Tíminn - 13.04.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.04.1957, Blaðsíða 4
T í MIN N, laugardaginn 13. apríl 1957« .4 Öœkcir oc) höfunbar Fyrsta íslenzka bridgebóki Nú um þessar mundir er væntanleg á bókamarkaðinn nýstárleg bók fvrir íslenzka bridgemenn og konur, sem nefn- ist Bridgebókin. Þetta er fýrsta bókin, er út kemur á íslenzku um bridge, sem tekin er saman af íslendingi. Hinn kunni bridgemaöur, Zóphónías Pétursson, sem sá um bridgeþætti ríkisútvarpsins um tveggja ára skeið, hefir tekið bókina saman. Lars Manion — fcva Dahioaok — Bengr Ekijnd *■ s LESKHUSMAL: Brot af skáldi Eftir Eugene 0 NeiSl — Frumsýnmg FÖSTUDAGINN 29. marz síðast Siðinn frumsýndi Kungl. Drama- ti.'.lo Teatern í Stokkhólmi leik- inn Touch of the Poet eftir Eug- ■ene O’Neill, sem í hínni sænsku þýðingu Sven Barthels hefir hlot- i8 nafnið Ett stycke poet: Leikur- inn kom samtímis út hjá bókafor- laginu Rabén & Shögren og kostar £.kr. 13,50. í formála fyrir leikn- ■um og i grein, sem dr. Ragnar Girov.’ leikhússtjóri hefir skrifað í leikskrána, segir leikstjórinn hvernig hann frétti um þetta leik- rit. Um svipað leyti og hann tók við starfi við leikhúsið stóð hann eitt sinn að spjalli við Lars Han- son, einn fremsta leikara Svía, um hvaða verkefni gætu talizt freist- andi viðfangsefni á næstunni. Þá minntist Lars Hanson þess að Ltli- an Gisli, sem á sínum tíma var ein m>- a leikkona Bandaríkjanna, hafð sagt frá því í bréfi að Ge- orge J. Nathan hefði sagt henni frá óprentuðu leikriti eftir O’Neill. Hanson mundi ekki hvað leikurinn hét, en ininnti að orðið skáid kæmi fyrir í nafni leiksins. Þetta var fyrsta sporið sem leiddi dr. Girow á rétta ieið í leit að verk- ,irm og sænsku dagblöðin hafa á stundu.m minnst á þetta sem eins konar leynilögregluafrek. Það get.- ur vaíalaust verið skemmtilegt að bregða slíkum blæ yfir saklausa atburði, en í þetta sinn var það varla heppilegt. Mörgum var kurin ugt um að þetta leikrit var til ár- ið .1943, því að þá taldi hinn skarpi Íeikli.stargagnrýnandi George J. Nat.han það upp í grein um ó- prentuð verk O’Neills. Tímarits- grein þessi birtist 9. október 1946 og engin ástæða til að efast um sannleiksgildi hennar, því að Nath an var persónulegur vinur skálds- ins. Handritsins var hvergi frekar að leita en í fórum skáldsins. Það er sennilegt að sú leynd. sem hvíldi yfir tilveru þessa leikrits hafi mest verið því að kenna að bandarísk leikhús höfðu takmark- aðan áhuga á fjögurra stunda leik- riti, sem einnig efnis síns vegna var ekki líklegt tii að draga að sér stóran hóp áhorfenda. LEIKURINN. sem nú var frum- sýr.dur í Dramaten, er hinn þriðji í röðinni af níu leikjum, sem 0’ Neill tók að semja einhverntíma eftir 1920. Þessi leikritaflokkur átti að verða ættarsaga banda- rískrar fjölskyldu og jafnframt þro unarsaga bandarískra þjóðfélags- hátta í eitt hundrað og fimmtíu ár. Atburðarásin hefst að morgni dags í júlímánuði árið 1828 og fjarar út undir miðnætti sama dag. Sviðið er matsalur i .veitingahúsi, sem er í engu frábrugðið fjöldu annarra gistihúsa í nágrenni Bost- on í Nýja Englandi í Bandaríkjun- um. Veggir sviðsins eru þiljaðir brúnleitum viði og á gólfinu stend ur tréborð auk skrifpúlts, sem mun ætiað undir bókhaldsbækur þær, sem aldrei reynist þörf á að færa. Til hægri handar liggur stigi upp á loftið, en hann er sjaldan gengið. Hingað koma fáir. til gist- ingar. Til vinstri á sviðinu stend ur stór