Tíminn - 26.09.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1957, Blaðsíða 6
6 i T í MIN N, fimmtudagiun 26. september 1957. Útgefandl: FramtóknarflokkurlnM. Kltatjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarliusos (6k) Skrifstofur í Eddufaúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaöamenn). Auglýsingasími 19523, afgreiSslusiml 12323. Prentsmiöjan EDÐA hf. Skúmurinn prjónar smábandssokk HÉR Á DÖGUNUM sagði heildsalablaðið Vísir lesend- utu frá því, að Eysteinn Jóns- son hefði verið fjármálaráð herra í nær 25 ár óslitið. Kenndi honum síðan um öf- ugþróun í skattamálum eft- ir stríðið. Þarna var í einu vetvangi þurrkuð út 11 ára samfelld stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórn. Sjálfsbæðisflokkurinn fór með stjórn fjármála óslit- ið frá 1939—1950, eða allan þann tíma, sem hraðast fór óheillaþróunin í dýrtíðar- og skattamálum. Fjórir nafn- kunnir Sj álf stæðismenn gengdu fjármálaráðherra- embætti á þessum tíma. Hinn fyrsti í röðinni inn- leiddi stríðsgróðaskattinn. Hinir hlóðu svo ofan á, unz komið var í það horf, er var, er Framsóknarflokkurinn tók við fjármálastjórninni 1950. Síðan hafa verið gerð- ar ýmsar lagfæringar; tekju skattur hefur veriö lækkað ur, sjómönnum veitt íviln- un og fleiri leiðréttingar gerð ar. Síðustu árin hefur þann ig verið byrjað á því að klifra niður aftur eftir himnaför Sjálfstæðismanna upp stiga skattapíningar og dýrtíðar, nema þar sem íhaldið stjórn ar eitt. í Reykjavík stendur uppstigning enn yfir. En á máli Vísis er þessi saga ekki til. Blaðið er eins og rússnesk aifræðiorðabók eftir dauða Stalins. Þar vantar bæði nöfn og ártöl. Það er reynt að falsa og blekkja og hlaupa frá eig in verkum, en reynt að klína ábyrgðinni á aðra í leiðinni. Þetta er upplitið á Visi, en fieiri kimna að kveða öfug- mælavísur á þessu síðsumri en heildsalarnir. Uppi í Morg unbiaðshöll er brosmild á- sýnd sem þykist líka kunna til verka við hagræðingu sög unnar. ÞAÐ ER TIL dæmis strandkaþteinninn. Hann er ekki til í Morgunblaðinu. Ól- afur Thors skilaði þvert á mótl „blómlegu búi“ í hend ur núverandi ríkisstj órnar. Það var eftirmælið, sem Morg unblaðið birti í fyrrasumar. Erfiðleikar efnahagslífsins komu ekki á dagskrá í Mbl. fyrr en miklu seinna. Og þó mest nú í sumar. Nú þykist Mbl. nefnilega geta komið á- róðrinum svo fyrir að strand kapteinninn sé laus allra mála, en hægt sé að koma á- byrgðinni á herðar núver- andi ríkisstjórnar. Mbl. sá aldrei gjaldeyrisskort fyrir kosningar í fyrra sumar, né vöruskort, þótt hvort tveggja herjaði á verzlun og lands- fólk. En í ár sér það svipuð fyrirbæri rist feiknstöfum á festinguna. Fyrr á árum var aflabrestur á vertið ærinn fréttamatur og leiöaraefni í Mbl., en i ár ekki i frásögur færandi, þvl síður brúklegt efni til að skýra vandamál framleiðslunnar að nokkru leyti. Þannig gengur dælan á öllum sviðum; flestu er öf- ugt snúið. Blekkingar, ósann indi og fréttafalsanir vaða uppi á síðum blaðsins. Jafn- vel Hagstofan fær ekki aö vera í friði með skýrslur sín ar um innflutning og út- flutning. Plús er umsvifa- laust bókaður sem mínus í Morgunblaðinu og ekki leið rétt, þótt ósannindin séu rak in beint ofan í blaöið. ÞAÐ ER upp úr þessum reit, Sem er sprottinn hug- leiðing Mbl. í gær um fyrir- myndarvinnubrögð bæjar- stjórnar Reykjavíkur. „Á bæj arráðsfundum skýrir borgar stjóri bæjarráðsmönnum jafnóðum frá öllu, sem er að gerast í málefnum bæjar- ins . . .