Tíminn - 26.09.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.09.1957, Blaðsíða 8
8 T í MI N N, fimmtudaginn 26. september 1957. Nýupptekið Gullauga og rauðar íslenzkar kartöfiur. GRÓÐUR OG GARÐAR INGÓLFUR DAVÍÐSSON Þættir úr sögu f vestanverðum Andesfjöllum hafa kartöflur verið ræktaðar um afarlangan aldur. Þar hafa fundist í ævafornum grafhýsum Inka og Azteka og eru einnig sýndar á gömlum höggmyndum Indíánanna. Indíánarnir kölluðu kartöflurnar Papas. Þeir sólþurrkuðu þær og suðu síðan til matar. Enn rækta frumbyggjarnir í hlíðum Andes- fjalla um 20 tegundir kartaflna Þessar gömlu tegundir eru flastar smávaxnar, en reynt er að kyn- bæta þær, m. a. vegna þess að sumar þeirra eru nær ónæmar fyr ir kartöflumyglu. En sú eina teg- und sem verulega er ræktuð nú á timum er kartafla sú er allir þekkja (Solanum tuberosum). En af henni eru til þúsund afbrigði eða meir, t. d. gullauga, rauðar ís- lenzkar, Bintje o.s. frv. Allt eru það afbrigði sömu aðaltegundar, sem hvergi í heiminum vex leng- ur fullkomlega vilt, en á rót sína að rekja til heimkynna Indíán- anna í Suður-Ameríku, og Mexíkó. Ekki vita menn með vissu hve- nær fyrst kartöflurnar komu til' Evrópu. Spánverjar lögðu undir sig Peru á árunum 1531—1541, Einn Spánverjanna Pietro Cieca að nafni, lýsir m.a. kartöflurækt í Inkana, í dagbók sinni. Talið er að ; Carden munkur hafi flutt kart-1 öflur til Spánar um miðja 16. öld og árið 1565 á Filip II. konungur 1 að hafa tekið á móti kartöfiusend-' ingu frá Cuzco, hinni fornu höfuð- borg Inkana í Perú. Spánverjar fluttu líka kartöflur til Virginíu í Kartöfluupptaka og síun kartaflna í smágarði. ___________________ Norður-Ameríku og þaðan flutti Thomas Herriot þær til írlands ár- ið 1586. Um sama leyti bárust kart öflur til Englands með leiöangurs mönnum hinna frægu sæfara Sir Walther Raleigh og Francis Drake. Ensk-innfluttu kartöflurnar voru hvítar, en Spáiwerjar komu með rauðar kartöflur. Frá Spáni bárust kartöflurnar fljótt til Ítalíu og sendisveit páfa flutti þær til Belgíu og þaðan voru þær sendar Clusíusi grasafræðingi í Vínarborg árið 1588. Hann teiknaði mynd af jurtinni og serrdi kartöfiur til grasafræðingsins Karpar Gauhin í Basel, en hann gaf tegundinni hið latneska heiti sem hún ber enn í dag: (Solanum tuberosum). Lengi var kartöflunni lítið sinnt sem matjurt. Hún barst að vísu víða um Evrópu næstu aldirnar, en var aðallega ræktuð til gamans. í görð- um grasafræðinga og sérvitringa. Var hún nefnd ýmsum nöfnum, einkum í líkingu við aðra rótar- ávexti t. d. ítalska nafninu Tartuf- foli, þ. e. einskonar jarðsveppur, ætur. Br'eyttist það nafn svo í kartöflur. Potet eða Potato, stafar frá nafninu á Batötum, sem, kart- öflurnar þóttu líkjast og jarðepla- nafnið er komið úr þýzku Erd- apfel. — Kartöflur voru matreidd- ar við hirð Frakkakonungs árið 1616, en svo féllu þær að mestu í gleymsku svo að 150 árum síðar kartöfluimar Suðurlandahúsmóðir mað kartöfl- urnar sínar. gat Parmentier vakið athygli á þeim sem mikilli nýjung við frönsku hirðina. Hann hafði kynnst gagnsemi kartaflanna þeg- ar hann var herfangi í Prússlandi, en þar hafði Friðrik mikli kapp- kostað að kenna bændum kartöflu rækt, en lengi gengið treglega. Samt fór það svo, að kartöflurnar urðu Prússum hið mesta bjarg- ræði hallærisárin um og eftir 1770. Síðan hafa Þjóðverjar verið einhver mesta lcartöfluræktarþjóð Evrópu. Parmentier hinn franski var slægvitur og þekkti mannleg- an breyskleika. Hann fékk kart- öfluræktarland hjá Lúðvík 16. Frakkakonungi og auglýsti kartöfl ur til sölu og útbýtti einnig gefins útsæði. En það bar lítinn árangur. Þá tók hann að kvarta opinberlega undan óráðvendni borgaranna þeir stælu frá.sér hinum dýrmætu kart öflum! Hann setti síðan varðmenn við kartöflugarð sinn á daginn, en ekki á nóttunni, og hótaði málsókn á hendur öllum kartöfluþjófum. Þetta bragð heppnaðist. Kýr eta líka hey úr jötu nágrannabeljunn- ar með miklu betri lyst en úr sinni