Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 8
B
TÍMINN, sunnudaginn 3. nóvember 1957.
IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllilllllllllllllllllM
'.V.W.V.V.VAW
.V.V.W.'
Helgi V. Ólafsson — fslend-
ingurinn 1957 — er 20 ára *■
gamalt, þróttmikiS ung-
■*
menni. Hann hefir æft Atl- ■,
as-kerfið, og með því gert V
líkama sir.n stæltan og heil- íj
brigðan. ATLAS-KERFIÐ -1
þarfnast engra áhalda. Næg- ’«
ur æfingatími er 10—15 Ij
mínútur á dag. Sendum ■!
Kerfið, hvert á land sem er, *■
gegn póstkröfu. ■■
Rcehur oq hofunbcn
„Frjáls heimur“ og ungverska
þjóðbyitingin
Þjóðbyltingin í Ungverjalandi.
Höfundur: danski blaðamaður-
inn Erik Rostböll. Þýðandi: Tóm
as Guðmundsson. Útgefandi: AI-
menna bókafélagið. Prentsmiðja:
Víkingsprent. — Á frummálinu
nefnist bókin Ungarske Vidnes-
byrd. Allur ágóði af sölu bókar-
innar rennur til Ungverjalands-
söfnunar Rauða krossins.
NOKKUR mistök eru það, að bók-
in hefst á þessum orðum: „Ar
1957, og vika liðin af nóvember-
mánuði“. Þetta er meinleg prent-
villa, því vitanlega hefst bókin í
byrjun nóvember 1956. Sá tími er
sem sagt varla kominn, að menn
geti byrjað bækur sínar í nóvem-
ber á yfirstandandi ári. Þar sem
blaðamaður skrifar þessa bók,
hefði maður vænzt meiri stað-
reynda og minna hugarflugs, eink-
um þegar viðfangsefnið er þannig,
að það gerir aldrei nema græða
á staðreyndum. Fyrsti hluti bók-
arinnar er lítið annað en há-
stemmdar lýsingar frá flóttamanna
búðum og hjálparstarfsemi, sem
þrátt fyrir allt voru ekki kjarni
byltingarinnar, þótt hjálparstarf-
semin hafi verið það eina, sem
vesturlandaþjóðir gátu lagt til
málanna í átökunum. Má vera að
grunnfærum blaðamönnum hafi
vaxið þetta svo í augum, að þeir
hafi litlu öðru sinnt, en slíkt á
tæplega erindi í bækur, enda
margþvælt á eðlilegum vettvangi
blaðamannsins — dagblöðunum.
í BEINU framhaldi af þessu verð-
ur Rostböll tíðrætt um það, sem
hann kallar „hinn frjálsa heim“.
Ég hefi ekki lesið þessa bók á
frummálinu og veit ekki hvernig
þetta hljóðar á dönsku, en það
hlýtur að vera álíka klúðurslegt á
því máli og íslenzkunni, eftir að
það hefir komið fyrir á næstum
hverri blaðsíðu og stundum oft á
sömu síðunni fyrstu fjörutíu til
fimmtíu blaðsíðurnar. Upp úr
því fer að bera minna á þessu
orðasambandi og má segja, að það
nái hátindi sínum í orðunum
„frjálst lýðræði" á blaðsíðu þrjá-
tíu og sjö. Maður verður næsta
feginn að rekast hvergi á „ófrjálst
lýðræði“ í því sem eftir er. Nú er
mikið sagt með orðunum „frjáls
heimur" og veit enginn hvar þau
takmörk liggja. Með þessu þrá-
stagli er því höfundur að veikja
bókina og jafnframt að veikja
málstað byltingarinnar í augum
þeirra, sem hljóta að vita betur
en það, að Vesturlönd séu skilyrð-
islaust frjáls heimur, þótt þau séu
næst því að vera það. Dæmi uin
ofnotkun Rostböll á orðasamband-
inu „frjáls heimur“ er eftirfar-
andi: „Allur hinn frjálsi heimur
brann af knýjandi þörf til að láta
í ljós aðdáun sína á frelsisbaráttu
Ungverjalands. Og þarna var ég
staðgöngumaður hins frjálsa
heims.“ Enginn nema maður frá
einhverju kotríki hefði getað fund
ið þannig til í hrakningum ann-
arra, að hann teldi sig vera stað-
gengil hins frjálsa heims, og eng-
inn maður með einhverja yfirsýn
hefði stöðugt verið að tönglast á
„frjálsum heimi“ með ótal blóð-
böð í baksýn og meira og minna
vafasamar athafnir á Vesturlönd-
um, einmitt um sama leyti.
ÞÁ FELLUR mér illa notkun orðs
ins „góðvilji“ hjá þýðanda, sem
kemur einu sinni fyrir í bókinni, á
blaðsíðu ellefu. Góðvild hefði ver-
ið betra í þessu sambandi, en er
að sjálfsögðu smekksatriði. Þarna
mun átt við það sama og orðið
„goodwill" merkir, en nú eru uppi
tímar mikillar góðvildar með þjóð
um á Vesturlöndum. í byrjun bók-
arinnar má lesa þá bjargföstu trú
flýjandi fólks úr Ungverjalandi,
að „hinn frjálsi heimur“ muni
aðhafast eitthvað og jafnvel taka
því tveim höndum, og Rostböll seg
ir fólkinu og getur þess, að það
hafi vænzt þess svars: „Þér mun-
uð öðlast áheyrn þeirra manna,
sem ráða örlögum Évrópu og fram
tíð heimsins". Hafi fólkið vænzt
þessarar véfréttar sem svars í
nauðum, þar sem ekkert dugði
nema skjótar aðgerðir Vesturveld-
anna, ef einhverju hefði átt að
bjarga, og menn ekki torveldað
slíkt með því að þjösnast inn í
Egyptaland til að bjarga hlutabréf-
um sínum, — hafi fólkið vænzt
þessa svars, þá var Rostböll tákn-
rænn maður á réttum stað til að
gefa það — áhrifalaus einstakling
ur kominn langt að til að segja
hrjáðu fólki, komnu yfir mógraf-
irnar við Neusiedlersee, að það
fengi áheyrn þeirra manna, sem
réðu örlögum Evrópu og framtíð
heimsins.
Þegar hinum persónulega inn-
gangi blaðamannsins að megin-
málinu er lokið, koma mjög góðir
sprettir, eins og fimmti kafli bók-
arinnar, þar sem segir frá ung-
verskum yfirkennara, sem kominn
er særður til landamæranna. Þetta
er að mínu viti bezti kafli bókar-
innar og réttlætir fyllilega útgáfu
hennar. Þar er bókarhöfundur
kominn upp fyrir höfuð í hið
raunverulega viðfangsefni, bylt-
inguna og afleiðingar hennar og
hefir sýnilega fengið nógu mikla
þjálfun sem blaðamaður til að
skilja það, og hættir samstundis
að hafa uppi kaffihúsaþrugl um
markmið og leiðir. Á eftir þessum
kafla heldur hann áfram við^ölum
sínum við fólk og birtast þau nær
linnulaust til bókarloka, án þess
höíundur víki nokkru sinni út fyr-
ir verksvið sitt og út í þann heims
leiðtoga, sem hann hefir tilhneig-
ingu til að vera í byrjun. Hann
heyrir mikið af óstaðfestum sög-
um og gerir sér far um að kom-
ast að hinu sanna hverju sinni.
Bókin fær því allt annan blæ og
verður nú bæði persónusaga og
heimildarrit, sem engin ástæða er
til að draga í efa.
BÓKINNI lýkur á frásögn af því,
er Rostböll sá einn mann vopn-
lausan neita að fara úr hliði, sem
rússneskir skriðdrekar ætluðu í
gegnum. Viðureigninni lauk með
því, að skriðdrekarnir sneru við
heldur en aka yfir manninn. Þetta
er táknrænt fyrir atburðina í land-
inu að öðru leyti en því, að venju-
lega héldu skriðdrekar Rússa för
sinni áfram. Enn hlýtur mikil saga
að vera óskrifuð um það sem gerð-
ist í Ungverjalandi. Og vert er að
taka undir þau orð í eftirmála
þýðanda: „Þjóðbyltingin í Ung-
verjalandi má aldrei gleymast".
Það má heldur ekki gleyma því,
að alþjóðasamtök gátu ekkert að-
hafzt og eiga í því efni lika sögu
og Þjóðabandalagið gamla. Það er
í rauninni spá um áframhaldandi
blóðsúthellingar á komandi tím-
um.
Indriði G. Þorsteinsson.
Erlent yfirlit
(Framh. af 6. síðu.)
líkleg til að verða sú, að áhrifa-
mest verði þriðja stefnan, er
þræðir meðalveginn milli komm-
únismans og stórkapitalismans.
Á fertugasta afmæli kommún-
istabyltingarinnar er lýðræðissinn-
um annars heppilegast að gera sér
Ijóst, að kommúnisminn verður
ekki sigraður með því að vanmeta
hann eða með.einhliða áróðri gegn
honum. Bezta vörnin gegn honum
eins og öðrum einræðisstefnum,
er að halda lýðræðisskipulaginu
heilbrigðu og láta ekki krofur um
þægindi og misskilið frelsi eýði-
leggja þann starfsgrundvöll, sem
er hverju þjóðskipulagi nauðsyn-
legur. Þróun heimsmálanna og
þróunin í Sovétríkjunum mun
ekki að litlu leyti fara eftir því,
hve vel lýðræðissinnar halda vöku
sinni á þessu sviði. — Þ. Þ.
Skrifað og skrafaðf
(Framhaia af 7. síðu).
innar með því að kalla saman unga
fólkið, virðist hafa verið sá helzt-
ur, að segja því ósatt um fortíð- ]
ina. Foringjar flokksins töluðu;
eins og þeir væru með hausinn
ofan í poka. Það varð svo hlut- i
skipti Morgunblaðsins að skýra
þjóðinni frá því, hvernig farið
hefði. Líklega hefir blaðið aldrei
gert Ólafi Thors annan eins ó-
greiða, með því að birta ræður
hans á þessum fundi. Þær eru sá
aumasti boðskapur, sem nokkur
íslenzkur stjórnmálaforingi hefir
látið frá sér fara í langan tíma.
Það er táknrænt um viðhorf og
vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins,
að hópur ungra manna skyldi vera
valinn til að hlýða á þessi ósköp.
Með engu móti var hægt að sýna
unga fólkinu í landinu meiri fyrir
litningu. f augum þeirra, sem
stjórna flokksvélinni er það bara
atkvæði, tæki í valdastreitunni.
Ekkert hefir betur opinberað
hugsjónaleysi Sjálfstæðisflokks-
ins og eigingjarnt valdabrölt
nokkurra forustumanna en ein-
mitt þessi svokallaða „bænda-
ráðstefna", eins og allt var þar
í pottinn búið.
Áfeneismál í PóIIandi 1
Borizt hafa fréttir um það frá
Póllandi að undanförnu, segir
norska blaðið Folket, að þar í landi
sé áfengismálið vaxandi vandamál,
og valdi stjórninni miklum erfið-
leikum. Drykkjuskapur er vaxandi
meðal æskulýðs og verkamanna.
Hin ströngu áfengislög, sem sett
voru fyrir 3 árum hafa ekki getað
unnið á bÖlvaldirium.
í byrjun september s.l. ræddi
aðalritari pólska kommúnista-
flokksins og forsætisráðherra
landsins hið alvarlega ástand í
þessum efnum. í ræðu sinni lagði
Gomulka áherzlu á félagslegan
aga og frið og reglu í landinu.
Hann skoraði á almenning að
hjálpa lögreglunni með að lög og
reglur landsins væru haldin. Það
sem eirikum skaðar, sagði ráðherr-
ann, er brask með vörur, sem
llítið er til af, og hin síaukna á-
fengisneyzla. í því sambandi sagði
hann að þjóðin hefði á fyrstu sex
mánuðum ársins neytt áfengis fyr-
ir 3 milljarða zloty, en þar væru
900 milljóna aukning miðað við
sama tíma í fyrra.
Styrkið iamaða og fatlaða
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiimmmmmiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiumiiiiiimiiiiimm
Árnesingar
Herkúles
kvenflauelsbuxur
í fjölbreyttu litaúrvali.
Stærðir 40—46.
/^/Wverelunin
yjiuiód
Selfossi 1 Sími 117
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmmiiimiiimiimiiiiimmmmmimiimmmmmimmimmmmmmmmmmmii
Áfengisvarnarn. Reykjavíkur.
AUGLYSIÐ I TIMANUM
ATLASÚTGÁFAN, pósthólf 1115, Reykjavík.
iiiiiiiiimmmmmmiimiimmiimiiiiimiimmmmiimmimiiimiiiiiiiiiimiiiiimii mmiiiimimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmmiimmiiiimiiiimiimimuui
NÝJUNG FRÁ
Skólabuxurnar í ár
Svartar strengjabuxur með ROCK-
sniði. Efnið er kambgarnsefni b(.
með 10% grilon
KLU
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiimimmiimiiiiiiimmimii