Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, sunnudagimi 3. nóvéuíWetr 1851. <♦ Úfgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinrsca {áb>. Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaSamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 123£3 Prentsmiðjan Edda hf. Rýrt verður raupið, þá rekst til baka ÞAÐ ORÐTAK lifir í íslenzkri timgn, að menn komizt á raupsaldurinn. Sam kvæmt frásögn Morgunblaðs ins flutti formaður Sjálf- stæðisflokksins ávarp á svo- nefndri búnaðarráðstefnu Sjálfstæöismanna. Hafi það þótt orka tvímælis áður, að formaður Sjálfstæðisfl. væri raupgjarn, þá mun ávarpið haía fært lesendum Mbl. heim sanninn um það, að hann er kominn á raupsald- urinn. „Svo mun þér reynast, að ég er ekki hjátækur þér í vitsmunum eigi síður en I harðræðum“, sagði bóndi á söguöld, svo sem frægt er. „VERKIN tala . . . Eng- inn flokkur hefur reynzt bændum jafn giftudrjúgur i starfi sem Sjálfstæðisflokk- urinn“, segir Ólafur. Blær- inn á frásögn beggja er hinn sami. Hér skulu tekin til at- hugunar fáein sýnishorn þeirra blekkinga, sem Ólafur hefur haft í frammi í viður- vist hinna ungu manna. — Þegar formaður Sjálfstæðis flokksins telur sig vera „að minna á forustu flokksins um fátt eitt af því, sem máli skiptír", þá nefnir hann lög um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitúm frá 1945. Framsóknarflokk- urinn hefur ávallt talið, að aukin ræktun'sé undirstaða að velmegun bænda og stuðli að hagkvæmari framleiðslu á búvörum og ódýrari en ella til hagsbóta fyrir neytendur, enda mun það varla orka tvímælis. Á Alþingi 1943 fluttu þingmenn Framsóknar flokksins, þeir, er sæti áttu í efri deild, frumvarp um viðauka við jarðræktarlö^ in. Það vakti mikla athygl, Samkvæmt því skyldi styrkja samtök bænda til að eignast stórvirkar ræktunarvélar með óafturkvæmum framiög um og lánum til jarðræktar- framlag skyldi hækkað um helming frá því sem þá var, til hvers bónda^ er hefði minna tún er svo, að það gæfi af sér 500 hesta af töðu. Þegar frumvarp þetta var flutt, var í gildi bráðabirgða ákvæði við jarðræktarlögin um sérstakt framlag um tíu ára skeið til að útrýma þýfi í gömlum túnum. Frv. Fram sóknarflokksins um stuðning við félagssamtök bænda í því skyni, að þau eignuðust stórvirkar vélar til jarðrækt- ar, var vísað frá á þinginu 1943. Flestir þingmenn Sjálf stæðisflokksins, sem sæti áttu í þeirri þingdeild, er fjallaði um frv., lögðu lið sitt til þess. Og í neíndaráliti frá þeirra hálfu stendur meðal annars:: „Bráðabirgðaákvæði þau (um sléttun túnþýfis), sem nú eru í jarðræktarlögun- um, eru að svo vöxnu máli nægileg 10 ára áætlun“. Þannig voru þá „afrek“ Siálfstæðisflokksins í land- búnaðarmálum. EN Framsóknarflokkur- inn hélt baráttunni áfram á næstu þingum. Áhrif þá- verandi landbúnaðarráð- herra, sem kvað hafa verið „íslenzkum landbúnaði holl- ur vinur“, nægðu ekki ‘ til þess að allir þingmenn Sjálf stæðisflokksins sæj u sér fært að ganga undir merki flokks forustunnar. Berast þá bönd in að öðrum áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins um það að vera ekki bændastétt landsins og félagssamtökun- um heimaþægur ljár i þúfu. Gefur það íbúum sveitanna, eldri sem yngri, glögga bend ingu um að gjalda varhuga við skrumi í landbúnaðar- málum. Þegar Sjálfstæðis- menn höfðu í senn forustu í ríkisstjórn og yfirstjórn land búnaðarmála, þá stóðu þeir þingmenn flokksins, sem lengst hafa starfað í félags- samtökum bænda, við hlið Framsóknarmanna í baráttu við stjórnarDorustuna um landbúnaðarmál. Með bar- áttu Framsóknarflokksins og stuðningi manna, sem áttu að þessu Ieyti samleið með Framsóknarmönnum, vannst það á, að sett voru 1945 lög um jarðræktar- og húsagerö arsamþykktir í sveitum. Að frumkvæði Framsóknarfl. hafði á stríðsárunum verið safnað fé í Framkvæmdasjóð ríkisins. Þriggja milljón kr. framlag ríkisins til ræktun- arsambandanna vegna véla- kaupa, var tekið af hand- bæru fé Framkvæmdasjóðs. Nýsköpunarst j órnin aflaði ekki fjár til þess. SAGAN endurtekur sig. Ekki tekur betra við þegar formaður Sjálfstæðisflokks- ins hyggst fræða hið unga íólk úr sveitunum um verð- lagsmál landbúnaðarins. Hann man eftir verðhækkun á búvörum 1942, en gleymir eftirgjöf bænda á 9,4% af afurðaverði 1944 og því, hvernig nýsköpunarstjórnin stóö við fyrirheit, sem full- trúum bænda á búnaðar- þingi höfðu veriö gefin í því sambandi. Lagaákvæðin um 6-manna-nefndina til að finna grundvöll fyrir verð- lagningu á þeim vörum, sem bændur framleiða, voru grundvölluð í samkomulagi bændastéttarinnar og al- þýðusamtakanna. Þau á- kvæöi voru lögfest sam- kvæmt tillögu frá fjárhags- nefnd neðri deildar Al- þingis. Ásgeir Ásgeirsson nú verandi forseti, var þá for- maður þeirrar þingnefndar. Um það leyti sem þessi lög- gjöf var sett, voru Sjálf- stæöismenn sem endranær í miklum minnihluta, bæði í félagssamtökum verkalýðs og bænda, en stóðu þar sem Björn að baki Kára. Þeir höfðu ekki forustu um af- greiðslu málsins á þingi og enginn af þáverandi þing- mönnum Sjálfstæðisfl. áttu þá sæti í ríkisstjóm. Því fór ERLENT YFIRLIT: Vanmat á kommúnismanum er hættulegt lýSræííinu New York. 31. okt. í MOSKVU fer nú fram mikill oý margvfslegur undirbúningur í til efni hátiðahaldanna, sem fara | eiga fram á fertugasta afmæli byl! I ingar kommúnista sjöunda nóvem ber næstkomandi. Flest bendir til að það sé ætlun valdhafanna af gera þetta afmæli mjög söguleg! og búa margir sig undir það af heyra einhver óvænt tíðindi þenn an dag. | Samkvæmt því tímatali, er gilt; í Rússlandi, þegar byltingin var gerð, var þar þá 25. október, því að rússneska tímatalið var þá 13 dögum á eftir vestrænu tímatali Rússland var .þó miklu meira é eftir Vestur-Evrópu á öðrum svið- um. „The Times“ komst nýlega svo að orði, að Rússland hafi þá verið 100 ár á eftir Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum á iðnaðarsvið- inu og 150 ár á sviði stjórnmála og félagsmála. Þessu til viðbótar var landið og þjóðfélagið í rúst eftir mikinn ósigur í fyrri styrj- öldinni og átti byltingin þó eftir að gera þessar rústir enn meiri. Rússland í dag er því harla ó- líkt því Rússlandi, sem var til fyr- ir-40 árum. í dag eru Sovétríkin annað mesta stórveldi heims og annað mesta iðnaðarveldi heims- ins. Fyrir 40 árum var meginþorri rússnesku þjóðarinnar ólæs og ó- skrifandi. I dag er flest tæknileg menntun orðin almennari þar og komin á hærra stig en í nokkru landi öðru. Vissulega hafa valdhafar Sovét- ríkjanna því ástæðu til að minn- ast mikilla sigra á 40 ára afmæli byltingarinnar. H»í VOLDUGU og víðlendu So- vétríki, sem blasa við sjónum manna í dag, eru hins vegar all- mikið önnur en þáu Sovétríkin, sem þeir Lenin og Trotski sáu í hugarheimi sínum fyrir 40 árum. Trú þeirra var sú, að eldur hinn- ar kommúnistisku byltingar myndi fara um heim allan með miklum hraða og þeir álitu það miklu fremur hlutverk sitt að vinna að heimsbyltingunni en byggja Sovét ríkin upp. Ríki kommúnismans átti að byggja á grundvelli heims- byltingarinnar og það átti að vera ríki jafnaðar og jafnréttis. Hið stéttlausa þjóðfélag, þar sem frelsi og friður ríkti, var takmark kommúnismans fyrir 40 árum síð- an. svo fjarri, að Sjálfstæðisfl. hefði forustuhlutverki að gegna í sambandi við lögin um 6-manna-nefndina. FJÁRFRAMLÖG til land búnaðarins hafa aukizt að miklum mun á undanförnum árum og framleiðsla bænda vaxið. Það hefur gerzt vegna þess að aörir menn heldur en liðsoddar Sjálfstæðisfl. hafa haft á hendi forustu í landbúnaðarmálunum. Ef hugsjónin frá 1943, um að bráðabirgöaákvæði jarðrækt arlaganna um þúfnasléttun í gömlum túnum, væri nægi- ■leg 10 ára áætlun, hefði ver- íð látin marka stefnuna og ráða framkvæmdum, þá er hætt við, að bændastéítirmi hefði unnizt seint sö auka framleiðsluna svo „að inn- lögð mjólk óx um 30%, en kjötið tvöfaldaðist". ÞESSI. FÁU sýnishorn þeirra blekkinga, sem for- maður Sjálfstæðisfl. hefur farið með í áheyrn ungra manna, verða aö nægja að þessu sinni. En ávarpið sann ar orðtækið: Rýrt verður raupið, þá rekst til baka. Krustjoff Sovétríkin í dag .minna vissu- lega lítið á hið stéttlausa þjóðfé- lag, er Lenin og Trotski dreymdi um. Stéttarskipting og kjaramun- ur er nú óvíða meiri en í Sovét- ríkjunum. í stað þess að frjáls al- þýða fari þar með völd, eru hin raunverulegu völd hvergi í hönd- um jafn fárra manna og einmitt þar. ÞEGAR 10 ÁR voru liðin írá byltingu kommúnista, var Rúss- : land enn í sárum, og fullkomlega ! vafasamt, hver endalok hennar myndu verða. Völdin voru þá hins vegar komin í hendur þess manns. sem meira en nokkur annar hefir gert Sovétrikin að því stórveldi, sem þau eru í dag, Jósefs Stalins. Undir forustu hans var horfið frá kenningunni um nauðsyn heims- byltingarinnar sem undirstöðu fyr ir ríki kommúnismans. í stað þess var tekin upp kenningin um að hægt væri að framkvæma kom- múnisma í einu landi, þótt kapital iskt kerfi héldist annars staðar. Og Stalin lét ekki lynda við orð- in ein. Jafnhliða því, sem efna- hagskerfi kommúnismans var treyst í sessi, var rússnesku þjóð- inni breytt ur frumstæðustu bændaþjóð í hámenntaða iðnaðar- þjóð á álíka mörgum árum og sams konar þróun tók marga ára- tugi á Vesturlöndum. Þetta átak var heldur ekki gert með friðsam- legum hætti, heldur með ein- hverri mestu hörku og virðingar- leysi fyrir persónufrelsi, sem I mannkynssagan greinir frá. I í einu veigamiklu atriði, vék Stalin frá kenningum komrnún- ismans. Hann tók upp launakerfi kapitalismans í jafnvel enn rikara mæii en kapitalistarnir sjálfir, þ. e. að launa mönnum mjög misniun andi eítir störfum og afköstum. Það á vafalaust mikinn þátt í þvi' hve vel iðnaðarbyltingin hefir heppnast. En með þessu var líka kistulagður draumur kommún- ista um hið stéttlausa þjóðfélag, eins og vafalaust á eftir að koma enn betur í ijós síðar. SÚ KENNING Stalins, að hægt væri að framkvæma kommúnism- ann í einu landi, hafði ekki aðeins þá þýðingu, að hafist var handa um uppbyggirígu kommúnismans í Sovétríkjunum af miklu meira kappi en áður. Við þetta runnu smátt og smátt í sama farveg j kommúnisminn og gömul rúss- í nesk heimsveldisstefna. Það er því 1 nokkurn veginn rétt, sem Selwyn Lloyd sagði nýlega, að kommún- isminn í dag er eins konar sam- eiginlegt afkvæmi Karls Marx og Katrínar miklu. Þetta kom mjög glöggt í ljós eft ir síðari heimsstyrjöldina. Þá hóf ust Rússar handa um að gera ná- grannaríkin sér háð, hvert á eftir öðru. Síðan hafa þeir stjórnað með harðri hendi í þessum lönd- um. Þetta er í algerri andsíöðu við hina upprunalcgu kenningu kommúnismans og viðurkenníngu Lenins á sjálfstæði baltisku ríkj- anna á sínum tíma. Hér er Katrín mikla leiðarljós valdhafanna í Moskvu, en ekki Karl Marx og Lenin, er fordæmdu hvers konar nýlendukúgun. REYNSLAN sýnir það ótvírætt, að með þvi efnahagskerfi, sem hefir verið tekið upp í Sovétríkj- unum, má ná miklum árangri á sviði iðnaðarins og ýnrsra annarra atvinnugreina. Landbúnaðurinn virðist helzt undantekning. Fyrir þá, sem eru andvígir skipulagi kommúnismans, er vissulega nauð synlegt að gera sér þotta ljóst Það er heldur ekki annað en ósk- hyggja, að efnahagskerfi kommún- ismans beri dauðann í sér vegna þess persónulega ófreisis, sem fylg ir því. Þetta giidir a. m. k. áreið- anlega ekki um Rússa, sem aldrei hafa búið við frelsi. Nutting, fyrrv. aðstoðarutanríkisráðherra Breta, benti nýiega á það í athyglisverðri blaðagrein, að valdhöfum Sovét ríkjanna hefði tekist að glæð.i miklu meira áhuga almennings fyr ir góðum vinnuafköstum og tækni legri menntun en ætti sér nú stað í vestrænum löndum, þar sem á- huga verkalýðsins væri aðallega beint að kröfum um styttri vinnu- tíma og aukin þægindi. Þegar til úrslita drægi, myndi það ráða leikslokum, hver vinnuafköst manna væru, en ekki hvaða þæg- indi þeir byggju við. Þetta þyrfti hinn frjálsi heimur að gera sér ljóst, ef hann ætlaði að halda hlut sínum í samkeppninni við kom- múnismann. Eins og nú standa sakir, stend- ur hinn frjálsi heimur vissulega .mun betur að vígi, hvað frani- leiðslu og iífskjör snertir. Það gef ur honum hins vegar ekki rétt til að halda að sér höndum, ef litið er á, hve stórstígar verklegar framfarir hafa orðið í, Sovétríkjun um síðan Stalin byrjaði á fyrstu fimm ára áætluninni. Andvara- leysi og ofmikið frelsi geta stund- um verið leiðin til glötunar. EN HVER verður svo annars fram vindan í Sovétríkjunum? Verkleg- ar framfarir munu halda áfram að verða þar miklar. Núverandi stjórnarkerfi mun haida þar á- fram í náinni framtíð, og muu einu skipta, hvort það verður heldur Krustjoff, sem fer með völd í nafni fiokksins, eða hvort það verður Zukoff, sem fer nieð völd í umboði hersins. Skilyrði fyr ir lýðræðisstjórn eru ekki fyrir hendi, eins og sakirnar standa þar nú og' munu standa fyrst um sinn. En þrátt fyrir það, ætti að mega vænta þess, að frjálsræði ykist þar á ýmsum sviðum, t.d. að bænd itr fengju meira sjálfstæði og til- slakanir yrðu veittar i leppríkjun- um. Með t.íð og tíma mun það svo ótvírætt breyta allri þjóðfélags- skipaninni, að almenn menntun og lífskjör munu fara batnandi, því munu fylgja kröfur um mcira frelsi og réttindi, sem óhjákvæmi- legt verður að ganga til móts við. Á meðan slíku fer fram í Sovét- rikjunum, munu líka vafalaust eiga sér stað ýmsar breytingar á Vest- urlöndum. Það gerist nú pngu síður í þeim löndum, þar sem i- haldsmenn stjórna, en hinum, sem eru undir forustu jafnaðar- manna, að ýms sameiginleg þjón- usta og ihiutun ríkisins sé aukin til að treysta og samræma hag þegnanna. 1 Bandaríkjunum sjálf- um eru hinir stærstu auðhringar óðum að færast í það form að vera sameign fjöldans í stað þess að vera eign fárra auðmanna, því að bættur hagur verkafólks og miðstétta gerir þeim mögulegt að auka stöðugt hiutabréfakaup sín. Þróunin í austri og vestri er mjög (Framhald k 8. síðu.ji

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.