Tíminn - 26.09.1957, Page 4

Tíminn - 26.09.1957, Page 4
T í MIN N, fimmtudaginn 26. september 1957, Ostur er ágætt álegg á brauð — enn betri eftirréttur og bragðbætir Ostaneyzla Islenáinga er enn allt of lítil, aukin flokkun og fleiri tegundanöfn myndi ef til vill auka eftirspurn. Þegar ég fór til viðtals við forstöðumenn Mjólkursamsöl- unnar. hafði ég í huga ýmsar kvartanir varðandi framleiðslu og sölu osta hérlendis og fékk við því flestu greið og góð svör, þrátt fvrir það, að í Mjólkurstcðinni eru ekki framleiddir neinir ostar og Mjólkursamsalan annast aðeins sölu á ostum frá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Fyrsta athugasemd mín var sú, að sá ostur, sem á boðstólum er, er oft mjög misjafn. Ein'n daginn kaupi ég bita af 40% osti, sem er bragðsterkur og ágætur í alla staði, en komi ég nokkrum dögum síðar og biðji um sams konar ost, þá fæ ég kannske bita, sem er ákaflega bragðdaufur og gerólíkur hinum fyrri. Ostur til margra hluta Hið óvænta svar við þessu var það, að fólk hér vildi almennt fá nýjan, mjúkan og bragðlítinn ost. Ostneyzla væri tiltölulega lítil og svo til eingöngu bundin við það, að nota ost sem ás'kurð á brauð. Þessu held ég, að við ættum að reyna að breyta. Osturinn er auðugur af bætiefnum og steinefnum, hann er ekki dýr, miðað við næringargildi og hann má matreiða, eða nota til bragðbætis í annan mat, á marg- víslegan hátt. En til þess að vinna aukinn markað fyrir ostinn, þá er nauðsynlegt að leggja aukna rækt] við flolckun hans og félck ég þá I hugmynd staðfesta hjá þeim fróðu mönnum í Mjólkursamsölunni. Aldursmunur á osti Ostur breytir um bragð við geymslu og því er ekki nóg að merkja ostinn eftir fitumagni einu saman. Væri ekki ráð að gefa ost- inum mismunandi nöfn eftir því, hve gamall hann er, en því fylgir þá að sjálfsögðu sú skylda við neyt endur, að framleiðendur afhendi ekki ostinn fyrr en tilskilin breyt- ing hefir farið fram í honum? Hér voru áður framleiddir ostar með ferns konar mismunandi fitu- magni. Nú færist framleiðslan æ meira í það horf að framleiða að- eins tegundir, sem hafa mikið fitu- magn. Erlendis er þróunin sú sama, neytendurnir vilja fá sem feitasta osta, með allt upp í 70% fitumagn. ÖrSugleikar osta- framleiðslurtnar Varðandi það, hvers vegna hér sé ekki hafin framleiðsla ennþá fleiri tegunda af osti, sagði Odd- ur Magnússon, að þar væru ein- um við tvenna örðugleika að etja: Markaðurinn væri of lítill til þess að það borgaði sig og að hver ost- tegund þyrfti sitt sérstaka hús- næði, þar sem mismunandi gerla- gróður er í hverri tegund og því má ekki blanda fleiri tegundum saman í geymslu né vinnslu. Með aukinni ræktun eykst mjólk urframleiðslan í landinu, en svo sem kunnugt er, er erfitt að vinna íslenzkum mjólkurafurðum markað erlendis. Aukin notkun þeirra á í senn að gera okkur fært að búa meir að eigin framleiðslu og bæta mataræðið. En svo bezt lærist okk- ur að borða meira af t. d. ostinum, að þar sé úr hæfilega mörgum teg- undum að ræða, og að kennd sé notkun hans í fleiri myndum en sem áskurður á brauð. Eftirréftur Ostur er ákjósanlegur eftirrétt- ur og fyrirhafnarminni mat er ekki hægt að fá. Kex eða brauð, ostur, hrátt grænmeti eða ávextir fer af- ar vel saman og því fleiri tegund- um af osti, sem úr er að velja, því fleiri munu fella sig vel við slíkan ábæti. Til gamans skal ég nefna nokkrar samsetningar, sem mér a. m. k. hafði ekki dottið í hug að færu vel saman, fyrr en ég reyndi það. Ostur og bananar, ostur og hreðkur eða gúrkur dýft í súran, þeyttan rjóma, appelslnur eða epli og ostur, blaðsellerí og ostur, nið- ursoðnir ávextir, svo sem ananás og ostur. Ilúsmóðir, sem á ost og eitthvað af þeim ávöxtum eða grænmeti, sem að ofan er nefnt, getur verið hreykin af að bera það sem eftir- rétt handa hverjum sem er, heima- mönnum eða gestum. Ostaréttii” Helgu Ungfrú Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, hefir samið handhæga smábók, sem nefnist Ostaréttir. Þar er að finna leiðbeiningar um gerð margra rétta og hvernig nota má ost til bragðbætis á ýmsan hátt. Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér uppskrift hennar á osteggja- köku, ef vera kynni, að ekki hefðu allar húsmæður þegar uppgötvað þann ágæta rétt: 100 gr. rifinn ostur 3 egg Vz teskeið salt 3 matsk. rjómi eða mjólk 4 meðal kartöflur (soðnar) karsi eða steinselja 50 gr. smjör Eggin eru þeytt með saltinu, þar í er rjómanum og rofna ostinum blandað. Smjörið brúnað ljós- brúnt á pönnu, eggjajafningnum hellt á, steikt við hægan eld, — stinga skal I kökuna með gaffli. Þegar kakan er hálfbökuð, er kart- öflubitunum raðað ofan á og sax- aðri steinselju stráð yfir. Þegar eggjakakan er hlaupin, er hún lögð tvöföld saman, látin á fat og rifn- um osti og saxaðri steinselju stráð yfir. Borðað með hrærðu smjöri. Hollur matur Hafi menn góða geymslu, þá er ódýrara að kaupa hálfa eða heila osta í einu og þá geta menn einnig geymt ostinn svo lengi, að liann fái þann bragðstyrk, sem hver og einn óskar. Hiti á osti má helzt ekki v-era meiri en 8—10 gráður og nauðsynlegt er að búa vel um þann enda, sem skorið er af, t. d. með því að leggja sellófanblað yfir Sárið. Allar húsmæður vilja stuðla að hreysti barna sinna og annars heimafólks með hollu mataræði. Því er sjálfsagt að notfæra sér þær | fæðutegundir, sem tvímælalaust eru nauðsynlegar mannslíkaman- um og auk þess meðal þess hand- hægasta, sem völ er á, svo sem ostarnir, skyrið, smjörið og mjólk- in. Sigríður Thorlacius. Ur íslenzkum ostakjallara. HEILBRIGÐISMÁL: Bóluefni gegn kvefi Vísindin hafa á seinni áratugum farið með risaskrefum fram á við j til að vinna bug á margs lconar ! sjúkdómsfári. Sjúkdómar, sem1 áður fyrr herjuðu á þéttbýl liéruð og skildu eftir breiða geira á mann akrinum eins og slyngur sláttumað ur, eru nú komnir neðst á blað á heiibrigðisskýrslum sem orsök | dauðsfalla og örkumla. Síðasta stór | virkið á þessu sviði er bólusetning I in gegn lömunarveiki, sem virðist ætla að hafa hin örlagaríkustu á- hrif í baráttunni gegn þessum hörmulega skaðvaldi. EINN er sá sjúkdómur, sem herjar á mannkyn, og erfiðlega hefir gengið að fást við, enda þótt ekki sé hann lífshættulegur. Enn hann hefir reynst hvimleiður eigi að síður, og dýr, því að af völdum lians tapast milljónir vinnustunda í meðal þjóðfélagi á ári hverju. Þessi sjúkdómur er kvefið. Nú skýra erlend blöð svo frá, að ungur amerískur vísindamaður, dr. Winston H. Price, starfandi við rannsóknarstofnun John Hop- kinsháskólans í Baltimore, hafi framleitt fyrsta bóluefnið gegn almennu kvefi, sem dugað hafi. Hér er þó aðeins um að ræða eina tegund kvefs, eða eina teg- und veiru, sem kvefi veldur. Þessi árangur náðist eftir langvinnar tilraunir og rannsóknir, þar sem Kynbótahesturiim „Nökkviáí ÞAÐ VAB á hrossasýningunni miklu á Þingvöllum 1950, að hrossaræktarbúið að Hólum í Hjaltadal keypti Hrein, kynbóta- hestinn, sem þar hlaut hæztu verð laun, en seldi jafnframt Nökkva, sem búið hafði áður átt, Valdimar Jónssyni bónda að Álíhólum í Vest ur-Landeyjum. Út af þessum hesti mun Valdi- mar á Álfhólum nú eiga um 80 hross á ýmsum aldri, þegar það skeður, að Gunnar Bjarnason hrossaræktarnáðunautur við annan mann gjörir sér ferð að Álfliólum til þess að falast eftir kaupum á Nökkva, mcð hliðsjón af þeirri reynslu sem fengin sé af afkvæm- um Nökkva. Varð af kaupum, og munu kaup- endur þá hafa haft þau orð um, að vísast sé Nökkvi nú sá hestur, sem tekið hafi hæztu verði af hrossum á íslandi. NÖKKVI hefir á undanförnum