Tíminn - 13.08.1957, Blaðsíða 4
T í MIN N, þriðjudagitto 13. ágúst 195T«
14
Hildarleikur í lofti yfir Kyrrahafi
AÐFARANÓTT föstudags síðast-
liðins háði amerískur flugmað-
ur örvæntingarfullan hildarleik
yfir Kyrrahafi. Flugvól hans
yar stór og þung fjögurra
hreyfla vél með 57 farþega og
10 manna áhöfn um borð. Úr
björgunarskipum og björgunar-
flugvélum var fylgzt með bar-
áttu flugmannsins að halda vél
sinni á lofti, og menn voru
reiðubúnir að reyna að bjarga
því sem bjargað yrði, ef ekki
tækist að forða slysi.
Flugmaðurinn skýrði frá því
sem gerzt hafði um loftskeyta-
tæki flugvélarinnar:
Fyrsta slysið vildi til rétt eft-
ir að flugvélin var komin fram
hjá „the point of no return“,
þ. e. a. s. eldsneytisbirgðir
hennar voru ekki lengur nægar
til að snúa aftur til sama staðar,
heldur varð að halda áfram
hvað sem það kostaði.
Einn hreyfillinn var hættur
að ganga. Flugmaðurinn átti
ekki annarra kosta völ en halda
áfram og reyna að ná til Hawaii
en hann var á leið frá Travis í
Kaliforníu með hermenn, konur
þeirra og börn.
Skipum á Kyrrahafi var þeg-
ar gert viðvart, og björgunar-
sveitir lofthersins tóku til
starfa. ___________
HÁLFTÍMA síðar skýrði ílugmað-
urinn frá því að sprenging
hefði orðið í hinum ónýta
hreyfli, og eitt skrúfublaðið
liefði rifnað af og þeytzt inn í
hreyfilinn við hliðina. Ástand-
ið varð nú enn alvarlegra sakir
þess að hreyflarnir tveir er nú
voru óstarfhæfir, voru báðir
sömu megin. Flugmaðurinn
varð að freista þess að halda
vélinni á lofti með hreyflunum
hægra megin einum saman.
Slíkt sést annars aldrei nema
á flugsýningum, og þá er flogið
á galtómum flugvélum með
mjög takmarkað eldsneyti.
Þessi flugvél var þung flutn-
ingavél með fullfermi.
Þegar í stað skipaði flugmað-
urinn svo fyrir að öllum far-
angri skyldi fleygt fyrir borð,
en engu að síður lækkaði vélin
stöðugt flugið. Hún mjakaðist
áfram, skáhöll í loftinu, á hægri
hreyflunum einum saman, og
vængir og skrokkur léku á reiði
skjálfi undan hinum óeðlilega
loftþrýstingi.
Þessi barátta hélt áfram í
hálfa sjöundu klukkustund og
að lokum var flugvélin komin
íiiður í 10—15 metra hæð.
Ómögulegt var að hækka flugið
hið minnsta, en engu að síður
tókst flugstjóranum að fljúga
henni 1600 kílómetra leið yfir
ólgandi öldum Kyrrahafsins.
Og þaráttunni lyktaði með
sigri. Flugvélin náði til Hawaii.
í ÞAKKARSKYNI hylltu farþeg-
arnir hinn 37 ára gamla flug
stjóra, sem hafði bjargað lifi
þeirra allra með einstakri flug-
leikni sinni.
— Við báðum stöðugt til1
guðs, sögðu farþegarnir.
— Ég hef aldrei ílogið með
jafnrólega farþega, sagði flug-
stjórinn.
Daginn eftir fóru yfirmenn
flughersins í Washington þess
á leit við yfirvöld í Washington
að flugstjórinn, major Tyler,
yrði sæmdur heiðursmerkinu
Distinguished Flying Cross.
Dynamó sigraði Fram 3:1
Á sunnudagskvöldið var Iéksinn bezta leik á sumrinu. Framlín
an var virk og vörnin þétt fyrir.
Guðmundur Guðmundsson hafði
góð tök á útherjanum og sýndi að
hann kann stöðu sína til fulln-
uistu. Hailldór Lúðvíksson greip vel
inni í stöðu sinni sem miðvörður
eins Gunnar Leósson, en hann má
til með að gæta sín á því að
verða ekki of kappsfullur í leik,
því að atvikið sem kom fyrir á
milli hans og v. útherja Dynamo
var leiðinlegt, en þar greip Reynir
Karlsson að vísu drengilega fram
í, eins og góðum fyrirliða ber.
