e.h. Guðsþjónusta í Akraneskirkju. Ólafur
Ólafsson, kristniboði, prédikar. Sóknar-
• prestur þjónar fyrir altari.
1 — 8,30 e.h. Kristniboðssamkoma í samkomusalnum í
Frón. Ól. Ólafsson, kristniboði, talar.
| Hafnarfjörtfur:
| Kl. 10 f.h. Barnasamkoma í húsi KFUM og K. Öðrum
samkomum og guðsþjónustu kristniboðs-
| dagsins verður frestað fram yfir páska,
i vegna ferminga.
| Reykjavík:
1 Kl. 8,30 e.h, Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K.
Í Bjarni Eyjólfsson tálar. Kórsöngur.
| Athvgli skal vakin á því, að gjöfum til kristniboðs Í
| verður veitt móttaka við samkomur þessar og guðsþjón- I
| ustur, svo og við nokkrar guðsþjónustur hér í bæ, Sjá §
= um það nánar í messutilkynningum prestanna.
Samband ísl. kristniboðsfélaga.
ííiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnnuiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiinuiuuu
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiin
Blaðburður
TÍMANN vantar ungling eða eldri mann til blað-
burðar í VOGAHVERFI.
Afgreiðsia Tímans
iitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiin