Tíminn - 13.08.1957, Qupperneq 9

Tíminn - 13.08.1957, Qupperneq 9
TÍMINN, þriðjudaginfl 13. ágúst 1957. 9 MARTHA OSTENSO RÍKIR SUMAR í RAUÐÁRDAL 101 brigði, sem væri ónæmt fyrir myglu. Vandræðin voru hins vegar þau eins og nú var kom ið, að Steve hafði nógan tíma til að halda áfram tilraunum sínum, en faðir hans á hinn bóginn var orðinn alger þræll hinnar stóru fjölskyldu. Hann myndi aldrei framar geta veitt sér þá ánægju og na'utn að fylgjast með framþróun og breytingu eins afbrigðis — hvað þá heldur að hann rækt aði tegund, sem væri ónæm fyrir myglu. — Loren ætlar sér að taka við jörðinni, sönglaði Olina. En David ætlar sér að veröa listamaður. Rose á mynd, sem Karsten teiknaði fyrir tveim árum . . . þegar flóðið kom í ána. Hann skildi teikninguna eftir á árbakkanum og Rose fann hana og geymdi hana. Karsten blóðroðnaði og fór allur hjá sér: — Hún hefir auðvitað ekki haft vit á að gera neitt betra við hana, tautaði hann. — Rose Shaleen er komin hátt á 17. ár, hélt Olina á- fram að söngla. — Það er ekkert smáræði, sem þú hefir látið út úr þér í morgun, Olina, sagði Mag- I dali. Eru allir búnir að boröa? Hún leit einu sinni í hring yfir borðið og reis svo snöggt upp úr sæti sínu. Karsten gat ráðið þaö af sléttum, en hörðum svip móð- ur sinnar, að hún myndi út- kljá málið seinna við Olínu, þar eð öll misklíð eða ókyrrð var stranglega bönnuð við borðið. En hversvegna hafði barnið spunnið upp þessa sögu til varnar systur sinni? Vissi hún ef til vill meira um Solveigu og þennan náunga Alec, en hann sjálfur? Olina hlaut að hafa verið út á ferli löngu áður en Solveig fór á fætur og leitað að álfum og huldufólki, sem hún í laumi trúði enn að væri til. Karst- en hnyklaði brýrnar og ein- hvern veginn var það svo að seinni skammturinn af svína fleskinu og eggjunum smakk- aðist verr en sá fyrri. — Alls staðar við hið fjöl- setna borð voru nú samræður í fullum gangi. Það var rætt um uppkeruhorfur, hinn öra vöxt Wing-þorpsins og lík- urnar fyrir því, að þangað myndi innan skamms lögð járnbrautargrein frá stórri aðaliínu, sem orðasveimur gekk um að þegar væri byrj að að leggja frá suðurhluta landsins. Jim Jewel, stórvax inn, beinaber og málreifur náungi frá St. Paul, sem ívar hafði ráðið fyrir tveim dög- um, var þegar búinn aö kynna sér hitt og annað í Wing- þorpi og þótti auk þess mik- ill sómi að því, að vinna hjá fyrirfólki, er bærinn bar nafn af. Karsten sá hvernig móðir hans komst aftur i gott skap við gullhamra þá, sem nýi vinnumaðurinn sló henni og skar ekki utan af. Ef til vill myndi hún eftir allt saman gleyma að refsa Olínu litlu. —Þeir segja mér í borginni sagði Jim gleiðgosalega, að þér frú Wing og bróðir yðar, bankastjórinn, hafið verið þau fyrstu, sem börðust gegn óhóflegum flutningsgjöldum járnbrautarfélaganna. Þetta var í kringum 1884. Það kalla ég skratti hraustlega gert af kvenmanni. Og þér komið líka yðar fram. Ef ekki hefði notið við yðar baráttu, þá er óvíst, að fylkisþingið hefði haft sig í það að setja lög, er settu þessum bölvuðum járnbrautar okrurum steininn fyrir dyrn ar. Ó, auðvitað heyrði ég líka hvernig þér, hr. Wing, hefðuð barizt fyrir þessu líka en þeg ar konurnar taka til hend- inni við hlutina, þá fyrst fara þeir nú að ganga. Nei, það ætti að reisa yður minnis- merki í miðju borgarinnar frú Wing. Eins og á stóð, þá lét Mag- dali sem hún hefði ekki heyrt blótsyrðin sem hrukku út úr Jim Jewel. Andlit hennar bókstaflega glóði og tútnaði út af ánægju við lofsyrði vinnumannsins. Og hún átti líka þetta lof skilið. Hversu marga fundi hafði hún ekki átt mestan þátt í að skipu- leggja og unnið viku eftir viku að því að skapa virka and spyrnu meðal fólksins gegn hinum óhóflegu flutnings- gjöldum járnbrautanna. Og þaö myndi heldur aldrei hafa orðiö til neinn bær með nafninu Wing ef ekki hefði notið við dugnaðar og kænsku Magdalis á liðnum árum. Roald hafði auðvitað hjálpað til, en þó hefði henni stund- um vegnað betur án hans. Veslings kæri, skammsýni ívar, sem beinlínis elskaði allt sem var smátt í sniðum og iét lítið yfir sér, hann myndi hafa komið í veg fyrir áform hennar, ef hann hefði komið því við. Þau höfðu í fyrstu skipt jáí'nbrautarhlutabréf- unum fyrir eignarhald á landi, sem þau siðar seldu j arðeignabröskurum með miklum hagnaði. Það fé not- uðu þau svo til þess að kaupa upp „á réttu augnabliki" þá landnema, sem „áttu í basli“, það er að segja, þá sem skorti dugnað til að brjótast til bjargálna. Svo kom skiplagn ingin að hinu nýja þorpi og síðar sala lóða, er tími var til kominn og loks hafði Roald sett á stofn Bændabankann. Magdali gat ekki annað en hálf kennt í brjósti um ívar, sem var næstum undrandi og hálf viðutan yfir öllu því, sem hún hafði hrundið í fram kvæmd. En hún hafði nú sagt honum fyrir mörgum árum síðan, þegar erfiðleikarnir voru sem mestir, nákvæm- lega hvernig hún hugsaði sér að þetta skyldi gerast. Og nú var Jim Jewell að stinga upp á minnismerki. Auðvitað var slíkt hlægilegt. Minnismerki voru fyrir fólk, sem var dáið. — Borgin sjálf er minnis- merki fyrir mömmu, sagði Magdis og varð svo eitt blóð- stykki i framan yfir þessari mælgi smni og starði niður á diskinn sinn. — Alveg rétt, dóttir góð, alveg rétt, flýtti ívar sér að segja, til þess að breiða yfir vandræði hennar og fát. Magdali hló, rjóð í kinnum og ungleg. — Þið gerið mig svo hégómlega, að það verð- ur ómögulegt að umgangast mig, sagði hún. Við unnum öll mikið tii þess að öðlast það, sem við nú höfum, hélt hún áfram. — Guðrún, þessi kaffikanna er tóm. Ólína, sem aftur var tekin að stara með djúpbláu aug- unum sínum á Karsten og sagði nú dreymandi: — Rose Shaleen kom heim í gærdag. — Jæja, hvað með það, sagði Karsten. — Ég vissi ekki einu sinni að hún hefði verið að heiman. — Hún hefur verið hjá frænku sinni, Kate, í heila viku, sagði Olina yfir rönd- ina á mjólkurglasinu sínu. — Davíð sagði mér það í gær. GRILON MERINÓ LLLARGARN Verksmiðjur ____ Sambandshúsinu. — Sími 7080. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiinni gniiniiuiiiiiiiinniiniiiiiinniiiiiiiiiiiiiiunmimniiiiniiuiiiiiiiiMiiiiinniiiiiiiiiimnmmiiiiiiiiuinmnnmMw flninmMiBœraaaiEiHnmmuiiiamnuumiiinifluiuiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiimuiniumiimifinaisi Vélrinunarstúlka Skátar Stúlkur — Piltar | Ljósálfar — Ylfingar 1 Mætið stundvíslega kl. 12,30 í dag í Skátaheimilinu. ~ iiimiinin _______ = Mætið í búningum. 1 ____________ __________ Stjórnir félaganna. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimnmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiu wjuw.wAmwjwwmwMmwwww í v Innilega þakka ég vinum, vandamönnum og félögum, ;! í er sendu mér gjafir, blóm og heillaskeyti, og heimsóttu *- rrnrr Ó n nrn o-Pm oalí mínn 0^7 í 1 í —4-1 ZXJ — — :: mig á 60 ára afmæli mínu 27. júlí síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. ÍJ Jón FriSbjörnsson, V > Freyjugötu 23, Sauðárkróki. jí v.v.wwavvv.v.v.vaw.v.vav.v.v.v.v.v.w.vvÍ I Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir vélritunar- | stúlku. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsókn ásami | mynd óskast send til skrifstofu blaðsins fyrir 16. þ. m. | merkt „Vélritun — 100“. uiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimBB iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiH | Ungur reglusamur | | iðnnemi óskar eftir herbergi og fæði í Vesturbænum, | | helzt sem næst Bifreiðaverkstæði S.Í.S. við Hringbraut. 1 | Tilboð sendist Tímanum fyrir 16. þ. m. merkt ,,Iðnnemi“. 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifii Fylgist með tímanum. Kaupið Tímann Konan mín. Stefanía Guðmundsdóttir, andaðist í Reykjavík 9. þ. m. — Jarðarförin ákveðin frá Fossvogs- kapellu, föstudaginn 16. þ. m. kl. 1,30 e. h. Einar Einarsson. Stokkseyrl. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðfinnu Jósepsdóttur, Bjarteyjarsandi. Aðstandendur. Kveð'uathöfn móður okkar, Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur frá Skarði í Skagafirði, fer fram með baen frá Keflavikurkirkju miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 2 e. h. Sama daga kl. 5 e. h. frá Dómkirkjunni I Reykjavík og verður athöfninni í Dómkirkjunni útvarpað. Börn og fjölskyldur þeirra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.