Tíminn - 13.08.1957, Qupperneq 6

Tíminn - 13.08.1957, Qupperneq 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 13. ágúst 1!)57. r-— Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Ritotjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinjao* (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu vitS Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýeingaámn 19523, afgreiðslusínai 12323 Frentsmiðjan EDDA hf. „Hver hefir Finnans metið móð “ ISLENDINGAR bjóða í dag velkomin þjóðhöfðingja Finnlands og fylgdarlið hans. Þótt Finnland liggi íslandi fjserst af Norðurlöndum og íslendingar hafi átt minni skipti við Finna en hinar þjóðir Norðurlanda, eru Finnar á vissan hátt ís-> lendingum nátengdastir og virðingin fyrir þeim óblöndn ust. Ástæðan er sú, að meðal Norðurlandaþjóðanna eiga Finnar og íslendingar lík- asta sögu, þar sem þeir hafa lengstum búið við erlend yfirráð. Báðar hafa þó þjóð- irnar haldið hlut sínum og húa því nú við frelsi og batn andi hag. Saga finnsku þjóðarinnar er sannarlega stórfeld hetju saga. Til viðbótar þeim raun uni, sem fslendingar urðu að þola á tímum hinnar er- lendu yfirdrottnunar, hafa Finnar oft orðið að gripa til vopna og færa á þann hátt miklar fórnir til að treysta tilverurétt sinn sem sérstakrar þjóðar. Það er vissulega engin ofmetnaður í þeim orðum Runebergs, sem fara hér á eftir, — í þýðingu Matthíasar: Hver reiknar allt það raunatal, er reyndi lands vors þjóð? Er styrjöld fór um fold og dal, og frost og hungur gjörði val. Hver hefur Finnans metið móð, og mælt hans úthelt blóð? EN FINNSKA þjóðin hef ur staðizt allar þessar þraut- ir og unnið sigra sína jöfn- um höndum með „anda, hjör og plóg“. Hetjuskapurinn einn hefði ekki nægt, ef þjóðin hefði ekki jafnframt kunnað rétt tök á félags- málum sínum, eins og hinn öflugi samvinnufélagsskap- ur bendir til, eða ekki nytjað land sitt eins vel og raun ber vitni um. Og þó hefði þetta allt sennilegast ekki nægt, ef skáld Finna og aðr- ír andans menn hefðu ekki haidíð hinu finnska þjóðar- merki hátt á loft, svo sem og alkunnugt er. ÞAÐ ER ekki minnst á- stæða til þess að fagna vel hinum finnsku gestum, er koma hingað í dag, að þeir eru fulltrúar kynslóðar, sem hefur skráð einn glæsileg- asta kapitula finnskrar sögu. í tveim styrjöldum með fárra ára millibili, sönnuðu Finnar á vígvellinum, að þeir eru reiðubúnir til að fórna sjálfu lífinu fyrir frelsi sitt. Án þessara fóma hefðu Finnar ekki fagnað frelsi sínu í dag. Eftir þess- ar tvær styrjaldir, er höfðu mikinn landmissir í för með sér, hafa Finnar ekki aðeins komið upp heimilum fyrir hundruð þúsundir flótta- manna og greitt mlklar stríðs skaðabætur, heldur og eflt og treyst atvinnuvegi sína og menningu á flestan hátt. Fullyrða má, að engin smá- þjóð hefur leyst af höndum meira stórvirki en Finnar hafa gert seinasta áratug- inn. AÐSTÆÐUR þær, sem nú ríkja í alþjóðamálum, valaa því m.a., að leiðir Finnlands og íslands hafa ekki legið saman að undan- förnu, nema að vissu marki, þótt báðar þjóðirnar hafi jafn ríkan áhuga fyrir friði og frelsi. íslendingar skilja áreiðanlega vel sér- stöðu Finna að þessu leyti. Margt bendir til þess, að Finnar kunni hér að gegna mikilvægu hlutverki, því að þeir hjálpi til þess með fram göngu sinni, að kenna hin- um volduga nábúa sínum að austan, hvernig eigi að um- gangast frelsisunnandi þjóð- ir. Hið fræga Kolnefs-kvæði Runebergs ber þess merki, að Finnar hafa kunnaö að meta Rússa, þrátt fyrir yfir- gang þeirra, eins og sézt á þessum orðum hans: Og það var sýn að sjá hann Kol, við sannan Finna reyna þol, þar féllu hnífjöfn höpp í skut, því hvorugur lét sinn hlut. Hann bar í gegn oss banaspjót, og blóðug voru mörg hans spor, þó hlær oss lofstír hans í mót, sem heiður sá sé vor. Því það, sem knýtir bræðaband, og bindur meira en sama land, og sannar lýði sömu þjóð, er sama hetjublóð. Á sama hátt hafa Rússar líka lært að meta Finna og gert sér ljóst, að þeir myndu seint láta sinn hlut, ef frelsi þeirra væri skert. Án þessa myndu Finnar ekki vera frjáls þjóð í dag. Vonandi verður samhúð Rússa og Finna, Rússum vísbending um, að betra sé nábýli við óháða, frjálsa þjóð, en við kúgaða „bandalags“þjóð, er stöðugt reynir að losna úr fjötrum, líkt og Ungverjar gera nú og munu gera fram vegis — unz þeir heimta frelsi sitt. íSLENDINGAR fagna af alhug hinum finnsku gest- um, er heimsækja þá í dag. Standi frelsi íslands og Finnlands jafnan traustum fótum og eflist aukin kynni milli landanna, þjóðum þeirra beggja til margvís- legs ávinnings. „... Og hér um langa heimsins tíð - Kalevalakvæðin eru Edda íinnsku þjóðarinnar og hafa haft mikil áhrif á bókmenntir og sögu ÞEGAR LITIÐ er á landamær- in milli Finnlands og Rúss- lands, svarta strikið, sem á kortinu hlykkjar sig frá norð- austurodda Ladogavatnsins til íshafsins, verður mikilvægur kafli í sögu Finnlendinga Rúss- lands megin við þetta strik. Landið þar kallast Austur- Kyrjálar, og var upphaflega skógi klætt. En með tímanum tóku finnskir bændur sér þar bólfestu, ruddu skóginn og stofn uðu með sér sjálfstætt bænda- þjóðfélag. Ættingjar þessara finnsku landnema hafa, allt til byltingarinnar í Rússlandi 1917, verið höfuðstofninn í Austur- Kyrjálum. Sjaldan hafa þeir verið svo heppnir að komast und ir yfirráð Finnlands. Jafnvel eftir hinn mikla sigur Gústavs Adolfs og friðarsamningana í Stolbova 1617, voru landamærin dregin mitt í gegnum land þeirra. En þeir hafa búið nokk- urnveginn óáreittir og getað haldið uppi finnskum siðum og venjum, vegna þess, hve lands- hluti þeirra er afskekktur. Eftir byltinguna í Rússlandi, þegar Finnland var viðui-kennt sem sjálfstætt ríki, voru landa- mærin dregin samkvæmt gömlu Stolbova-línunni, og tók það mjög á Austur-Kyrjálabúa, sem höfðu vænzt þess, að nú mundi dagur réttlætisins upp renna og þeir komast heim til ættjarðar- innar. Það voru þó einkum tvær sýslur, Repola og Porajárvi, sem Finnar óskuðu að heyrðu Finn- landi til, þar eð þarna lifði al- gjörlega óblandað finnskt fólk. En við friðarsamningana i Dor- pat 1920 heppnaðist Finnum ekki að fá landamærin dregin þessu fólki í vil, einkum vegna þess, að Vestur-Evrópuþjóðirnar veittu þeim lítinn stuðning og létu blekkjast af rússneskum lof orðum um, að Austur-Kyrjálum skyldi veitt sjálfstæöi útaf fyr- ir sig. Þegar friðarsamningarnir urðu heyrin kunnir, var eins og myrkur óumræðilegrar sorgar breiddist yfir Austur-Kyrjála. Finnskar hersveitir höfðu tekið sýslurnar Repola og Polajárvi hernámi 1918, og ungur maður, Haakon Cristian Sivén að nafni, hafði gerzt foringi ibúanna, sem óskuðu þess eindregið, að átthagar þeirra kæmust undir yfirráð Finna. Eftir friðarfund- inn fékk Sivén boð um að hverfa heim til Finnlands, en hann svaraði utanrikisráðherr- anum finnska því til, að hann gæti ekki yfirgefið þjóðfrændur sína á þann hátt, að hann leit- aði sjálfur örygeris bak við landa Bjarni M. Gislason Höfundur þessara greina, um finnska sögu og bók- menntir, er Bjarni M. Gísla- son rithöfundur. Bjarni hefir ferðast mikið í Finnlandi, og hefir ritað margt um land og þjóð, í blöð og tímarit, og í einni af bókum hans er lang- ur kafli um Finnland. Er Bjarni í miklum metum með Finnum fyrir þessi ritstörf. Það er Tímanum ánægja að geta boðið lesendum þessar greinar Bjarna M. Gíslasonar á þessum merku tímamótum í finnsk-íslenzkum samskipt- um, er ríkisforseti Finnlands gistir ísland í fyrsta sinn. mærin, en skildi þá eftir 1 orra hríð þeirra ofsókna, sem yfir vofðu. Og 12. janúar 1921 svipti (hann sjálfan sig lífinu. Þessi at- | burður leiddi til uppreisnar meðal Austur-Kyrjálabúa, sem nú kröfðust þess sjálfstæðis, I sem þeim hafði verið lofað í : Dorpat, og eftir að þjóðabanda- lagið hafði skorizt í leikinn 1923, var finnskur kommúnisti gerður að nokkurskonar lýðríkisstjóra þeirra, og allt sogaðist inn í SovjetríkiÖ. | Þessi landspilda, Austur-Kyrj- álar, er tengd finnskri menning arsögu á þann hátt, að þar hef- ur varðveitzt verulegur hluti. hetjuóðsins Kalevala. Nokkuð ; af honum er þó fundið í Eist- landi. En hvar eða hvernig sem hann hefur varðveitzt á vörum j manna fram á miðja 19. öld, er i ekki erfitt að skynja örlög finnska kynstofnsins í kvæðun- um, baráttuna við jörðina og óttann við þau öfl, sem skerða lífshamingjuna. Kalevala er talið eitt hið mesta söguljóð, sem til er, og eins og allur þjóðarskáldskapur, eru þetta andleg skriftamál þjóðarinnar. Þau kryfja kald- ranalegan veruleikann til mergj- ar, segja frá sorg og gleði, kær- leika og hatri, og leitast við' að skynja tilgang lifsins. Það eru ekki aðeins draugar og disir forneskjunnar eða tröllaæði og ofsóknir seinni alda, sem kvæð- in vekja grun um, heldur bregð- ur þar og fyrir margvíslegum myndum af landinu siálfu. Þar er allt finnskt málað í listræn- um myndum, veiðimenn og skógar landsins, bjálkahúsin, fiskibátar á sjó og vötnum, sleða ferðalög, skiðahlaup, veturinn og norðurljósin, sumarið og sól- skinið, þúsundir berja og bloma, litir þeirra og bragð. Þar er einnig fólkið, þjóðareinkenni þess, svipmót og siðir, rólegir og þróttmiklir bændur, ungir og kátir sveinar, lífsglaöar 'stúlkur, feimnar og tryggar í lund. Kalevala — og þar með forn- bókmenntir Finna — er yngri aö árum en Eddurnar og íslend- ingasögurnar, en samt sem áð- ur er þaö andlegur arfur lið- inna tíma, sem þessi skáldskap- ur geymir. Enginn veit1 með vissu hver hefur ort kvæðín, en að líkindum eru höfuridarnir margir, og þessi yfirlætislausi kveöskapur hefur lifað á vörum almennings og aukizt og endur- bætzt með hverri nýrri kynslóð. Þeir, sem mest hafa stuðlað að varðveizlu hans, eru „vísna- söngvararnir" svonefndu, sem rninna allmikið á íslenzka kvæða menn. Þeir, sem gerðu söguóðiun að opinberri menningareign, eru þó ekki sérstaklega vísnasöngv- ararnir, en fyrst og fremst menn, sem ferðuðust um landið og skrifuðu upp kvæðin, svo þau gátu siðar komið út í samhengi. Brautryðjandinn er á vissan hátt Henrik Gambriel Porthan. Með verki sínu, „De poesia Fen- nica“, sem gefið var út i Ábo 1766—1778, vakti hann þjóftleg- an rannsóknaráhuga á mörgum sviðum. Lærisveinar hans, C. Ganander og E. Lencquist,fýlgdu dyggilega í fótspor hans með rannsóknum sinum á finnskri fornfræði. Þetta merkilega starf féll þó á tímabili niður vegna styrjalda. Baráttan fyrir frels- inu krafðist andlegra og líkam- legra krafta þegnanna. En þeg- ar tímar liðu, tóku menn á ný með ástundun og elju að draga fram úr djúpi gleymskunnar andlega minjagripi þjóðarinnar. Sá maður, sem þá vann mikið að söfnun hinna gömlu kvæða, var Zacharias Topelius hinn eldri (1781—1831), faðir skálds- ins með sama nafni. Hann var læknir í norðurhluta landsins, og á embættisferðalögum sín- um hitti hann marga gamla vísnasöngvara, sem kunnu úrm- ul fornra þjóðkvæða. Arftaki Topeliusar á þessu sviði, Elias Lönnrot (1802—’84), er þó sá, sem mesta frægð hef- ur hlotið fyrir að safna kvæð- unum í Kalevala, og þann heið- ur á hann með réttu skilið, því Miðstöð mennta er háskólinn i Helsinki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.