Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 7
r í -MXNN, smuiudaginn 3. nóvember 1957. 1 — SKRirAÐ OG SKRAFAÐ Efnafræðmgar sanna hagnýii gildi jarðgufunnar. - Athafnir á hverasvæSum raunhæft fram- faramáh - Kísilnámurnar miklu sem fundust á botni Mývatns. - Upplýsingar Baldurs Líndals vekja athygli. - Stórvirkjanir við mestu fallvötn landsins. - Hinar siéru þrýstiloftsflugvélar, sem flytja fólk og vörur heimsálfanna á miili. - Mikilvæg aSstaSa íslands á tímum hinnar nýju flugtækni. - Ungum mönnum sagt ósatt um þróun landhónaðarmála hér á kndi Þess verður nú víða vart að hfn unga kynslóð vísinda- manna á sviði hagnýtra vís- inda lætur æ meira tii sín taka í atvinnulífi þjóðarinn- ar. Á sviði hafrannsókna og fiskirannsókna er unnið merkilegt starf, sem vekur athygli langt út fyrir lands- steina. Útvegsmenn og sjó- menn hafa fyrir löngu séð gildi þessara rannsókna fyrir atvhinureksturinn, sifellt færist nær því marki, að öli þjóðfn víðurkenni og skiíji það, sem gerf er. Jart&iti, orka og efna- vinnsla En fiskirannsóknir eru ekkert einangraS fyrirbæri. Þannig er unnið 4 mörgum sviðum. Ungir is- lenzkir verkfræðingar stjóma mikl um raforkaframkvæmdum. Merk- ar athuganir eru gerðar í bygginga iðnaði. Jarðfræðingar upplýsa leyndarwál, sem móðir jörð hefir geymt og grafið í þúsundir ára. Efnaíræðingar sanna hagnýtt gildi guíimrmr, sem stigur til himins frá hverasvæðunum. Þannig mætti lengi telja. dæmin. ísleiudingar eiga nú sveit ungra manna, sem er í fararbroddi í sókn þjóðarinnar til þess að gera að vcruleika hugsjónina um hagnýtingu auðlinda Iandsins og aukna fjölbreyttni atvinnuveg- anna. Þegar horft er fram á veginn er vafasamit, að á nokkru sviði sé eins mikill vonarbjarmi á lofti og einmitt þarna, í kringum jarðhita, orku og efnavinnslu. Eitt hinna stóru fyrir- heifca framtí'ðarinnar Hér var nú í vikunni sagt frá rannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið við Mývatn og á jarð- hitasvæðinu undir Námafjalli. Þar er eitt hinna stóru fyrirheita framtíðarinnar að stíga fullmótað frani úr gufumekki óvissunnar. Rætur Námafjalls eru frægt jarð- hitasvæði. Þar kraumar og sýður árið um kring. Þangað sækja ferða menn gjarnan. Við sýnum útlend- um gestum þetta náttúruundur, og erum stoltir af. Gulur brenni- steinn gerir hlíðarnar sólskinslit- ar, bullandi liverir sjóða á dökkri grundinni, en skammt frá flýgur þröstur í iðgrænu kjarri. í austri er úfið hraun, en fjærst tígulegur fjallgarður. En á 'bak við þessa mynd leynist tækifærið til að vinna gull úr gufunni og beizla hitakraftinn og gufustrókinn. Rannsóknir á þessu svæði hafa staðið í nokkur ár. Það eru verð- mæt efni í gufunni og það er hægt að vinna þau. Krafturinn er þarna og blasir við öllum, en er mólið raunhæft framkvæmdamál? Að undanförnu heíir verið unnið að því að upplýsa það. I sambandi við þær athuganir nppgötvaðist hin furðulega kísil náma á botni Mývatns. Skeljar kísilþörnnga á botni Mývatns þekja 12—15 ferkílómetra svæði, og leðjan er sums staðar meira en 9 metrar á dýpt. Áætlað er að þarna sé 50—60 milljón ten- ingsmetra magn af verðmætu efni og er liin sérkenuiiega náma þá ein hin stærsta sinnar teg- undar i veröldinni. Myndir þessar eru báðar frá hverasvæðinu í Námaskarði. Á annarri sést yfir hverasvæðið, en hin sýnir tilraunaverksmiðju er þar var byggS sannar möguieika á stórfelldri hagnýtingu. Hugmyndir hinna ungu eru aflgjafi í viðtalinu við Tímann nú í vik- unni ræddi Baldur Líndal efna- verkfræðingur, sem fyrir þessum rannsóknum hefir staðið, mögu- leikana á að tengja saman í eina heild til úrlausnar, brennisteins- vinnsiu og aðra efnavinnslu úr gufunni undir Námafjalli og hreinsun og vinnslu kísileirsins úr Mývatni, og nota orkuna undir rótum fjallsins til að skila verk- inu. Það er ekki lengur neinir draumórar að hugsa um þýðingar- mikinn efnaiðnað á íslandi, heldur raunhæfur möguleiki, bæði á þess- i um stað og öðrum. Fyrir atbeina ] ( ungra og röskra manna þokar rann 1 sóknum áfram, og að því rekur i senn að þjóðfélagið verður að taka , afstöðu til djarfmannlegra áætl- ] ana um framkvæmdir, byggðar á rannsóknum liðinna ára og á trú já gildi jarðhitans og jarðefnanna fyrir uppbyggingu landsins. Við hlið hugmynda um þetta efni er svo önnur um enn stór- felldari hggnýtingu orkulinda landsins. Það eru stórvirkjanir hinna mestu failvatna landsins og stóriðja á grundvelli erlends fjármagns. Nú eru mörg ár síðan farið var að ræða þessi mál á flokksþingum Framsóknarmanna og gera um þau samþykktir. Ýmsum virtist tal þetta þá draumórar einir, en I í augum hugsjónamanna eru mál I in öðru vísi vaxin. Þeir vita, að það sem ungan mann dreymir um í dag og aðrir telja fjarstæðu, verður áður en varir orðið að , framkvæmdamáli kynslöðarinnar, ! og jafnskjótt rísa ný verkefni við sjóndeildarhring. Þannig er þróun in í frjálsu þjóðtelagi. Það eru hugmyndir hinna ungu, sem eru mesti aflgjafinn í framfaraátt þeg ar á heildina og söguna er litið. Ný öld í flugtækni aS hefjast Þjóðirnar standa nú á þröskuldi nýrra tíma í tæknilegum greinum. Sjálfvirknin ryður sér æ meira til rúms í íðnaði og skapar ný við- horf. Tæknilegar framfarir og endurbætur á mörgum sviðum hafa orðið ótrúlega miklar á fáum árum. Það er talin undirstaða V- þýzkrar velmegunar nú, að mikill hluti iðnaðarins er byggður frá grunni síðustu árin, með nýjum vélum og í ljósi nýrrar tækni. Og gerfimáninn hefir komið róti á i hugina svo að menn eru nú fúsari en fyrr til að ræða í alvöru um efni, sem talin voru fjarstæða fyrir fáum árum. Á einu sviði initn ný tækni koma yfir okkur nú innan 1—2ja ára, hvort sem okkttr líkar betur eða verr. Upp er að hefjast nýtt tímabil í fiugsögu mannsins, tími þot- anna. Hinar miklu farþega- og vöruflutningaþotur, sem nú em í smíðum í mörgnm Iöndum, liefja flutninga á næsta ári og síðan mun sókn þeirra halda á- fram, unz þotan verður að kalla einráð á hinitm lengri leiðttm. Nú er talið að flugvellir í mörg um löndum sóu alóviðbúnir að mæta þeim stórkostlega auknu loftflutningum, sem þotan mun valda. Þeir hafi ekki húsakost til að taka á móti mannafla og varn- ingi, ekki þá þjónustu, sem kreíj- ast verður. Þetta er þegar urnræðu efni í háþróuðum iiðnaöarlönd- um eins og Bandaríkjunum. A$sta<Sa íslands á þotutímum Um það er ekki að villast, að það er nauðsynlegt fyrir fslend- inga að taka þessi mál til umræðit. ísland verður e.t.v. aldrei þýðingar meiri millilendingarstöð en ein- mitt á tímum hinnar stóru þotu, sem mun gjarnan vilja auka burðarþol sitt í Atlantsferðum með því að eiga kost á eldsneyti hér. Og með þeim koma þúsundir ferðamanna, margfaldur sá hópur, sem hefur nú viðdvöl. Við erum ófærir að taka á móti því fólkt, sem kemur hingað nú í dag, og flugvellir okkar eru enn eins og herflugvellir stríðsáranna, að því er varðar aðstöðu fyrir farþega.; Bjartsýn og framtakssöm stefna á j þessu sviði gefur sýn til mikilla! möguleika, sem unnt er að hag-' nýta til gagns fyrir alla þjóðina. En þá er að hyggja að því að við „missum ekki af strætisvagn- inum“. Aðrar þjóðir halda ekki að sér höndum. Endursköpun að- stöðu á flugvöllunum, einkum á millilandaflugvellinum við Kefla- vík, er eitt hinna stóru fram- kvæmdamála framtíðarinnar, sem tímabært er að hefja úmræður um. Áætlanir hinna stóru flug- félaga um framtíðarleiðir yfir At- lantshafið eru nú að fæðast. Ef hægt væri að fella inn í þær áætl- anir áætlun okkar' um fullkomna aðstöðu fvrir farþega- og flug- flutning, eldsneytisgeymslur, — transitflughöfn með nýtízku bún- aði að öllu leyti, mundi það hafa mikla þýðingu. Slík aðstaða gæti jafngilt stórri verksmiðju eða ötl- ugum fiskiflota fyrir þjóðarbúskap inn i heild. Það er því ekki hörg- ull af verkefnum að vinna að. Þau eru alls staðar. Og það þykir þeim, sem þéttbýlustu löndin byggja, eitt hið mesta öfundarefni, er þeir ræða við okkur hér úti á íslandi. Hér er olnbogarúm, bæði í bók- staflegum og óeiginlegum skiln- ingi. Gera menn scr ljóst, hve dýrmætt það er? Ungum mönnum sagt ósatt Urn þessi efni er gott að rreöa við unga menn. Það er auðvelt að vekja hugarflug þeirra, örva bjart sýni og trú á landið. Auðvitað ekki til þess að þeiir missi snerting við veruleikann, heldur til þess að styrkja þá í baráttunni við dag- leg verkefni. í þessari viku hefur verið á dagskrá hér, ráðstefna, sem foringjar Sjálfstæðisflokksins efndu til fyrir unga bændur. Kom til fundarins nokkrir tugir ungra manna og gerðu hór ólyktanir um landbúnaðarmál. Þegar þ.etta fyrir tæki er skoðað nánar, þykir mönn um það undarlegt. Af frásögn Mbl. að ráða, hafa þessir ungu bændur aðallega umgengist Ólaf Thors og Gunnar Thoroddsen á þessari ráo- stefnu, en ekki t.d. þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru bænd ur. Þeirra var hvergi getið. Mhl. hefir líka sagt frá því, hvað Ólaf- ur Thors bar á borð fyrir þetta ttnga fólk. Er það skemmst af að segja, að flokksformaðurinn, hélt tvær ræður yfir þeim og sagði þeim ósatt um flesta hluti. Mest áberandi var þetta: Sjálfstæðis- flókkurinn stjórnaði landbúitaðar- máium 1944—1947 og markaði þá stefnu, er þá var fylgt. Þar bar hæst búnaðarráð og búnaðarmála sjóðsstjórnina-, og fjandskápurinn við Stéttarsamband bænda. En um þetta tíniabil ræddi flokksformaðurinn alls ekki. — Hann nefndi ekki búnaðarráð í „sögulegu'* yfirliti, og hann gat ekki um viðhorf flokksins til Stéttarsambandsins á þessari tíð. Hinsvegar hóf hann að þyrla upp ýmis máleíui, sem framkvæmd hafa verið síðau Framsóknarfl. tók við stjórn landbúnaðarmála og byrjaði með því að helga sér ræktunarsjóðslögin nýju, scm Bjarni heítinn Ásgeirsson vat.u manna mest að. Að þessum lestri loknum hóf flokksformaðurinn að flytja alveg. furðulegan samsetning, þar sem ráherrar i núverandi ríkisstjórn voru bornir þyngstu sökum, kall* aðir svikarar og annað fram eftir götunum. Maðurinn belgdi sig út og barði sér á brjóst og hrópaði um svik annarra manna, en lét sem hann væri táknmynd heiðár- leikans! RætSuhöld í poka Ekki er ósennilegt, að einhýerj- ir af áheyrendum hafi j húgarsýn séð etðrofsmálið renna tipp á bak við flokksformanninn meðan á ræðu þessari stóð. Hefir það vænt anlega gcfið þ.eim tækifæri til að hugieiða, hvers konar fígura yar í pontunni. En fundur þessi, sem hefði væntanlega getað orðið gagti legur, varð a ðlokum til vansæmd ar fyrir þessa dæmalausu fram- komu. Tilgangur flokksstjórnar- (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.