Tíminn - 19.07.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1957, Blaðsíða 5
T í M IN N, föstudaginn 19. júlí 1957. 5 Eftir hvirfilbylinn mikla í Louisiana Hvirfilbylurinn mikli í Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna er mönnum enn i fersku minni. Verst úti varð bærinn Cameron við strönd Mexikó-flóans, þar sem hundruð manna biðu bana. Fiskibátar þeyttust á land upp og bílar tókust á loft upp og á sjó út. Fárviðrið olli tjóni, sem nemur milljónum dolara. Myndin er tekin l' Cameron er hvirfilbylurinn hafði gengið yfir. Orðið er frjáíst Aron Guðbrandsson: 99 Svo skal böl bæfa” í dálkunum, sem nefndir eru í blaði yðar, „Orðið er frjálst“, ritar Guðmundur P. Ásmundsson, grein þann 24. maí s.l., sem hann nefnir innan gæsalappa: Svo skal böl bæta, að bíði ei annað mcira. Það er ekki efni þessarar grein- ar, sem ég ætla að gera hér að um- talsefni, heldur fyrirsögn hennar. Það kemur stundum fyrir, að rit stjórar og blaðamenn, sem fá að- sent efni til birtingar, skrifa grein arnar urn, þannig, að lítið er eftir af hinni upphaflegu grein, nema efnið, og það stundum bjagað og skemmt. Samt virðist það nú vera sjáifsagður hlutur, að breytingar á rituðu máli séu ekki gerðar að höfundi forspurðum, ef til hans næst. Það er engin sönnun fyrir því, að blaðamaður sé betur rit- fær heldur en annar maður, sem ekki hefir ritstörf að lifibrauði. Sumir menn hafa séreinkenni í stíl og framsetningu, sem þeir ikæra sig ekki um að láta hróíla við, og þegar nöfn manna eru svo sett undir ritgerðir eða greinar, sem aðrir hafa breytt og bjagað, þá ■er hér vitanlega um skjalafölsun að ræða. Eitt sinn kom það fyrir mig, að ég notaði í lítilli ritgerð setning- una, „Svo skal böl bæta, að biða annað meira.“ Þessu breytti rit- Stjórinn og orðaði hana svona: „Svo skal böi bæta, að bíða ei ann- að meira,“ eða eins og G. P. Á. ger ir í fyrirsögn greinar sinnar. Eg brást reiður við, hringdi í ritstjór- ann og fleygði í hann nokkrum fúk yrðum. Hann taldi setninguna vit- leysu og án meiningar eins og ég hefði ritað hana, og vildi þess vegna bjarga heiðri mínum. Eg taldi aftur á móti, að hann hefði gert mig að minni manni í augum þeirra, sem vit höfðu á. Það er talið, að við íslendingar eigum í fornbókmenntum okkar mikinn menningarauð, og í þeim er f jöldi leiftrandi til'svara og setn- inga, sem eru svo hárfínar og meitl aðar að eitt orð, of eða van, væri útskit eða eyðilegging á setning- unni. Orðsnilit þessara orðhögu manna glitra eins og gimsteinar í kórónu íslenzkrar tungu. Grettis saga er sennilega auðug- ust af öllum okkar fornsögum af meitluðum tilsvörum og setningum sem síðari tímar hafa lagt á tungu almcnnings og orðið að málshátt- um. Mér þykir líklegt, að elztu heimi'ldir fyrir setningunni: „Svo skal böl bæta, að bíða annað meira“ megi finna í Grettis sögu. Þegar Grettir kom heim úr utan- för sinni, frétti hann það allt jafn snemma, að faðir hans var látinn, bróðir hans veginn og sjálfur var hann sekur ger í landinu og rétt dræpur. Orðrétt siegir svo í Grettis sögu, j bls. 142 í útg. Sig. Kristjánssonar, 1921. .„Reið Grettir nú norðr Tvídœgru ok svá til Bjargs ok kom þar á náttarþeli, var fólk alt í svefni, ut- an móðir hans. Hann gekk á bak húsum ok þær dyrr, er þar váru, því at honum váru þar kunnig, göng, ok svá fil skála ok at rekkju 1 móður sinnar ok þreifaðist fyrst; fyrir. Hon spurði hverr þar væri. j Grettir sagði til sín. Hon settist þá 1 upp ök hvarf til hans ök blés viðj mæðilega ok mælti, „Ver velkom- inn frændi,“ sagði hon, „en svipul' verðr mér sonaeignin, er sá nú drepin, er mér var þarfastur, en þú útlægr gerr ok óbótamaör, en I i þriði er svá ungr, at ekki má at j hafast." „Þat er fornt máí“, segir , Grettir, „at svá skal böl bæta, at ! bíða annat meira, en fleira er mönnum ti'l huggunar, en fébæfr einar, ok er þat líkast, at hefnt verði Atla, en þat er til min kemr, þá munu þar ýmisir sínum hlut fegnir, er vér eigumst Við.