Tíminn - 19.07.1957, Síða 6

Tíminn - 19.07.1957, Síða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 19. júlí 1957 Útgefandi: Framsóknarftokkurlnn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasímn 19523, afgreiðslusími 12323 -Prentsmiðjan EDDA hf. —--------------------------.-----------—y Kalda stríðið í nýju ljósi SÍÐUSTU atburðir í Rússlandi hljóta að koma ó- þægílega við það fólk í lýð- ræðislöndum úti um heim, sem fram til þessa hefur trú aS því, að kommúnisminn, eins og hann er framkvæmd ur í Rússlandi, mundi leiða fram á við til meiri hagsældar og menning ar. Þeir, sem enn tolla í trúnni, hafa að vísu staðið af sér mörg veður á síðustu árum, og þó mun bylurinn stóri eftir 20. flokksþingið í Moskvu hafa verið erfiðast- ur. Nú hljóta þeir, jafnframt sem aðrir, er láta sig nokkru skipta, hvað gerist á heims byggðinni, að minnast þess, að á máli kommúnista allra landa hefur ráðstjórnin æ- tíð stefnt að friði og velsæld. Mikill er sá orðaflaumur, sem gengið hefur út af komm únistapressunni til að sanna að það hafi verið vondir „heimsvaldasinnar“ á vest- urlöndum, en ekki Stalin, Molotxív og þeirra liðsmenn, er hófu „kalda stríðið“ og hafa haldið samskipt- um austur- og vesturþjóða nálægt frostmarki alla tíð síðan. NÚ KEMUR það hins vegar allt í einu upp úr dúrn um austur í Moskvu, að Mal enkov fyrrverandi forsætis- ráöherra Ráðstjórnarríkj anna og tveir utanríkisráð herrar landsins, sem embætt um gegndu meðan kalda strtðið var erfiðast, hafi verið andvígir auknum sam- skiptum og vinsamlegri sam búð. Molotov var beinlínis sakaður um að hafa fjand- skapazt við lausn mikil- vægra sambúðarmála, svo sem friðarsamningana við Austurríki, friðarsamning- ana idð Japan, auk þess sem nú er upplýst, að hann hafi ætíð verið mótfallin því, að kynni yrðu með leiðtogum Rússa og vestrænna þjóða. Þetta eru upplýsingar, sem kommúnistar úti um heim verða að taka tillit til. Þeim hefur að vísu verið sagt þetta allt saman oft og mörg um sinum, af talsmönnum lýðræðisflokka í mörgum löndum. En það hefur verið argasta „auðvaldslýgi“ á þeirra tungumáli. Nú mætti koma annað hljóð í strokk- inn, þegar boðskapurinn kem ur úr sjálfu austrinu. ÞESSI tíðindi hljóta að vekja' ýmsar spurningar í huga þeirra, sem lengi hafa fylgt kommúnismanum að málum. Úr því að það er nú játað', að leiðtogar á borð við Molotov og Malenkov hafi um hríð a. m. k. reynt að spilla samkomulagi í milli þjóðanna, hvernig skyldi þá hafa verið and- rúmsloftið í Moskvu um það bH er-kalda stríðið hófst fyrir alvöru, skömmu eftir striðið? Gæti það ekki verið, eftir allt saman, að þessir leiðtog ar og aðrir, sem eins ,hugs- uðu, hafi í rauninni verið upphafsmenn þeirrar ógæfu, sem kalda striðið hefur ver- ið? Það skyldi þó aldrei vera, að það hafi verið þeir Stal- ín og Molotov, sem siguðu herjum Norður-Kóreumanna af stað árið 1950? Að visu hafa öll kommúnistablöð löngu „sannað“ að þessu hafi verið öfugt farið. Það hafi verið Bandaríkjamenn, sem hafi egnt Suður-Kóreuher upp á móti saklausum ná- grönnum sinum. íslenzku kommúnistamálgögnin hafa t. d. hvaö eftir annað birt mynd af amerískum valda- mönnum . við landmærin, skömmu áður en styrjöldin hófst. Ekki þurfti frekar vitna við í hugum hinna sann trúuðu. Enda stóð „heims- friðarhreyfingin‘ með hvað