vetrum vexúð reiðhestur Valdimars á ÁLfhólum, öllum helztu kostuin búinn. Þjóðverjar tveir, sem auga hafa fyrir íslenzka hestinum, gjörðu sér nýlega ferð að Álfhólum, til þess að fá að sjá eitthvað af afkomend- um Nöklcva. En varlega skyldi í það farið að selja völdustu kyn- bótagripi íslenzkra hrossa úr landi, þótt hér sé þegar í garð gengin mikil vélaöld. Nökkvi er Hornfirðingur í báðar ættir, undan Skugga, landskunnum kyntoóita'hesti á sinni tíð, ættuðum frá Bjarnarnesi og Stjörnu fré Hólmi á Mýrum. Nú er Nökkvi í éinkaeign Einars Gíslasonar stjórnarmeðlims í Hrossaræktarsambandi Borgar- fjarðar. Nýr stálbátur kemur til Reykjavíkur Nýr stálbátur, MS Húni HU 1., kom til Reykjavíkur í fyrradag. Er þetta fyrsti stálbáturinn, sem kemur frá Austur* Þýzkalandi, bygg'ður fyrir íslendinga 1 Furstenberg á veg- um hlutafélagsins Desa í Reykjavík. tókst að einangra veiru þá, sem nú er nefnd JH-veiran, og talin er orsaka um 30% af almennu kvefi, er hrjáir menn.. Miklar bólusetningartilraunir, undir ströngu eftirliti, hafa þeg- ar farið fram, og hafa þær reynst 80% árangursrikar, miðað við 400 manns, sem bólusettir voru. Endur tekin bólusetning 2—3svar sinn- um veitir ónæmi fyrir þessu lcvefi í að minnsta kosti 8 mánuði. ÞESSI tíðindi eru að víslu lít- il huggun enn sem komið er fyrir þá, sem fá lcvef af völdum hinna 70% veiranna, sem enn leika laus- um hala. En hér er samt mjög þýð ingarmikið skref fram á við í bar áttunni gegn þessum hvimleiða og oft erfiða sjúkdómi. Úr því að bú- ið er að einangra eina veiruteg- und — enda þótt það virðist hafa orðið fyrir tilviljun, að sögn dr. Price — sýnir þessi staðreynd samt að sá möguleiki, að aðrar tegundir fáist aðgreindar, er fyr- ir hendi. Enn er eklci komið svo langt að farið sé að framleiða þetta kvefbóluefni til sölu á al- mennum markaði. Samt geta al- mennir borgarar farið að líta með tilhlökkun til þess tíma, að hnerri, hósti og sultardropi á nefi, sé ekki fyrirboði þess, að höfuðið á þeim sé að „fyllast af kvefi“ eins og stundum er sagt. (Lausl. þýtt). Eigandi þessa skips er hlutafé- lagið Húnvetningur á Skagaströnd, en þangað kom toáturinn 18. þ. m. Skipstjóri á bátnum er Ilákon Magnússon og sigldi Íiar.n bátnum heim ásamit þeim fyrsta vélstjóra Gunnari Altoertssyni, stýrimanni Eðvarð Kristjánssyni og 2. vélstj. Sigmundi Magnússyni og Hjaita Björnssyni. Skipið fékk mjög slæmt veður milli Noregs og Færeyja; var sló- að í tvo sólarhringa og legið inni hálfan annan sólahhring í Færeyj- um. Telur áhöfnin Ilúna hið bezta sjóskip og lætur í alla staði.vel af bátnum. Skipið er smíðað eftir teikning- um og fyrirsögn Hjálmars P.. Bárð arsonar, skipaverkfræðings og und ir eftirlili skipaskoðunar ríkisins. Eftirlitsmaður með smíðinni í Þýzkalandi var Stefán Jónsson, iðn fræðingur. Þeir Hjálmar K. Bárð- arson, skipaverkfræðingur, Gunn- ar Friðriksson, forstjóri og Leifur Guðmundsson sýndu blaðamönnum skipið og lýstu gerð þess. Áætlað er, að stærð skipsina verði um 75 rúmlestir, brúttó, en skipaskoðunin er nú að mæla það endanlega. Skipið er smiðað út SM slcipasmíðastáli og eftir fyrir- mælum þýzka flokkunarfélagsins Germanisch Lloyds, fyrir útsjáv* arfiskiskip og með styrkingu fyr* ir siglingar í ís. fbúðir áhafnar eru í lúkar og káetu og mjög vistlegar, Sími er úr lúkar og upp í brúna, en lúkars* kappinn framan við lúkarinn. Mæl- ir, sem sýnir halla skipsins. er í brúnni og mun það vera alger nýj- ung. Rafmagnshitun er í öllu skip- inu og einnig er elclað við raf- magn. Aðalvél er 280 hestöfl af MWM-gerð. Kraftmilcill dýptar- mælir er af austur-þýzkri gerð og hefir reynzt prýðilega. Skipið er búið radar auk annarra siglinga- tækja og firðtækja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.