Tíminn - 25.10.1957, Síða 8

Tíminn - 25.10.1957, Síða 8
8 TI M IN N, föstudagiim 25. október 1951. Rætt við Gísla Jónsson (Framhald af 7. síðu). Og Gísli hefir ekki legið á liði sínu í vegamálunum frekar en annars staðar, þar sem hanrujiefir komið við sögu. Eftirfarandi vísa var kveðin um hann af félaga hans í sýslunefnd Árnessýslu: Um hann kvfslast orkuflóð ekkert píslarlega. Er því GísLa ævislóð afbragð sýsluvega. — Ég sagði honum, að hann aetti ekki að vera að yrkja þetta bull; hann ætti bara að yrkja díápu. Drápan var ort og flutt afmælis- barninu í hófinu að Þiiigborg. B. Ó. frjósemd fjárlanda og frjálsum anda. Vinmargur víst er hann vinur sízt svarthyggju-presta og sauðfjárpesta. Margt í minni kemst þó man ég fremst, er saman við undurn á sýslufundum. Las við lýðs þögn sín lögmálsgögn vísir inn vel dáði í vegaráði. Verk hans vitrast oss: Vegir í kross, vegir vegum dýrri á vagnöld nýrri vegur um vallarbörð og vota jörð, búsældarlegur hinn breiði vegur. (jíila oniionar Afmæliskveðja til Gísla Jónssonar á Reykjum á áttræðisafmæli hans 3. sept. 1957. Vænt er veizluborð, en vegleg orð. Skal því skáld mæra skörung inn kæra þann, er leiddi Iýð um langa tíð, hlaut ei hlut rýran, en hróður dýran. Var í æsku ör með elju og fjör Gísli vor garpur, í gerðum snarpur. Varð því vísra spá, að víst mundi hann fá forráð í Flóa og frægð nóga. Ungur ýtti úr vör með augu snör, drap með áhrínsorði önglum frá borði. Sást í sæferð af sjókindamergð gleypt Gísla beita, mátti galdur heita. Reis önnur öld með orku og völd. Vél rammefld réri rösklegum kneri. Sukku net í sjó og silfur dró og gull úr græðishyljum garpur á þiljum. Heim hélt hans far, og hratt hann bar hugur áttahaga Hló um vordaga fögur grasagnótt, en gullský um nótt. Voru lömb við leiki og Ijómi um Reyki. Reis blómlegt bú við bóndans trú á gróðrardísir góðar og giftu þjóðar. Húsfrú hlúði að byggð af hollri tryggð. Blessun óx með börnum sem blik af stjörnum. Loguðu lífsþrár, og lýsti um brár eldur áhuga ættjörð að duga. Kvað hann kraft í lýð á krepputíð, mælti af málkynngi á mannþingi. Færði hann fríðri sveit sín fyrirheit, lét á teig leiða lífsvatn heiða. Réttur ríki í búð, að rækt skal hlúð. Rök reisti hann máli jafnt ráðsnjall Njáli. Man ég mót vort eitt. Var mungát veitt. Vér í höll hlógum í heimboði að Skógum. Öld var gleðigjörn. Góðmáll var Björn, rekkur inn rómslyngi í Rangárþingi. Rann huggun harms til hölda barms. Gladdist Gísla sinni með görpum inni, færði mjöður móð. En mærði þjóð fylkis frægð sanna Flóamanna. Logum laust í sál yfir lögmanns skál. Slíka brjóstbirtu bændur mjög virtu. Entist ölgnótt, unz andlitsrjótt lyftist lið á fætur. Lifði skammt nætur. Kvöddu höldar hlýtt og hétu, að títt skyldu ferðir farnar á fund Bjarnar. Bliki sló um ból, er brenna lét sól eld á ísstöllum yfir Eyjafjöllum. Hló hetjulið og hófust við breiðir brúnagarðar Bjarnar lögvarðar. Héldust handtök löng í höldaþröng. Glaður gekk frá leikjum Gísli á Reykjum. Að austan með oss og allt til Selfoss flutti hann fyrirlestur sem fagnaðsgestur af lífi og sál. Var það lengsta mál, er ort var méð sanni af einum manni. Með öflgum ym sem öldubrim flóðu örvar orða af ærnum forða. Buldi um bónda og klerk hans brýning sterk. Brann af hugbáli blik frá gómstáli. Hress er önd hans enn, og árna menn honum heilla stórra ‘ og heimsdáða frjórra. Metum fremdarmann, og muna þann skörung skal vor sýsla. Skál fyrir Gísla! Séra Helgi Sveinsson, Hveragerði. iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimii Birtu ber hann enn fyrir búandmenn. Enn er orðsnarpur áttræður garpur. Kátt er karls þel, og kann hann vel saklausum glettum og söng í réttum. Sæmdur situr hann og sífellt ann Takið eftir | Óska eftir að taka á leigu i | upphitaðan skúr, eða fokhelt i i pláss, helzt í Vesturbænum. i | Upplýsingar í síma 2 47 65 § iiimiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiií Verðmæti vinningakr. 130.000.00 Happdrættí HNATTFERÐ g (jj F ° model ’57 I ' Freemantle í happdrætti Sambands ungra Framsóknarmanna, sem efnt var til nýlega, eru tveir vinningar: Opel bifreið, módel 1957, og hnattferð með s.s. „Southern Cross", 20 þús. tonna línuskipi. — Grein þessi er hin fimmta í greinaflokki þeim, er fjallar um fyrirhugaða hnattferð, og eru þeir lesendur, er fylgzt hafa með frá byrjun, þegar orðnir kunnugir í Southampton í Bretlandi, Las Palmas á Kanaríeyjum, Cape Town og Durban í S-Afríku. Freemantle Ferðin yfir hið víðáttumikla Indlandshaf hefur gengið að ósk um og veðrið verið hagstætt að undanskildum síðasta sólarhring, en þá blés hann upp af suðvestan og þá, kæru lesendur, fengum við, í fyrsta sinn á þessari yndælu sjó ferð, að sanna sjóhæfni okkar sem við höfðum státað svo mjög af í byrjun ferðalagsins. Við vöknuð um snemma um morguninn við það að „Crossinn“ var farinn að velta, ekki eins og árabátarnir heima, létt og snöggt, heldur þungt og þreytulega í löngum djúpum hrynjanda, á bæði borð. Við risum strax úr rekkju og eftir fámennan, en vel útilátinn morg unverð (því ekki vantaði lystina) stigum við á þilfar og fundum, til mikillar ánægju, þyngdarpunkt okkar færast á sinn rétta stað. Allhvasst var á þilfari og rauk sjórinn langt fyrir neðan okkur og ef ekki hefði verið hreyfing skipsins var þetta rjúkandi haf eins og okkur gjörsamlega óvið komandi; Þá stóðum við í fyrsta skipti sem sigurvegarar yfir Ægi gamla og minntumst um leið með tregablandinni beizkju þeirra stuhda, er hann gein yfir okkur á Halamiðum vestur og lét okkur finna til þeirrar smæðar, er minnst getur talizt. Langt í fjarska sjáum við örla fyrir fjallahnjúkum minnstu heimsálfunnar og áður en dag- ur er að kvöldi, höfum við tekið hafnsögumann Freemantleborgar um borð. ViS Svanafljót veit nema einhver skyldleiki sé þar í milli. Hávaxinn skógurinn hylur bakka fljótsins og má greina flöktandi bjarma hjarðeldanna á milli trjánna og ber glampann út á fljótið unz hann brotnar í kjöl fari bátanna. PerthJborg er böðuð í skini raf ljósa, og er við göngum um breið stræti borgarinnar sjáum víð, að hér er land hins hvíta kynstofns og það ekki af lakari endanum. Tækni nútímans er hér allsráð andi, og eftir að hafa ekið um vel upplýst borgarhverfi í „doll- aragríni", höldum við til úti skemmtistaðar niður við fljótið. Loftið er mettað af glaðværð fólks ins, enda er staðurinn einn hinn fegursti, er við höfum litið fram til þessa. Hvelfing marglitra neon-ljósa er fest yfir þessum Edengarði als nægta, svo bjart er sem um hádag. Gosbrunnar miklir og fagrir úða marglitu vatni á glampandi marrn arastyttur, gerðar af hinum ódauð legustu listamönnum landsins. Flokkur ungmenna sýnir þjóðdans og hljómsveitir leíka undir flautu sóló. Ástralska hjarðmannsins. Um miðnætti hefst stórkostleg flug eldasýning og er hún svo mikil fengleg, að gamlárskvöld heima á Fróni verður í huga okkar einna líkast mánudegi á miðþorra, En eins og svo oft áður, dvelst hugur okkar skamma stund við eyj una í Atlantshafi og brátt erum við í glaumnum á ný. Skemmti garður Perthborgar eru að baki og við holdum niður fljótið mót hækkandi sól. Fremantleborg er brátt sem fögur perla á festi ferða lags okkar og um leið og við yfir gefur hið fagra Svanafljót, blæs hlýr andvari af landsuðri berandi ilm hinar frjósömu náttúru lands ins. „Crossinn“ siglir hraðbyri, með- fram vesturströndinni í suðurátt og þar sem við stöndum á þilfari rifjum við upp tilveru smáborgar 250 mílur inn í landinu, er South- ern Cross heitir. Um skyldleíka þessa tveggja nafna vitum við lít- ið, en ekki er ólíklegt, að nokk uð samband sé þar í milli. Við höldum hugsi undir þiljur og svona til nýbreytni, förum við í bíó, en á meðan liefur „Crossinn" beygt fyrir Leeuwin höfða og stefn ir nú á Melbourne 2000 milum austar. J. Skógurinn hylur bakka fíiótsins og má greina fíaktandi bjarma hjarð- eldanna mitli trjánna. - Þökkum innilega fyrir auösýnda samúð og hluffekningu við útför föður okkar, Sigurðar Sigurðssonar, Flatey, Breiðafirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. Freemantle er hafnarbær Perth borgar, fr'ekar lítill en snotur og j vel hirtur. Fjölmörg skip eiga i leið hér um, enda Perth stærsta borg Ástralíu á suðvestur strönd inni. Freemantle stendur á bökk- j um hins fagra Svanfljóts, en nokkru ofar er Perthborg. Farþeg j arnir eru furðu fljótir að ná sér' eftir þennan illviðrisdag, og um; kvöldið er lagzt er við landfestar er gengið um borð í lítil fljóta- skip, er halda í rökkrinu upp fljót ið. Er mikil umferð á fljótinu og þegar bátarnir líða á móti straumn um í heimi hins suðlæga lands, stíga upp í kvöldhimininn skærar raddir innfæddra bátsverja, er höfðu hreiðrað um sig í stafni báts okkar, Þetta er undarlegur söngur og minnir okkur einna helzt á rímnalögin íslenzku og hver Okkar kæra móðir og tengdamóðir, Steinunn Oddsdóttir frá Óslandi í Höfnum, lézt þann 23. október. Börn, 'fósturbörn og tengdabörn. Bezt að auglýsa í TlMANUM - Auglýsingasími TÍMANS er 19523 -

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.