Tíminn - 22.09.1957, Qupperneq 5
TÍMINN, sunnudaginn 22. september 1957.
5
Margt býr í sjónrnn: Lindýr
LINDÝRIN, eða Mollusca,
: I eins og þau eru nefnd á vís-
indamáli, eru geysilega teg-
|| undamörg; aðeins liðdýrin eru
tegundafleiri. Munu vera nær
|| 100 þúsund núlifandi tegunda
til, og eru þá talin með þau
H lindýr, er á landi lifa. Þessi
dýr eiga langa sköpunarsögu
|| að baki sér, svo langa, að við
|| mennirnir eigum örðugt með
|| að koma sliku tímatali inn í
|| höfuðið á okkur, því að hvað
|| er ein mannsævi á móti 500
|| milljónurn ára. Það er -þvi ekki
|| nema eðlilegt, að lindýrin séu
harla ólík innbyrðis. Þeim er
!| skipt 1 5 flokka, er svo eru
|| nefndir: 1. Nökkvar; 2. Kuð-
ungar eða sniglar; 3. Samlokur
eða skeljar; 4. Pípuskeljar og
|| 5. Smokkfiskar eða kolkrabb-
ar.
Fystu flokkarnir 4 eru ofí í
daglegu tali nefndir skeldýr,
þar sem meginþorri þeirra hef-
ur um sig kalkskel til hlífðar.
aftur á móti er flokkur smokk-
fiskanna annaðhvort skellaus
eða aðeins vísir til skelja áð
undanskildum fáeinum tegund
um, svö sem hinum undursam
lega gerðu perlusnekkjum
(Nautilus), en á þær verður
minnst síðar.
Það er ekki eingöngu í hin-
um mismunandi flokkum, að
’gerð skeljanna sé breytileg,
heldur er hún geysilega ólík
meðal hinna ýmsu tegunda
hvers flokks. Fegurð og fjöl-
breytni virðist þar engin tak-
mörk sett.
NÖKKVARNIR eru ekkert
ósvipaðir óskabirni fljótt á lit-
ið. Þeir hafa aðeins bakskelj-
ar 8 að tölu, eina hálfmána-
Djúpnökkvi
Þáttur kirkjunnar:
jj
Blómsturmál
„LÁTIÐ BLÓMIN tala“, segir
ágæt auglýsing, sem vakio hef-
ir mikla athygli. En það bezta
við orð þessi er samt, að þau
eru alveg samhljóma boðskap
sjálfs Drottins, sem segir: „lít-
ið til blómanna". Honum dylst
ekki, að blómin hafa mikinn
boðskap að flytja hverr: lilust-
andi og vakandi sál. Fáir af
stórmennum andans hafa gjört
allt, sem glitrar og grær að
stærri fyrirmyndum og fegra
táknmáli í lífi mannanna, en
einmitt meistarinn. sem var
Ijós heknsins.
ALDREI ómar tcfrahljómur til-
Ij verunnar sem á bergmál frá
i hjarta Guðs í orðunum: „Verði
| | ljós“ yndislegri sam'hljóma en
i á vorin. Ef unnt væri að heyra
p eins og Heimdallur, ljósguðtnn
i niikli, öll þau undur, sem sin-
fónía groandans hlýtur að op-
i inbera í bverju brumi sem opn
ast, þá væri hljómkviöa einnar
morgunslundar á vorin æðri
öllu, sem meistarar tónanna
hafa enn nnegnað aö skapa.
Horfið á hina „glituðu blæju,
gróna blómurn smám“ og hver
þúfa, hver laut á sitt sérstaka
lag, sína ákveðnu hrynjandi,
sín afmældu stef.
Og blómin þau segja þér á
söngljúfu blómsturmáli sínu
heilar sögur um baráttu við
| myrkrið, um sigra ljóssins, um
f bið sína ei'tir vorblænum, sem
leysti fjötra frostsins, um bæn
sína til fyrstu geislanna, um
fögnuðinn að vakna.
Og önnur -tala um auðmýkt
sína, unað og ást, um söknuð
sinn og þjáningu, óttann og
kvíðann, þegar norðangolan
þeytti yfir þau hrími og sólin
var gleypt af grásvörtum ský-
bólstrum.
JÁ, ÞAU hafa mörgu að segja
frá, þótt ung séu vetrarblómin
í skriðunni og lambablómin í ■
mónum og ilmandi ljósberinn
á holtinu, en allt á það sam- |
hljóm í sál mannsins í hug
hans og lífsbaráttu.
Og jiá þarft ekki að vera i|
skáld til að heyra rödd sjálfs || ||
Guðs í gegnum prédikun blóm- p ||
anna. Þau tala með þögn sinni I ||
angan og litum yndislegra mál
en nokkur' prestur í prédikun-
arstól. Þau eru sjálf opinberun 1 ||
Guðs -—• án orða.