mestum blóma um þetta leyti. W, !VF+I • ■l-'j+F 1 NÚ ER játað, að Molo- tov hafi í tilteknum málum breytt allt öðru vísi en hing að til hefir verið kennt, og um glæpsamlegan starfsfer il Stalíns liggur fyrir mikil sönnunargögn, sem ekki voru fyrír hendi 1950. Varla getur því hjá því farið, að efa- semdir læðist að þeim, sem hingað til hafa trúað í blindni. Enn má minnast- þess að það var Molotov, er spillti því að Austur-Evrópu löndin neituðu að eiga að- ild að Marshallsamstarfinu. Og síðan hófst látlaus rógs herferð gegn þvi í kommún istablöðunum um heim all- an. Tékkar höfðu í upphafi tjáð sig hlynnta samstarfinu en urðu að söðla um, þegar Molotov barði í borðið. Er sú harmsaga enn í fersku minni. Nú lýsir Khruschev því í Moskvu, að þessi sami Molotov hafi alla tið verið andvígur samstarfi milli vest ur- og austurþjóða, og hafi verið trúlaus á, að þessar þjóðir gætu lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir mis- munandi þjóðskipulagsform Áróður vestrænna kommún- ista gegn Marshallsamstarf inu á sinni tíð, og frétta- flutningur þeirra af upphafi þeirrar miklu áætlunar og af stöðu austurveldanna, sést nú í nýju ljósi, jafnvel í aug um kommúnista. MIKIL hefur sú trú ver- ið, en jafnvel krosstré geta undan látið. Uppljóstranirn ar i Moskvu eru líklegar til að hafa heilsusamleg áhrif í mörgum löndum, draga úr áhrifum kommúnista og flýta þeirri óhjákvæmilegu upplausn, sem bíður flokks þeirra, sem allra einræðis- flokka fyrr og síðar. Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál: Auknar Hkur á friðsamlegri sambúð aust- urs og vesturs eftir hreinsunina í Moskva Krúsjeff telur, alS stalínisminn hef<5i steypt kommúnismanum í glötun, ef ekki hefði veri'ð tekitS í taumana strax n I SIÐUSTU ihreinsuninni í SovétrikjunTim, þegar Molotov og 5 háttsettum stjórnmálamönnum öðrum steypt af sóli, má greina tvö stig. í fyrsta lagi -var birt op- inber tilkynning þar sem þeir voru ásakaðir um að hafa barizt gegn þeim endurbótum sem fram kvæmdar hafa verið síðan Stalín tézt og horfið var frá stalínisman- um. í öðru lagi hafa þeir verið á- sakaðir fyrir yfirsjónir sem í raun inni eru beinlínis glæpsamlegar.! Þess vegna væri unnt að hefja málarekstur gegn sexmenningun-, unum og dæma þá í þyngstu refs- ingar. Það er bersýnilegt að stjórn- málaþróun Sovétrikjanna er enn ekki svo langt komin að unnt sé, að taka upp nýja stjórnarstefnu þar í landi án þess að fyrirsvars- mönnum hinnar gömlu stefnu sé jafnframt steypt í glötun. Þannig var stjórnarfari einnig háttað 1 Vestur-Evrópu fram á 17. öld. — Sovétríkin, sem hafa tileinkað sér alla tæknimenningu 20 aldar, eru þannig raunverulega 300 árum á eftir tímanum í stjórnarfarslegum efnum. Nógu auðvelt er að skilja útskýr ingu valdhafanna á hreinsuninni. Hún byggist einfaldlega ó hinni frumstæðu pólitísku kenningu að ágreiningur í mikilvægum efnum verði aðeins leystur eftir að þeim er ósigur bíða í dei’lunni h'efir ver ið útiýmt. Það er harla nýstárleg hugmynd að til geti verið þjóðholl stjórnarandstaða — hvað þá að slík andstaða eigi að vera til. KRÚSJEFF segir nú að Molotov sé orðinn að gömlum, þröngsýnum og nöldursömum bjána. Hann hefir gerzt foringi flokksbrots í landi þar sem állur flokfcadróttur HVAÐA ÁHRIF mun hreinsun- er glæpur, gegn hinni helgu arf-' in hafa