“ Með orðum Grettis virðist vera átt við það, að minna böl manna batni við það, að þeir verði fyrir öðru meira böli, þannig að hugur- inn hverfi frá því minna til þess er meira er. Þetta er karlmanna- lega talað og gefur setningunni ó- venjulega merkingu og sérstakt gildi. Það virðist því svo, að setningin þannig rituð og töluð, „Svo skal böl bæta, að bíði ei annað meira" sé röng. Þetta eina „ei“ breytir meiningunni í setningunni og svift ir hana þeirri karlmennsku og ljóma, s'em í henni býr. Þegar stuttar og fagrar setning- ar úr fornsögum okkar korna fram á síðum blaða og bóka, afbakaðar og prentaðar með stóru letri, er sú hætta fyrir hendi, að afbökun- in komist í munn manna, en hið rétta gleymist. Þá hverfur ijóminn af hinu lifandi orði. Ung Reykjavíkurstíiíka iýkur prófi í ballett-dansi eftir 5 ára nám Ung Reykjavíkurstúlka, Snjólaug Eiríksdóttir, hefir ný- lega lokið prófi við Det Danske Balletakademi, eftir fimm ára nám. Próf þetta veitir alþjóðleg réttindi til að kenna ballettdans, semja og sviðsetja balletta, jafnframt því að Snjólaug hefir fengið fuligilda þjálfun sem ballettdansmey, samkvæmt hinum klassíska, rússneska skóla. Geta má þess, að skóli þessi er stofnaður og starfræktur af frú Edite Feifere Frandsen, sem kom landflótta til Danmerkur frá Eist- landi, en þar var hún aðaldans- mey við ballettinn í Ríga. Hún nýtur mikils álits sem kennari og sótti Snjólaug um inngöngu í skóla hennar eftir tilvísun kennara við ballett Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Konunglega leik- húsið hefir sótzt eftir að fá frú Frandsen til sín sem kennara, en hún kýs fremur að reka einkaskóla sinn og kennir aðeins öðru hvoru við leikhúsið. Jafnhliða náminu hefir Snjólaug unnið fyrir sér tvö sumur, með j því að dansa erlendis. Sumarið j 1953 dansaði hún í óperettunni !Kátu ekkjunni á mörgum leikhús um í Svíþjóð og sumarið 1954 dans aði hún á sumarleikhúsi hjá Viggo Braihagen í Nykjöbing á Falster. Auk þess hefir hún dansað á nem- endasýningum skólans. í vetur hefir Snjólaug kennt und ir stjórn frú Frandsen og í haust hefir hún hug á að stofna sjálf ballettskóla í Reykjavík. Snjólaug hefir stundað nám sitt af miklu kappi, enda náð glæsi- Snjólaug Eiriksdóttir I legum árangri og hlotið hina beztu umsögn kennara sins. Mun óhætt að fullyrða, að hún hafi ágætan ur.dirbúning til að kenna og er | óskandi að henni bjóðist næg verk efni hér heima, svo að hún þurfi lekki að leita sér atvinnu erlendis. Hver á fegorsta gimsteinadjásn heimsins? Skartgripir úr dýrum málmum og gimsteinum hafa lengi þótt eft- irsóknarverðir og þykir manni nóg oim þær fúlgur, sem nefnd- ar eru sem verð slíkra gripa — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Talið er, að brezka konungsfjöl- skyldan, eða kvenleggur hennar, muni nú eiga einhverja fegurstu skartgripi, sem til eru og hefir þeim verið safnað kynslóð eftir kynslóð. Enginn veit verðmæti gripanna, því aldrei hefir neinn komizt yfir skrá yfir þá alla. Einn gimsteinasali kvað hafa gizkað á, að þeir gripir, sem ekki eru ríkis- eign, heldur einkaeign þeirra systra, Elísabetar drottningar og Margrétar prinsessu, og móður þeirra, séu um það bil 150 milljón dollara virði. Þar að auki eru svo krýningar- gripirnir og það annað skart, sem er eign krúnunnar, en þar í eru margir frægir gimsteinar, sem eiga scr langa sögu. í kórónu heims- veldisins eru tvær perlur, sem sagðar eru hafa verið eyrnalokkar Elísabetar I. drottningar. Viktoría drottning fékk hinn fræga Koh-i- r.oor demant að gjöf árið 1850 og bar hann lengi í nælu, en lét síð- ar fella hann í drottningarkórónu sína, því þau álög eru talin fylgja honum, að hver sá karlmaður, sem eignast hann, verði ólánsmaður. Stærsti demant, sem nokkurn tíma hefir fundizt, er Cullinan- demantinn, sem stjórnin í Trans- vaal gaf Játvarði VII. í afmælis- gjöf árið 1907. Demantinn var á stærð við strútsegg og lét konung- ur kljúfa hann og setja stærsta hluta hans í veldissprotann. Á myndum, sem nýlega hafa verið birtar af Bretadrottningu ber hún ennisdjásn og hálsfesti, sem skeytt er stórum emeröldum, en þeir komust þannig í