“ segir blaðið. Sam- kvæmt frásögn þess ríkir hið æðsta lýðræði á þessari sam- kundu, og allt gerist þar fyr ir opnum tjöldum. Þaö er al- veg efalaust, að þessi pist- ill kemur i Morgunblaðið ein mitt nú af því tilefni, að á síðasta bæjarstjórnarfundi héldu fulltrúar minnihluta- flokkanna uppi harðri gagn rýni á bæjarstjórnaríhaldið fyrir að traöka á gildum lýð rœðis- og fundarreglum og venjum um meðferð mála. Þessi skrif eru sem sé af sama sauðahúsi og Vísisgreinin, sem uppnam 4 íhaldsráð- herra og 11 stjórnarár. Það sem er svart, er á máli Morg- unbl. hvítt. Sannleikurinn um vinnubrögðin í bæjar- stjórn Reykjavíkur er sá, aö íhaldið litilsvirðir bæj ar- stjórnina og virðir samþykkt ir hennar iðulega að vettugi. Það svæfir fjölda mála í nefndum, eða frestar að taka á dagskrá mánuðum saman. Um stórvægileg fjárhagsmál eins pg Faxamálið fá bæjar fulltrúar litlar skýrslur og kröfum um uppgjör á þeim fjárreiðum er ekki sinnt. Of an á fyrri vinnubrögð af þessu tagi kemur svo ofbeld issaga útsvarsmálsins, sem er heill kapítuli út af fyrir sig. Lýsing Mbl. á vinnubrögð um bæ j arstj órnarmeirihlut ans er því eins og öfugmæla vísa, eða eins og söguritun Vísis. „Skúmurinn prjónar smábandssokk“ i málflutn- ingi stjórnarandstöðunnar um þessar mundir. íhaldsréttlætið ÞJÓÐVILJINN hóf í gær að birta nöfn þeirra aðila í Reykjavík, sem fengu breyt ingar á útsvari sínu, eftir að íhaldið byrjaði að úthluta 7 milljónunum. Þetta er þegar fróölegur listi. Af honum sézt m.a., að verulegar breytingar hafa verið gerðar, enda til- gangurinn að koma stórri upphæð fyrir í skyndi hjá nokkrum hluta skattþegn- anna. Varð þá miklu meira Þróunin frá stalinisma til keima- stjórnar í Póilandi er merkileg „Þaíl var ægilegt augnablik“, segir ungur pólsk- ur kommúnisti, er hann rifjar upp fyrstu frétt- irnar af ræ<Su Khruschevs um glæpi Stalíns Pólitísk hugtök hafa tekið mikluin breytingum í Póllandi upp á siðkastið, segir Josepli Al- sop í grein, er hann ritar í Var- sjá fyrir New York Herald Tri- bune nu fyrir nokkrum dögum. Lýsing hans er lærdómsrík. E t. v. er hvergi athyglisverðari saga að gerast uin þessar mundir en í Póllandi. AIsop scgir m. a. frá á þessa Icið: Pólitísku stimplarnir hafa breyzt og í pólitísku stafrófi samtímans hafa orðið endaskipti, svo að rnanni hnykkir við. „Ihaldsmaður" ^ er sá, er trúir á gamla einræðis- kommúnismann, ^ en það fólk, er stundum kallað yzt til vinstri í vestrænum lönd- um. „vinstrimað- ur“ hér, er komm únisti, sem játar líka trú á frels- ið. Joseph Alsop S j á If stæðisbar á tta n gegn Moskvu Eg ætla að nefna kunningja minn Fryderj'k. Hann er ágætt sýnishorn af þessari nýju tegund af „vinstrisinnuðum" kommúnist- um, samkvæmt þessari pólsku skil greiningu. Þetta er ungur, grann- vaxinn, piltur, ljós yfirlitum, og gegnir um þessar mundir allhárri trúnaðarstöðu. Þegar ég hitti hann að máli í klúbbnum þar sem menntamenn koma saman til að spjalla, virtist hann mjög fús að útskýra nánar viðhorf sitt. „Öll saga kommúnistaflokksins pólska, er í rauninni saga um sjálf stæðisbaráttu gegn Moskvuvald- inu“, sagði hann, og röddin var bit ur. Beiskjan verður miklu skilj- anlegri þegar hann útskýrði, að einn af nánum frændum hans hafi verið leiðtogi pólskra kommúnista fyrir 1938. En það ár er nefnt með sérstakri áherzlu í Póllandi. Það var einmitt 1938, sem Jósef Stalin bauð öllum leiðtogum kornm únistaflokksins