Tíminn - 01.11.1957, Qupperneq 5

Tíminn - 01.11.1957, Qupperneq 5
TÍMINN, föstudaginn 1. nóvember 1957. E Orðið er frjálst Eiríkur Jónsson, Vorsabæ Gerfitungl „Frjalsrar þjóðar" Hinn 28. sept. s.l. birtist í blaðinu „Frjáls þjóð“ nafn- laus grein með fyi'irsögninni „Tunglmyrkvi á Skeiðum“. Ekki get ég séð í hverjum tilgangi grein þessi er skrifuð, þótt hún að sumu leyti beri það með sér að vera andlegt afsprengi greina þeirra er Helgi Hjörvar hefir verið að skemmta sér við að skrifa um Skeiðamenn að undanförnu. Þeir sem ókunnir eru þeim mál- um, sem um er rætt í greininni, kunna að taka hana sem góða og gilda vöru, — og er sjálfsagt til þess ætlast af greinarhöfundi. ■— En þar sem hér, í flestum tilfell- um, er sannleikanum snuið við, og þar að auki skáldað í eyðurnar, mætti segja um það eins og karl- inn sagði, að helmingurinn er lygi en hitt vitleysa. Greinarhöfundur byrjar á því að seilast 19 ár aftur í tímann, og rifja upp gang þeirra mála, er mæðiveikin var að byrja að breið- ast út hér austan Hvítár, og þær ráostafanir, sem gerðar voru til að hefta útbreiðslu hennar, en blandar þó þar inní skólaniáluni hreppsins eins og þau eru nú, sem sýnilega er gert í vissum tilgangi. I sambandi við þessi mál, dekrar hann við að hefja mig til skýjanna á kostnað annarra minna sveit- unga. Ég hefi aldrei óskað eftir, og sízt af svona greinarhöfundi, að verk mín fyrir þetta hrepps- félag yrði gert að umtalsefni á þennan hátt í blaðagrein, og á mig hlaðið væmnu og ósönnu iofi, og það notað til þess að ófrægja aðra, en hver hefir sinn tilgang. Mun ég nú leitast við að leiðrétta aðal ósannindin, sem huldumaöur þessi smjattar á, og gerir sér mik- inn mat úr. ÞAÐ ER ÞÓ rétt hjá greinar- höfundi, að Flóamönnum var opn- uð leið til þess að nota afrétlinn, eftir að fjárskiptin höíðu farið fram. Þurfti engan óróður, Iivorki af mér né öðrum Skeiðamönnuin til þess að Flóamenn færu að reka á ný til afréttar. Það gerðu þeir strax og nýja féð var komið, og höfðu eftir því beðið, er bezt fyrir greinarhöíund að spyrja þá sjáifa um það. Út frá þessum hugleiiðngum, kemst hann að þeirri niðurstöðu að hinir yngri bændur, sem notið hafa kennslu á Laugarvatnin hafi talið sig í skugga mannaforráða í hreppnum, og hafið áróður fyrir því, að koma þáverandi hrepps- nefnd frá völdum. Verður helzt af þessu ráðið, að greinarhöfundur telji nokkurn ljóð á ráði þeirra manna, sem á Laugarvatnsskólan- um hafa dvalið, er lýsi sér í fram- hleypni og yfirboðsskap, sé því ekki von á góðu hér. Nú vil ég haida því frarn, að ekkert sé eðlilegra eu ungir rnenn leiti sér einhverrar þekkingar, meiri en barnafræðslunáms. Hvort það er á Laugarvatni eða annars- staðar skiptir ekki máli. Ég að minnsta kosti get borið virðingu fyrir þeim ungu mönnum, sem að námi Joknu, snúa aftur heim í sveit sína, til starfs á jörðum feðra sinna, og láta ekki kaup- staðargullið ginna sig frá uppbj’gg ingu og ræktun sinnar heiima- siðar. NÚ ER í þessu sambandi stað- reyndunum algjörlega snúið við. Þáverandi hreppsnefnd ákvað það efnróma, án nokkurra utanaðkom- andi áhrifa, að hætta störfum, meðal annars vegna ágreinings við nokkra menn í hreppnum, út af vissum málum. Taldi hún eðlilegt að hinir yngri menn tækju við, og líkur meiri fyrir því að þeim tækist að