Tíminn - 30.04.1957, Qupperneq 7
TÍMINN, þriSjudaginn 30. apríl 1957.
B
Bændur þnrfa að stefna
fá 50—60 hesta af hverjum hektara
Eríndi Páls Zóphóníassonar sem hann]
flutti í útvarp í gær og hét sumarmál
Nýlega eru liðin ein af tímamót-
um ársins, sumarmálin, augnablik-
ið, þegar vetrarvikurnar 26 eru
liðnar og sumarvikurnar taka við.
Það getur nú að vísu oft farið svo,
að sumar kemur ekki með sumri,
það verða oft átök milli sumarsins,
sem vill koroa á réttum tíma, og
vetrarins, sem ekki vill sleppa völd
unum, og þau átök geta oft staðið
fram um fardagana, og er þá ýmist
á því tímabili, hvorum vegnar bet-
ur. Þessu má búandi maðurinn
aldrei gleyma, og undir það þarf
hann ætíð að vera búinn, að sum-
ar komi ekki með sumri.
í raun og veru höfum við aldrei
ráð á öðrum tíma en líðandi
stund, augnablikinu sem er að
h'ða. Við ráðum hvað við hugsum,
tölum og aðhöfumst á því, en um
leið og það er liðið, er það komið
aftur fyrir okkur og tilheyrir liðna
tímanum, og þá er líka komin önn-
ur líðandi stund, annað augnablik,
sem við aftur höfum ráð á, og get-
um ráðið hvað við aðhöfumst á.
Þegar við athugum þetta, má okk-
ur vera ljóst, hve nauðsynlegt okk-
ur er að nota tímann bæði vel og
rétt. Gera það rétt á hverri líðandi
stund, sem skilur eftir hugljúfar
minningar, minningar sem við síð-
ar getum dregið fram og glaðst
við. Og gera aldrei neitt, sem við
síðan þurfum að reyna að gleyma,
svo sem fylgir okkur eins og skugg
inn, hvernig sem við reynum að
grafa hann og gleyma.
En af reynslunni læra einstakl-
ingarnir. Af henni læra þeir, hver
einstakur, hvernig þeir eiga að
nota komandi líðandi stundir, ef
þeir lifa og þá að njóta þeirra, til
þess að mynda skaphöfn sína
þroska sjálfan sig, að gera sig sem
líkastan, þeim, sem við erum skap
aðir eftir og eigum að hafa okkur
til fyrirmyndar í breytni okkar.
Og af liðna tírnanum lærum við
hvernig við eigum að starfa til að
verða sem nýtnastir þegnar í þjóð-
félaginu og gera heildinni sem
xnest gagn.
Tvær áminningar
Og af reynslu fjöldans myndast
sagan. Og af henni lærir heildin.
Þar á hver þjóð sína sögu, og hver
stétt sína. Og hvað er það nú sem
sveitafólkið, bændurnir og sifjalið
þeirra hafa að læra af nýliðnum
vetri? Mér finnst, að sá sem tím-
anum ræður, sá, sem stjórnar
veðri og vindi, hafi í vetur gefið
bændum landsins tvær áminning-
ar. Hann lét vetur gera samgöng-
ur erfiðar, og það svo, að þær
tepptust um skeið tii vissra hluta
landsins. Það sýndi sig þó að við
því voru menn varbúnir. Vistir
voru ekki til á heimiiunum til að
mæta langri samgóngustöðvun. Og
þó búum við við íshafsbauginn, og
megum alltaf eiga von á að sam-
gönguerfiðleikar og samgöngu-
stöðvun, geti orðið mikið lertgri en
í vetur. Við getum átt von á því,
að ís — bæði hafís og lagís — loki
siglingum í margar hafnir um-
hverfis landið, og þó er það svo,
að vörubirgðirnar sem til eru um
áramót á höfnunum sem geta lok-
ast af ís, fara minnkandi ár frá ári.