ó sambúð Bandaríkjanna leifð leninismans og lögmálum j og Sovétríkjanna? byltingarinnar. í tiilkynningunni Trúlega er það sanni næst að segir að Molotov hafi ekki fylgt breytingar Krúsjeffs miði að því flokkslínunni, og það táknar ekki að koma á föstu skipulagi innan- aðeins að hann hafi greitt atkvæði lands i Sovétríkjunum og á öllu gegn henni heldur að hann hafi valdasvæði kommúnista í heimin u)m. Krúsjeff telur að væri stalin- ismanum fylgt fram statt og stöð- ugt yrði það til þess að ómögule|T væri að halda vöSdum kommúnism ans við lýði. Af honum hefðu leitt innri umbrot og óeirðir og eftiri því virðist Dulles einmitt hafa ver ið að bíða. Krúsjeff reynir nú að forða kommúnismanum frá þessu öngþveiti og skapa- honum þjóð- ernislega undirstöðu. ■ Vel getur farið svo að Krúsjeff valdi hér tímamótum. En , þess verður að gæta að rugla ekki sartw an stefnúbreytingu innánlarids' ‘f- Sovótríkjunum og breytingu' utanríkisstefnu þeirra í þá átt að Krúsjeff ætli sér að gartg'á t!f samninga um Þýzkaland, Formó.su eða Kóreu. Að vísu er það næst- um fullvist eftir breytingarnar' að Sovétríkin hyggjast ekki ta'ka .upþi, opinskáa hernaðarstefnu. Á' hiriri' bóginn er heldur ekki hægt að vænta þess að þau ætli sér að færa neinar fórnir eða slaka á yf- irráðum sinum ytfir lepprikjtinum. Líklegast virðist að stefna Krús jeffs hafi þau óhrif að draga úr leyti. Hann trúir þvi að honum sé j sumum innri veikleikum Sovét- þetta unnt með því að „ná tiL ríkjanna og stuðli að friðsamlegri jafns við Bandaríkin“ eins og sambúð landanna í austri og vestri hann sagði í ræðu í Leningrad p-n ekki beinlínis að endanlegum fyrir skömmu — ekki í stjórnar- samningum þeirra í milli. fari heldur í iðnaðarframleiðslu miðaðri við fólksfjölda og í fram leiðslu á mjólk, fcjöti og smjöri. «i„““ eS£ X ‘ISZ Ku-Klux-Klan menn kommúnista, lönd allt frá Norður- Kóreu og Kína og Norður Viet Nam til Aiistur-Þýzkalands og annarra járntjaldslanda. Samkv. stalínismanum mynduðu öll þessi lönd eina heild, og Moskva var höfuðborgin. Krúsjeff mun reyna að móta úr þeim eins konar þjóða bandalag sjálfstæðra kommúnist- iskra landa þar sem Sovétríkin hefðu forustuna á hendi. skrifa brezkum þingmanni London, 17. julí. — Fyrir skönunu barst brezka verka- mannaflokksþingmanninum M. Orbach bréf frá Ku-Klux-Klan samtökunum í Texas, þar sei« hann er varaður við því að beitá sér gegn því að blökkumönnum sé mismunað í sambandi við störf í brezka iðnaðinum. Scot- land Yard hefir nú tekið málið til rannsóknar. efnt til samsæris gegn flokknum. Hann hefir „ekki skilið hinar nýju aðstæður, hið nýja ástand“ er til hefir orðið eftir lát Stalíns. Hann hefir tekið „íhaldssama afstöðu" og fylgt fram „úreltum starfsað- ferðiun sem ekki samræmast leng ur þróuninni til koanmúnismans." í innanlandsmáluim hefir Molo- tov þannig verið andst.æður þeirri stefnu að sefa beri þjóðernis- kenndina sem vart verður í hin- um einstöku ríkjum innan Sovét- sambandsins. Hann hefir verið andstæður því að stjórn iðnaðar- mála yrði dreift. Hann var and- stæður því að bændum yrði veitt hærri fjárhagsleg viðurkenning en verið hefir, og hann beitti sér gegn þeirri stetfnu í landbúnaðar- málum sem miðar að aukinni fram leiðslu á mjólk, smjöri og eggjum. í utanríkismálum „kom Molo- tov fram af þröngsýni og beitti sér á allan hátt gegn ráðstöfunum til að draga úr viðsjám í atþjóða- málum. Hann barðist gegn þvi að friður yrði saminn við Austurríki. Hann barðist gegn því að tekin yrði upp eðdileg sambúð við Jap- an. Hann barðist gegn því að sam búðin við Tító yrði bætt. Hann var mótsnúinn vináttuferðunum sem þeir Bulganin og Krúsjeff hafa farið til annarra landa. AF ÞVI hversu víðtæk hreins- unin var má ráða að andstaða stalinistanna gegn Krúsjeff hafi verið talsverð. Engu að síður má telja fullvíst að hin nýja stefna Krúsjeffs muni verða ráðandi um hríð. Að sjálfsögðu getur hann ekki vænrt þess að hljóta fullan stuðning allra þjóða Sovétríkj- anna, en hann mun reyna að vinna traust þeirra að sem mestu Tannhjólið utan á Þjóðleikhúsinu er einkennileg tileinkun á húsi þjóðartnnar. í sjálfu sér er síður en svo nokkuð við það að at- huga þátt alþjóðlegur félagsskap ur, sem að mörgu leyti er góður, þótt lokaður sé, merki samkomu- sali sína, en hitt gengur að flestra dómi of langt, þegar Þjóðleikhúsið sjálft er merkt á þennan hátt. Þjóðleikhúsið er fögur bygg- ing og eign ailrar þjóðarinnar. Margir erlendir ferðamenn leggja leið sína að húsinu, jafn- vel þó að það sé ekki opið til skoðunar, sumir vita að það er þjóðleikliús, en margir sjálfsagt ekki, en sjá þó að minnsta kosti að þetta er bygging Rotaryfélags ins, af tannhjólinu, sem neglt er á vegg þess. Ekkert félagsmerki, á erindi á veggi Þjóðleikhússins, því að það er eign hins íslenzka þjóðfélags, en ekki annarra félagssamtaka, og annar félagsskapur en hið ís- lenska þjóðfélag hefir ekki rétt til að merkja sér þessa byggingu þjóðarinnar. — Það ætti því að taka tannhjólið niður af veggj- um Þjóðleikhússins sem allra fyrst. Þjóðleikhúsið ætti ekki að vera til fastaafnota fyrir aðra félagsstarfsemi, en þá sem bein- línis heyrir leiklistinni til, enda hafa félög nú orðið á landi hér tiltölulega góða aðstöðu til að koma sér upp félagsheimilum. með ríflegum styrk frá hinu op- inbera og fjölmörg félagssamtök hafa gert það, bæði í höfuðstaðn um og út á landsbyggðinni. Skoðun bifreiða stendur yfir um þessar mundir og hvergi munu fleiri bifreiðar vera skoðaðar en í Reykjavík, enda eru bílanúmer í höfuðstaðnum orðin riær því 10 þús. lalsins. Annriki mikið er hjá bifreiða skoðunarmönnum í húsakynnum bifreiðaeftirlitsins við Borgar- tún, og er þar að flestra dómi lipur afgreiðsla og góð, þrátt fyrir æði mikið rugl og vafstur í mönnum, sem þurfa að koma illa gangfærum bifreiðum í gegn um skoðun, eins og gengm'. Innheimta gjalda í sambandi við skoðunina, er ekki á vegum bif reiðaeítirlitsins, og þurfa menn því að minnsta kosti að þeysa um bæinn á þrjá staði til að ljúka ársskoðun og greiða tilskil in gjöld af 'oifreið. Tryggingar, tollstjóri og bifreiðaeftirlit. Áður var skatturinn innheimt- ur á skoðunarstað í bifreiðaeft- irlitinu til mikils hagræðis fyrir bifreiðaeigendur, en þá er það ekki hægt lengur. Virðist, sem- ekki þurfi mikið meira en dá- litla skipxilagsbreytingu til þess. að koma því svo fyrir að gjöld in öll sé hægt að greiða á sama stað og bifreiðin fer í skoðun og mætti þannig spara nær því tíu þúsund bifreiðaeigendum í Reykjavík. samtals um tuttugu þúsund aukaferðir í aðrar skrif stofur 1 bænum. Skallegrímor.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.