leysa þau mál, þar sem þeir áður höfðu ekki verið við þau riðnir. Ekki voru uppi neinar raddir um listakostningar áður en hrepps-1 nefndin ákvað að hætta störfum, i og sllur meirihluti hreppsbúa hef-1 ir aldrei óskað eftir þeim. Það er og líka alger ósannindi, að hreppsnefndin hafi þá liótað hefnd arráðstöfunum vegna þessa, viss- um mönnum. Eftir að hreppsnefndin ákvað að síaría ekki áfram, komu fram nokkrir utangáttamenn í hreppn- um og kröfðust listakosninga, með kennarann, sem efsta mann. Voru það þeir menn, sem hin fráfarandi hreppsnefnd haíði átt í deilum við. Hið sama ætluðu þeir að leika við síðustu kosningar, on á því voru þeir formgallar, að kjörstjórn in úrskurðaði listan ógildan, og þá kosið eftir þeim reglum, sem greinarhöfundur telur að bezt og eðlilegast sé. Draga má þær ályktanir af orð- um greinarhöíundar, að af þess- um ástæðum hafi sprottið misklíð sú, sem verið hefir milli kennar- ans og hreppsnefndarinnar og meirihluta skólanefndar. Er þetta alrangt. Að þsssu liggja allt aðr- ar ástæður, sem spunnist ’nafa út af störfum hans sem skólastjóra, og ekki síður af utanaðkomandi áhrifum. Út í það fer ég ekki nán- ar hér, yrði það oflangt mál, ef rekja ætti orsakir þær, sem þar liggja á bak við, enda er það op- inbert mál og í vitund fjölda manna. ' HULDUMAÐUR þessi er að bera það í eyru lesenda að erfitt hafi verið fyrir kennara að gera Skeiða mönnum til hæfis að undanförnu. Meðal annars segir svo í grein- inni: „Hafði þá í mörg ár verið landlægt á Skeiðum að heldur erf-J itt væri fyrir kennara að gera Skeiðamönnum til hæfis. Og enn- fremur: „Nefndarmönnum hefirj góðfúslega verið bent á að fyrr-J verandi kennarar á Skeiðum hafíj reynst annars staðar í öfugu hlut- falli við umsögn Skeiðamanna“. Svo mörg eru jpau orð. Nú má ætla, að þar sem ég var oddviti allan þann tíma, sem þess- ir fyrrverandi kennarar voru starf- andi hér. — Þau Helga Þorgils- dóttir yíirkennari við Melaskól- ann í Reykjavík og Klemens Þor- leifsson kennari við Laugarnes- skólann, Helga frá 1924 til 1930 og Klemens frá 1930 til 1943, — og hafði allmikil afskipti af skóla- málum hreppsins, vann einnig að því með öðrum hreppsbúum að barnaskólinn í Brautarholti yrði byggður, hafi, þrátt fyrir þetta, ogj öll hrósyrði greinarhöfundar, unn j ið að því um leið, að koma þessum J kennurum burtu. Þessi ummælij afsannar yfirlýsing Helgu Þorgils-J dóttur, sem hún hefir góðfúslega leyft að birta: „Samkvæmt beiðni Eiríks Jónssonar í Vorsabæ, er mér Ijúft að viðurkenna að ég hætti að kenna á Skeiðum eingöngu sökum þess, að mig langaði til að kenna við barnaskóla í Rvik.1 Haustið 1930 voru auglýstar nokkrar stöður þar, vegna þess, að þá tók Austurbæjarskólinn til starfa. Freistaði ég þess að senda umsókn og fékk ég stöðu við Mið bæjarskólann. i Þó að langt sé umliðið, vil ég hér með nota tækifærið og þakka Skeiðamönnum fyrir ágætt sam- starf með allt er skólann varð- aði, þau 6 ár, er ég dvaldi þar og alla aðra vinsemd í minn garð'*. Reykjavík, 10. okt. 1957, Helga Þorgilsdóttir. Ennfremur ætti greinarhöfunö- ur að tala við Klemens Þorleifs- son um þessi mál, hvort har.n mundi taka undir þær ádeilur, sem hann gerir sér mikinn mat úr. í GREININNI notar höfundurinn mikið orðið „gerfikennari“. Skilst mér að þar sé átt við þá