Þess^ vegna var þessi ámnming,
sem okkur var gefin í vetur, þörf.
En lærum við af henni?
Hin áminningin var gefin með
því að jarðlaust. varð um tíma, svo
öllu búfé varð að gefa inni. Mis-
lengi var það, víða 12 vikur og
sums staðar allt upp í 18 vikur.
Víða höfðu menn nægt fóður
handa búfénu, en allmargir ein-
staklingar urðu uppiskroppa, en
ulls staðar gátu nágrannar hjálpað,
bvo skakkaföll verða vonandi eng-
in eða lítil, þó það fari eftir því
þvernig baráttan um völdin milli
Bumars og vetur fari næstu vikurn-
Br. Hér voru bændurnir minntir
á það, að þeir þurfa á hverjum
þaustnóttum að veya undir það
búnir að geta mætt hörðum vetri,
vetri með 20—28 vikna innistöðu.
Og nú fer sumarið í hönd. Getum
við nú á því notað það þannig, að
við, að komandi haustnóttum, verð
um betur færir um að mæta hörð-
um vetri en við vorum í haust sem
leið? Ég held það, og vildi nú
benda á nokkur atriði, sem ég held
að geti orðið til þess að þið bænd-
ur góðir, getið, að komandi hausti,
orðið búnir undir harðan vetur.
Aukið töðufail
Meðaltúnið á byggðu jörðunum
í landinu er 10,2 hektarar að
stærð. Af því fást 414 hestar, eða
sem næst 40 hestar af hverjum
hektara. Þetta er alltof lítil upp-
skera. Margir bændur fá 70 og 80
hesta af hverjum hektara. Það á
því enginn bóndi að láta sér nægja
þetta meðaltal. Þeir eiga að stefna
hærra, fá 50—60 hesta af hverjum
hektara. Ef við getum nú í sumar
gert ráðstafanir til þess að fá, þó
ekki væri nema 20 hestum af töðu
meira af hektaranum en við höfum
fengið, þá eru það 100 hestar af
meðaltúninu og ef það bættist við,
yrðu heyin næg, þótt næsti vetur
yrði harður, og það þótt kæmi 26
vikna inniseta. En getum við gert
eitthvað, sem gerir mögulegt að
auka töðufallið í sumar um 10
hesta af hektara? Ég held það, og
ég held að ef þið stefnið að því,
bændur góðir, þá gerið þið það. Og
nú vil ég reyna að benda á nokkur
atriði, sem þarf að athuga í þessu
sambandi:
1. Það er enginn vafi, að túnin
spretta yfirleitt verr fyrir það, að
það er borið of seint á þau. Bú-
fjáráburðinn á helzt að bera á og
dreifa að haustinu, víðast hvar á
landinu, en sé það ekki gert, á að
gera það eins snemma að vorinu
og hægt er. Hann ætti víðast hvar
að vera kominn á túnin nú. En er
hann það? Sé hann það ekki, þá
gerið gangskör að því að koma
honum strax á túnin og dreifa vel
úr honum. Og tilbúna áburðinum
ætti líka að dreifa sem allra fyrst.
Látið mig hvergi sjá að verið sé
að dreifa áburði eftir miðjan júní,
eins og ég varð sjónarvottur að í
fyrravor. Með því getið þið byrjað
að slá síðast í júlí, og sargað við
fram á veturnæturnar. Komið á-
burðinum sem allra fyrst í jörðina,
með því getið þið byrjað sláttinn
fyrr, og fáið meiri töðu af hektar-
anum.
2. Skurðgrömrnar og jarðýturn-
ar eru að byrja að vinna hér og
þar um landið. Ég hefi orðið var
við það, að bændur vilja ógjarnan
láta grafa gömlu túnin. Þeir kunna
ekki við það að sjá þar kominn
uppgröft, sem jafna þarf út yfir
túnið. En þetta er það sem þarf að
gera víða við gömlu túnin. Þau
eru víða svo blaut, að þau geta
ekki sprottið þess vegna. Setjið
þið nú skurögröfurnar á þau. Það
þýðir ekkert að vera að bera á-
burð ár eftir ár, á tún vaxið hálf-
gresnu, með svo mýrskotna töðu,
að kýr snerta hana ekki nema hún
sætorni, það er að henda pening-
um í sjóinn. Takið því skurðgröf-
urnar núna fyrst, og látið héraðs-
ráðunautana segja ykkur hvernig
á að grafa í túninu, ykkar til þess
að fá það þurrt og sprettuhæft.
3. Skiptið túninu niður í reiti og
áttið ykkur á hve hver er stór. Þá
eigið þið hægara með að bera hæfi
lega mikið á hvern einstakan hluta
túnsins. Aðgætið síðan í sumar
hvað þið fáið af hverjum túnhluta,
og þá munið þið fljótt komast að
raun um, að þetta var ykkur nauð
synlegt en þetta gefur nú ekki að
ráði meiri töðu í sumar, þar er
fyrst að ári sem gagn þessa koma
fram.
Friðiö túnin
4. Friðið túnin. Þau eru nú fá,
túnin á byggðu jörðunum, sem
Páll Zóphóníasson
enn eru ógirt, en þó samt nokkur.
Friðið þau. Og önnur eru enn svo
illa girt, að skepnur ganga á þau
Og enn eru skepnur látnar ganga
eftir vild. Gerið við girðingarnar.
á túnunum með vilja. Það er rétt
að bcita tún, þegar bóndinn á svo
arðsamar skepnur, að þær geta
misst meira af næringarefnum í
seljanlegar afurðir en þær geta
fengið úr grasinu í bithaganum.
Getur þetta átt við hámjólka kýr
og tvílembur að vori, og kýr, eftir
að grös sölna að hausti. En þá
þarf að hólfa túnin sundur, svo
beitin notist vel og rétt. Það hafa
nýlega verið hjá mér tveir bænd-
ur, sinn úr hvorum landsfjórðungi
og sinn í hvort skiptið. Við rædd-
um um jarðirnar í þeirra sveitum.
Ég spurði annan hvort hann héldi
ekki að töðuframtal hjá granna
hans væri rangt. Eftir því átti að
fást 11 hestar af hektara. Nei,
hann hélt það vel talið, því hvort
tveggja væri, að allar skepnur, og
þó sérstaklega hrossin, ganga í tún
inu allt árið nema rétt um blá
siáttinn. oq svo svelti hann það.
Hinn spurði ég einnar spurning
ar um granna hans sem átti eftir
skýrslum að.fá 17 hesta af töðu af
hverjum ha. í túninu. Það hélt
hann nú ckki. en sagði eðl'Iegt að
lítið kæmi af túninu, því að bæði
væri það raklent að parti til, og
svo væri það trú bónda að beita
yrði hesturo. á túnið að haustinu og
vetrinum cf þétt vær: í rót, til þess
að halda mosanum í skeijum, en
hann héldi að þetta vær: misskiln
ingur, sem það og cr. Þið sem enn
hafið þessa trú. leggi.ð hana til hl>3
ar. Og ýfirleitt íriðið túnin, og ef
þið þurfið að beita þau, þá gerið
það skynsamlega. Látið ekki arð-
lausar skepnur naga töðuna af íun-
ui um.
5. Berið nóg á, sveltið ckki
grösin ykkar. Allt sem lífsanda
dregur þarf sína næringu. Látið
túngrösin fá hana, og fá hana nægj
anlega snemma vors. Ekki skal ég
nefna neinar tölur yfir hvað þið
eigið að bera á. Ef þið hafið skipt
túninu í reiti, og vitið hvað þið
hafið beríð á hvern þeirra undan-
farið og hvað þá fengið af hverjum
þá hafið þið reynt hvernig það hef-
ir gengið, og hvernig þarf að
breyta tii þurfi þess. En annars
hafið þ'ð héraðsráounaut með ykk
ur til skrafs og ráðagerðar, þegar
þið ákveðið hve mikið þið berið á.
Og litlu veiku stráin eru eins og
krakkarnir ykkar. Þau vaxa og
dafna bæði ef þau fá sæmilegan að
búnað og nóg að borða. Þurkið því
og friðlð túnin, gerið aðbúðina
sæmilega og berið nóg á, gefið
þeim nóg að borða.
Vandið vinnsluna
6. í sumar verða ef að vanda
lætur , sáð í nálægt 3000 ba sem
nú eru brotnir, og bíða herfingar
og sáningar. Vandið nú vinnsluna.
Búið sáðbeðin vel undir áður en
þið sáið grasfræinu svo þiö fáið
sprettu sem slá má strax í sumar.
Sumir fá sprettu á nýræktarflögin
á sama sumri og sáð cr, og
slá í ágúst eða fyrst í september
Um nantgnparækt
Naviiigriparæktarléíögin og afurSafiróunin.
Frá rannsóknum um kvort samband sé milli
nythæviar og líkamsstærðar kýrinnar
Þar sem við íslendingar
stundum nautgriparækt eink
um til mjólkurframleiðslu,
verðum við að leggja mat á
kýrnar eftir mjólkurlagni
þeirra. Um þennan mikil-
væga eiginleika kýrinnar
ræður erfðaeðli hennar
mestu, en í næstu röð kemur
fóðrun hennar og hirðing.
Víða erlendis leggja menn
meiri áherzlu á kjötafurðir naut-
gripanna og leggja þá meiri rækt
við líkamsvöxt þeirra og útlit. En
einnig hjá mjólkurkynjum er viss
líkamsbygging talin benda til af-
urðasemi og hreysti og hér á lándi
er mikil áherzla lögð á útlit naut-
gripa við dóma á nautgripasýning-
um.
Afurðaskýrslur eru
nauðsynlegar.
Æfður maður getur með nokk-
urri vissu gert sér grein fyrir hvort
kýr sé góð mjólkurkýr eða ekki,
með því að athuga vaxtarlag henn-
ar og útlit, en hætt er þó við að
ónákvæmni gæti í þeim dómi, og
afurðaskýrslur eru því nauðsynleg-
ur grundvöllur alls skipulegs kyn-
bótastarfs í nautgriparækt til
mjólkurfi-amleiðslu.
Um 44% «f íslenzkum kúm eru
skýrslufærðar í nautgriparæktarfé-
iögum. Um gæði og gagnsemi
þeirra 56%, sem ekki eru á skýrslu
og fitumælingar ná ekkl til, vit-
um við lítið. Mikilvægasta ráðstöf-
unin til þess að bæta kúastofn okk-
ar almennt, er því sú, að fjölga
nautgriparæktarfélögum, færa ná-
kvæma afurðaskýrslu yfir fleiri
kýr og byggja þannig upp kynbóta-
starfið á þessum grundvelli í þeim
sveitum, þar sem engar skipuleg-
ar kynbætur nautgripa eru enn
stundaðar.
Eftirfarandi tafla sýnir allvel
árangurinn af starfi nautgriparækt
arfélaganna og afurðaþróunina,
eins ogr hún birtist í skýrslum
þeirra. I skýrslunni er tekið ann-
j að hvert fimm ára meðaltal naut-
I gríparæktarfélaganna 1903—1948
: og loks meðaltal ársins 1955, en
það er síðasta árið, sem skýrslur
hafa verið reiknaðar út fyrir.
Ar Félög Bændur Fullmjólka Ársnyt Feiti Fituein.