En áhrifamesta prédikun ■
blómsturmálsins er ræðan um ||
það, hvernig helgur andi vors- ' ||
ins,' guðsandi jarðar, breytir
hrjúfum efnum moldar, grjóts
og gróms í fíngerðustu, hrein-
ustu og skærustu lífverur '
heims, svo hreina og skæra : ii !
blómlíkami, að ekkert annað |
getur verið svo fíngert utan ;
skærleikinn í líkama lítils
barns, ekkert svo silkimjúkt og
tært, netma auga þess og gull-
lóin á litlum kolli.
Slíkur er máttur Guðs í
einu blómblaði. Hvort getur þá -
hugurinn efast, að hann veiti;
anda lífsins efnishjúp af öðr-
um dýrri heimi, þegar þessi er
orðinn of þröngur og smár.
HVORT MUN þá ekki eilífðar-
vorið unaðslegt og blóm þess
unaðssæt í höfugri dögg, úr
því að hann skrýðir svo andar-
taksundrið, sem í dag stendur |
en á morgun verður ekki fram-
ar.
Þannig hlustum við á blömst- § |||
urmál hins blíða vors utan allra
kirkna, oían allra prédikunar- ||
stóla. „Látið blómin tala“.
Árelíus Níelsson. j
^|^iBWMMiwntriiiismiin»iwi»iMiniiiiiiiiiiiiii(iM>iiiaHfm<«^siiBatgBeé^iam'iiam(tmiiiiiimiiFniWTfíWHWiin!t(ii^<
Beitukóngur
laga skel sitt á hvorum enda, I
en hinar 6 eru meira eða minna |
sperrulaga og mynda eins og |
kjöl eftir endilöngu baki dýrs |
ins. Litur skeljanna er ýmist |
hvítur, grár, rauður eða rau'ð |
flikróttur. 11 tegundir hafa I
fundizt við ísland.
Kuðungarnir hafa aftur á f
móti um sig skel, sem er annað f
jhivort gormlagasnúin (beitu-
kóngur) eða húfulaga (haðar-
hetta). Stundum eru vindiag-
ar þessir mjög fáir eða nær
því hverfandi, og er þá bara
meira eða minna víð rauf eftir
skelinni endilangri (ránarkugg |
ur). Litur skeljanna er oft |
hvítleitur eða móleitur, en fjöl |
margar tegundir eru líka til í |
skrautlegum litum. Allmargar f
kuðungategundir eru skellaus- |
ar — hinir svonefndu nakin- |
tálknar. Eru þeir tíðir í yfir- |
borði sjávar innan um önnur §
ísmádýr og smásæjan gróður |
(svif). Alis eru þekkíar 173 I
tegundir kuðunga (með skel f
|og skellausar) úr íslenzkum f
•jó.
; PÍPUSKELJARNAR, sem |
istundum eru kallaðar skips- 1
Itennur, eru líkastar langri og f
imjórri vígtönn að útliti, eru f
gildastar í annan endann og f
mjókka smám saman fram í :
odd, enda einu sinni neíndar
meðal dýraíræðinga denticulus
elephantis, þ.e. fílstönn. Flokk
ur þessi var miklu tegunda-
fleiri á fyrri jarðöldum en nú,
það sýna steingerfingar. Hér
hafa fundizt aðeins 5 tegundir.
Samlokurnar eru oftast þann
ig gerð'ar, að 2 skeljar hvolfast
saman utan um sjálft dýrið,
og eru einn eða tveir vöðvar
(dráttarvöðvar) flestir ofan til
í hvora skel. Við stríkkun og
slöknun á vöðvum þessum opn
ast eða lokast skeljarnar með
hjáip svonefndra tengsla, sem
liggja við skeljarnefið eru þau
gerð úr hornkenndu efni. Lög-
un, mynstur og litur skeljanna
er með afar margvíslegu móti.
Og oft er innra borö þeirra
með skínandi skelplötugliáa.
Úr slíkum skeljum, ef lögun
þeirra hentar, eru framleidaar
skyrtutölur, pennahnífasköft
o. fl. Umhverfis ísland lifa 83
tegundir samlokna.
LOKS ERU svo smokkfisk-
afnir, eða öðrðu nafni blek-
fiskar. af þeim eru 14 tegundir
hér við land. Af ytra útliti eru
þeir harla ólíkir skel eða kuð-
ungi, en öll innri bygging þeirra
bendir til þess, að þeir séu
náskyldir þessu dýrum. Srnokk
urinn heíur 8 eða 10 langa
arma með sogskálum fram úr
höfðinu, og inn á milli arm-
anna er kjafturinn hulinn; í
honum eru sterkir skoltar, ekki
ólíkir páfagauksnefi. Sjónin er
ágæt og betri en á sér stað
meðal annarra lindýra. Neðan
við höfuðið að framan er líiið
Mál og Menning
... 11 1 Rltttl, dr. Haíidór Halidórss^n.
