Tíminn - 19.07.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 19. júlí 1957. Tala fegurðardrottninga hækkar ört og er komin hátt á aðra milljón Atvmnugrein, sem hófst fyrir tæpum ‘ 40 árum og stöðugt fer vaxandi Félagsfræðideildin við Chicagóháskólann tók sér nýlega íyr- „hendur að reikna út, hvað margar konur hefðu verið kjörn- ar fegurðardrottningar síðan 1919, þegar fyrst var byrjað að ráði að efna til formlegrar keppni á þessu sviði. Rannsókn þessi leiddi í Ijós, að hér var risin upp miklu umfangsmeiri pg stórfelldari atvinnugrein en menn höfðu gert sér grein fyr- ir áður. Fegurðardrottningarnar sem höfðu verið kjörnar í einni eða annarri samkeppni, voru orðnar a. m. k. 1.243.500 talsins. Raunar voru þær orðnar fleiri, þar sem tölur þessar ná aðeins ril Bandaríkjanna, brezka samveldisins og Vestur- Evrópu. • Að sjálfsögðu étti þessi atvinnu- grein upphaf sitt í Bandaríkjun- um. Þáð var bæjarstjórnin í At- lantic City, sem er þekktur bað- staður í New York-ríki, er hafði ’ forgöhgu um fyrstu umfangsmiklu fegurðarsaiökcppnina. Bæjar- stjómi* vildi auka aðsóknina að baðstroudinni og greip þvi til þess ráðs að efna til keppni um það hver væri fegursta stúlka Banda- ríkjanna, Miss America. Fyrst skyldi hvert sambandsríki velja sína fegurðardrottningu og þær síðan mæta til úrslitakeppni í Atlantic City. Fyrsta slíka keppn- in fór fram 1921 og hefir síðan farið fram árlega, nema 1927 og 1933, þegar kirkju og kvennasam- tökum tókst að hindra hana með þeirri forsendu, að hún hefði ó- holl áhrif á vissar holdlegar hvat- ir hins sterkara kyns. Stærsta fegurðarkeppnin. Um alilangt árabil, var þetta sú fegurðarkeppnin, sem mest um- tal og athygli vakti, og svo er reyndar enn í Bandaríkjunum. — Utan Bandaríkjanna vekur keppn in í Long Beach í Kaliforníu meiri athygli, en þar er nú ár- lega keppt um titilinn fegurðar- drottniag heimsins, Miss Univers- um. Foroáðamenn Long Beach töldu sig þurfa að afla staðnum ekM minni frægðar en Atlantic Ciiy hafðl hlotnast og fundu loks upp það snjallræði að láta keppa um fegurðardrottningu heimsins. Evrópa gamla hafði reynt að fylgjast með tímanum og farið í kjölfar Ameríku að þessu leyti, eins og á svo mörgum sviðum öðr um í seinni tíð. Stærstu keppnirn ar þar eru um titilana fegurðar- drottning Evrópu, Miss Evropa, og fegurðardrottning heimsins, Miss World. Frakkar sjá uim þá fyrr- nefndu en Bretar um þá síðar- nefndu. Óteljandi keppnir. í sambandi við þær keppnir er hér hafa verið nefndar, fara fram margar undankeppnir, ef svo mætti að orði kveða. í Evrópu fer t. d. fram sérstök keppni í hverju landi í sambandi við Miss, Evrópu-keppnina, önnur í sam- bandi við Miss World-keppnina og sú þriðja í sambandi við Miss Universum-keppnina. Sigurvegai'- inn í hverri þessara keppna hlýt- ur venjulega þann titil að vera fegurðardrottning viðkomandi lands, svo að flest löndin eignast a. m. k. þrjár fegurðardrottningar árlega. í mörgum löndum fara svo fram fegurðarkeppnir í ein- stökum héruðum eða borgum, þar sepi valin er fegurðardrottning viðkomandi héraðs eða borgar í landskeppnirnar. Þessu til viðbót ar fara svo fram fjölmargar auka- keppnir, þar sem eru t. d. valdar GRÓÐUR OG GARÐAR: INGOLFUR DAVIÐSSOM „Blómakóngur Norðurlanda“ Japan lætvr ekkl á sér standa um þátttöku í fegurðarsamkeppnl á al- þjóðlegum vettvangi. Hér sjást þrjár japanskar stúlkur, sem kepptu tll Úrsllta urn tltilinn Ungfrú Japan. í miðið sést Tomoko Okamoto, sem varð trtufskörpust og send í alþjóðakeppnina á Langasandi. fegurðardrottningar fyrir einstak ar starf'sgreinar eða aldursflokka eða vegna einhvers sérstaks tilefn is. 'Slíkum' fegurðarkeppnum fjölg ar stöðugt og fegurðardrottning- arnár eru'því að verða óte'.jandi, jafnvel fyrh' háskólann í Chicago. Andstaða gegn fegurðarkeppnum. I mörgum löndum er mikil and staða gegn fegurðarkeppnum, aðal lega af trúarlegum ástæðum. Á SRáni.er_u þær t. d. alveg bannað- ar. A Ítalíu hefir oft staðið um þær mikill styr. í Grikklandi hef ir oft komið t.il óeirða í sambandi við þær vegna andúðar á þeim. M. a. hefir félagsskapur fyrrver- andi hermanna tekið þar upp bar- áttu gegn þeim. Fyrir ekki löngu síðan, var gerður aðsúgur í Aþenit að næturklúbbi, þar sem verið var að velja fegurðardrottningu Grikk lands. Þó voru ekki færri en tólf ráðherrrar viðstaddir athöfina, og auk þess tveir fyrrv. íorsætisráð- herrar — allir sem boðisgestir. Þar var staddur sjálfur lögreglustjóri borgarinnar og lét hann dreifa hin um óvinsamlega mannsöfnuði úti fyrir. Til allharðra átaka kom á milli lögreglunnar og mannfjöld- ans og áttu ekki færri en 52 hand tökur sér stað meðan verið var að dreifa mannfjöldanum. í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna mæta fegurðarkeppnirnar ekki slíkri andstöðu, en víða er þar hent gaman að þeim og stúlk um þeim, er gefa sig fram til að taka þátt í þeim. Þátttakendur skortir ekki. Þrátt fyrir þetta er venjulega ekki skortur á þátttakendum. Sál- fræðingur nokkur hefir tekið sér fyrir hendur að flokka þær stúlk- ur, sem gefa sig fram til slíkrar keppni, eftir þeim hvötum, sem knýja þær til þess. Hann telur að oft standi framgjarnar mæður eða aðstandendur á bak við. í öðrum tilfellum er það metnaður og framalöngun viðkomandi stúlku sjálfrar. Loks koma svo stúlkur, sem álíta sig fallegar, og hafa gam an af því að sýna sig. Sá hópurinn er talinn langsamlega stærstur. Margar söngur ganga af því, að þær stúlkur, sem gefa sig fram til þátttöku í fegurðarsamkeppni, séu ekki alltaf jafn gáfaðar og mennt- aðar og þær eru laglegar. Það kom t. d. fyrir í Ítalíukeppni ný- lega, þar sem tuttugu stúlkur kepptu til úrslita, að engin vissi deili á Romulus, Remus og Lucres i.a Borgia og engin kannaðist held ur við Hamlet. Vaxandi atvinnugrein. Oft g-erast hinir sögulegustu at- burðir í sambandi við fegurðar- keppnir. Það er mjög algengt, að þátttakendur fái taugaáfall. Nokkr um sinni hefir það hent, að stúlka sem beið ósigur, hafi misst vald á skapsmunum sínum, og látið það ganga út yfir dómarana. Aðrar hafa reynt að beita brögðum til að vekja á sér eftirtekt. Enn aðr- ! ar reyna að komast í kunnings- 1 skap við dómarana eða að haía áhrif á þá eftir öðrum leiðum. Reynslan hefir sýnt, að það er skammvinn upphefð að verða feg urðardrottning. Flestar þeirra gleymast jafnfljótt og þær hafa verið valdar, nenia þegar það sjaldgæfa hefir gerst, að raun- verulega falleg stúlka hafi gefið sig fram til keppni og borið sigur lir býtum. En þótt fegurðardrottn- ingarnar gleymist fljótt, heldur ekki aðeins sá atvinnuvegur á- fram, sem framleiðir þær, heldur virðist hann blómgast stöðugt. Þús undir manna byggja afkomu sína á því að standa fyrir fegurðar- keppnum og margir þeirra hafa báar tekjur. Þessir menn réttlæta atvinnugrein sína með því, að fólk ið hafi gaman af þessu, og þáð se heilbrigðara að fullnægja á þenn- an hátt skemmtanalöngun þess en með mörgu öðru móti. T. d. væri það ótvíræð framför, ef Spánverj- ar tækju upp fegurðarkeppnir, en legðu nautaatið niður. 23. maí s. 1. voru liðin 250 ár frá fæðingu Carls Linneusar, hins fræga sænska grasafræðings. Fað- ir hans, Nils Ingemarsson, var prestur í Ráshult í Smálöndum. Hann var af bændaættum, en tók sér nafnið Linnæus eftir stóru linditré, sem var talið verndartré ættarinnar. Þegar Carl Linnæus var sæmdur aðalstign árið 1762 hlaut hann nafnið Carl von Linné og var þannig áfram kenndur við linditréð. Faðir hans var mikill blómavinur og vakti snemma á- huga sonar síns á gróðrinum. — Á þeim tíma var grasafræði ekki sjálfstæð háskólanámsgrein, held- ur tilheyrði greinum læknisfræð- innar ásamt dýrafræði, jarðfræði, efna- og eðlisfræði. Linné lagði stund á allar þessar námsgreinar með ágætum árangri. Hinn ungi stúdent vakti þegar undrun og að- dáun kennara sinna við háskólann í Lundi og síðar í Uppsölum og fékk þar aðgang að öllum söfn- um. Hann var mjög ötull að safna jurtum og varð sjálfkjörinn for- ingi stúdentanna á grasaferðum og leiðbeindi 'þeim einnig stundum í plöntuþekkingu í grasgörðunum fyrir prófessorana. Linné var fá- tækur stúdent og lifði mest á námsstyrkjum. Hann var mjög bráðþroska vísindamaður og hafði þegar 23 ára gamall lagt grund- völlinn að hinum frægu vísinda- ritum sínum. Rit hans Genera plantarum olli þáttaskiptum í kerf isbundinni grasafræði. Ákvörðun- arkerfi Linnés byggðist einkum á tölu fræfla og frævna í blómun- um og var lengi notað. Hann skip- aði gróðrinum niður i tegundir, ættir og deildir svipað og enn er gert. Linné grundvallaði líka lýs- ingar á plöntum og lýsti sérhverj- um plöntuhluta og gaf nafn. Var þetta feiknamikið eljuverk, sem við búum að enn í dag. Hann kom skipulagi á nafngiftir plantna eins og það er notað nú, t. d. í Flóru íslands. Hið fræga rit hans um þetta efni „Species plantarum" kom út árið 1753. — Linné ferðað- ist mikið tii rannsókna, m. a. til Lapplands og ritaði fræga lýsingu á gróðri, landi og þjóð þeirra hér- aoa, sem þá voru lítt kunn. Linné vildi verða doktor, en til þess varð hann að fara utan. Hann fór til Hollands og hlaut þar doktorsnafn bót í læknisfræðum, en til þeirra taldist þá grasafræðin. f Hollandi varð Linné heimilislæknir hjá auð- ugum bankamanni nálægt Leyden og varð jafnframt forstöðumaður grasgarðsins þar. Hann samdi lýs- ingar á öllum gróðri í grasgarð- Ungíingameistara mótið hefst í dag Unglingameistaramót íslands fer fram n. k. föstudag, laugardag og1 sunnudag, en hefst ekki á laugar- dag, eins og ranglega var liermt í blaðaau'glýsingu í gær og fyrra- dag. Mótið hefst kl. 20 föstudag- inn 19. júlí og síðan kl. 2,30 hina dagana. Líklegt er talið, að kepp- endur verði milli 30—40, meðal þeirra Úlfar Björnsson frá Skaga- strönd, sean náð hefir mjög at- hyglisverðum árangri í kúluvarpi, Ólafur Unnsteinsson, spretthlaup- ari frá Hveragerði og Kristleifur Guðbjörnsson, KR. Þátttakendur eru viðs vegar að af landinu, Reykjavik, Keflavík, Akureyri, Hveragerði og Skagaströnd. Carl von Linné inum og komu þær út í skrautút- gáfu og bar bókin nafnið „Hortua Cliffortianus'* eftir velgerðan- manni hans — bankamanninum. Þarna í Hollandi fékk Linné tíma og tækifæri til að fullgera og gefa út grundvallarrit sín í grasafræðl. Arið 1738 sneri Linné heim til Sví þjóðar og gerðist fyrst læknir 1 Stokkhólmi og síðan, árið 1741 prófessor í læknisfræði í UppsöÞ nm og árið eftir í náttúrufræði og jafnframt forstöðumaður grasgarðs ins í Uppsölum. Vann hann þar < 36 á:r — og gerði sænsk náttúrú- vísindi, einkum grasafræði, heima- • fræg. Stefndu ungir náttúrufræð- ingar til Uppsala til náms hjú Linné, frá mörgum löndum. Enda var Linné bæði frábær vísindamað- ur og kennari af guðs náð. Hafði hann mikil og víðtæk áhrif. A grasaferðum lét hann stundum nemendurna taka lúðra og trumb- ur með-í ferðina og hélt fylkingin á stað — og kom heim á torgið — undir dynjandi hornablæstri. Þóttl sumum samkennurunum nóg um. •— Linné andaðist 10. janúar áfið 1778 og var grafinn í Uppsala dóm kirkju. Stendur þar fagurt minnis- merki um þennan fræga son Sví- þjóðar, sem kallaður hefir verið blómakonungur Norðurlanda og fursti grasafræðinnar. Ingólfur Davíðssom Firmakeppni Goíf- klóbbs Árnessýski Finmakeppni Golfklúbbs Árnes- sýslu er nú lokið. Til úrslita léku Hafsteinn Þorgeirsson fyrir Ólals Gíslason & Co. oig Haukur Bald- vinsson fyrir Kol & Salt. Lyktaoi þar harðri baráttu með sigri fyrir Kol & Salt, átti Haukur tvær hioil- ur unnar þegar ein var eftir. Fyrir þennan sigur hlýtur fyrlr- tækið Kol & Salt h.f. bikar til varðveizlu þar til firmakeppni fer aftur fram á næsta ári. ísiands- meistaramótið í golfi hefst í dag (föstudag) hér í Hveragerði og verða lei'knar 10 holur hér á vell- inum. Að lokum vill Golfklúbbur Ár- nessýslu færa þátttökufirmum sérstakar þakkir fyrir etuðnipg sinn við félagsskapinn með þá'tt- töku sinni i keppninni. Þ. Sn. Fékk ör í augað við víkingaæfingar POLITIKEN skýrði frá því ný lega, að það slys hefði viljað til fyrir skömmu við æfingu á vík- ingakvikmynd Kb'k Douglas, sem nú fer fram á Frakklanusströnd, að bandaríski kvikmyndalcikar- inn Tony Curtis fé.kk ör í augað. l’ra stund var allt útlit iyrir það, að Tony missti sjónína á, auganu, en nú standa vonir til þess, að læknum takist að bjargá því. Tony leikur eilt aðalhlut- verkið í kvikmyndinni, konungS' son, sem norrænir víkingar rændu á Englandi og seldu 1 þrældóin í Noregi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.