í fél. kýr kg %
1903—08 10 300 880 2242 3.60 8071
1914--18 27 , 715 2584 2206 3.67 8096 :
1924—28 23 520 1932 2396 3.64 8721
1934—38 95 2274 6824 2615 3.69 9649
1944—48 77 1391 5211 3055 3.76 11487 j
1955 77 8539 3283 3.84 12607
Eins og sést af töflunni, hefir i samband sé á milli nythæðar kýr-
drjúgum miðað að því hjá bænd- innar og líkamsstærðar hennar.
um í nautgriparæktarfélögum að Greinin heitir Om mælkeköernes
auka afurðir kúnna. Meðalnyt hef- störrelse som ökonomisk faktor og
ir hækkað úr 2242 kg á tímabil- j er eftir N. Dyrbye. Sá, er stóð
inu 1903—1908 í 3038 kg 1944—48 fyrir finnsku rannsóknunum, nefn
og í 3283 árið 1955, eða um 1040 ist Suvenvuo. Áður en efni grein-
kg. Meðalkýrin hefir hækkað fitu-! arinnar verður rakið, er rétt aff
einingar sínar úr 8071 kg í 12607 ; bera nokkuð samar. finnska og ís-
árið 1855 eða 4536 fitueiningar. Icnzka nautgripi.
í Finnlandi eru 3 aðalkyn naut-
Líkamsrækt og afurðasemi. gripa: Norðurfinnska, Austfinnska
Fyrir nokkru birtist í danska og Vésturfinnska kynið. Meðal-
tímaritinu Jerseybladet grein um þyngd þeirra er um 400 kg, en
finnskar rannsóknir á því, hvort í (Framhald á 9. síðu).
Hrefna ?20, eign Guófinnu Stefánsdóttur, Vogum í Mývatnssveit, er elni
af glæsilegustu kúm iandsins. Myndin er tekin sumarið 1956, þegar Hrefna
var 13 vetra.
(ekki seint) með góðu grasi, aðrir
geta aldrei slegið nýræktarslétturn
ar á fyrsta ári. Vandið nú allir ný
ræktarsléttuna í vor, svo slá megi
hana seint i ágúst. Eg er viss um
það, að ef þið takið ykkur til allir,
og leggið ykkur fram um að fá 50
hesta af túnhektaranum i sumar,
þá fáið þið það. Þetta er mark sem
hægt er að ná. Og ef þið náið því
í súmar, þá má ekki fjölga á fóðr-
um í haust, almennt, og þá verða
allir undir það búnir að taka á
móti hörðum vetri næsta haust.
Komi hann ekki, verða fyrningar
vorið 1953 og þá fáum við bæði
hey af fleiri hektörum en í ár, og
úr því má fjölga skepnum árlega
eins og heyaukinn sem árlega bæt
ist við tiltekur.
Eitt enn áður en ég hætti. —
Heima í Viðvík var föðurbróðir
minn sem var járnsmiður. Hann
smíðaði Ijábakka o. fl. Margir
komu fyrst til hans til að láta hann
smíða bakka og bakka fyrir sig Ijá
inn, þegar þeir ætluðu að fara aff
bera niður. Þeir áttu að gera það
fyrr. Hafið allt tilbúið til sláttarins
farið ekki að byrja að skoða og lag
færa tækin þegar grasið er komið.
Verið á verðinum, verið tilbúnir aff
taka grasið um- ieið og það er
sláttutækt. Látið það ekki spretta
úr sér.
Um leið og ég lýk máli mínu
þakka ég ykkur bændur góðir, fyr
ir velurinn. Sérstaklega þakka ég
öllum sem minntust mín með þökk
og samúð, þegar ég hætti að vera
fullgildur þegn þjóðfélagsins. Og
bændunum og fóikinu í sveitunum
vil ég óska þess að liðni tíminn —
reynslan — megi kenna þeim leið-
irnar til þess að nota tímann rétt,
vera vaxandi maður og batnandi,
betri þjóðfélagsþegn, og með ári
hverju betur og betur undir það
búinn á haustnóttum að mæta sam
gönguteppu og hagleysi á komandi
vetri.
1 Gleðiiegt sumar, gott starf á því.