eigin jötu, ef þær geta sitolið því, jafnvel þótt þar sé heyruddi. — Frakkakonungur tók líka upp á því að bera kartöflublóm í hnappa gatinu. Snobbarnir íylgdu dæminu og það fór að þykja fínt að rækta kartöílur. Margt undarlegt var kartöflunni fundið til foráttu framan af. Kart- öfluneysla átti að valda sjúkdóm- um, en í annan stað líka að stuðla að aukinni mannfjölgun. En víst er um það, að binar fjörefnaríku kartöflur stórbættu fæði manna og vellíðan í heilum löndum. íslend- ingar hafa löngum búið við C-fjör- eínaskort. Þeir hagnýttu villijurt- ir til matbætis þegar á söguöld, Kartöf lurnar komnar í hentuga geymslukassa. ræktuðu lauka, hagnýttu hvannir, fífilblöð, súrur o. fl. villigrænmeti að ógleymdum fjallagrösunum sem þeir tíndu til heiða og sölvunum, sem sótt voru í fjöruna. En þetta var ekki nóg vetrarlangt, þótt mjög væri til bóta. Kartöflur, róf- ur, kál o. fl. hafa leyst hvönnina og Sölin af hólmi. Talið er að Hast fer barón hafi ræktað kartöflur á Bessastöðum árið 1758. Hann kom hingað í fjárræktarerindum. En fyrstur íslendinga mun séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hafa ræktað kartöflur árið 1759 eins og alkunnugt er og árið eftir ræktaði annar prestur, Guðlaugur Þorgeirs son í Görðum á Álftanesi, kartöfl- ur. Sagt er að um 1790 hafi verið komnir kartöflugarðar við flesta bæi á Álfitanesi. Mun þar einnig Thordal stiptamtmaður hafa átt hlut að máli. Talið er að Húgen- ottar, sem útlægir voru gerðir frá Frakklandi hafi flutt kartöflur til Danmerkur 1719, en ekki komst þar skriður á kartöflurækt fyrr en eftir miðja 18. öld. Sömu ár og prestarnir Björn og Guðlaugur ræktuðu hér á landi fyrstu kart- öflurnar, úitvegaði Danakonungur sér nokkra bændur sunnan úr Rín- arlöndum og lét þá setjast að á jósku heiðunum. Þeir voru vanir kartööflurækt og kenndu hana Dönum og voru síðan nefndir kartöflu-Þjóðverjar. Li'fa afkomend ur þeirra enn á heiðunum. Margir embættismenn, einkum prestar, unnu ötullega að því að út breiða kartöflunrækt í Noregi og hvöttu menn jafnvel til kartöflu- ræktar í stólræðum sínum. Séra Hertzberg gaf út fyrsitu kartöflu- ræktarbókina í Noregi árið 1764. Sumir gerðu gys að kartöflurækt- inni og þýzkt orðtak segir: „Það er merkilegt að kartöflur þrífast bezt hjá heimskustu bændunum“. Ilér á landi er kartöflurækt orðin mikilvægur þáttur í fæði lands- manna. En ekki eru allar kartöflur jafn matargóðar. Fer það eftir teg undum að miklu leyti, en einnig efitir áburði og sjálfu garðlandinu. Kartöflur verða lausar, vatns- kenndar og bragðvondar í of blaut- um jarðvegi. Svipað verður uppi á teningnum ef of mikið er borið á af köfnunarefni, en kali og fosfor- sýru skortir. Vöxturinn verður ör og kartöflugrasið risavaxið af of miklum köfunarefnisáburði, en sjálfar kartöflurnar lélegri en ella til matar. Sé tröllamjöl notað til arfaeyðingar, ber að minnast þess, að það er jafníramt köfnunarefnis áburður og þarf að taka tillit til þess við áburðargjöfina. — Tvö eru þau kartöfluafbrigði, sem Ijúffengust þykja og að öllu matar- bezt hér á landi, þ. e. gömlu rauðu íslenzku kartöflurnar (Ólafs rauður er úrval úr þeim) og Gull- auga (En ýmis önnur eru auðrækt aðri og uppskerumeiri). Líklega eru rauðu íslenzku kartöflurnar elzti kartöflustofninn í landinu og til skamms tíma voru þær t. d. enn ræktaðar í Sauðlauksdal. Þær njóta sín langbezt í sandi og brekk um móti sól, því að þær eru frem ur seinþroska og veitir ekki af hit- anum. En frjósamar eru þær, gáfu t. d. feikna uppskeru er þær voru reyndar á Englandi, en féllu þar í myglu. Og svo leizt húsmæðrum þar ekki á rauðu hringina innan í þeim, líkt og mörgum hér getst ekki að bláum lit innan í kartöfl- um. Gullauga flutti Klemenz á Sáms stöðum hingað frá Noregi í ferða- tösku sinni 1 fyrstu. En nú mun Gullauga vera sú kartafla, sem víð ast er ræktuð um landið, enda falleg og matargóð og stórvaxnari en hinar rauðu og sprettur fyrr, en öllu óhraustari. „Sæmd er að sjóða, sínum vin bjóða, Gullaugað góða, gula og rjóða“ var eitt sinn kveðið. En alltaf er verið að leita betri afbrigða og vonandi finnast þau bráðlega. Sem stendur vilja nær allir garð I ræktendur rækta rauðar íslenzkar i eða Gullauga handa sjálfum sér en óska eftir afurðameiri og auð- 1 ræktaðri sæmilega góðri sölukart- öflu á almennan markað. AUSLYSIÐ i TÍMANUM • ■nTHníwMsmlniNHHNMf • Utanfarar Þróttar. Annar flokkur Þróttar nýkominn heim frá Luxemborg Sigraíi í tveim ieikjum af fjórum, tapaði ein- um og gerÖi eitt jafntefli Annar flokkur Þróttar í knatt- spyrnu er nýkominn frá Luxem- borg úr keppnisför. Héðan fóru þeir fljúgandi beint til Luxemborg ar. f Luxemborgarríki háðu þeir þrjá af fjórum leikjum. í íörina völdust 17 knattspyrnumenn, þar af þrír lánsmenn frá Hafnarfirði. Það voru þeir Sigurjón Gíslason, i Ágúst Þorsteinsson og Einar Sig- urðsson. í fyrradag skýrði fararstjórinn blaðamönnum frá förinni. í farar stjórn voru þeir Haukur Óskarsson fararstjóri; Óskar Pétursson form. og Bjarni Bjarnason. Þróttarar voru á vegum Spora, sem er stærsta íþróttafélagið þar. Fyrsta leikinn háðu þeir við Avis í höfuð j borginni, og unnu 4:0. Annar leik I urinn var við Spora og töpuðu Þróttarar honum með einu gegn tveimur. Þriðji og síðasti leikur- inn í Luxemborg var í stáliðnaðar borginni Esch, og kepptu þeir við Jeunesse og gerðu jafntefli 5:5. Hlutu margar gjafir. Að loknum leik við Spora var þeim afhentur mikill og vegleg- ur bikar úr postulíni, áletraður og myndskreyttur. íþróttamálaráð herra Luxemborgar hélt þeim mikla veizlu og afhenti þeim æðsta íþróttamerki Luxemborgar, sem aðeins hann má veita. Merki þetta er úr kopar, með rnynd af grískum íþróttakappa með lárviðarsveig um höfuðið á framhliðinni, og á bakhlið gripsins er áletrun. — Síðasta kvöldið, sem þeir dvöldu í Luxemborg var hverjum og ein um afhentur diskur með mynd af borginni eins og hún var á mið- öldum. Einnig bárust þeim fleiri gjafir og minjagripir. Rómuð gestrisni. Ánægðastir voru þeir tvímæla- laust með alla þá gestrisni er þeim var sýnd. Bjarni sagði með- al annars, að þótt íslendingar væru gestrisnir, þá væri það ekki sam- bærilegt. Ræðismaður íslands í Luxemborg hélt þeim veizlu og var hinn almennlegasti á allan hátt. Hann heitir Victor Pront og er borgarstjóri í Grevenmacher. Þróttarar fóru í margar ferðir um landið, t.d. skoðuðu þeir geisi miklar stálverksmiðjur og voru þeir þrjá tíma í gegn og fylgdust með járninu frá því það kom, þar til það fór. Svo sáu þeir vínverk- smiöjur, er framleiddu aðeins létt vín. Ríkisstjórnin bauð þeim að j sjá raforkuver í byggingu, og alls staðar mættu þeir hinni sömu miklu gestrisni. Stóðu sig vel alZsstaðar. Drengirnir voru allsstaðar til sóma fyrir landið, sagði farar- stjóri, og stóðu þeir sig mjög vel í öllum leikjunum. Einn leikurinn var nokkurskonar forleikur að stærri leik, og var þar júgóslafn- eskt lið er hét Rauða stjarnan, og var þetta einn liðurinn í þeirri keppni sem nú fer fram í Evrópu um hvaða lið sé bezt. Frá Luxem borg héldu þeir til Þýzkalands og kepplu þar einn leik við I.F.C. Iíöln og unnu þann leik 2:1. Þessi för var til mikillar kynningar fyrir land og þjóð. Heim komu svo piltarnir úr þessari föF með Gullfonssi síðast. M.s. Dettifoss fer frá Reykjavík föstudaginn 27. þ. m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: Þingeyri, ísafjörður, Sigiufjörður, Akureyri, Húsavík. Vörumóttaka á fimmtudag. H.f. Eimskipafélag íslands. MIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIUIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Árnesingar i Höfum aftur fengið mikið | I úrval af 1 | ULLARPEYSUM I [ barna og únglinga í öllum | | stærðum og litum. Einnig I I úrval af í nærfatnaði og sokkum. 1 I fÍM ¥erzl“í"! I K-Jlfuáa. I | Sellcssi > Símí 117 I iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiimiiiliiiiiimiiiiiá iíí’VVVVVVVVVVV AUGLÝSIÐ I TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.