pólska til Moskvu til „viðræðufundar“ en sveik þá í tryggðum og lét myrða þá alla. — Þessi glæpur Iifir í vitund pólsku þjóðarinnar enn í dag. Frelsisbarátta verkamanna mennirnir i Wola hafa ætíð verið í fylkingarbrjósti, sagði Frydryk, alla tíð síðan Rússar ætluðu að kúga okkur árið 1831. Blóðug saga frelsisbaráttu PóL- verja er stolt og umræðuefni manna í dag. Ef maður vill ná hylli Pólverja, er bezta leiðin að skála fyrir Grunwald, en það er nafn orrustu á miðöldum þar sem Pólverjar gjörsigruðu innrásarheri Þjóðverja og Rússa. Frydryk þuldi því sagnir af hetjulegri baráttu verkamannanna í Wola gegn kúg- urunum. Ilonum er minnisstæð baráttan gegn nazistum 1939. Hann var þá aðeins ungur di-eng- ur, en þeir voru líka í hernum. Þeir fluttu vatn og vistir til her- mannanna, þótt þeir héldu ekki á byssu. Eftir stríðið Frydryk var 15 ára 1945 og hann tók þátt í hinni blóðugu uppreisn í Varsjá, sem fékk svo hörmulegan endir. Frydryk var uppalinn í kommúnistatrúnni, og hann varð himinlifandi þegar „flokkurinn" hrifsaði völdin. Þegar hann var 17 ára var hann fullgildur flokksineð- limur og alveg sannfærður stalín- isti. „Það sóttu að mér efasemdir 1949, þegar Tító var fordæmdur“, segir hann nú. Mér gekk illa að trúa því að Tító væri „agent heimsvaldaklíkunnar“. En ég neyddi mig til að trúa, við gerðum það allir Til dæmis vissi ég til að byrja með ekkert um hinar æðis- legu aðfarir leynilögreglunnar pólsku, en ég hafið auðvitað lieyrt orðróm. Eg neyddi sjálfan mig til að trúa því að þessum orðrómi væri dreift út af „útscndurum heimsveldasinnanna". Kynni af vestrænni æsku En Pólland sökk dýpra í fátækt og eymd á þessum árum, þegar Stalín kúgaði leppríkin miskunnar laust. Þegar æskulýðsmótið var haldið í Varsjá og vestræn ung- menni komu austur og blönduðu geði við pólskan æskulýð, var Frydryk farinn að spyrja sjálían sig óþægilegra spurninga. Þær leituðu á hann með vaxandi þunga En áður en uppgjör hæfist hið innra með honum koinu fréttirn- ar af ræðuhöldunum á 20. flokks- þinginu í Moskva. Frydryk var rit ari flokksfélagsins og hann yar því sá fyrsti sem fékk í hendur ræðu Khrustjevs í þvi borgarlhverfi, til að útskýra efni hennar fyrir fé- lögunum. Þar var ásjóna Stalíns dregin með dökkum litum. Og þar með lauk rétttrúnaði Frydryks. Hann sagði skilið við kommúnism ann sem trúarbrögð. Veröldin í nýju Ijósi „Það var ægilegt augnablik fyrir mig“, segir hann nú. „Eg er ung- ur, og ég sef yfirleitt vel. En nótt- ina eftir að ég las ræðuna, svaf ég ekki blund. Eftir það fór ég.að sjá veröldina í nýju ljósi.“ Þannig lýsti Frydryk innri bar- áttu sinni á þessum tíma, og þessi saga hefir endurtekið sig þúsund- sinnum. Þannig barst þetta fólk inn í uppreisnina gegn kúguninni og stalínismanum, sem endaði með hinum sögulegu oktoberdögum, er æska Póllands Ieiddi þjóðina frá kúguninni í átt til aukins frjáls- ræðis, í burt frá MoSkvuvaldinu, í átt til meiri heimastjórnar. Októ- berdagarnir voru mestu og beztu dagar lifs míns, segir Frydryk nú. Frelsi og kommúnismi samlagast ilfa Frydryk segist en-n vera komm- únisti. En hann vil ekki aðeins njóta persónulegs frelsis, sém segja má að nú ríki í Póllandi, hann vill líka prentfrelsi, seim ekki er til þar, og hann vill lika losa mikinnn hluta iðnaðar og athafna úr klóm stjórnarinnar. En gégn því berst Gómúlka og flokkur hans eindregið. Þannig getur Frydryk og þeir, sem eins hugsa, varla tal- izt fulltrúar