spegill frammi á gólfi og það er í honum, sem gistihús- eigandinn og fyrrverandi major í her Wellingtons skoðar ásjónu sína og nýtur þess að stilla. sér upp í napólenzkar stillingar með- an hann ræðir við eigin persónu í tilefni útkomu þessarar bókar. ’.em væntnnlega mun hafa mikil ihrif á þróun bridge hér á landi, iiieri blaðið sér til Zóphóníasar og spurðist fyrir um útgáfuna. — Þegar ég, sagði Zóphónias, sá urn bridgeþætti útvarpsins, safnað- 'st hjá mér mikið efni, og má segja, að þeir þættir meðal annars séu upphaf og undirstaða þess, að ég réðist í að semia svo alhliða bók sem þessa. Vinir mínir hvöttu mig til að gefa þættina út í bókar- formi, og það var mest fyrir á- eggjan þeirra, að bókin kemur nú fyrir almenningssjónir. Sennilega hefði ég þó aldrei ráðist í þetta, hefði ég vitað hve feikileg vinna liggur á að taka saman slíka bók. Hún er 350 blaðsíður að stærð í stóru broti, og er það mun meira, en ég hafði upphaflega ákveðið. Hins vegar reyndist erfitt að skera efninu þrengri stakk, enda af miklu að taka, og erfitt að hafna og velja. En bókin í því formi, sem hún kemur nú út, verður eins konar alfræðibók bridgemanna, og það er álit þeirra, sem að útgáfunni standa, að hún sé ekki síður nauð- synleg meistaranum í bridge sem hinum almenna spilamanni. Hvernig. er efni bókarinnar skipt? — Því er skipt í þrjá megin kafla. f fyrsta lagi sókn og vörn. í öðru lagi sagnvísi og í þriðja lagi sagnkerfi. í fyrsta kaflanum er nákvæmlega lýst þessum megin þætti bridge-spilsins. í öðrum kafl anum er fjallað m. a. um forhand- ardobl, spurnarsagnir Culberts- son, óvenjulegar grandsagnir, keðjusagnir, Herbertsregluna og Blackwood, og er þá aðeins fátt eitt týnt til. í þriðja kaflanum eru útskýrð ítarlega tvö þekkt sagn- kerfi, enska Acol-kerfið og amer- íska Stayman-kerfið, og auk þess er þar samanþjöppun úr ameríska Góren-kerfinu og franska Canape- kerfinu. Eva Dahlbeck og Sig Ruud í hlutverkum Siiru og Noru Melody Lars Hanson seni Corneliu Melody eða heimfærir orð Byrons á sjálf- an sig „Ég heiminn ei hef elskað — og hann ekki mig“. Melody er írskur innflytjandi. Nú eru liðin tuttugu ár síðan hann tók þátt í orrustunni við Talavera de la Reina og hlaut hrós af sjálfum 'Wellington fyrir hina frægilegu frammistöðu sína. Og sú var tíð- in að kvenþjóðin kunni að meta hermannlégt útlit hans. Þessir dag ar eru löngu liðnir og Maloy er nú djúpt sokkin áfengisnéytandi, sem getur ekki gleymt því að eitt sin var vegur hans meiri og ti! til þess að deyfa sársaukann, sem þessi st.aðreynd veldur honum hcf ir hánn leitað skjóls í því sem Ibsen kallár lífsblekking. Lars Hanson málar mynd þessarar per sónu með breiðum dráttum. Stund um of breiðum, einkum í hinum tíðu reiðíköstum i. upphafi leiks- ins, en að-þessu frátöldu er leik- ur hans Hstræn túlkun aí þeirri gráðu, sem telst til hins óvenju- lega hvar. í heimi sem leitað væri. EN LARS HANSON var. ekki einn um að bera þetta verk fram í sánnri listrænni sköpun. Ég minnist þess ekki að hafa séð Sif Ruud í veigamiklu hlutverki fyrr en nú. En þetta eina hlutverk nægir til þess að hún verður mér ógleymanleg leikkona og ég hlýt að minnast hennar í hvert sinn og ég rifja upp mikla persónusköpun. Hún var svo stórfengleg í hrein- leika sínum að hjarta manns fyll- ist þakklæti. Sif Ruud lék Nóru, hina fórnfúsu eiginkonu, sem elsk ar hinn breyska mann sinn eins og hann er með öllum sínum göllum og tekur