:| i
| ^ LÆRÐUR maður og kennari, sem
11 ekki vill láta nafns síns getið, rit-
| aði mér í sumar bréf um vanda-
j mál, sem vafalaust fleiri, er við
11 ritstörf og kennslu Mst, hafa velt
11 fyrir sér. Mér er ljúft að láta í
I i ljós skoðun mfna á þessu máli. En
1 áður en ég geri það, þykir mér
S ■ rétt að birta bréf kennarans. Það
er á þessa leið:
Mig langar að biðja þig að
fjalla um atriði nokkurt í þætt-
inum Máli og menningu. Mjög
verður vart í riti og einkum
ræðu manna „ólógískrar“ nolkun-
ar eigharfornafnsins sinn og óá-
kveðna fornafnsins hver (hvor),
er þessi orð koma fyrir í sama
orðasambandi. Dæmi: Þeir fóru
sinn í hverja (hvora) áttina. Þau
stóðu siít hvorumegin (sic) veg-
| arins. Þeir tóku sinn í hvorn
endann. í stað þessa er vafalítið
upprunalegra og réttara að segja:
| Þeir fóru hver (hvor) í sína áít-
ina, eða í sína áttina Iiver (hvor).
Þau stóðu hvort sínum megin
vegarins. Þeir tóku hvor í sinn
endann. Ég hirði ekki að nefna
fleiri dæmi, þótt þau sé að finna
sem mý á mykjuskán. Af þessu
| er sýní, við hvað ég á. Auk þess,
að víxl verður hér á stöðu for-
nafnanna í setningunni, missir
eignarfornafnið eiginlega merk-
ingu.sína og fær óeiginlega og ó-
ákveðna merkingu. Finnst mér
því ruglingur af þessu tagi fjarri
réttum málfræðilegum skilningi
og næsta óviðfelldinn. Hygg ég
samt, að þorri manna nú á dög-
ym geri sig, að því er ég held, —
sekan um rugling í notkun fyrr-
nefndra orða í ámóta sambönd-
um.
Nú verður spurningin þessi:
Eru þessi brengl fornafnanna
gömul í málinu? Ef svo er, rétt-
lætlst þá þessi notkun þeirra af
gamalli venju? Þá langar mig að
iokum að fá skýringu á notkun
| (mætti eí til vill segja merk-
ingu) eignaríornaínsins í sam-
bondum ems og: bíllinn bentist
sitt á hvað; það er sitt hvað, gæfa
og gjörvileiki.
Ég gleymdi’ að geta þess, að
málfræðingur einn sagði í út-
varpinu i vetur „sinn úr hverri
áttinni“. Nóg um það. Ef þú vilt
gera svo vel að taka efni bréfs
þessa til umræðu í þætti þínum,
bið ég þess, að nafns míns sé
ekki getið.
op á húðfati því (sem nefnt er
möttull), er lykur um dýrið.
Um op þetta getur dýrið sogið
inn sjó. Ef smokkurinn verður
hræddur, eða þarf að flýja ó-
vin sinn, blandar hann svörtum
vökva í sjóinn í möttlinum, og
spýtir síðan blekblöndunni út
um opið, um leiQ og hann þýt-
ur með geysihraða aftur á bak.
Missir þó óvinurinn oft sjónar
á honurn. Af þessum svarta
vökva hefur hann hlotið nafn-
ið blekfiskur. Stærð smokksins
hér er oft ekki meiri en 20
—30 cm, Stöku sinnum hefur
rekið hér á land stóra smokka.
Fyrr á tLmum komust stundum
á kreik reglulegar tröllasögur
um þessar skepnur, sem bárust
að landi,. og er því erfitt að
segja með vissu, hver raunveru
leg stærð þeirra hefur verið.
En vel geta þær hafa mælzt ■>
IV2 m. á lengd. Slíkir smokk-
íiskar hafa ótrúlega mikið afl
til ao bera og geta verið köf-
urum hættulegir.
ÉG MINNTIST á möttulinn,
sem lj’kur um smokkinn. Þann-
ig er það einnig á samlokum
og kuðungum. Þessi þykka húð
liggur sem poki eða blökur um
líffæri þeirra. Þá hafa þeir
vöðvastyrkan fót scm hreyfi-
tæki, er þau þurfa að hreyfa
sig úr stað á liafsbotni, þó eru
hér ýmsar undantekningar.
Ef við athugum kuðung með
dýrinu í, sjáum við, að það
situr fast í mjórri enda snigils-
hússins. Þetta stafar af því, að
(Framliald á 8. síðu.)