fyrir stjórnarvöld landsins í dag. En Frydryk og hans nótar eru fulltrúar unga fólksins, sem innan tíðar tekur við stjórnartaumum af eldri kynslóðinni. Hann er fulltrúi þeirra milljóna Pólverja, sem alveg áreiðanlega munu grípa til vopna, ef aftur verður reynt að taka frá þeim það litla frelsi, sem þeim hefir nú hlotnast. VAQSrOFAAl Flest af þessu myrta fólki var af Gyðingaættum og ég spurði Frydryk hvort hann væri Gyðing- ur. Nei, hann kvaðst vera verka- manns sonur úr verkamannahverf inu í Wola. En þar hefir sjálfstæð isþná Pólverja ætíð lifað og látið að sér kveða, hver, sem hefir kúg- að þjóðina, hvort heldur það hefir verið Hitler eða Stalín. Verka- en 3,7% í hlut, sem eölilegt er. Annar listi er þó miklu stærri. Hann er yfir þá sem enga leiðréttingu hafa feng- iö, enga úthlutun meötekið úr náðarhendi niðurjöfnunar nefndar. Þeim er enn gert aö greiöa hærra útsvar en útsvarsstiginn heimilar. Þeir eiga að borga brúsann af furöulegum og löglausum vinnubrögöum við útsvars- innheimtuna. Þetta heitir réttlæti á máli Morgunblaös ins, en íhaldsréttlæti í munni almennings, en það merkir, að bætt er misrétti ofan, á rahgsleitni og lögleysur. Byggðasöfnin. HLUTIR frá liðnum tíma eru ekki lengur skran á öskuhaugi heldur teknir til handargagns og affaentir byggðasafni. En margt hefir farið forgörðum. Einkum ýmis vinnutæki. Þegar ný tækni hélt innreið sína, var ekki liirt um að halda til haga gömlu verk færunum. Sum eru alveg horfin. Þá er það tekið til bragðs, að búa til eftirlíkingar og er það auðvit- að ágætt, enda er þá stuðst við upplýsingar manna, sem gerla þekktu hin gömlu tæki. En þeim sem vinna að söfnun muna fyrir byggðasöfnin, ber saman um, að of seint hafi verið hafizt handa. Margt er glatað, af því að byggða safnshugmyndin fékk byr helzt til seint. Og síðan tók það nokk- urn tíma að koma henni í íram- kvæmd. En nú mun samt svo komið, að ekki mun veruleg hætta á að menn fleygi munum, sem sögulegt gildi hafa. Menn senda þá til byggðasafns, ef þeir óska ekki að eiga þá og geyma sjálfir. Söfnin sjálf eru að vísu óvíða uppsett og tilbúin, en í mörgum sýslum er safnað t.il þeirra, þótt enn hafi ekki verið tækifæri til að koma þeini fyrir í hentugu húsnæði. Glaumbær og Árbær. SKAGFIRÐINGAR eiga eitt hið myndarlegasta safn í Glaumbæ og þar er gaman að koma. Að- sókn að safninu er mikil, meiri en menn munu hafa ætlað í upp- hafi. Það sýnir að lifandi áhugi er meðal fólks að skyggnast með þessum hætti inn í fortíðiná. Það mun hafa komið safnverðinum í Glaumbæ þægiiega á óvart, hve margt ungt fólk úr kaupstöðun- um leggur leið sína i Glaumbæ. Og hefir rikan áhuga fyrir gamla bænum þar og minjunum. Nú hafa Reykvikingar eignast visir að byggðasafni í Árbæ, og vafa- laust munu margir líta þar inn þá timar liða. Annars er mikið ó gert þar. En ef frantkvæmd verð- ur sú hugmyncT að gera Árbæjar tún að safni gamalla húsa ,og muna í svipuðum stil og Den gamle By í Árósum, mun Reykja vík þá tímar liða eignast ágæt- asta byggðasafn landsins. En langt er í land að því marki. Ejns og sakir standa liggur. næst fýrir að endurbæta Árbæjarhúsin stór lega. Safnið þar, eins Og það er í dag, er ekkert nema bráðabirgða- ráðstöfun. Fyrir liggur að taka bæinn sjálfan til gagngerðrar við- gerðar. Er spurning, hvort ekki hefði verið rétt að byrja 4 Því verki, og geyma opnun safndns írsm á voi’ið. —Finnor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.