á móti erfiðleikunum og mótlætinu sem eðlilega reiði guðs yfir því að hún lét unnusta sinn tæla sig til að brjóta boðorðin og lög kirkjunnar og þannig fjar- lægja hana frá guði sínum. Henni verður það til mikillar sorgar er Sara dóttir þeirra trúir henni fyr- ir því að hún sé ástfangin af ung- um innbornum Ameríkana óg hún hefir þegar gefið honum ást sína. Samleikur þeirra Sif Ruud og Evu Dahlbeck, sem leikur Söru, í at- riðinu þar sem þær tala um ást sína er einn fegursti tvísöngur er ég minnist að hafa séð eða heyrt á nokkru leiksviði. Þriðja kven- persónan í leiknum er af öðru sauðahúsi. Það er yfirstéttarfrú, sem var leikin af fremstu-leikkonu Svía, Ingu Tidblad. Hún kom eins og hvítur fugl, sem forðast. að sitja of lengi svo að fjaðrirnar ó- hreinkist ekki. Eitt andartak nálg ast hún major Malov, en þá finn- ur hún angan af wisky og þar með var úti ævintýri. LEIKURINN er í heild sinni raunaleg saga um sjálfsblekkingu og blindni á eigin vesalmennsku. Slíkir harmleikar gerast hyar og hvenær sem er. Það þarf ekki á- fengi til. Hinar sjö dauðasyndir munu nægja oss mönnunum um ókomnar aldir. Sbj. Zóphónías Pétursson j Flest af þessu er nýtt fyrir ís- , lenzka bridgemenn, eða er ekki I svo? 1 j — Jú, sennilega er það, því að mínu áliti háir það íslenzkum bridgemönnum mjög hve lítið þeir hafa lesið sér tiÉ en af því leiðir að tæknikunnáttu hjá flestum er i mjög ábótavant. Á íslenzku hafa ' aðeins komið út þrjár bækur um , bridge áður, þ. e. kennslubók eft- j ir Goren, Kontrakt hridge eftir Culbertsson og Vínarsagnkerfið, en þær hafa reynzt ófullkomnar. f þessari nýju bók eru tekin fyr ir kerfi, sem aldrei hefir verið áð- ur skrifað um á íslenzku, og auk þess má segja, að bókin leysi nær allar spurningar sem bridgemenn þurfa að fá svör við. Er ekki stöðug þróun í bridge hér á landi? — Nei, því miður. og má frekar segja, að um afturför sé að ræða. Erlendis hafa á undanförnum ár- um stöðugt verið að koma fram ný og betri sagnkerfi og þau eru flest tekin fyrir í Bridgebókinni. Hins vegar má segja, að hér á landi hafi verið alger stöðnun ura árabil, og fátt nýtilegt komið fram. Að mínu áliti er nauðsynlegt að endurnýja bridge-inn á fslandi, og ef hin nýja bók mín, gæti átt ein- hvern þátt í að svo mætti verða, þá er ég ánægður og sé ekki eftir þeim tíma, sem farið hefir í útgáf- una. Vannstu einn að bókinni? — Eins og áður segir hvöttu vinir mínir mig til að gefa bókina út, og þeir hafa einnig aðstoðað við að gera hana vel úr garði, svo sem með prófarkalestri og saman- burði. Má þar helzt nefna Einar Ágústsson, Jón Ingimarsson, Pétur Halldórsson og Örn Guðmundsson, sem eru allir lcunnir bridgemenn og Pétur Sigurðsson, háskólaritara sem las aðra próförk af bókinni. Ekki þarf að efa, að bridge- menn munu taka hinni nýju bók Zóphóníasar vel, enda er nafn j hans trygging fyrir því, að vel j sé á efninu haldið, en hann hefir jum aldarfjórðungsskeið spilað , kontrakli-bridge, eða síðan þessi I gerð bridge barst hingað til lands skömmu eftir 1930. Einnig bætir hún mjög úr brýnni þörf, því að eins og áður er drepið á, liefir bridgefólk liér á landi skort mjög gott lesefni í bridge, sem hiklaust 1 má telja vinsælustu dægradvöl ís- lendinga. Er því ástæða til að óska Zóphóníasi til hamingju með hina nýju bók — og íslenzku bridge- fólki skemmtunar við lestur henn- ar nú á komandi helgidögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.