Tíminn - 25.10.1957, Síða 6

Tíminn - 25.10.1957, Síða 6
6 T í M I N N, föstudaginn 25. október 1951» [—— Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur I Edduhúsinu viS Lindargötu. Súnar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Aígreiðsla í FJÁRLAGAræðunni gerði Eysteinn Jónsson fjár málaráðherra m. a. grein fyrir fjárlagaafgreiðslunni og samvinnu stjórnarflokk- anna í því máli og sagði þá m. a.: „Ríkisstjórninni var það ljóst, þegar hún var að vinna að fjárlagafrumvarpinu, að mikill vandi verður að af- greiða fjárlögin og efnahags málin yfirleitt svo *vel fari á þessu Alþingi. 'Samkvæmt stjórnarskránni ber að leggja fram fjárlaga frumvarpið í upphafi Al- - þingis. Ríkisstjórnin taldi sér eng an veginn fært að ákveða það án náins samstarfs við þingflokkana, sem hana styðja, hvernig leysa skuli þann vanda, sem við er að fást í efnahagsmálunum, þar á meðal á hvern hátt fjárlög in geti orðið afgreidd greiðsluhallalaus. Ríkisstjórnin hafði ekk- ert tækifæri til þess að ráðg ast við stuðningsflokka sína á Alþingi um fjárlaga frumvarpið áður en það væri iagt fram né viðhorf í efnahagsmálum, eins og það er nú eftir reynslu þessa árs. Þess vegna er fjárlaga- frumvarpið lagt fram með greiðsluhallanum og ríkis- stjórnin mun í samráði við stuðningsflokka sína á Al- þingi taka ákvörðun um, á hvern hátt verði tryggð af- greiðsla greiðsluhallalausra fjárlaga. NIÐURSTÖÐUR frum- varpsins og upplýsingar þær, sem því fylgja, um ráðstaf- anir til niðurgreiðslu á vöru verði til bráðabirgða, gefa til kynna, aS þetta verður ekki auðVelt viðfangsefni. Þeir flokkar, sem standa að núverandi ríkisstjórn, hafa nægilega fjölmennu þingliði á að skipa og ríkis- stjórnin hefir haft og mun hafa samráð við fjölmenn- ustu og öflugustu stéttasam- tökin f landinu til sjávar og sveita, er hafa á sínu valdi, að miklu leyti, suma þýðing- armestu þættina í þjóðarbú- skapnum. Þessi öfl þurfa að standa fjárlaganna saman áfram um þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja grund völl framleiðslunnar, jafnar og öruggar framfarir og fulla atvinnu, en undirstaða þessa er fjárhagslegt ör- yggi. Þegar þessir kraftar sam- einast, geta þeir, sem nú vilja rífa niður, alls ekki eyðí lagt það, sem upp er byggt, hversu mikið sem þeir reyna. Þeir flokkar, sem stjórnina styðja, eiga að sjá um, að ráðstafanir, sem ger-a þarf, komi ekki meira við almenn- ing í landinu en brýnustu hagsmunir alþýðunnar sjálfrar og þar með þjóðar- heildarinnar krefjast. Ætlun mín hefir verið, með þeim orðum, sem ég nú hefi mælt, að gefa háttvirtu Alþingi og raunar allri þjóð inni nokkrar upplýsingar um höfuðþætti efnahagsmál- anna, þ.á.m. um ríkisbúskap inn. Með þessu vil ég eiga þátt í því að reyna að auka skilning á þessum málum og leggja grundvöll að umræð- um til undirbúnings ákvörð- unum. VALDIÐ til ákvarðanna í efnahagsmálum er mjög dreift í okkar landi — landi félagssamtakanna, og freis- isins. Þetta vald er ekki í neinu ráðuneyti — ekki einu sinni allt hjá ríkisstjórn og Alþingi. Félagssamtök i land inu hafa svoná þætti í sín- um höndum. En einmitt af því að svo er, þá er okkur því meiri nauðsyn en flest- um öörum, að margir kynni sér þessi efni af samvizku- semi. Við viljum fremur þola ýmis mistök í efnahagsmál- um, sem ef til vill stafa að verulegu leyti af því, hve valdið er dreift, en að fórna frelsinu. En markmiðið hlýt- ur að vera að halda frels- inu og komast hjá mistök- unum. í þá átt veröum við öll að vinna, hvevt á sínu sviði, af þolinmæði og þraut seigju. Hver maður á íslandi, — landi félagssamtakanna og hins dreifða valds, verður að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á honum hvilir og gæta vel göngu sinnar.“ Þróun skattamála f FJÁRLAGAræðunni ræddi Eysteinn Jónsson fjár málaráðherra m. a. þróun skattamála síðan 1950. Hann sagði meðal annars: ,J3íðan 1950 hafa margar ráðstafanir verið gerðar af ríkisvaldinu til þess að létta beinu skattana. Nú þarf að finna leiðir til þess að breyta regiunum um skattlagningu á tekjur hjóna, og er það mál í athugun. Einnig ber brýna nauðsyn til að breyta lagaákvæðum um skattlagn- ingu á félög. Síðan 1050 hafa m.a. eftirgreindar ráðstaf— anir verið gerðar til þess að lækka beinu skattana til rikisins, en engar ráðstafan- ir til þess að hækka þá, nema álagning stóreigna- skattsins. Árið 1950 voru sett löy um lœklcun skatta á lágum tekjum. Árið 1954 var svarifé cjert skattfrjálst. Árið 1954 voru sett ný skattalög og tekjuskattur annarra en félaga lœkkað- ur stórkostléga eða um 29% að meðaltali. Þá fengu fiski menn ný frádráttarhlunn- indi, og giftar konur, sem leggja í kostnað vegna Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Ástandið í Sýriandi - valdabröit og samsæri á víxl, en ekki stríðshætta Afstaða Rússa er harðari en unnt er að skýra af atburftunum sjálfum Það liggur ekki í augum uppi, hvers vegna Krústjov gerir svo mikið veður út af Tyrklandi og Sýrlandi. Það er ekki hægt að ætlazt til þess, að hann trúi því raun- verulega, að Bandaríkin séu að reyna að ota Tyrkjum f stríð gegn Sýrlendingum, stríð, er mundi leiða öll NA- TO-ríkin út á vígvöllinn.Það- an af síður getum við trúað því, að Sovétríkin séu að leita færis til að ráðast á Tyrki, slík árás yrði upphaf heimsstyrjaldar. Hér er eitt- hvað minna í húfi. Það virðist eðlileg 6kýring, að þrætueplið sé eingöngu yfirráð Sýrlands sjálfs og einkanlega yfir- stjórn sýrlenzka hersins, en þar vilja Rússar koma að handbendum sínum. Ef þessi skýring er rétt, þá má segja, að sagan hafi byrjað á síðastliðnu sumri, þegar stuðn- ingsmenn Rússa og Nassers kom- ust endanlega til valda. Afstaða Dullesár Dulles bi'ást harkalega við valdatöku þessari. Eins og aug- ljóst er opinberlega brást hann of harkalega við, svo að ríkisstjórn ir Saudi-Arabiu, fraks og Líbanons snerust til andstöðu gegn honum. En þessi ríki eru í rauninni fx*á- bitin öllu samstarfi og viðskiptum við Rússa og Nasser. En það virðist eðlilegt að álíta, að þeir Sýrlendingar, sem hraktir voru frá völdum í fyrra, vinni að því öllum ámm að komast aftur í valdasess. Og sennilega er mið- stöð þeiri'a í Tyrklandi, en ríkis- stjórnin