Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnudaginn 3. nóvember 1957,
9
—■BW
t.
...................................................................................................................................................................
.
SAGA EFTIR ARTHUR OMRE
um hjálp? Það er ekki ómögu
legt. Hvað er nafnið?
— Bárður Strand.
— Það var skrambans skrít
ið. Ég ætla að skrifa það upp.
Eg hefi áhuga fyrir merkileg-
urn nöfnum. Góðan dag. Vel-
kominn hr. Strand. Hvað er-
uð þér gamall? Þér eigið eftir
að ganga í gegnum margt,
hamingjan hjálpi okkur. Ég
er sem betur fer fimmtugur
og kominn yfir það versta.
Hvar hafið þér unnið? Hjá
Kleven? Snoðklippir liann
sig ennþá? Hann er ekki
heimskur, þó hann sé ekki læs
og skrifandi. — Hræðilegt.
Sjáið hérna. Þér getið notað
teiknibrettið við hliðina á
mér. Ég nota núna tvö teikni-
bretti. Þér getið tekið annaö
þeirra. Hafið þér góð teikni-
áhöld?
— Ég hef fjögur.
— Þá komumst við af. Eg
hefi mikið fyrir yður að gera.
Eg verð að fara yfir á verk-
stæðið. Torpe hljóp þangað.
— Hann er dálítið sérkenni
legur, mælti verksmiðjueig-
andinn, en þér skuliö ekki
fást um það. Hann er óevnju
góður drengur.
: Bárður gekk langt austur í
bæ, og aftur í miðbæinn. Um
leið og hann borðaði miðdegis
verð, skrifaöi haun hjá sér
auglýsingar í blöðunum um
herbergi, ásamt fæði.
Nokkru seinna hringdi
hringdi hann á annarri hæð
niðri á Lykkjuvegi, og heils-
aði þar lágri, grannvaxinni
konu, í svörtum kjól. Báröur
hugsaði strax til frú Engels-
en. Þessi kona var yngri út-
gáfa af frú Engelsen i sjón
og framkomu. Jafnvel mál-
rómi þeirra svipaði saman, og
hún talaði í afsökunartón.
Hann hafði varla litið á litla
herbergið yfir portinu, sem
var tvisvar sinnum þrír metr-
ar, er hann ákvað að taka
það. Hún vildi fá 100 krónur
á mánuði fyrir tvær máltíð-
ir á dag, einfaldan morgun-
verð og einfaldan miðdegis-
verð.
— Þökk, mælti Bárður, —
ég tek því.
Það var um að gera að hon-
um yrði ljóst, að hann mælti
ekki vælta of mikils. Elds-
neyti yrði hann sjálfur að
leggja til. Hún afsakaði brún
an kassa í anddyrinu, og lag-
aði matinn nákvæmlega.
— Þökk, mælti hafin, ég vil
búa hérna.
Ef hann vildi egg, yrði hann
sjálfur að kaupa þau, en hún
ætlaði að sjóða þau. Brauð,
gott smjörlíki, geytaost, kaffi
og ómerkilegan miðdag. Hann
mátti nota eldhúsið hvenær
sem hann vildi. Hún opnaöi
hurðina að litlu, hreinlegu eld
húsinu.
— Hér er blikk-kassi, sem
þéré megiö nota. Allt er svo
dýrt. Þér megið ekki halda,
að ég haldi mig svona vegna
ágirndar. Ég leigi eitt ner-
bergi tveimur eldri konu.m,
sem borða á matsöluhúsi. Viö
hjónin höfum bara stofuna.
Maðurinn minn er farlama,
en gerir við ritvélar. Hann
vinnur sér litið inn, og ég er
því neydd til að leigja út
herbergin.
Bárður borgaði henni fyrir
hálfan mánuð, og frúin átti
aö panta brenni og koks sam
stundis.
— Máske þér vilduð gera
svo vel og heilsa upp á mann-
inn minn. Honum þykir gam-
an aö því, að heilsa upp á
nýja leigjendur. Þér megið
ekki taka til þess, þótt hann
segi ekki mikið. j
Hann sat í ruggustól við
lágt borð og fægöi ritvélar-
garm. Þegar Bárður hneigði
sig og nefndi nafn sitt, kink-
aði hann kolli, og hélt áfram
við vinnu sína, án þess að
mæla orð frá vörum. Ilárið
var hrafnsvart, og augun
stór og brún lýstu í fölu og
mögru, en þó unglegu and-
liti.
j Við ganghurðina mælti frú-
j in: — Maðurinn minn er
Svisslendingur, en kom hing-
■ að sem drengur. Hann fékk
' máttleysi í fæturnar strax
efti rgiftingu okkar í'yrir
j fimmtán árum.
1 — Pyrir fimmtán árum,
tautaði Bárður, — það var
hörmulegt. Þér heitið Spindl-
er.
Á leiðinni að gistihúsinu,
eftir ferðatöskunum, hugsaði
Bárður sifellt um Spindler og
frúna, og sor ghans varð smá
í samanburði við þeirra.
Stuttu síðar settist hann að
þarna í litla herberginu yfir
portinu. Hann setti borð við
gluggann, og bækur á hillu
á' þilinu, en dró rúmið frá
ofninum, sem orðinn var
heitur. Yfir rúmið festi hann
rissmynd af Margréti Just.
Hann litaðist um, og honum
fannst þetta alls ekki afleitt.
í veskinu átti hann einung-
is tuttugu krónur, og þær láu
þarna hjá bréfinu frá Mar-
gréti, en eftir hálfan mánuð
átti hann að fá laun frá verk
stæðinu. Frú Spindler drap
á hurðina, og tilkynnti að hún
hefði sett kaffiketilinn á.
Hún spurði, hvort hann vildi
líta eftir honum meðan hún
skryppi út eftir kökum.
í garðinum hékk harðfros-
inn þvottur á langri snúru.
Gamall maður pjakkaði þar
klaka. Frú Spindler kom með
kökurnar.
— Þér eruð mjög líkar frú
einni, sem ég þekki heima hjá
okkur. Hún heitir frú Engels-
en, en er eldri en þér.
— Ég er nú ekki svo ung,
sagöi frú Spindler. — Eg er
þrjátíu og ’fimm. Við giftum
okkur þegar ég var tvítug
Sjáið þér, ég er rneð nokkur
grá hár.
Bárður sá mörg grá hár.
En svo flaug honum í hug,
að Margrét var ekki ennþá
tvítug, og hvernig myndi það
verða eftir fimmtán ár, svo
eóndanlega langt tímabil í
ókomna tímann.
Klukkan hálfníu gékk Bárö
ur hratt, en ákveðið út að
Briskebæ. Kvöldið var heið-
ríkt og kalt, göturnar þurrar =
með dálitla snjóföl við gang =
stéttarbrúnirnar. Hann starði 1
á stóra koparskiltið: Charles 1
Henricksen, skrifstofustjóri, |
og hann þrýsti ákveðinn á |
bjölluna. Systir Margrétéar I
opnaði dyrnar. Hann sá
strax að þetta var systir
Margrétar, því hún var nauða
lík henni, en tíu árum eldri,
gildri og fölleitari, nærri hvít.
Hann kynnti sig: — Bárður
Strand. Hann kvaðst gjarnan
vilja heilsa Margréti.
— O-ó, þér eruð Strand?
Hún mældi hann með augun-
um hátt og lágt og dökkgráa
frakkann, og varð fyrir von-
brigðum. — Margrét er í bíó.
Hún kemur ekki heim fyrr en
klukkan hálf tíu. Hún hugs-
aði sig ofurlítið um, og bauð
honum síðan inn.
Bárður hengdi frakkann í
ganginn og gekk inn í nokkuð
stóra stofu, sem var nákvæm
lega eins og hann hafði hugs
að sér hana. Stofan var full
i þ.egar þér notií Jolinson’s
| HARÐGLJÁANDI GLO-COAT
= HelliS gljáanum yfir. .jafnið honum. .látið hann þorna
1 Þegar gljáinn er harðnaður, endist hann vikum saman.
Harðgljáandi Glo-Coat er sjálfkjörið
| bæði á góífdúka og nýtízku flisagólf.
1 Glo-Coat — sparar tíma — sparar erfiði
| UMBOÐSMENN: MÁLARINN — REYKJAVÍK
tminTHiiiiiiiiiHUiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiniimuiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiuuuiiinitiiuuiiiiiiiiinnnuiiiininnnfliii
RAFMYNDIR hf. Lindarg. 9A Sími 10295
OLIKUR
OLLUM OÐRUM PENNUM HEIMS
Eini sjálfblekungurinn
með sjálf-fyllingu . . .
Brautryðjandi í þeirri nýjung
er Parker 61, vegna þess að
hann einn af öllum pennum
er með sjálf-fyllingu.
Hann fyllir sig sjálfur — eins og myndin
sýnir, með háræðakerfi á fáum
sekúnöum. — Oddinum er aldrei
difið í blekið og er hann því ávallt
skínandi fagur.
Til þess að ná sem beztum árangri
við skriftir, notið Parker Quink
í Parker 61 penna.
Verð 61 Heirloom penni: Kr. 866,00 Settið: Kr. 1260.00
61 Heritage penni: Kr. 787,00. Settið: Kr. 1102.00.
Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P.O. Box 283, Reykjavík.
Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Beykjavík.
7-6124
IEZZÍ
Eimiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii