Tíminn - 01.11.1957, Síða 8
B
Bækur og höfundar
(Framhald af 4. síðu).
hún sjálfsagt góð að einhverju
leyti. Það voru víst allir, þegar allt
kom til alls“. En þó finnst skáld-
konunni að sumir menn séu svo
heimskir, að hið góða er þeim
hefur verið gefið í vöggugjöf, ■
kunni þeir alls ekki að nota, eða
það kafni í blindri eigingirni
þerra. Tvær slíkar persónur, 1
mæðgin, koma fram í síðustu
skáldsögu hennar.
Mun hinn glöggi skilningur
skáldkonunnar á mönnum, er hún
hefur kynnst, vera frumorsök
þess að bækur hennar eru meira
lesnar en flestra annarra rithöf- j
unda hér á landi.
Ekki eru skáldsögur Guðrúnar
áróðursrit fyrir neinum stjórn-
mála- eða trúarskoðunum. Ekki
eru þær heldur siðferðisleg áróð-
ursrit, og því síður eru þær æsandi
reyfarar, og þær eiga ekkert skylt
við bækur eins og Roðasteininn. j
Ekki hafa neinir nafnkunnir rit-1
dómar eytt miklu rúmi í blöðum'
eða tímaritum, til þess að ræða
um þær, eða vekja á þeim athygli.
Þá hefur ekki nefnd sú, er út-
hlutar ritlaunum til skálda og
listamanna, talið, að hún ætti sæti
framarlega á skáldabekk íslend-1
inga. Jafnvel skáld, sem lítið hafa
skrifað og fáir lesa bækur eftir,
fá æðri sæti á skáldabekknum, en
Guðrún frá Lundi. Eitthvað hefur
henni þó verið þokað framar, eftir
því sem bækur hennar hafa fjölg-
að, en á meðal góðskálda er henni
ekki enn skipað sæti. Ég hefi
orðið þess var, að ýmsir menn
telja engar bækur góðar, nema
þær séu eftir höfunda, sem hafa
fengið opinbera ’ viðurkenningu,
sém miklir rithöfundar, svo sem
Nobelsverðlaun eða vera seitir í
fremstu sætin hjá nefndinni, sem
úthlutar rithöfunda- og lista-
mannastyrkjunum. Þessir menn'
telja bækur Guðrúnar frá Lundi
lélegar, en ógjarnan vilja þeir
rökræða um þær, af þeirri góðu
og gildu ástæðu, að þeir hafa ekki
leeir þær. En þrátt fyrir þetta,
stækkar einlægt lesendahópur
bóka Guðrunar frá Lundi, þótt
hún njóti ekki stuðnings neins
stjórnmálaflokks, trúarstefna, ann
arra rithöfunda eða nefndar þeirr-
ar, sem úthlutar skáldastyrkjum.
Ástæðan fyrir því, að bækar
Guðrúnar frá Lundi eru mikið
keyptar og mikið lesnar, er fyrst
og fremst sú, að lesendum þykja
þær skemmtilegar. Þær eru skrif-
aðar á léttu og tilgerðarlausu
máli. En snilli hennar sem sagna-
skálds rís hæst í mannlýsingum
hennar. Þar fatast henni sjaldan.
í mannlýsingum hennar speglast
skilningur hennar á þeim mönn-
um, er hún hefur kynnst. Hún er
búin að skapa marga tugi sögu-
persóna. Flestar sögupersónur
Guðrúnar frá Lundi eru fastmót-
aðar og sjálfri sér samkvæmar í
orðum sínum og gjörðum, hvar
sem þær koma fram. Þær eru
eðlilegar og lifandi, og því hefir
lesandinn yndi af að fylgja þeim
og kynnast þeim. Bezt lætur skáld
konunni að segja frá lífi, tali og
öllum háttum sveitafólks og dag-
launafólks í þorpum og kaupstöð-
um. Þetta fólk skilur hún og
þekkir og leiðir það fram á sögu-
sviðið se mstórskáldi sæmir. Þekk-
ing hennar og skilningur á sveita-
fólkinu og daglaunafólkinu, þar
af leiðir að hún nær ekki sömu
tökum að lýsa því, eins og því
fólki, er hún þekkir gleggst. En
vísvitandi stéttahlutdrægni kemur
hvergi fram hjá henni.
Fáum íslenzkum sagnaskáldum
hefur tekizt betur um mannlýsing-
ar en Guðrúnu frá Lundi. í þeirri
grein minnir hún mjög á einn
frænda sinna, skáldið Jón Thor-
oddsen. En andlegur skyldleiki
þeirra speglast á fleiri sviðum.
Þjóðlífslýsingar þeirra eru glögg-
ar. Þetta tvennt, þjóðlífslýsingar
og mannlýsingar, munu gera skáld
sögur þeirra frændsystkynanna,
Jóns Thoroddsens og Guðrúnar frá
Lundi, sígildar í íslenkum bók-
menntum. Ýmislegt má þó finna
að skáldsögum þeirra beggja. En
ævi þeirra er ólík. Jón Thorodds-
sen háskólagenginn embættismað
ur og að sjálfsögðu lesinn í erlend-
um bókmenntum, en Guðrún frá
Lundi óskólagengin sveitakona.
TÍMINN, föstudaginn 1. nóvember 1957
Sennilega myndi Guðrún frá
Lundi hafa haft mikið gagn af
því, ef hún hefði verið langskóla-
gengin og hafa getað lesið skáld-
rit erlendra stórskálda á frum-!
málunum. En ef til vill hefði hún
þá týnt einhverjum af þeim töfr-
um, sem hún á nú yfir að ráða
í sínum látlausa stíl og látíausu
frásögn, sem orkar því, að bækur
hennar eru meir lesnar en flestra
annarra íslenzkra skálda.
Guðrún frá Lundi er fædd skáld
kona, þjóðleg, eðlileg og oftast
raunsæ. í tugi ára liefur í huga
hennar orðið ógleymanlegt margt
þeirra manna og kvenna, er hún
hefur kynnst um ævina. En jafn-
framt hafa í hugarheimum henn-
ar skapast menn og konur, líkt
því fólki, sem hún heíur kynnzt
um ævina, en þó með einhverjum
sérkennum. Þar í hugarheimum
hennar sér hún lífsbaráttu þessa
fólks, lifsnautnir^ þess, sorgir þess
og þjáningar. í marga áratugi
þekkir hún enn þetta huldufólk,
sem hefur fylgt henni í daglegum
önnum hennar, og í draumum
hennar, er hún þreytt eftir erfiði
dagsins, var lögst til hvíldar. Og
loks, þegar hún er komin úr sveit
inni, meir en sextug að aldri, gefur
hún sér tíma til að skrifa sögur
þessa fólks.
Völsungasaga segir frá því, að
móðir Völsungs konungs gekk
með hann í sex ár, eða nær átta
sinnum lengur en venja er til að
konur gangi með afkvæmi sín.
En Völsungur varð líka öllum
öðrum nýfæddum sveinum miklu
stærri. Guðrún frá Lundi hefur
gengið lengur með Jón bónda
Jakobsson á Naustaflögum og aðr-
ar sögupersónur Dalalífs, en venja
er að skáld gangi með söguper-
sónur sínar. Enda varð saga Jóns
bónda stærri en aðrar íslenzkar
skáldsögur. Sumir kaflar hennar
eru það bezta, er Guðrún hefur
skrifað.
Fæðing Völsungs konungs kost-
aði móður hans lífið. Ein fæðing
söjgupersóna Dalalífs jók þrótt
skáldkonunnar, því að Tengdadótt-
irinn, sem heild, er þróttmesta
saga hennar. Og þróttur Guðrúnar
frá Lundi er enn mikill, þótt hún
sé nú 71 árs að aldri. Það sýnir
hin nýútkomna skáldsaga hennar,
Ölduföll. Engum mun leiðast með
an hann les þessa bók. Frásagnar
gleði skáldkonunnar er jafnmikil
og áður. Flestar sögupersónurnar
í Ölduföll eru fastmótaðar og
verða lesendum minnisstæðar, svo
sem aðalsöguhetjan, Benedikt,
framhjátökukrakki, og hin þrótt-
mikla kona, Þorbjörg í Nausti.
En gamli prófasturinn, sem á allt
landið, er þorpið er reist á, kemur
fram í byrjun sögunnar sem fljót-
færinn týranni, er kemur síðar
fram sem samvizkusamur, væru-
kær og athugull maður, virðist
mér ekki eins eðlilegur og sjálfum
sér samkvæmur sem venja er um
sögupersónur skáldkonunnar. —
Mæðginin, Ingólfur bóndi og Her-
dís móðir hans, eru heimsk og
hálfgerð söguskrípi, og minna
mjög á söguskrípi Jóns Thorodds-
ens. Þau eru að vísu talsvert öðru
vísi en söguskrýpi Thoroddsens,
en sýna samt eins og fleira í sög-
um þjóðskáldsins og frændkonu
hans, skáldkonunnar Guðrúnar
frá Lundi, vandlegan skyldleika
þeirra.
Út á flest mannleg verk má
eitthvað telja, og það með rökum.
Svo er og um sögur Guðrúnar frá
Lundi. En þrátt fyrir það mun
meirihluti þjóðarinnar og flestir
lesendur bóka hennar skipa henni
sess meðal íslenzkra stórskálda.
Þorsteinn M. Jónsson.
ÁttræSur: Dr. Ólaíur Daníelsson
Kennarar eru ærið maigir hér á
landi og njóta flestir rífleg^ um-
tals. En spurn er mér, hvort nokk-
ur úr þeim 'hópi sé þjóðkunnari en
maður, sem þó hvarf frá kennslu-
störfum fyrir 16 árum og er í dag
áttræður: Ólafur Daníelsson.
Komi einhverjum nafnið ekki
fullkunnuglega fyrir sjónir, má
spyrja þá um doktor Ólaf. Þannig
var liann lengi nefndur af flestum
og var, að ég held helzt, sá eini
íslendingur, sem öðrum þótti rétt
að nefna með þessum lærdóms-
'titli hversdagsléga. Unga menn,
sem lítið er um^ titla, má hins veg
ar spyrja um Ólaf Dan. Það er
ekki gælunafn, þó að líkt því
hljómi; og menn hafa aldrei ætlað
sér að gera sér dælt við Ólaf Dan-
íelsson. Það er fullt nafn hans, en
um leið þægilega til þess fallið að
nefna því nafni höfundinn að
reikningsbók tveggja kynslóða,
auk ýmissa annarra kennslubóka.
Og nú held ég, að þeir verði orðn-
ir margir, sem kannast við nafnið
í einhverjum þessara búninga^
Sérstæðar minningar um Ólaf
eiga að sjálfsögðu nemendur hans,
sem eru allmargir, frá Kennara-
skólanum og síðar úr stærðfræði-
deild menntaskólans í Reykjavík,
en hún hlaut sína fyrstu gerð í
hans höndum .og býr mjög að
henni enn í dag. En ekki er ég úr
þeim nemendahópi og kann þá
heldur ekki. að segja, hvort aðrir
hafa síðar náð honum í ljósum
skýringum námsefnisins, eða jafn-
vel einhver gert enn betur. En fáa
íslenzka kennara, á hvaða sviði
sem er, ætla ég hafa komizt fram
úr honum í því að koma nemend-
um til að líta upp til námsgrein-
arinnar og langa til að verða þar
sem mests megnugir. Mætur hans
á stærðfræðinni voru sterkar og ó-
venju sannfærandi.
Áttak gótt
við geirs dróttin,
* gerðumk tryggr
að trúa hánum,
segir Egill i reikningsskilum sín-
um við Óðin, smið margvíslegra
örlaga, en einnig gjafara hinnar
miklu íþróttar Egils, skáldskapar-
ins. Hefði stærðfræðin verið talin
eiga sér að höfundi sérstakan guð
á dögum Ólafs Daníelssonar, mætti
vel ætla, að hann liefði mælt á
líkan veg og þakkað sem Egill
Skallagrímsson gjöf „vammi firðr-
ár íþróttar".
Eftir glæsilegt upphaf, með gull
verðlaun í háskóla og doktors-
nafnbót, varð þó aðstaða hans til
að iðka þá íþrótt sína harla óhæg,
er vinnudagurinn varð langur við
að sjá farborða stóru heimili við
naumt kennarakaup, og hann einn
síns liðs á vettvangi fræða sinna.
En áhuginn hélzt, og honum tókst
enn að gera sjálfstæðar rannsókn-
ir og semja um þær ritgerðir, er
birtust í erlendum vísindaritum.
í full fimmtíu ár hefir Ólafur
Daníelsson verið í vitund íslend-
inga fulltrúi stærðfræðinnar. Á
sjötugsafmæli hans stofnuðu
nokkrir menn félag til að styðja
stærðfræðileg vísindi á íslandi, og
kölluðu íslenzka stærðfræðafélag-
ið. Hefir það m. a. haft nokkra
fundi ár hvert, og þá tíðast verið
flutt erindi stærðfræðilegs efnis,
í rúmum skilningi, eins og skilja
ber sjálft nafn félagsins. Lengi
vel mun enginn félagsmaður hafa
sótt þá fundi betur en Ólafur. Og
enn hefir minning Ólafs Daníels-
sonar orkað að veita stærfræðivís-
indum á íslandi framtíðarlið, er
Svanhildur Ólafsdóttir stofnaði
sjóð til minningar um föður sinn,
og mann sinn, Sigurð Guðmunds-
son, og skal af fé sjóðsins verð-
launa unnin störf á sviðum þeirra
beggja, stærðfræði og bygginga-
list. Er gjöf Svanhildar ein hin
stærsta, er gefin hefir verið til
menningarmála á íslandi.
Nú er í flestum löndum stjórn-
arvöldum orðið það ljóst, að liag-
ur og máttur þjóða þeirra út-
heimtir hina fyllstu kunnáttu
stærðfræðilegra vísinda. Væntan-
lega kemur og að því hér á landi,
að þörf þyki meiri iðkunar í þeirri
grein í hagnýtu skyni. Ólafur Dgmí
elsson hefir vitað vel, að sú er ein
hlið stærðfræðinnar, og honum
sjálfum varð hún að nokkru leyti
tæki til að vinna með nauðsynleg
störf. Þó munu honum hafa orðið
hugfastari orð, er hann hefir til
vitnað, en þýzki stærðfræðingur-
inn Jacobi sagði fyrst, að tilgang-
ur vísindanna sé sæmd mannsand-
ans.
31.10. 1957,
Leifur Ásgeirsson.
Verzlunarmenn
ræða lífeyrissjóð
Fundarefnið var lífeyrissjóðs-
mál V. R. Sjóðurinn er nú orðinn
nær 4 milljónir og félagsmenn um
700 talsins.
Gunnlaugur J. Briem skýrði frá
málum í sambandi við lífeyrissjóð
KRON. Sjóðurinn hefir þegar ver
ið staðfestur, en gera þarf nokkr
ar breytingar á reglugerð hans til
þess að hann sé í samræmi við
reglugerð hins almenna lífeyris
sjóðs VR.
Minning: Kristján Guðmundsson
Ekki varði mig það, er við
Kristján Guðmundsson skildum
að loknu dagsverki föstudaginn
18. f.m., að það yrði í síðasta
skipti er fundum okkar bæri sam- j
an. En hinn slyngi sláttumaður
reiðir oft vænt upp Ijáinn sinn,
og er furðu höggviss. Að liðnu
miðnætti, lá þessi stóri og hrausti
karlmaður rotaður við vegarkant
hér í bænum og mun ekki hafa
vitað í þennan heim eftir það.
Hann dó s.l. laugardag.
Kristján Guðmundsson var fædd
ur 9. júní 1899, og er mér ævi-
ferill hans að mestu ókunnur.
Hann var jafnan fátalaður um sig
og sína hagi. En ekkjumaður var
hann þegar fundum okkar ber
saman og tvær dætur uppkomnar
og fósturson átti hann hér í bæn-
um.
Snemma mun hann hafa farið
úr foreldrahúsum og orðið að
vinna hörðum höndum fyrir sér
og sínum á sjó og landi upp frá
því. Stundaði m.a. sjómennsku á
togurum héðan úr bænum um
miðbik ævinnar. En þó svo væri,
mun hugur hans jafnan hafa staðið
meir til sveitabúskapar. Bjó hann
og búi sínu í sveit um allmörg
ár og stundaði bústjórn fyrir
aðra á tímabili. Munu honum
hafa farizt þau störf vel úr hendi,
því trúmennska hans og skyldu-
rækni í störfum var svo sem bezt
varð á kosið. Hann hafði yndi af
öllum skepnum. Átti og nokkrar
kindur og rciðhesta, sem hann fór
sérlega vel með, til hinztu stund-
ar. Ætla ég, að það hafi verið
hans sælustu stundir siSustu ævi-
árin er hann eyddi í samvistum
við þessa vini sína.
Jafnan er það mikils virði fyrir
þá, sem koma á ókunna staði, og
ókunnugir öllum störfum, að mæta
velvild og skilningi hjá þeim sem
fyrir eru, og vinna skal mcð. —
Kristján Guðmundsson hafði lengi
unnið í Rúgbrauðsgerðinni, og var
þar öllum hnúlum kunnugur. Eg
kom þangað öllum ókunnugur og
kunni lítt til verka. Því var það,
að oft leitaði ég á fund Kristjáns
með ýmsan vanda er að höndum
bar, og leysti hann jafnframt úr
öllu af góðvild og skilningi. Var
og hjálpsemi og umburðarlyndi
rkur þáttur. Og þó átti hann þaö
til, — eins og títt er um karl-
menni, sem ekki hafa legið á
dúnsvæflum alla ævina — að vera
dálítið fasmikill, hrjúfur á yfir-
borðinu og stundum stórorður. En
Sputnik þraukar, þótt
á ýmsu velti i Kreml
NTB-Moskvu, 30. okt. Sputnik,
rússneski gervihnötturinn, mun
sennilega fara enn mörg hundruð
sinnum kringum jörðina, sagði vís
indamaðurinn Staniokovits í út-
varpið í Moskvu í kvöld. Að visu
væri erfitt að segja nokkuð um
þetta með vissu. Ekki taldi hann
sennilegt, að hnötturinn myndi
rekast á stærri loftsteina og þótt
hann rækist á minni slíka steina
myndi það ekki gera honum neitt
til. Gervihnötturinn myndi að lok
um færast nær jörðu og hin aukna
loftmótstaða myndi leiða til þess
að hann hitnaði svo mjög að hann
brynni eða bráðnaði upp til agna.
Myndi hann þá verða í 80 til 120
km fjarlægð frá yfirborði jarðar.
Rætt um skipulag
byggmgaiðnaðarins
Fundir hófust að nýju kl. 10 f.
h. þ. 30. okt. og voru þá til um-
ræðu reikningar Landssambands-
ins og skýrsla stjórnarinnar fyrir
síðastliðið starfsár.
Reikningar og skýrsla voru sam-
þykkt, og stjórninni þökkuð um-
svi'famikil störf í þágu Landssam-
bandsins.
Kl. 2 var fundur settur að nýju
og var fyrst til umræðu skipulags-
mál byggingariðnaðarins.
Umræður urðu nokkrar og var
Landssambandsstjórn falið að
fylgjast vel með þessum málum.
Rætt var einnig um yfirbygging
ar almenningsbifreiða og húsnæð-
isþörf iðnaðarins, og voru þessar
ályktanir samþykktar.
Fundinum verður fram haldið
kl. 10 f. h. í dag.
(Frá iðnþinginu).
HúsmæðraskóSinn á
Hallormsstað settur
fyrsta vetrardag
Húsmæðraskólinn að Hallorms-
stað var settur fyrsta vetrardag að
viðstöddu skólaráði og nokkrum
gestum.
Athöfnin hófst með guðsþjón-
ustu, séra Pétur Magnússon préd-
ikaði. Þá setti forstöðukonan, Ás-
dís Sveinsdóttir skólann með ræðu
og formaður skólaráðs, Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, flutti ávarp. Síð-
an voru veitingar fram reiddar.
Skólinn starfar í tveimur árs-
deildum en stúlkur með gagnfræða
menntun eða annan hliðstæðan
undirbúning, geta lokið námi á
einum vetri.
Kennaralið er óbreytt, fastir
kennarar, auk forstjöðukonu, Ing-
unn Björnsdóttir og Ingveldur
Pálsdóttir og stundakennarar Þór-
ný Friðriksdóttir og Sigurður
Blöndal.
undir þeirri þunnu skurn sló við-
kvæmt hjarta, þar bjó traustur,
heilsteyptur drengskaparmaður,
sem í engu vildi vamm sitt vita,
öllum vildi vel og öllum liðsinna.
Slíkir menn eru ávalt viðbúnir
dauða sínum.
Fráfall Kristjáns Guðmundsson
ar bar að með sviplegum hætti,
og þeir hygg ég sakni hans mest,
sem þekktu hann bezt. Og í dag
kveðja vinnufélagarnir traustan
starfsmann og ágætan félaga og
óska fararheilla.
1. nóv. 1957.
B. Sk.
!■■■■■■!
,vw
I; Eg þakka ykkur öllum, vinir og samferðamenn, sem -■
S minntust mín á áttræðisafmælinu. í;
í í
V.VV.V.V.'AV.V.V.VAV.V.V.V.V.V.W.V.V.W.V.V.W
Halldór Kr. Júlíusson.