kennara, sem ekki hafa kennarapróf. Með þessu er hann að gefa heilum hóp kennara þetta þokkalega nafn. Á skólaárinu 1955 til 1956 munu hafa verið yfir 80 kennarar við kennslu, sem ekki höfðu kennara- próf, og það af þeirri einföldu á- stæðu, að ekki voru nógu margir kennarar til með kennaraprófi. Vandi er að dæma um það, hvori þessir menn allir hafa haft lakari hæfileika til starf-sins en sumir hverjir þeir, sem hafa prófskír- teini upp á vasann. Allir þessir menn hafa verið samþykktir til starfsins af fræðslumálastjórninni eins og sá aukakennari, sem starf- aði hér s. 1. vetur. Hafði hann ekki lakari tiltrú en það, að í kennslu hjá honum voru 19 börn en lijá aðalkennaranum 6 og hér í báð- um tilfellum talin aðeins skóla- skyld börn úr hreppnum. Greinar- höfundur telur að börnin hafi skipst að jöfnu milli kennaranna, hvort hann fer hér með vísvitandi ósannindi eða hér sé um þekking arskort að ræða, er ekki ljóst, en hvorugt er honum til hróss. Það væri ekki úr vegi fyrir hann að kynna sér prófskírteini barnanna úr báðum skólunum, til að fá of- urlítið meiri þekkingu á þessum málum, sem hann er að skrifa um, ekki mun af veita. Nei, svona skrif og sleggjudómar falla venjulega um sjálft sig, því sá, sem ætlar sér að skrifa opinberlega um mál, svo sem liér er gert, ætti ekki að leyfa sér slíkan málflutning, jafn- vel þó að hann sé af annarra á- eggjan til þess knúinn. En eitt vil ég þó segja honum, að þetta, sem hér iiefir gerzt, mun ekki orsaka neina þjóðfélágsbyltingu, því þar þarf meira til. ÉG MUN EKKI eltast við hinn ýmsa sparðatíning, sem kemur. fram í nefndri grein, eða fara að ræða málið frá sjónarmiði núver- andi hreppsnefndar, gæti það orð- ið síðar, ef greinarhöfundur óskar þess. Eitt vil ég þó benda honum á, telji hann sig mann til að betr- umbæta þetta sveitarfélag: Hann þarf að hafa meiri málefnalega þekkingu en fram kemur í grein- inni, og ofurlítið meiri þekkingu á landsmálum almennt. Get ég ekki stillt mig um að taka hér upp smá klausu úr greininni, svo les- endur sjái þekkingarleysi greinar- höfundar ó hinum algengu fram- kvæmdareglum. Þar segir svo: „Að lokum vil ég leyfa mér að koma fram með tillögu til lausn- ar þessu máli. Vorið 1958 fara fram hreppsnefndarkosningar á Skeiðum. Þingmenn Árnesinga ættu að bera fram á Alþingi frv. um að sett verði bráðabirgðalög, sem bönnuðu listakosningar á Skeiðum". Ekki veit cg til að samin hafi verið á Alþingi bráðabirgðalög. Sé um samningu bráðabirgðalaga að ræða, ætti greinarhöfundur að vita það, að þau eru aðeins sett milli þinga, til staðfestingu síðar á Alþingi, en þekking hans nær ekki svo langt, að hann gcri sér grein fyrir því. Hverjum skyldi öðrum en greín- arhöfundi detta í hug, að stjórnar völd landsins fari að gera breyt- ingu á almennum lögum aðeinsj fyrir einn hrepp? Það er fáránleg hugmynd. Hins vegar væri þess heldur engin þörf vegna meiri- hluta kjósenda hér. Þeir hafa aldr ei óskað eftir listakosningu við hreppsnefndarkjör, heldur nokkrir ménn, sem telja sig vera í and- stöðu við hreppsnefndina, eins og áður er sagt. Þessar tillögur grein- arhofundar ná því aðeins til þesc- ara fáu manna, en til þess hygg ég að hann hafi ekki ællast. Ég sé ekki ástæðu til að eltast við fleiri rökleysur í greininni. Fyrirsögn hennar