þar mundi vitanlega fagna því ef tækist að hrekja núverandi sýrlenzku ríkisstjórnina frá völd- um. Til þess liggja nokkur rök að álykta að valdabarátta þessara manna hafi nú aukizt að krafti og nokkrir fylgjendur þeirra hafa komizt yfir landamærin milli Tyrk j lands og Sýrlands og þegar tekizt að hafa áhrif á stjórn sýrlenzka hersins sem ríkisstjórnin byggir allt sitt á. í sér eitthvað dýpra en það, sem sjáanlegt er á ytra börði. Hér er aðeins unx að ræða kalt stríð. Því Sýrland ér fremur lítill bógur sem herveldi, miklu síðra á því sviði en Kórea t. d. á sínum thna. Þar sem Noi'ður-Kórea var öflugri en Suður-Kórea, kemur ekki til rnála að Sýrland sé á neinn hátt jafn oki Tyrklands og ísraels, þaðan af síður ef þessi tvö ríki leggja sam- an. Á hinn bóginn ervíst, að Eisen- hower-stjórnin er ekki hlynnt hernaðai'aðgerðum frá hendi Tyrk lands og ísraels og þaöan af síður er það rétt, að hún sé að blása til styrjaldar. Af öllu þessu er ljóst orðið, að það, sem fraxn fer í nálægari Aust- urlöndum er alls elcki undirbún- ingur heimsstyrjaldar, heidur ein- göngu valdabrölt á víxl, samsæri og gagnsamsæri í hinnu miklu ref- skák um völdin. Lippman. Hermenn Nassers Aðalástæðan til þeirrar ályktun- ar er sú staðreynd, að Nasser tók upp á því furðulega tiltæki að senda egypzka hei'deild til norður- hluta Sýrlands. Þetta tiltæki væri hlægilegt frá hcrnaðarlegu sjónai'- miði, ef sú væri í'aunin að Banda- ríkin væru að ota Tyrkjum í stríð eins og Krústjov heldur fram. Því hvað *í ósköpunum fengju örfáir hermenn að gert, ef til styrjaldar kæmi? En tiltæki. Nassers verður skilj- anlegt og skynsamlegt, ef við ger- um ráð fyrir því að hlutvei'k hinna egypzku hermanna sé að hafa auga með sýrlenzka hernum og styðja ríkisstjórnina í Damask- us gegn gagnbyltingarmönnum. Með þetta í huga er fögnuður sýr- lenzku stjórnarinnar skiljanlegur og enníremur fagnaðarlætin í Moskvu. Þetta styður þá tilgátu rnína að hótanir og úlfúð Rússa í garð Tyrkja stafi af því að Tyi'kland veiti alla aðstoð flóttamönnum frá Sýrlandi og vinni að því að koma þeim aftur til valda í Damaskus. Þrætueplið í kalda stríðinu um Sýrland cr ríkisstjórn iandsins og það er mikið í húfi fyrir alla að- ila. Kalda stríðið enn En mér virðast engax- líkur til þess að bai'áttan um Sýrland feli 6. fundur norræna ráðsins í janúarlok Tilkynnt hefur verið, að 6. fund ur norræna ráðsins verði haldinn í Kaupmannahöfn dagana 27. okt. til 2. febr. 1958. Einnig er tekið fram, að tíllögur, sem leggja á fyrir ráðið verði áð vera komnar fram fyrir 27. nóv. n.k. Þá cr svo til ætlast, að ríkisstjómir land- anna leggi fram álitsgerðir um samþykktir seinasta fundar ráðs- ins í fyrra og skal þeim hafa verið skilað fyrir 10. des.- n.k. Stálþilið seig um mær tvo metra ísafirði i garr. — Eins og niörg- um mun kunnugt, urðu þau verk- fræðilegu mistök við byggingu hafnargarðsins á ísafirði, að stál- þilið seig á hundrað og fimmtíu metra löngum káfla mest 1,90 m. Hafnarsjóður hefir orðið fyxir g!/" urlegu tjóni af þessum sökum, áu þess að fá bætur fyrir. Nú er ny- lokið við að steypa ofan á stá1- þilið og hefir Marelíus Bernharðs- son séð um það verk. Akstur á möl að veggnum er nú að byi'ja, en um 2500 teningsmetra þarf af henni. Nýlokið er við að setja nýtt gólf úr timbri á allan efri hluta bæjarbryggjunnar. G.S. VAÐSromtV vinnu utan heimilis. Árið 1956 var tekjuskatts viðauki 'félaga. felldur nið- ur. Nú á þessu ári voru enn sett sérstök lög um aukinn skattfrádrátt til handa skip verjum á fisJciskipum. Það þyrfti að finna lciðiv til þess að lækka tekjuskatt inn á ný og örfa með því framtak og sparnað og auka heldur eyðsluskatta. Halda þannig fram stefnunni, sem fylgt hefir verið frá 1950 um lækkun beinna skatta. En þá væri nauðsynlegt að láta fylgja ráðstafanir til þess, að þáð yrði ekki tekið í út- svxyshækkun, sem skattar lækkuðu til ríkisins. ÓMÖGULEGT er að fullyrða, hvort hægt verður að finna á næstunni leiðir, til þess að koma í fram- kvæmd enn nýrri. lækkun beinna skatta. Það fer eftir úrræðum þeim, sem ofan á verða í efnahagsmálunum. Skattamálin verða ekki slit- in úr sambandi við afgreiðslu þeirra.“ DAS í Morgunblaðshöllinni. STJÓRN happdrættis DAS skrif- ar: „Gófffúslega ljáið eftirfarandi rúm í blaði yðar: — Út af grein- arkorni því, er birtist í „Baðstof- unni“ í dag um flutning aðalum- boðs Happdrættis D.A.S. úr Aust- urstræti 1 í Vesturver og tor- tryggni „almenns borgara" á þeirri ráðstöfun, er okkur ijúft að upplýsa eftirfarandi: Happdrættinu var sagt upp hús næðinu í Austurstræti 1 og var þvi nauðsyn á hentugu húsnæði sem næst þeim stað, en eins og flestir munu viðurkenna, er mjög óþægilegt og viðskiptalega „óheii brigt“ að þui-fa að flytja svo stórt umboð langan veg eða jafnvel j alveg úr miðbænum. Stjórn happdrættisins telur það því lán að hafa fengið liúsnæði fyrir aðalumboðið í Vesturveri (á efri verzlunai'hæð), sem auk þess hefir þrjá stóra kosti frain yfir hið fyrra húsnæði: 1. Það er betra húsnæði. 2. Það er framtiðarhúsnæði. 3. Það er ódýrara húsnæði. Þess má einnig geta, að um enga fyrirfram greidda húsaleigu er að ræða. — Húsnæði þetta er tekið á leigu hjá Sveini Guð- j mundssyni. Um stjóm Happdrættis D.A.S. (kosin af Sjómannadagsráði) og happdrættisráð þess (skipað af ráðherra) visast til prentaðrar vinningaskrár happdrættisins“. Stjórn og reikningar. „REIKNINGAR happdræltisins, endurskoðáðir af opinberum end- urskoðendum skipuðum af ráð- herra, eru áriega lagðir fjölritað- ir fyrir fund í Sjómannadagsráði og siðan dreift til umboðsmanna happdrættisins um land allt. Vonum við að skýringar þessar, hafi .eytt tortryggni greinarhöf- undar og að málefni okkar fái að njóta stuðnings hans jafnt áfram sem hingað til. Við leyfum okkur að lokum að benda á byggingar Háskóla ís- lands, Reykjalundar og Dvalar- heimilisins sem talandi tákn þess, að öll þessi málefni verðskuldi það transt og þann mikla stuðn- ing er hin félagslega þroskaða þjóð okkar lætur þeim í té. Með fyrirfram þökk, f.h. stjórnar Happdrættis Dval- arheimilis Aldraðra Sjómar.na Auðunn Hermannsson, Baldvin Jónsson."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.