Reynir lék nú ágætan leik, en
hann á alltaf stóra leiki með félagi
sínu. Hinrik Lárusson er
drjúgur leikmaður og vinnur vel.
Geir Kristjánsson átti góðan leik
í markinu hefur föst grip og góð
úthlaup. Útköst hans voru til fyr-
irmyndar, því að þau sköpuðu oft
sbemimtileg tæhifæri, þar sem
meðspilarar hans áttu auðveldara
með að notfæra sér þessar send-
ingar, en langar óákveðnar spyrn
ur, sem geta alveg eins lent hjá
andstæðingnum. Leikaðferð þeirra
var sú, að kantmennirnir, Karl
Bergmann og Skúli Nielsen lágu
aftarlega og tóku við útköstum
Geirs og síðan var leikið upp miðj
una og á meðan miðherjarnir létu
knöttinn ganga sín á milli um mið-
biki vallarins hlupu kantmennirn
ir upp og tóku síðan aftur þátt
í samleiknum. Þessi leikaðferð
krefst mikils þols og hraða, en
Framarana virtist ekki skorta neitt
af slíku. Yfirferð miðjutríósins
var mjög góð, fylgdi það vel
eftir í sókn og vörn og máttu Rúss
arnir hafa sig alla við til að fylgja
þeim eftir. Sennilega á þessi fram-
lína eftir að gera stóra .hluti fyr-
Dynamó við Reykjavíkurmeistar
ana Fram. Leiknum lauk með
sigri Dynamó, 3:1.
Hinir frísku Framarar voru auð
sjáanlega með engan minnimátt
gagnvart hinum mjög svo þekktu
andstæðingum. Því það var Björg
vin Árnason sem skoraði fyrsta
markið í leiknum á 6. mínútu eft-
ir góðan samleikskafla framlínunn
ar. Nokkru síðar jöfnuðu ltússarn
ir þó og gerði það h. innh. með
föstu skoti af 20 m. færi. Og á 30.
mdnútu fá Framarar á sig slysa-
mark og endaði f. h. því með 2:1,
hefði eins getað verið öfugt.
Síðari hálfleikur var nokkuð þóf
kenndur, en þó léku Framarar
af miklum krafti, en Rússarnir
voru ekki þeir sömu og í fyrri
leikjum, enda voru nú allir vara-
mennirnir þeirra með.
Rússunum tókst þó að skora eitt
mark í þessum hálfleik, að vísu
var það varnarmaður Fram ör
kom síðast við knöttinn á leið í
netið, en hann var á leiðinn að
taka sér stöðu í horni marksins
um leið og knötturinn kom utan
af kanti og fór fyrir fætur hans
svo að hann hljóp með knöttinn í
■mark. Svo að Rússarnir voru
heppnir þarna.
Framarar áttu oft góð upp-
hlaup að marki Rússa og fengu
einar 4 hornspyrnur á síðustu mín
útum leiksins. En þeim tókst ekki
að nýta þær til fulls.
Lið Rússanna var mikið breytt,
eins og fyrr segir. Var leikur
þeirra nú ekki líkt' því eins jákvæð
ur. Áttu þeir ebki nema tvö til
þrjú hrein skot á markið, þar af
tókst þeim að skora úr einu.
Framararnir léku eflaust
ir félag sitt, því að þetta eru allt
ungir menn og hafa gott auga
fyrir samleik. Guðmundur Oskars
son og Skúli Nielsen eru teknísk-
astir, en Dagbjartur Grímsson,
Björgvin Árnason og Karl Berg-
mann eru mjög fljótir og ákveðn
ir.
Dómari var Þorlákur Þórðarson
úr Víking. Áhorfendur voru 3—
4000. — hj.hj.
Luise Rainer á ný
Munið þið eftir leikkonunni
Luise Rainer, sem lék O-lan í Gott
land? Hún fékk tvisvar sinnum
Osearsverðlaunin fyrir leikafrek
en kunni ekki við sig í Holly-
wood og hætti að leika í kvikmynd
um. Nú býr hún í London og er
gift bókaútgefanda. Hún sýnir sig
sjaldan á leiksviði, aðeins þegar
henni eru boðin hlutverk, sem
henni þykir yerulega mikið til
koma.
Mál og Menning
RJtitl. dr. Halldór Halldórsson. ———
Ekki alls fvrir löngu minntist ég
á orðið marbakki og merkingar
þess. Mér hafa borizt tvö bréf af
þessu tilefni, og mun ég birta
þann hlúta þeirra, er þetta efni
varðar. Fyrra bréfið, sem .mér
barst, er frá góðum viðskiptavini
þessa þáttar, Guðmundi B. Árna-
syni, fyrrum póstmanni á Akur-
eyri. í bréfi Guðmundar, sem dag-
sett er á Akureyri 14. júlí, segir
svo:
Vegna tilmæla þinna i Tímau-
um í dag (þ. e. 14. júlí) varðandi
orðið marbakki, skal þetta sagt:
Þegar ég var í Kelduhverfi um
tæplega 50 ára skeið, næstum að
jöfnu fyrir og eftir aldamótin,
var þetta orð algengt þar og not-
að alveg í sömu merkingu og þú
lýsir í grein þinni Máli og menn-
ingu. Sjávarbakka á þurru landi
hayrði ég aldrei nefnda mar-
bakka.
Hiras vegar skal ég geta þess,
að talað var einnig um marbakka
á miklu dýpi. Svo hagar til í
norðurhluta Öxarfjarðarflóa að
vestan, að sjávarbotninn hallast
þar frá Tjörnesskaganum mót
austri á allstórri spildu, þannig
að dýpi fer smávaxandi. þar til
það er orðið 60—70 faðmar. En
þá snardýpkar allt í einu um ca.
20 faðma. Þá var sagt, að komið
væri fram af marbakkanum.
Ég held ég hafi einnig heyrt
þetta orð notað hér við Eyja-
fjörð í sömu merkingu, en þó að-
eins mjög sjaldan. Innan við Poll
inn hafa myndazt miklar grynn-
ingar af framburði úr Eyjafjarð-
ará, sem nefnast Leira eða Vaðl-
ar. Flýtur aðeins yfir nyrzta hlut
ann um báfjöru. En svo snar-
dýpkar þar norðan við. Mig minn
ir, að ég hafi stöku sinnum heyrt
nefndan marbakka þar. en oftast
er aðeins talað um bakkann.
Um þessar athugasemdir Guð-
mundar hefi óg í rauninni ekkert
að segja, því að hans notkun á orð
inu er í algeru samræmi við það,
sem ég hefi vanizt.
Hitt bréfið, sem þættinum hefir
borizt, um þetta efni er frá Rík-
arði Jónssyni myndskera. Bréf
hans, sem dagsett er 25. júlí í
Hveragerði, er á þessa leið:
Á Suðausturlandi, þar sem að
ég ólst upp, þ. e. við Hamars-
fiörð og í næriægum sveitum,
Álftafirði, Berufirði o. s. frv.,
þýddi orðið marbakki fyrst og
frernst neðan-sjávarbakki — eða
brekka, þar s'em að sjór dýpkar
fremur ört. Einnig var
sjálfur sjiávarbakkinn, malar-
kampur, sjávarkampur, kallaður
marbakki og þá sérstaklega sjáv-
arbakkar, sem voru í hærra lag'i.
Faðir minn og föðurbræður,
sem voru uppaldir á Berufjarð-
arströnd og ættaðir víða af Suð-
austuriandi og Skaftafellssýslu
(austur) voru allfornir í máli.
Þeir sögðu oft, að féð væri að
liverfa fram af marbakkanum o.
þ. h. Hygg óg því, að það sé gam-
alt málfar. ÖIl Hálsþinghá, þ. e.
allt landið milli Hamars og Beru-
fjarðar gengur fram í sm'áöldum
eða hjöllum, sem mér telst til, að
séu allt að 80 að tölu innan úr
Hamarsdalsbótum og út á Lands
enda, þ. e. Búlandsenda, en svo
heitir allt undirlendi milli Ham-
ars og Berufjarðar. Allir þessir
hj'allar — stallar — belti —
hraun — rimar — eða hvað það
nú heitir allt saman — rísa að
nókkru leyti upp á rönd eins og
viða hér á landi. Sama landslag
helzt vitanlega neðansjávar langt
á haf út, og er Papey ein af þeim
hæðum, sem upp úr standa. En
milli lands og eyja og einnig
langt út fyrir Papey er mjög ó-
hrein sig'lingaleið, og sögðu =ér-
staklega gamlir sjómenn, að þar
væri mjög marbekkt og vafasöm
siglingaleið.
Við bróf Rí'karðs hefi ég ekki
miklu að bæta. Hann staðfestir. a3
hann kannist bæði við marbakka
á landi og í sjó, og er það í sam-
ræmi við það, sem segir í Blöndal3
bók um þetta mál.
En Ríkarður bætir einu merki-
legu atriði við, þ. e. orðinu mar-
bekktur. Þar sem svo hagar til. a3
víða snardýpkar, er, að sögn Rík-
arðs, hægt að segja, að sé mar*
bekkt. Þetta orð hefir ekki áður
ko>mizt á rslenzkar orðabækur, og
kann ég Rí'karði miklar þakkir fyr
ir að hafa skrásett það.
Ingimar Jóhannesson fulltrúl
skrifaði mér bréf nýlega (dags. 29.
júlí), þar sem hann segir mér, a3
vinur hans, Björn Guðmundsson,
fyrrverandi skólastjóri á Núpi í
Dýrafirði, hafi gert tiUögu ura
nýtt nafn á grammófóni. Með bréf
inu sendi Ingimar mér tillögu
Björns og greinargerð hans fyrir
henni.
Örtög nýyrða eru með ýmsura
hætti. Mun ég ekki rekja dæml
þess hér. Ekki mun ég spá nývrði
Bj'örns ófarnaðar, slíkt sé fjarri
mér. Nýyrði hans er smekklegt
og í fullu samræmi við íslenzkar
orðmyndunarreglur. Mér fellur
það vel. Og það er miklu fallegra
en orðið grammóf'ónn. Eini vand-
inn er, að fólkið fáist til að nota
það. Það tók þjóðina 15—20 ár aS
átta sig á því, að orðið tækni værl
gott orð. Hvernig reiðir nvyrðf
Björns af? Greinargerð Björns,
sem fylgir brélfi Ingimars, er á
þessa leið:
í útvarpdþætti. er hr. Jón R.
Kjartansson flutti fyrir nokkru
um íslenzkt heiti á srammófóni,
óskaði hann eftir tillögu um ís-
lenzkt heiti á grammófóni. Kom
mér þá í hug nafn, sem ég legg
til, að tekið verði til no'ta á hví
geysilega vinsæla og almennt
notaða tæki.
Ég legg til, að grammófónninn
hljóti heitið hermir eða hermi-
tæki. Graminófónplötur verði
nefndar hermiplötur. sömuleiðig
hermiborðar og hermibönd. Orð-
ið er rammíslenzkt, sbr. hermi-
kráka og eftirherma. En þó hægt
sé að herma af list, kemst eng-
inn til jafns við sjálfann herm-
inn, því hann hermir allt. sera
heyrt verður, — og mikið meira.
Hann hermir hærri. dýpri og
daufari tóna en eyrað fær greint.
Það er ófært og óviðeigandi, að
við séum lengur að burðast með
þennan Ijóta erlenda vanskanr.að
grammófón, en tökum hermi í
staðinn, sem beygist eins og lækn
ir. Ég óska, að tillaga þessi her-
ist þeim, seim hafa til meðferðar
nýyrði í máli okkar og vildi fá
að heyra álit þeirra.
Mér fellur nýyrðið vel. Það er ð-
aðfinnanlegt frá sjónarhóli orð-
myndunarfræði. En ég vil benda
höfundi þess á, að það er þióðin
sem heild, sem hefir ,,til meðferð-
ar nýyrði í máli okkar.“ Hún sker
úr um það, hvort þessu efmlegá
barni verður lí'fs auðið. H. II.
Fyrirhugað aS hefja útgáfu á sam-
felldri sögu Reykjavíkur
Á bæjarráðsfundi síðastliðinn þriðjudag var samþykkt að
hefjast handa um útgáfu á samfelldri sögu Reykjavíkur.
Skjalaverði bæjarins, Lárusi Sigurbjörnssyni, var falið að gera
tillögur um tilhögun þessarar útgáfu.
Blaðið sneri sér í gær til Lárus-
ar og innti hann frekar eftir þessu
máli.'Kvað hann sig ekki hafa sam-
ið neina tillögu varðandi útgáfuna
enn, enda væri þessi samþykkt að-
eins fárra daga gömul. Hann sagði
að Reykjavíkurbær hefði áður
styrkt útgáfu á upplýsingaritum
um Reykjavík og væri þar mikinn
fróðleik að finna hvað sögu bæj-
arins snerti. Mætti í því sambandi
geta Reykjavíkursögu Klemenzar
Jónssonar, sem gefin var út árið
1930. Þá virtist mikil bæjarsaga í
tveggja binda verki Knutz Ziem-
sens. (Framhald á 8. síðu).