ÉG HEFI athugað nokkuð, hvern
ig notkun orðanna sinn og hvárr
(hverr) var háttað í fornmáli. Og
virðist hin „ólógíska“ notkun, sem
kennarinn kallar svo, yfirleitt ekki
hafa tíðkazt þá. Hirði ég ekk-i að
rekja dæmi þess, en bendi þeim,
sem á'huga hafa á, á dæmi þau,
sem Nygaard tilfærir í Norrþn Syn
tax, bls. 339—340. Þó vil ég taka
það fram, að sum þeirra eru ekki
sambærileg við þau, er kennarir.n
tekur. En þótt aðalreglan virðist
vera þessi í fornbókmenntunum,
má þó sýna fram á, að ruglingur-
inn er gamall. Eftirfarandi dæmi
er úr Snorra Eddu:
Hann sá 3 hásæti ok hvert upp
frá öðru, ok sátu 3 menn sinn
í hverju. Sn.E. 1,36.
Að visu verður ekki fullyrt, að
þetta sé orðalag Snorra Sturluson-
ar, bví að hið upprunálega handrit
Snorra Eddu er glatað. Þó er mik-
il ástæða til’að ætla, að svo sé, því
að .setningin er með svipuðu orða-
lagi í öllumi hinum elztu og beztu
handritum. Ég tel því vafalaust,
að „ruglingurinn“, sem um er tal-
að í bréfinu, sé frá 13. öld að
minnsta kosti. Þó virðist hann
ekki hafa verið algengur, því að
Nygaard, sem orðtók mörg rit frá
sjónarmiði setningarfræði, kallar
þetta dæmi úr Snorra Eddu „en
paafaldénde omstilling for hverr í
sínu“.
í NÚTÍMAMÁLI virðist mér á-
standið þannig, að ýmist sé sagt
þeir fóru hvor í sína áttina eða
þeir fóru sinn í hvora áttina. Ég
mundi ráöleggja kennurum að láta
þetta afskiptalaust. Það kann að
vera, að þeir gætu breytt málfari
5 nemenda af hundraði að þessu
leyti, varla meira. Breytingin er
orðin svo algeng, að viðurkenna
verður hana som rétt mál, hvað
sem allri rötóhyggju Uður. Það er
að vísu mikils vert hlutverk máls-
ins að vera tæki til tjáningar rök-
réttrar hugsunar. En það er ekkl
hið upprunalega né veigamesta
hlutverk þess. Megnið af því, sem
sagt er og skrifað, á lítið skylt við
rökhyggju. Vitaskuld er það hlut-
verk skóla að örva nemendur til
þess að beita málinu rökvíslega.
En hafa verður alltaf gát á því, að
mál breytast og gagnslaust er að
sporna við inálbreytingum, ef þær
eru konrnar á hátt stig. Kennari
á að verá íhaldssamur um mál, en
hann á ekki að vera afturhalds-
samur.
Eyjólfur Stefánsson frá Dröng-
um konn til mín í vetur og kenndi
mór kvæði allundarlegt. Kvæðið,
sem mun vera ort ekki alllöngu
fyrir aldamót, var gert til þess að
sýna orð og orðasambönd, sem
bóndi einn í Dalasýslu notaði.
Mörg orðanna eru vel skiljanleg,
aðeins érlendar slettur, en önnur
eru srfiðari viðfangs. Eyjólfur
nafcjtreindi bæði bóndann, sem
um var ort og höfund kvæðisins,
en ég mun ekki gera það. En
kvæðið var á þassa leið:
Landshöfðinginn leyfir dont,
lætur repentera.
Amtmaður er orðinn slont,
sem ætti strix að vera.
Repentera klerkur kann,
kænn með vizkuhóti,
en ég sjálfur aftur vann
anventera á móti.
Set þá alla á sömu skrá,
sízt þeim breyti vana.
Reíormera þessa þrjá
þyrfti jöfur Dana.
Dont, sagði Eyjólfur mér, að
merkti „skeytingarleysi", og slont,
sagði hann, að væri „óburðugur“.
Að öðru leyti mun ég ekki skýra
vísurnar. En gaman væri að vita,
hvort orðaleppar þessir hafa víð-
ar verið notaðir en í Dölum vestur.
GUÐMUNDUR G. Hagalín rithöf-
undur bað mi'g að spyrjast fyrir
um það hjá lesendum þáttarins, í
hvaða markingu þeir noti orðið
fuliorðinn. Hann er vanur orðinu
í merkingunni „fullvaxinn“, þ. e.
16—20 ára. Hér syðra er það liins
vegar notað í merkingunni „rosk-
inn“. Hyggur Guðmundur, að sú
merking orðsins gerist nú æ tíð-
ari. H. IL