Tíminn - 05.10.1957, Side 1

Tíminn - 05.10.1957, Side 1
Dfcnar TlMA.JS aru> Rltítjórn og skrlfstofur 1 83 00 ðlaBamann aftlr kl. Iti 1*301 — 18302 — 1*303 1*304 41. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 5. október 1957. Efni blaðsins: Eyðing fiskstofnsins, bls. 5. B6k eftir Nagy, bls. 6. Heimsókn í Litla-Hraun, bls. 7. 222. blað. Nýbyggingar samvinnum. á Hvammstanga Yarsjá logar í kröfugöngum og óeirðum Alvopnað herlið kvatt til og mann- fjöldanum enn dreift með táragasi Myncfín er af nýju verzlunarhúsi, sem Kaupfélag Vestur-Húnvetninga hef ir í smíSum á Hvammstanga. ByrjaS var á húsinu i fyrrasumar og standa vonir til þess að það komist undir þak í haust. Húsið er teiknað hjá teikni- stofu SÍS og verður á tveim hæðum, sölubúðir og vörugeymsla á neðri hæð, en skrifstofur á þeirri efri. Grunnflötur hússins er 600 fermetrar. Yfirsmiður er Snorri Jóhannesson. — Kaupfélagsstjóri er Karl Hjálmarss. Á Hvammsfanqa hefi rnú verið stofnað miólkursamlag og standa að því tvö kaupféfög. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga að fjórum fimmtu og Kaup- félag Hrútfirðinga að einurn fimmta. Myndin sýnir hús, sem samlagið er nú að byggja á Hvammstanga til nijólkurvinnslu. Bygging hússins hófst í suinar. Það verður ein hæð og ris og er grunnflötur hússins um 600 ferm. Lögreglan í dvergríkinu San Marino hefir snúizt í lið meS kommúnistum - NTB-San Marino, 4. okt. -— íbúar dvergríkisins San Marino, sem erú 14 þúsund að tölu, fengu í dag tvo bíla hlaðna ávöxt- um og fiski. Eru þetta fyrstu vörurnar, sem berast inn í land- ið seinustu fjórá dagana eða síðan ítalska lögreglan lokaði landamærunum, er átökin hófust rnilli kommúnista og and- stæðinga þeirra um völdin í þessu örlitla ríki. Það voru kommúnistar, sem öfl uSu þessara matvæla. Vopnaðir menn fylgdu vögnunum, eftir að ítalskir toliverðir höfðu leyft bíl unurn að fara inn fyrir landa- mærin. Fá innstæður frá ftölum. í dag tilkynnti Bandaríkjástjórn að hún viðurkenndi hina nýju rík isstjórn andkommúnista, sem Goy Mollet reynir stjórnarmyndwn NTB—París, 4. okt. Guy MoIIet foringi jafnaðarmanna hefir fall izt á tilmæli Coty forseta um að kanna möguleika á stjórnarmynd un. Mun liann gefa forseta svar á snnnudag, livort liann treystir sér til að mynda stjórn. Mollet lét svo ummmælt við fréttamenn í dag, að han teldi litlar líkur, að sér heppnaðist stjórnarmynd un. Stjórn sín hefði fallið á stefn unni í efnahagsmálum og núver andi stjórn á Alsíiíruinvarpinu, sem jafnaðarmenn liefðu stutt. mynduð var fyrir fjórum dögum og hefir bækistöð sína í húskofa nokkrum rétt við ítölsku landa- mærin. ítalska stjórnin lét einnig þau boð út ganga, að hún myndi greiða þessari stjórn innstæðu þá, sem dvergríkið á hjá ítölum og nemur á aðra milljón ísl króna. Þeir fyrstu, sem vafalaust gera kröfu í þessa peninga, eru þeir 70 sjálfboðaliðar, sem með vopn í höndum verja hina nýju sljórn og bækistöðvar liennar. Hins vegar er helzt svo að sjá, sem kommúnistastjórninni gömlu, er óvænt missti meiri hluta sinn á þingi eftir 12 ára valdaferil, veiti heldur betur. Yfirmaður lögregl unnar í San Marino, en í henni eru 150 lögreglumenn, hefir lýst yfir, að hann styðji kommúnista og líklega munu flestir undir manna hans fylgja boði hans. Kommúnistastjórnin hefir liafnað tilboði frá andstæðingum sinum þess efnis, að stjórnmálaflokkar Ítalíu verði beðnir að sldpa menn í sáttanefnd til að jafna deiluna. Annars hefir verið rólegt í San Marino í dag og ekki komið til neinna óeirða. FSögvélar tepptar á Akureyri Þoka var í Reykjavík eftir liá degi í gær og flugvöllurinn oft- ast Iokaður. Gat aðeins ein flug vél, skymasterflugvél Loftleiða, lent á vellinum um kl. 8 í gær kveldi og var það við lágmarks skyggni en gekk þó vel. Wiscount flugvél Flugfélagsins, sem kom að utan, varð að fara til Akur eyrar og var þar í nótt. Innanlandsflug liófst í gærmorg un að venju og fóru flugvélar m. a. austur í Öræfi og' á Hornaf jörð Þessar vélar urðu að fara til Ak ureyrar í bakaleið og gistu þar. Á Akureyri var og þriðja innan laudsvélin, sem ekki komst snð ur. Flugvélin úr Öræfuni var með 140 dilkskrokka innan borðs auk fleiri vara, sein flytja átti til Reykjavíkur. Eg stend við hvert einasia orð? sagði Djilas NTB-Belgrad 4. okt. Réttarliöld in yfir Milovas Diljas hófust í inorgun. Sækjandi flutti ræðu sína og Ðiljas svaraði nokkrum orðum. Hann kvaðst ekki myndi svara einu einasta orði í réttin um, ef þau færu fram fyrir lukt um dyrum, en ákveðið er að svo verði gert. Diljas sagðist standa við livert orð, sein liann hefði skrifað í hók sinni: Hin nýja stétt. Diljas sagði að það væri í þriðja sinn sem hann væri á- kærður, en yfirheyrslur færu fram fyrir luktuni dyrum. Ég liefi aldrei fengið tækifæri til þess að verja skoðanir inínar fyr ir fólkinu, sagði hann að lokuin. Stúdentar og aSrir handteknir hundr- uðumsaman. Mikil ólga meðal manna NTB-Varsjá, 4. okt. — Fréttamönnum ber saman um, að ástandið í Varsjá sé mjög viðsjárvert. Stúdentar efndu til fjöldafundar í kvöld við verkfræðiskóla Varsjárborgar. Kröfu- ganga, sú fjölmennasta, sem sézt hefir í Varsjá eftir stríðið, segja fréttaritarar, var farin í dag að byggingunni, þar sem Gomulka hefir bækistöðvar sínar. Lögreglunni tókst með nokkrum erfiðismunum að hrekja mannfjöldann brott. Beitti hún mjög kylfum og sagt er, að margir hafi verið handteknir. Kjörorð kröfugöngumanna var: Við heimtum ritfrelsi, enda var kröfugangan fyrst og fremst farin til þess að mótmæla því, að ríkis- stjórnin hafði bannað blað stúd- enta og síðan handtekið um 150 þeirra. Blað þetta átti mikinn þátt í valdatöku Gomulka í fyrrahaust. „Mótmælum Gestapoaðferðum". Um það bil er kröfugangan hófst var dreift miðum meðal mannfjöld ans. Á einum þeirra stóð: Við verð- um að sýna samlieldni gagnvart félögum okkar. Á stórum spjöld- um, sem hengd hafa verið upp í verkfræðingaskólanum, má lesa meðal annárs: Við mótmælum geslapoaðferðum: Við heimtum að fá vitneskju um, hverjir gáfu fyrir skipun um að grípa til gerræðis gegn stúdentum. Um 4 þúsund stúdentar réðust að aðsetursstöðum Gonutlka, en lögreglulið dreifði þeiin og not- aði kylfur með gúmmíhnúðuni. Stúdentarnir söfnuðust sanian í IiUðargötnin og kom þar til nýrra átaka. Köstuðu þeir steinum að lögreglunni, en liún beitti kylf- unum á móti. Sagt er, að Go- nuiika hugleiði að fara á fund stúdenta og reyna að telja um fyrir þeim. SEINUSTU FRÉTTIR Fregnir, sem bárust seint í gær- kveldi, hermdu, að mörg hundruð hermenn búnir stálhjálmum og sveitir úr hinum svonefnda verka- mannaher, hafi beitt táragasi gegn mörgum þúsundum manna, sem höfðu safnazt saman við aðalstöðv- ar kommúnistaflokksins í Varsjá (Framhald á 2. síðu). Maraþonhlaup á sunnudaginn Hafsteinn Sveinsson, Selfossi ætlar að hlaupa maraþonhlaup sunnudaginn 6. október ef veð- ur leyfir. Hlaupið hefst kl. 3 e. h. af Kambabrún. Hlaupið verð ur sem leið liggur að Elliðaám. Þaðan eftir Mikiubraut, Hring- braut og endar á íþróttavellin um á Melunum uni kl. sex. Leið in er 42.2 km. Útsvör hverra lækk- aði íhaldið án kæra? Eins og kunmigt er var niðurjöfnun í Reykjavík úrskurðúð ólögleg og niðurjöfnunarnefnd skipað að jafna niður að nýju og lcggja fram nýja skrá. Þegar nýja skráin kom fram, sást að það var ganila skráin óbreytt að öðru en því, að útsvör 3800 manna höfðu verið lækkuð uin kr. 3300 að ineðaltali. Meginhluti lækk- ananna var vegna kæra, en þó sagði niðurjöfnunarnefnd enda vitað, að „við nánari athugim á efnum os ástæðum“ hefði verið lækkað á allmörguin án þess að þeir kærðu. Nú hefir Þjóðviljinn birt skrá yfir alla þá menn, seni lækkað var á, en engin skil eru þar gerð milli þeirra, sem kærðu og hinna, sem fengu Iækkun án þess. ASIir þeir mörgu gjaldendur í Reykjavík, sem gert hefir verið að greiða ólöglega há útsvör, hafa eðlilega mikinn hug á því að sjá, hverjir það eru, sem íhaldið hefir litið í náð til og lækkað án þess að þeir kærðu. Þar sem það eru helztu rök íhaldsins, að það sé þessi lækkun, sem geri útsvarsskrána og álagninguna löglega, væri ekki úr vegi, að Morgunblaðið tæki sig til og birti skrá yfir nöfn þeirra manna og fyrirtækja, sem fengu j lækkun án kæru. I HAFSTEINN SVEINSSON maraþon á sunnudag. Maraþonlilaup hefir einu sinni verið hlaupið áður af íslendingi og var það Magnús Guðbjörns son. Hljóp hann þessa sömu lelð en þó aðeins styttra, eða 40.2 (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.