er spegilmynd af innihaldinu, „tunglmyrkvi frá byrjun til enda“. Vorsabæ, 21. okt. 1957, Einkur Jónsson. * wwiTiiiip-Íaisii-; MiWStaKNnWtN•«** * AUGLYSIÐ t TIMAKUM •«9iTraiiliiK!i:iM!M)HlHiSi!iiNsíPNW Ameríkanar gera stórmerkar tilraun- ir meS gerileySandi m jélk Frá amerískum tilraunum með gerlaeyðandi mjólk. Ef niður- stöður tilrauna þessara standa heima, geíur það haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar manna. Það virðist, mega ráða af niður- stöðum nokkurra amerískra VII- rauna, að menn geti tryggt sig fyrir mörgum sjúkdómum, sem nienn annars eru varnarlausir gegn — með því að drekka gerla- drepandi miólk. Þetta eru engin smáííðindi, og fréttin, sem kem- ur frá Bandarikjunum, mun vekja mikla athygli. Tilraunirnar voru gerðar af pró fessor WiIIiam E. Petersen í Minne sota og aðstoðarmanni hans, dr. Berry Campbell og samkvæmt danska ritinu ,,Mælkeritidende“ voru þær iramkvæmdar þanhig, að dauðum bakteríum er dælt í júgur kúnna — e. t. v. blöndu með 10—20 sýklum, allt frá poli- ovírus til mislinga. Tveimur til 24 klst. síðar fara kýrnar að mynda mjólk, sem er svo auðug af auti- toxíni, — en það er undravert eggjahvítuefni, sem líkaminn not- ar i baráttunni við sjúkdóma — að sá, er drekkur mjólkina, sýk- ist ekki af þeim sjúkdómum, sem um er að ræða, því hann hefir svo mikið af autitoxíni í blóðinu, að unninn er þegar í stað bugur á f júkdómnum. Að 'Sögn vísindamannanna fyrr- nefndu gæti hér orðið um víðtæka sóttvörn að ræða. Því virðast lítil takmörk sett gegn hve mörgum tegundum sýkla kýrjúgrið myndar móteitur. Af nokkrum beirra fær kýrin ofurlítinn, síaðbundinn hita og jafnvel júgurbólgu, en af ó- skýranlegum ástæðum eykst mjólk urmyndunin venjulega eftir hverja innspýtingu. Mest magn af auti- toxíni myndast íyrstu vikurnar á eftir, en myndun þess helzt þó við allt mjaltatímabilið. Það er engin sýnileg breyting á : mjólkinni. Hún er eins á bragðið, ‘ en er „hlaðin“ autitoxini, allt að 150 sinnum meira en blóðið í skepnu, sem er haldin sjúkdóm- inum. Vísindamennirnir tveir reyndu fyrst að gera hænsni ónæm með því að fóðra þau á mjólk úr kúm, sem dælt h'áfði verið í pullorun, en það er sjúkdómur, sem er ban- vænn hænsnum. Um 90% af hænsnunum, sem ekki höfðu feng-! ið antitoxín í mjólkinni, drápust. eftir að þau höfðu verið smituð, en þau hasnsni, sem höfðu drukk- ið „sóttverjandi" mjólkina lifðu öll. Ónæmið varir þó aðeins um stundarsakir, og er það öðruvísi en hið viðvarandi ónæmi a£ bólu- setningu. Þess vegna er nauðsyn- legt að halda því áfram að drekka gerlaeyðandi nijóik. Mjólkiija má gerilsneyða og heldur hún þó næmiseiginlelkum sínum og enn- fremur geymist antitoxínið í mjólkurdufti er síðan má leysa, upp og nota til drykkjar. Það er ekki að undra, segir í greininni, þó svo virðist sem þessi j uppfinning muni verða eitt af j mestu framfarasporum í * læknis- fræði á okkar tínunn, enda íelja þassir tveir vísindamenn, að tak- ast. rr.egi að gera menn ónæma fyrir sjúkdóraum, sem við nú er- um varnarlaus fyrir. Skyldi kýrin nú verða hjúkrunarkona mann- kyrrsins? ; Varp hænanna minnkar mjög r.ieð aklr; þeirra — en lrvaS er aS, segja um gæðin á eggjunum? Fyrir l&ngu hafa menn komizt að raun um það, að eigi niaður að fá góðan arð af hænsnahjörð sinni, verður að gæta bess að í björðinni séu eingöngu ungir, heilbrigðir og arðsemir iuglar. Ur því að hænurnar eru orðnar 2 ára; fer að draga úr varpinu. Sum ir halda því fram, að eldri hæn- urnar verpi svo síórum og góðum eggjum, og láta dragast úr hömlu að lóga þeim. En jafnvel þótt eggin séu stór, þá liður sífellt lengri tími milli þess, sem mað- ur finnur egg í hreiðrinu og heild areftirtekja ársns í kg verður stór um minni en hjá yngri hænunum. Niðurstöður athugana á tilrauna- stöðvum hafa, eftir því sem tímar hafa liðið/veitt hænsnaeigendum óbrigðula vitneskju um hvernig varpið er biá mismunandi árgöng um, Þetta á einkum sinn þátt í því, hve hænsnaeigendur lóga nú hænunur.i fvrr en þeir gerðu og að gæði hænsna um land allt hafa aukizt hin síðari ár. Við liöfuim þó fengið vitneskju um, að varpið minnkar mjög mik- ið eftir því sem hænurnar eldast, en hvað er að segja um gæði eggjanna? Fundið var með rannsóknum í Ameriku, að gæði eggjanna minnka miög mikið nieð aldri hæn anna og þess vegna ættu að vera tvær gild'ar ástæður til þess að menn iosnðu sig við eldri hænurn- ar í hjörðinni. Smjörið á heimsmarkaðjnum kemur frá fáum Iöndum. Á alþjóðasmjörmarkaðnum eru það öríá 1‘önd, sem eru mestu ráðandi. Lanastærstu smjörútflytj endur í F.vrópu eru Danmörk og Holland. Árið 195 fluttu Danir út 121 millj kg af smjöri og Hol- lendingar 32 millj. kg. Svíar fluttu út nær 17 millj. kg. Utan Evrópu er Nýja Sjáland mesti smjörútflytjandinn m-eð 166 millj. kg. Það land flytur út mest smjör alira landa. Ástralíumenn eru einnig mitdir smjörlandar, flytja út 84 millj. kg. smjörs. Og hvert fer svo allt þetta smjör? Langmestur hluti þess fer til Bretlands. Öll mestu útflutn- ingslöndin selja Bretum megin- hluta útflutnings síns, en þeir fluttu inn 330 millj. kg. á s.l. ári. Næstmesti smjörinnflytjandinn er Vestur-Þýzkaland, með um 34 millj. kg. Fjórtán símastaurar brotea í greoad við Húsavík Húsavík í gær. — Um helgina urðu hér miklar biianir á síma línu vegna veðurs. Einnig urðu raf magnstruflapir af sömu ástæðu á Húsavík á laugardagskvöldið. Á laugardaginn gerði norðvestan áhlaup með krapahríð og hlóðst mjög á víra og staura símalínunn ar. Brotnuðu einir fjórtáh síma statirar í grennd við Laxamýri. Símasamband komst aftur á í dag. Bílum er fært um héraðið og einnig kömst áætlunarbifreið héð an yíir Vaðiabeiði og til Akureyr ar í dag. Hafði héiðin verið mok uð. Hætt er við að leiðin yfir heið ina lokist aftur, strax ef veður versnar. Þ.F. Sýrland (Framh. af 6. síðu.) sem ek'ki hefir verið nægjanlega skýrð. Ef fuilvíst er að tyrknesku hersveitirnar á landamærunum séu ekki verulega sterkar, livers vegna vofu þær þá tvöfaldaðar eftir skærurnar í haust? Tyrkland hefír aldrei gefið út yfirlýsingu um að það óttist árás af hendi Sýrlendinga. Hvers vegna styrktu þeir hersveitir sínar og lögðu þann ig upp í hendurnar á Rússum til- efni t.l ofsalegs áróðurs og á- cakana. Rússar hafa lýst því yfir að árás Tyrkja mundi verða strax eítir kosningar með hjálp amer- ískia hersveita og ísraelskra. Kannske að Rússar hefji upp nýj- an áróður nú þegar sýnt er að ekkert verður úr þeirri árás, og telji sig hafa enn á ný bjargað heiminum írá heimsstyrjöld. (Að mestu uppúr Manchester Guardian.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.