Tíminn - 25.10.1957, Síða 1
Sfmar TÍAAANS erui
Ritstjórn og skrlfstofur
1 83 00
Blaðamenn eftir kl. Itt
11301 — 18302 — 18303 — 18304
inni i blaðinu:
Hún yrkir í litum, bls. 4.
Grein eftir Lippmann, bls. 8.
Viðtal við Gísla Jónsson,
Stóru-Reykjum, bls. 7.
41. árgangtir.
Reykjavík, föstudaginn 35. október 1957.
239. WaS.
Hvalveiðibátarnir aftur í höfn
Fríverzhinarmálið er mikilvægt
hagsmunamál fyrir ísL þjóðina
Hvalveiðibátarnir eru nú aftur í höfn. Eftir ágæta sumarvertíS komu bát-
arnir ailir til Rvíkur, þar sem þeir eru teknir í dráttarbraut til viShaids.
Frá umræíum á Alþingi í gær:
GagnslítiS að breyta sköttun hjóna
nema tryggð sé utsvarslækkun líka
Nefnd sem fjármálaráSherra skipaði vinnur ad
því að gera nýjar reglur um sköttun hjóna
í gær var til umræðu í neðri deild Alþingis frumvarp
um tekju og eignaskatt, sem fjallar um breytingar á skött-
um hjóna. Frumvarpið er samhljóða frumvarpi, sem borið
var fram í fyrra.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, flntti
þ jóoinni skýrslu um fund OEEC-land-
anna í París í s.l. viku í útvarpið í gær
Dr. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra kom heim af ráðherra-
fundi OFEC-landanna í fyrradag, og flutti þjóðinni skýrslu
um ráðherraíuridinn, sem haldinn var í París í s.l. viku í
útvarpi í gærkvöldi. En á þeim fundi voru fríverzlunarmál-
in á dagskrá. Þau eru nú í dag einhver hin athyglisverð-
ustu mál, sem á dagskrá eru. Þau krefðust þess, að ís-
lendingav taki afstöðu og það fyrr en seinna. Virðist aug-
ljóst, aö það muni valda miklum erfiðleikum að standa
utan þessara samtaka, en samstaða er einnig vandkvæðum
háð. Ráðherrann ræddi málið á eftirfarandi hátt í útvarp-
inu í gær.
ar og annarra alþjóðlegra fjármála
stofnana. Fyrir íslands hö-nd sátu
fundinn einnig Hans Andersen
sendiherra íslands hjá Efnahags-
samvinnustofnuninni, og dr. Jó-
hannes Nörðdal, hagfræðingur, en
hann er einn þeirra sérfræðinga,
sem kynnt hafa sér fríverzlunar-
hugmyndina á vegum ráðuneytis-
ins. Fundinn sátu þeir ráðherrar
aðtldarríkjanna, sem fara með
málefni Efnahagssamvinnustofnun
arinnar. Fjármálaráðherra Brcta,
Mr. Thorneycroft, var í forsæti, en
Bretar hafa falið sérstökum ráð-
herra, Mr. Maundling, að fjalla
„I síðast liðinni viku sótti ég
rðherrafund Eínahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu, sem haldinn var
í París til þess að ræða hugmynd
ina um stofnun fríverzlunarsvæðis
í Vestur-Evrópu, en við myndum
núverandi ríkisstjórnar kom það
í minn hlut að fara með málefni
Efnahagssamvinnustofnunarinn-*
Erhard á að verða
arftaki Adenauers
NTB—Bonn, 24. okt. — Dr. Ad
enauer lauk loks því erfiða starfi um fríverzlunarmálið og var hann
í dag, að endurskipuleggja stjórn að sjálfsögðu ttinnig í brezku
sína. Breytingar eru ekki miklar, nefndinni. Utanríkisráðherra
en þó hefir Fritz Schaeffer fjár- Frakka, Pineau, var formaður
málaráðherra sett fremur niður. frönsku nefndarinnar, og dr. Er-
Verður hann dómsmálaráðherra. hard, efnahagsmálaráðherra Þjóð
Ludwig Erhard viðskiptamálaráð- verja, hinnar þýzku. Formenn
herra virðist hins vegar hafa sigr nefnda hinna Norðurlandanna
að í baráttunni um sæti Adenau- voru þeir ráðherrarnir Krag frá
ers, er hann verður að víkja. Danmörku, Skaug frá Noregi og
Verður Erhard nú varaforsætis- Lange frá Svíþjóð, en Finnar eru
ráðherra og gegnir áfram embætti. ekki aðilar að Efnahagssamvinnu-
viðskiptamálaráðherra. I stofnuninni.
í frumvarpinti er gert ráð fyrir
því, að hjón verði tveir sjálfstæð-'
ir skattþegnar. Ragnhildur Helga-
döttir fylgdi frumvarpinu úr hlaði
nieð stuttri ræðu, en auk hennar
tóku til máls þeir Skúli Guðrn-
undsson, Jóhann Hafstein, Magnús
Jónsson og Gísli Guðmundsson.
Skúli Guðmundsson benti á það
við umræðurnar, að ef þetta frum
varp verður að iögum, gagnarl
breytingin sem verður, helzt til I
skattalækkunar hjá hátekjufólki.
Sýndi Skúli fram á það með rök-
studdum útreikningi á þvi hvernig
breytingin myndi verka.
Dæmi um áhrif
frumvarpsirts
Hann tók sem dæmi hjón, með
fjögur börn á framfæri. Hafi þau
nettótekjur 60 þúsund kr., greiddu
þau í skatta með núverandi ákvæð
um 560 krónur. Ef frumvarpið yrði
að lögum, myn'du greiðá af sömu
tekjum 504 kr., eða 56 krónum
lægri skatt, en þau greiða.nú. Hitt
dæmið, sem Skúli tók, er af hjón-
um, líka með fjögur börn, sem
hafa 160 þús. kr. nettótekjur á ári.
Þau þurfa nú að greiða 23.780 kr.
en þyrftu að greiða 11.600 kr., ef
breyting frumvarpsins yrði að lög-
um. Breytingin kemur því veru-
lega að notum fyrir þá, sem hafa
Iiáar tekjur, en hefir lítil sem eng-
in áhrif á skatta fólks með lágtekj-
ur og miðlungstekjur.
Skúli Guðmundsson sagði að á-
stæða gæti verið til breytinga
(Frámhald á 2. síðu).
Þrír ofbeldismenn brenndu bæ
Tollabandalag Norðurlanda
Flestum mun kunnugt af frétt-
um um fyrirætlanir, sem »ppi
hafa verið Evrópu að undanfömu
um aukna samvinnu Evrópulanda
í efnahags- og markaðsmálum. Er
hér einkum um þrjár hugnayndir
að ræða, þ.e. hugmyndina um
tollabandalag Norðurlanda, sam-
eiginlegan markað í Evrópu ©g frí
verzlunarsvæði í Evrópu.
Tollabandalag Norðurlanda mun
vera elzt þessara hugmynda, en
það hefur mjög verið til umrædu
hjá Norðurlandaráðinu undanfar
in ár. Sérfræðinganefnd hefnr set-
ið lengi á rökstólum til að kanna
vandamálið og hefur hún alveg
nýlega skilað rækilegu áliti.
íslendingar hafa lítinn þátt tek
ið í umræðum um tollabandalag
Norðurianda hingað til, enda eru
ekki líkur á, að þeim væri hagur
að þátttöku, eins og nú stendur.
Veldur þar mestu, að hin Norður
löndin eru ekki verulegur mark-
aður fyrir útflutningsafurðir okk
ar, en jafnframt er ólíklegt, að
tollabandalagið verði látið ná til
fiskafurða, a.m.k. fyrst í stað. —
Ennþá er allt í óvissu um örlög
þessa máls, enda hafa þeir atburð-
ir nú gerzt á öðrum vettvangi,
sem dregið hafa athygli frá þess-
um tillögum að sinni. Er þess þá
fyrst að geta, að í marz s.l. undir-
rituðu sex þjóðir í Evrópu: Frakk
ar, Þjóðverjar, ítalir, Hollending
ar, Belgar og Luxemborgarmenn,
samning um stofnun sameiginlegs
markaðar sín á milli, og er nú
nokkurn veginn öruggt, að liann
muni koma til framkvæmda þegar
eftir áramótin. Samningur þessi
gerir ráð fyrir því, að þessi lönd
öll myndi að lokum eitt tollsvæði,
þannig að allir tollar verði af-
numdir þeirra á meðal, en sam-
eiginlegur tollur látinn gilda gagn
vart öðrum þjóðum. Jafnframt ger
ir sexveldasamningurinn ráð fyrir
( mjög nánu efnahagssamstarfi á
flestum sviðum. Aðrar þjóðir l»n-
j an Efnahagssamvinnustofnunar
i Evrópu gerðu sér þegar grein
i fyrir því, að stofnun hins sam-
(Framhald á 2. síðu).
Eisenhower ogMac-
í Þingvallasveit í gærkvöldi | millan hyggja á aukið
Hröktu bóndann burtu með skot-
vopni, kveiktu í bænum, með þeim af-
leiðingum að hann brann til grunna á-
samt útihúsum, heyjum og húsdýrum
Frá fréttaritara Tímans í Þingvallasveit.
í GÆR KOMU ÞRÍR MENN, tveir íslendingar og einn Dani,
á bifreið að bænum Svartagili í Þingvallasveit. Einn þessara
manna hafði unnið þar á bænum áður og var kunnugur öll-
um staðháttum. Ógnuðu þeir bóndanum með skotvopni og
varð hann að flýja að heiman. Fór hann þegar til hreppstjór-
ans að Kárastöðum, og tilkynnti honum um atburðinn. Bónd-
inn var einn heima á Svartagili, þegar mennirnir komu.
Stuttu seinna sáu þeir á Kára-
stöðum, að farið var að rjúka úr
bænum á Svartagili. Var þá hringt
til lögreglunnar í Reykjavík og
sendi hún þegar þrjá menn á
vettvang.
Þegar lögreglumerinirnir
komu á vettvang, var mikill
eldur í öllum húsum á Svarta
gili og brann allt til grunna,
íbúðarhúsið, útihúsin, ásamt
heyjum, og einnig húsdýr,
hundar og hænsni, en kúm
var hægt að bjarga.
Lögreglumennirnir handtóku
þegar mennina, sem voru þrír,
eins og áður segir, en einnig var
stúlka með þeim í bifreiðinni. —
Ivomu lögreglumennirnir með fólk
ið til Reykjavíkur um 11 leytið í
gærkvöldi, og var það þegar sett
í gæzluvarðhald. Þegar blaðið fór
í prentun í gærkvöldi, var rann-
Sókn í málinu ekki hafin, en ítar-
lega verður skýrt frá þessu óvenju
lega máli í næsta blaði.
Flugskeytið náði
3200 km. hæð
NTB—Washington, 24. okt. —
Flugskeyti, sem Bandaríkjamenn
hafa skotið upp í tilraunaskyni,
náði 3.200 km hæð, segir í stuttri
tilkynningu frá flugmálaráðuneyt
inu í lcvöld. Heppnaðist þessi til-
raun mjög vel. Ekki eru gefnar
neinar nánari upplýsingar um til-
raunina í einstökum atriðum.
samstarf vísinda-
manna
NTB—WASHINGTON, 24. okt.:
A8 afloknum fyrsta degi i við-
ræðum þeirra Eisenhowers og
Macmillans var í dag birt tilkynn
ing um að þeir hefðu skijtað
nefnd sérfræðinga til að skila «1-
lögum um náið samstarf Breta og
Bandaríkjanna á sviði flugsheyta
og öllu er lýtur að rannsóknum
á sviði kjarnorkuvísinda. Er talið
að nú muni afnumdar nær því
með öllu hömlur þær, sem gilt
liafa um gagnkvæm skipti upplýs
inga milli vísindamanna í Bret-
landi og Bandaríkjunum. Eru
flestir Ioks orðnir þeirrar skoð-
unar, að laumuspil þetta hafi
haft hinar verstu afleiðingar fyr-
Ir vísindalegar og tæknslegar
framfarir í báðum löndnnum
seinustu árin. Sigur Rússa í kapp
hlaupinu um flugskeytin hefir
ýtt undir þá, sem vilja ankna
samvinnu. Eisenliow'er og Mac-
millan halda viðræðum sínum á-
fram næstu daga.