Tíminn - 26.09.1957, Side 12

Tíminn - 26.09.1957, Side 12
VeCrið: Allhvass sunnan, rigning. ym | WB SéS yfir Danmarkshavn s. I. mánudag. Vistunum var kasíaö niöur í milli húsanna og fjallsins. 1700 kg. af matvörum 1 til veðurfræðinga í Islenzkir flugmenn IeiíJbeindu „Kista Dan“ út úr ísnum fyrir nokkrum dögum — spjall um síífustu Grœnlandsferí á einum „faxanna“ Aðfaranótt þriðjudagsins s. L. kom einrt af föxunum úr Grænlandsflugi. Flugmennirnir höfðu lagt upp frá Reykja- vik 13 klukkustundum áður. Þeir höfðu lent tvisvar í Meist- aravík og varpað niður 1700 kg af matvælum til danskra veðurathugunarmanna í Danmarkshavn langt fyrir norðan Meisjtaravík og haft auðnir og jökla Grænlands fyrir augun- um daglangt. j vel í þessari löngu ferð. Við feng- Fréttamaður Tímans hitti að j um flugheimild í 6500 feta hæð. c.áli. Snorra Snorrason flugstjóra I Síðar urðum við að hækka flugið s þessari ferð og bað um ferða-! vegna heradfinga á svipuðum slóð- söguna. — Þetta var ekkert merki-j Um og leið okkar lá um. Þar er leg ferð, segir hann. Bara ein af víst NATO að æfa sig. Veðrið var Hitl kL 18. Reykjavík 10 st., Akureyri 14 st., Kaupmanuah. 10 st., Loadou 16 st., París 17 st., New Yorfe 21 st. Fimmtudagur 26. september 1957. Fyrsti þurrkdagur eftir mánaðar ó- þurrka á N-ÁnsturLí gær, káin kirt Jökulsárbrúin nýja í OxarfirÖi opnutí til al- mennrar umferíar í vikulokin Kópaskori í gær. — 1 dag er hér sunnanátt og góður þurrkur og kom hann sér vél þótt seint væri, svo að bærid- ur gætu hirt hána. Síðasta mánuðinn, eða síðan 20. ágúst hefir verið samfelSdur rigninga- og óþurrkakafli. E.örg hundruð ferðum íaxanna til Grænlands. En eftir nokkurt þóf, fæst samt ferðasagan, og hún er á þessa leið: — Við fórum úr Reykjavík s.J. þriðjudagsmorgun kl. hálf níu. Á- böfnin var þessi: Snorri, lngimar, S/einb.jörnsson II. flugm., Einíkur Loftsson, siglingafræðingur og Ás- r.iundur Danielsson, vélamaður. Flugvélin var TF—ISH Faxi Hall- clór, eins og við köllum hann oft- ast, mesta sóma verkfæri í alla etaði, og stóð sig með afbrigðum Mykle-réttarhöldin: Kom frá Danmörku til að bera vitni, en fékk ekki orðið OSLO — NTB, 25. sept. — Það vildz til í dag, í sambandi við Mykle-réttarhöldin um hina um- töluðu bók:: „Sangen om den riide Rubin‘' að ljóshærð læknis- frú frá Danmörku, 35 ára göinul, kom til Osló án vitundar eigin- manns hennar til að bera vitni í málinu. Ilún sagði við frétta- menn, að hún hefði ekki getað þolað það lengur, að engin kona liefði verið leidd sem vitni í niálinu. Ekki varð henni þó að ósk sinni, því að dómarinn neit- aði henni um aðgang til vitna- stúkunnar. Er réttarhöldununi lauk í dag, kvaddi hún sér liljóðs af áhorfendabekkjum og kvaðst ætla að bera vitni í málinu. — Enginn virtist þó hafa áhuga á þessari vitnaleiðslu, því að menn gengu yíirleitt út og frúin varð að hætta við að flytja boðskap sinn, og álit um þessa uintöluðu bók. í alla staði gott. Við erum vel of- ar skýjum í sólskini. Ingimar er undir stýri. Danskir og sviðakjammar. Ég lalla afturá og virði fyrir mér farþegana, sem eru sjö Danir, býð þeim tyggigúmmí. Annars verður vjst ekki mikið um veiting- ar í þetta sinn, því engin flug- freyja er með að þessu sinni. Við erum annars vel útbúnir með mat og kaffi. Og nú ætlar Ási að fara að gæða sér á sviðunum, ég bið hann í öllum bænum að hampa ekki kjammánum framan í Dan- ina. Já, þeir myndu hlaupá út ef þeir sæu bvað við værum að bor'ða, segir Ásmundur, og nieira er ekki rætt um það. Og hver stýfir sinn kjamma frammí svo lítið ber á. í Meistaravík. Nú blasir við okkui' Scorysby- sund og Tobinhöfða-veðurathug- unarstöðin, þar eru nokkur bjálka hús á grýttu nesi, og er hrjóstrug't um að litast. Við höldum áfram, og lendum í Meistaravík eftir 3:45 klst. flug. Og nú er spurt, getið þið farið með vörur norður í Dan markshavn? Við athugum veðrið, berum saman ráð okkar, — jú, það er i lagi. Nú er öllum stólun- um fleygt út, aðathurðin tekin af, því ekki er hægt að lenda í Dan- markshavn, helduí’ á að kasta öllu út í fallhlífuin. 1700 kg. af inat- vöru er komið íyrir -um borð, allir benzíngeymar fylltir og af stað. Betra er að hafa tímann. fyrir sér. Þar fengist lóð! Við fijúgúm norður með strönd- inni, og þvílík auðn. Snarbrött| fjöll, upp af þeim jökullinn, en úti fyrir ísrek og vlðast ísbreiða svo langt sem við sjáum. Skyggni er afbragðs gott. Við höfum landa- kortin uppi og fylgjumst vel með landslaginu. Eftir klukkutíma flug komum við að Danneborg. Höfð- um við samband við þá og fengum upplýsingar um hvernig haga skyldi útkastinu norður frá. Sam- bandið er þó lélegt, og við missum það svo til strax aftur. Stór eyja er á hægri hönd, og heitir Shan- non. Annars eru nöfn hér á öllum fjörðum og eyjum og allflest dönsk.' Margir firðir bera kónga- nöfn. Hér getur þú fengið lóð, seg- ir Ingimar við Eirík, hér getur þú fengið heilan dal! — Málið er rætt, en niðurstaðan sú, að eriginn myndi vilja lóð, jalnvel þólt hún yrði gefins! Vörunum kastað út. Ég geng' aftur fyrir. Þar eru Danirnir tveir önnum kafnir við að binda fyrir pokana og festa við þá fallhlifarnar. Enn trekkurinn! Ógurlegur hávaði og kuldi, vegna þess, að hurðin er ekki á. Og ekki er neitt hlýlegt að góna niðui»í ís- hroðann. Ég kem mér fram í sern fyrst. Við erum að verða komnir. Og þegar yfir staðinn er kornið, er dregið af hreyflunum. Bæði til þess að minnka hraðann, og til þess að eyða sem minnstu benzíni. Nú hefst útkastið og við bringsól- (Framhald á 2. síðu). Háin spratt heldur seinl vegna mikilla þurrka í júlí-og fram eftir ágúst. En þegar leið á ágúst sprátt hún ört og er farið var að slá hana almennt undir ágúsllok, komu samfelldir óþurrkar er haldizt hai'a síðan. Fé sæmilega vænt. Fyrstu göngum er nú um það bil að ljúka. Göngum var flýtt um fjóra daga vestan J'ökulsár. Slátr- un hófst hér á Kópaskeri 14. sept. og er búið að slátra um 8 þús. fjár. Dilkar eru í meöallagi og nokkru vænni en í íyrra, meðal- ’. vigt til þessa um 15 kg. Er nú mikið annríki hér í héraði, bar sem saman fara annir við heyhirð- inguna, göngur og slátrun. Til vinnu í sláturhúsinu verður að fá nær eingöngu menn úr sveit- unum. Jökulsárbrúin tilbúin. Gert er ráð fyrir, að Jökulsár- ibrúin nýja verði opnuð til almennr- ar umferðar nú í vikulokin. Þessa daga og næstu daga fer fram pröf- un á burðarþoli he'nnar, og verð- ur miklum þunga af sandi og grjóti ekið út á hana og svignun hennar mæld. ÞB. St ormo tið 1 9. umferð vann Guðm. S. Ingv- ar, Guðm. Á. vann Inga. Aðrar skákir fóru í bið. 10. umferð verð ur tel'ld í kvöld. Þá tefiir Pilnik við Stahlberg og Gunnar Gunnars son við Benkö. 15 hafa látizt af inflúenz- unni á Italíu RÓMABORG — NTB, 25. sept. — 15 manns hafa látizt og tnmdruð þúsunda veikzt á ítalíu af völdum Asíu-inflúenzunnar. 1 ítalska hérn um hafa 37.000 manns tekið veik- ina. Úrval enskra bókmennta í lesköfl- um fyrir menntaskólanemendur Sigurður L. Pálsson hefir gefið út brjár hæhur tii notkunar vio enskukennslu og nú síðast fietta stóra úrval SigurSur L.,Pálsson menntaskólakennari.á-Akureyri hefir kennt miklum fjölda íslendinga ensku með góðum árangri, enda er hann ágætur og samvizkusamur ltennari. Til þess að auðvelda ensku- kennslu í landinu yfirleitt hefir Sigurður nú tekið saman þrjár kennslubækur, og kom hin síðasta þeirra út í gær: Enskir leskaflar, úrval enskra bókmennta, til afnota við enskukennslu í skólum. Ilinar bækurnar eru ensk málfræði og ensk orðtök, sem báðar eru mikið notaðar við kennslu og víða til. Það er prentsmiðjan Leiftur í Reykjavík, sem gefur leskaflana út, í mjög vandaðri útgáfu. Bókin er 333 bls. að stærð, prenluð á ágæt- an pappír og prýdd myndum. í formála gerir Sigurður L. Páls- Varningurinn borinn um borð í Meistaravík son grein fyrir tilgangi bókarinn- ar. Segir þar m. a.: „Lengi héfir verið skortiu' á hentugri lestrarbók fyrir lær- dóinsdeild menntaskólanna, er gæti veitt nemendum tækifæri til a'ð kynnast því merkasta í bók- menntum Englendinga, sem liverjum menntamanni ber a® vita nokkur deili á. Hef ég því reynt að safna saman hér í eina heild úrvalsköfluin úr sígildum enskum bókmcnntum síðari túna og þekktustu kvaéðum helztit skáldanna ásamt æviatriðum höf- unda og skálda, nokkurs konnr ágripi af bókmenntasögu, þótt í smáum stíl sé.... “ Þess er gelið, að von sé á orða- skýringum í sérstöku hefti síðar. í bókinni eru valdir kaflar eftir helztu 18. og 19. aldarskákl jBreta og fáeina ameríska höfunda. Bók Sigúrðar kemur í stað ýmissra er- lendra bóka, sem noíaðar hafa verið hingað til. Til kaupenda blaðsins Þar sem skólar eru aS byrja í bænum, hætta mörg þeirra barna, er borið hafa Tímann í sumar til kaupenda um þessi mánaðamót. Má því búast við erfiðleikum á út- burði blaSsins um skeið, en afgreiðslan mun gera allt, sem unnt er til að fá ný börn til blaðburðar sem allra fyrst. Biaðið væntir þess, að kaup- endur þess taki því með skiln ingi og þolinmæði, þótt gripa verði til þess um stundarsak- ir að senda þeim blaðið í pósti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.