Tíminn - 05.10.1957, Side 6
5
T í M I N N, laugardaginn 5. október 1957«
Útgefandl: Framtóknarflokkwrtea.
Rttitjtfrar: Haukur Snorrason, Þórarbm Mrariitei (£k)
Skrifstoíur 1 Edduhúslnu við LlndarffitB
Símar: 18300, 18301, 18302, 18301, ÍSSM,
(ritstjóm og blaCamenn).
Auglýsingasíml 19523, algreiðaliulini 12X31.
Prentsmifijan EDDA hí.
Lítið dæmi, en Ijost
NÝLEGA var hér í blað-
inu rakin saga ritstjórnar-
greinar, sem birtist í mál-
gagni Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri. Hún var fróðleg og
varpar Ijósi á vinnubrögðin
hjá Morgunblaðinu. Aðalat-
riðin voru þessi: Morgunblað
ið birti í s. 1. mánuði æsi-
frétt um að stöðvuð væri yf-
irfærzla ferðamannagjald-
eyris í bönkunum. Tilefnið
var, að yfir stóð uppgjör á
gjaldeyrisaðstöðunni, og af-
greiðsla til ferðamanna stööv
aðist í einn eða tvo daga,
en hófst síðan aftur með eðli
legum hætti. En þeir, sem
ekkert lesa nema Morgun-
blaðið, geta staðið í þeirri
trú enn í dag, að enginn
ferðamannagjaldeyrir sé af-
greiddur. Þrátt fyrir ábend-
ingar hefur Mbl. þráast við
að birta nokkra leiðréttingu.
Vonin um að vinna stjórnar
völdunum ógagn er yfirsterk-
ari skyldunni að hafa held-
ur það, er sannara reynist.
Gerast nú daglega dæmi um
slíkar aðfarir í íhaldsblöðun
um yfirleitt. Mörgum dögmn
eftir að þessi bráðabirgða-
stöð.vun á yfirfærzlu var úr
gildi tók ritstjóri ihaldsblaðs
ins á Akureyri sig til og birti
mikinn hneykslunarleiðara
út af því, að bankarnir af-
greiddu ekki ferðamanna-
gjaldeyri. Manninum varð
það sem sé á, að trúa fregn í
Morgunblaðinu, og varð að
viðundri fyrir skrifið. Von-
andi hefur þetta orðið hon-
um nokkur lexía, og áminn-
ing um að meðhöndla Morg
unblaðsfréttir með sérstakri
varúð framvegis.
ÆSIFRÉTT Morgunblaðs
ins um gjaldeyrismálin hef-
ur áreiðanlega ekki orðið til
gagns, enda ekki til þess
ætlast. En meðan blekking
arnar ganga staflaust hér
innanlands, má segja að ekki
sé ofætlun að ráða við þær
og upplýsa landsfólkið um
það; sem rétt er. Erfiðara er
að eyða skemmdaráhrifum af
röngum og villandi frétta-
fiutningi, þegar ósannindin
eru símuð úr landi, eins og
bezt kom í ljós í ófrægingar
stríðinu út af- varnarmálun-
um. Fjöldi manns út um all-
an heim trúir þeim söguburði
Vísis og Morgunblaðsins, að
ísland sé að sogast inn í hinn
kommúnistíska heim, ríkis-
stjórnin sé fjandsamleg vest-
rænum ríkjum, og þó einkum
Bandaríkjunum o. s. frv. Nú
er líka komið á daginn, að
fregnin um ferðamannagjald
eyririnn hefur verið símuð
úr landi af sömu aðilum, og
er þegar tilefni til bollalegg
inga erlendis um yfirvofandi
gengisfall hér. Einkum virð-
ist frétt Morgunblaðsins
hafa vakið athygli í Færeyj-
um, og segir frá þvi í danska
blað'inu Berlingske Tidende
nú fyrir fáum dögum. Blaðið
segir, að „íslenzk yfirvöld
hafi ákveðiö að stöðva úthlut
un gjaldeyris til íslenzkra
borgara" og styðst þarna við
Morgunblaðsfréttina. Síðan
segir:
„Fréttirnar af þessu hafa
vakið mikla athygli í Fær-
eyjum, þar sem blöðin sjá
í þessari einstrengingslegu
tilkynningu fyrirboða geng
isfellingar þeirrar á ís-
lenzkri krónu sem lengi
hefur veriö búizt við. Þar
sem mikill fjöldi færeyskra
fiskimanna. sem hafa haft
atvinnu á íslandi, á enn
inni talsverðar fj árhæðir
hjá íslenzkum atvinnurek-
endum, óttast menn að þess
ar innstæður rýrni veru-
lega, ef gengisfelling verð-
ur framkvæmd . . . .“
ÞARNA liggur nú fyrir,
svart á hvítu, nokkur árang
ur af iðju Morgunblaðsins.
Skyldi það ekki vera til þæg
inda og hagsbóta fyrir gjald
eyrisyfirvöldin hér, bankana
og stjórnarvöldin, að þe3sum
fréttum hefur verið komið á
framfæri við Færeyinga, og
íslenzkt blað borið fyrir?
Skyldi þessi málsmeðferð
Morgunblaðsins auövelda ís
lenzkum útvegsmönnum sam
skipti við Færeyinga? Gagn
vart þeim færeysku fiski-
mönnum, sem hér vinna, er
þessi fréttamennska auðvitað
hinn mesti bjarnargreiði.
Ótta og tortryggni er sáð
að ástæðulausu.
HEIDARútkoman getur
ekki orðið önnur en sú, að
þessi málatilbúnaður allur
verði íslenzku þjóðinni í
heild til ógagns. En Morgun
blaðið mun líklega una allvei
sínum hlut; óþægindi gætu
lent á ríkisstjórninni í leið-
inni, og þá finnst valdabrösk
urunum betur af stað farið
en heima setið. Þetta er lít
ið dæmi en ljóst. Þetta er
dálítið sýnishorn af framlagi
stjórnarandstöðunnar ti> að
sigrast á gjaldeyrisvandamál
inu i dag.
Hverjir fengu ívilnun?
ÍHALDIÐ í Reykjavík
skuldar borgarbitum ýmsar
skýringar á ráðsmennsku
sinni, en eins og sakir standa
enga brýnari en svarið við
þessari spurningu: Hverjir
fengu ívilnanir, þegar 7
milljónunum var úthhitað?
Birt hafa verið nöfn þeirra
3'SOO manna, sem útsvari var
breytt hjá meðan stóð yfir
hinn fyrri kærufrestur nið
urjöfnunarnefndar, en ekki
var það þó framtak yfirvald
anna sjálfra, heldur annarra.
En í þeirri heildarskrá er
engin sundurgreining í milU
réttlátra og ranglátra. Stór
hópur manna hefur fengið
lækkun á útsvari sínu að
réttum lögum, samkvæmt
kæru, er fram var lögð og
rökstudd. En augljóst er að
bæði 'fyrirtæki og einstakl
Gunnar Leistikow skrifar frá New York:
Bók eftir Imre Nagy, sem Rússar
rændu í fyrra, kemur út vestan
Hún staífestir kenningu Djilasar, aí „komm-
únisminn er lævís ógnarstjórn og ruddalegt
ofbe!di“
New York, sept. 1957.
Útgáfufyrirtækið Freder-
ick A. Praeger, sem fyrir
skömmu gaf út hina stór-
merku bók Djilasar, fyrrv.
vinar Títos, um stjórnarfarið
og spillinguna í Júgóslavíu,
hefir nú sent frá sér aðra
bók, sem ekki mun vekja
siðri athygli. Er það bók
eftir Imre Nagy, og ber heit-
ið „Um kommúnismann".
Nagy er ungverskur kommún-
isti, var forsætisráðherra og varð-
ist rússnesku herafli í byltingunni
í fyrra. Honum var síðar rænt af
Rússum, er þeir höfðu tælt hann
út úr júgóslavneska sendiráðinu,
þar sem hann hafði lcitað hælis.
Fall Rákosis
Það er geypilegt afrek hins am-
eríska forlags að geta gefið bók-
ina út, því enginn hefir séð né
heyrt af Imre Nagy síðan 21. nóv-
emher í fyrra þegar rússneskir
skriðdrekar umkringdu bílinn er
flutti fjölskyldu Nagys og hann
sjálfan ásamt samverkamönnum
frá sendiráðinu.
Bókin fjallar um ástandið í Ung-
verjalandi í stjórnartíð svikarans
Mátyás Rákosi, sem Rússar steyptu
af valdastóli fáum mánuðum fyrir
uppreisnina. Síðustu siðurnar eru
ritaðar í júlí 1956, fáum dögum
fyrir fall Rákosis, og einmitt um
sama leyti og Rákosi var að undir-
búa sýndarréttarhöld gegn Nagy.
Nagy hafði verið forsætisráðherra
á tímabilinu frá júlí 1953 til apríl
1955, en þá ríkti sú stefna að af-
má öll áhrif Stalíns heitins. Þess
varð Nagy að gjalda þegar Krúst-
jov gerðist enn svæsnari stalínisti
en Stalín hafði sjálfur verið.
Astandið í rússnesku
leppríki
Bókin gefur óhugnanlega mynd
af ástandinu í rússnesku leppríki.
Hún lýsir ógnarvaldi lögreglunn-
ar, sem hélt áfram eftir dauða
Stalins eins og ekkert hefði í skor-
izt. Hún lýsir klíkustarfsemi, þar
sem góðir vinir bárust á bana-
spjót í þvi skyni að klófesta hæstu
stöður og einnig til að verða fyrri
til, áður en rýtingurinn yrði_ rek-
inn í bakið á þeim sjálfum. Ýmsir
þættir í hinni hryllilegu spillingu
eru svo viðbjóðslegir, að Machia-
velli, og jafnvel Göring sjálfan,
hefði aldrei getað, látið sig dreyma
um slíkt.
Hinar 306 blaðsíður bókarinn-
ar staðfesta réttmæti þeirrar yfir-
ingar hafa fengið einhvern
hluta af 7 milljónunum eftir
einhverri handahófsúthlut-
un íhaldsins, og þó vafalaust
þannig, áð duldir verðieikar
hafa ráðið mestu um það, er
í hlut kom hverju sinni.
ÞESSI aðferð við niður-
jöfnunina í Reykjavík er
slíkt hneyksiismál að ekki
má liggja í þagnargildi.
Krafa borgaranna um birt-
ingu gagna þarf að verða svo
hávær og ahnenn, að ihald-
ið kikni að lokum undan
þunga almenningsálitsins og
neyðist til að leggja gögnin
á borðið. Hverjir fengu íviln
anir og afslætti, utan og of
an við rökstuddar kærur, á
sama tíma sem þúsundum
manna er gert að greiða
hærri upphæð en fög heim-
ila og borga þannig brús-
ann?
lýsingar Djilasar að kominúnism-
inn er „lævísleg ógnarstjórn og
ruddalegasta tegund ofbeldis“,
sem enn er þekkt í veraldarsög-
unni.
Bókin er sannfærandi og trú-
verðug fyrir tveggja hluta sakir.
í fyrsta lagi er hún skrifuð af
manni, sem ekki hefir snúizt til
mótstöðu gegn kommúnismanum
sem slikum, en er þvert á móti
sannfæröur kommúnisti, sem lifir
í þeirri blekkingu, að kommúnista-
flokkurinn hafi vcrið leiddur á
glapstigu af mönnum eins og Rá-
kosi, sem eftir skoðun Nagys á
alls ekki heima í flokknum.
Bókin ekki ætluð til útgáfu
Hin ástæðan er þessi: í mót-
setningu við það að nær allar
bækur og rit um ástandið hand-
an járntjaldsins eru ritaðar með
útgáfu fyrir augum er þessi bók
skrifuð með þeim ásetningi að
hún yrði e k k i gefin út opin-
berlega. Hún er á vissan hátt
alls ekki bók í eiginlegum skiln-
ingi en miklu fremur varnarrit
fyrir Nagy sjálfan og samhliða
því hatröm ádeila á Rákosi og
fylgismenn hans.
En fyrst og fremst er bók þessi
skrifuð fyrir framkvæmdanefnd
ungverska kommúnistaflokksins og
deilt út meðal meðlima hennar.
IMRE N A G Y,
Nagy lét meira að segja afhenda
sendihei-ra Sovétríkjanna bókina í
rússneskri þýðingu.
Engirt syndajátning
Samt sem áður á rit Nagys ekk-
ert skylt við syndajátningar og
fyrirgefningarbeiðnir þær sem tíðk
ast í Austurvegi, öllu fremur hið
gagnstæða: hún er karlmannleg og
djörf vörn fyrir sjónarmið höfund-
ar og eldheit ádeila á hina ríkj-
andi leppstjórn Rússa. Þess vegna
er bók Nagys einstæð heimild um
(Framhald á 8. síðu.)
46 skólastjórar og kennarar á
aðaííondi Kennarafélags EyjafjarSar
Aðalfíir.d ar Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn fyrir
skömmn í barnaskóla Akureyrar. Fundinn sóttu 46 skólastjór-
ar og kennarar af Akureyri og úr Eyjafirði.
Fundurinn hófst með ávarpi
Hannesar J. Magnússonar, skóla-
stjóra, sem er formaður félagsins,
en síðan fóru fram venjuleg aðal-
fundarstörf. Félagið gefur út tíma-
rit um uppeldismál, Heimili og
skóla, en afkoma blaðsins var svip^
uð og áður.
Mörg erindi flutt.
Þá flutti Stefán Jónsson, náms-
stjóri, ei-indi um kennslumál,
ræddi hann einkum um lestrar-
námið og skiptingu í deildir. Því
næst flutti Örn Snorrason erindi
um utanför og Gunnar Markússon
um próf. Snorri Sigfússon, fyrrv.
námsstjóri, flutti erindi um spari-
fjársöfnun skólabarna og skýrði
frá vlsitölutryggingum sparifjárins,
sem í vændum eru. Stjórn félags-
ins var endurkjörin, en hana skipa:
Hannes J. Magnússon, formaður,
Eiríkur Sigurðsson, ritari, og Páll
Gunnarsson íéhirðir.
Ferfiafólk fær slæmf eftirmæli.
O. R. SKRIFAR á þessa leið: „Oft
ber á góma umgengnismenningu
fólks hér á landi, þegar það er
að njóta lífsins í dýrð sumarsins
og dásemdum íslcnzkrar náttúru.
Því miður verður að segja það,
að enn rofar lítið til og gerast
mörg vítaverð dæmi á þessu
sviði, bæði um óþrifnað og
skemmdarverk, sem bera vott um
einskæra fúlmennsku eða gífur-
legt ölæði, nema hvorttveggja sé.
Flöskubrotafarganið er í senn
viðbjóður og háski. Hér verða
nefnd tvö nærtæk dæmi til að
sanna, að ástæða er til að hafa
orð á slæmri umgengni ferða-
fólks.
Skógræktargirðing ein var
klippt í sundur í fyrra, að'því er
séð varð, aðeins til að þjóna ger-
ræðisfullum duttlungum um val
á tjaidstæði. — í sumar var ekið
á skilarétt eina nærri alfaraleið.
Timburverk þar allt brotið og
bramlað og tætt í sundur og hent
í ýmsar áttir, allt án nokkurs
sýnilegs skynsamlegs tilgangs,
nema ef vera skildi vegna ósvíf-
inna duttlunga um val á tjaid-
stæði. Þá var og sama skilarétt
ÖJI útötuð í flöskumulningi, sem
að líkum lætur eftir öðru“.
Á að láta blótneytin qanga laus?
ENN SEGIR: „Áður fyrr þóttu
mannýg blótneyti hinn mesti
háski og skaðvaldur og þótti víta-
og ámæiisvert að láta þau ganga
laus á almannafæri. Það er hart,
að nii skuli svo komið, að það
virðist einna helzt til ráða að
láta blótneyti ganga laus, til að
reyna að vega upp á móti þðru
ennþá verra.
Munu margir kunnugir i.aka
undir þá uppástungu, að nokkur
vel mannýg naut væru það IÖg-
regluiið. sem helzt hentaði og að
gagni mæfcti koma á vissum 'stoð-
um á landinu, a. m. k. um verzl-
unarmannahelgina". — Lýkur
þar bréfi O. R. og ljót er nú lýs-
ingin, en þvi miður liklega allt
of sönn.
Giórulaust í tvo sólarhringa.
í ÖDRU bréfi er skýrt frá „gtöru-
lausu tveggja sólarhringa fylli>'!i“
á samkomu einni í • sumar, >0
yfirþyrmandi, að lögreglaH er
sögð haf'a hafst það eitt aá að'
taka lykla að ea. 50 bifreiðttm og
reyna að standa vörð um, ð
þeim væri ekki ekið af stað. Yar'
fullyrt af kunnugum, að lyklar
þessir hafi ekki verið afhcr'ir
fyrr en líða tók á mánudag k 1 n
ballið hefir væntanlega verið á
laugardagskvöldi. Ekki er þessi
lýsing faliegri og er nóg komið
í dag. — Firmur.