eigu kon- ungsifjö'lskyldunnar, að langa-Iang- amma hennar vann þá í happ- drætti í Þýzkalandi á fyrri hluta 19. aldar. Sá 'happdrættisvinning- ur var 24 gallalausir emeraldar, svo efalaust hefir miðinn ekki ver ið gefins. Hver þeirra er á stærð við ferskjustein. Ennisdjásnið sem þessir steinar nú skreyta, keypti María, amma Elisabetar, af rússn- eskri stórhertogafrú. Þá voru í því fimmtón drjúpandi perlur, en María lót ganga svo frá því, að hægt er að hafa emeraldana og perlurnar í því á víxl. Hinir emerr aldarnir voru felldir í hálsfesti, sem Elísabet hefir látið stytta og skreyta i hluta af Cullinandemant- inum. Við hátíðleg tækifæri er það svo að segja föst venja, að konun uim í þessari fjölskyldu sóu gefnir skartgripir, svo að alltaf eykst eign þeirra. Þegar Elísabet giftist Pilip, gaf einn indverskur fursti henni t. d. hálsfesti úr demöntum og ennisspöng, sem í voru Jagðir demantar í rósamun'síur, frá Burma fékk hún 98 blóðrauða rú- bína í guilumgerð og 22 aldagamla hálsfesti úr gulli frá Farúk Egyptalandskonungi. Frá Maríu ömimu sinni hefir Elisabet þegi'ð að gjöf og í arf ógrynni skartgripa því að gamla konan bar gott skin á þá og bar þá með reisn, sem fá- um er léð. Nú sj'áist þessar konur ekki lengur með slíkt safn dýr- gripa í einu, sem María oft bar. Á þessari mynd er hún með ennis djásnið með emeröldunum, en auk festarinnar, sem á þar við, er hún með sex aðrar gim'steinhálsfestar og a. m. k. þrjár nælur. Nú þykir slíkt ekki viðeigandi, en oft bera þessar konur aHmörg jarðarverð í einum, litlum hring, nælu eða halsfesti. Athugasemd írá íþróttafulítrúa í tilkynningu þeirri frá Mennta málaráðuneytinu, sem lesin var í ríkisútvarpinu þann 12 þ. m. og birt var í dagblöðum í Reykjavík daginn eftir, er þess getið, að Gís'la Halldórssyni húsameistara hafi verið greiddar úr íþróttasjóði kr. 150.000,oo fyrir teikningar og eftirlitsstörf vægna byggingar leik- vangsins í Laugardal. Eg hefi orðið þess var, að þessi frásögn hcfir valdið misskilningi og tel því rétt að veita eftirfar- andi upplýsingar, þar sem ég á hér nokkurn hlut að máli. Umrætt fé er greitt fyrir verk, sem unnið var samkvæmt beiðni íþróttanefndar ríkisins á tímabil- inu frá í ökt 1945 og þar til nú eða á ellefu og hálfu ári. Fyrsta greiðsla fór fram á ár- inu 1947 og nam kr. 56.000.oo. Var þetta greiðsla á heildarteikn- ingum svæðisins, sem Gísli Hall- dórsson vann að ásamt þeim húsa- meisturunum Sigvalda Thordar son og Kjartani Sigurðssyni, en þeir þrír ráku í félagi teiknistcfu í Reykjavík um nokkurt skeið. Mun þessi greiðsla því eigi hafa runnið öll til Gísla Halldórssonar. Þá vildi ég einnig vekja athygli á því, að greiðslurnar geta eigi tal izt háar, þegar árafjöldinn er kunnur, sem þær dreifast á og þeg ar þær eru bornar saman við hið margþætta og rómaða mannvirki, leikvanginn í Laugardal - stærsta samkomustað, sem gerður er af mannavöldum á Islandi — og sem kostar nú rúmlega 12 milljónir króna. Vegna viðurkenningarorða þeirra sem Jóhann Hafstein hafði um störf Gísla Halldórssonar í ræðu þeirri, sem hann flutti við opnun leikvangsins í Laugardal og fyrrumræddrar heildarþóknunar, sem upplýst var í tilkynningu ráðuneytisins, að hann hefði feng- ið úr íþróttasjóði, sá eitt dagblað- anna ástæðu til þess að láta í það skína, að vart væri hægt að tala um fórnfýsi af há'lfu húsameistar- ans, þegar hann hefði veitt mót- töku svo hárri þóknun. Þar sem ég frá upphafi fram- kvæmda í Laugardal hefi fylgst náið með störfum Gísla Halldórs- sonar að því að teikna leikvang- inn, líta eftir framkvæmdum cg oft annazt forystu um þær, leyfi ég mér að meta störf hans hærra verði en honum hefir verið greitt samkvæmt reikningi hans sjálfs. Mismun þann á krónutölu þókn- unar og framtaki Gísla Halldórs- sonar tel ég eigi of liátt metinn. með því að segja hann hafa sýrt verkinu fórnfýsi. Þessa fórnfýsi hefir hann fyrst og fremst fært vegna á'huga á bættum aðbúnaði íslenzkra íþrótta. Reykjaví'k, 14. júlí 1957 Þorsteinn Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.