Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 6
5
T í MIN N, þriðjudaginu 5. nóvember 1957.
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn
Rit8tJ6rar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnjscn (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargfttu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 12SS3
Prentsmiðjan Edda hf.
—.—.—.— ----------—,--------------------------------------- ,
Alvarlega horfir í sjávarút
vegsmálum
NÝLEGA var birt frétt
um nefndaskipun á Akureyri.
Er nefndinni ætlað að ræða
við ríkisstjórnina og fjármála
stofnanir um hag togaraút-
geröarinnar þar. En vand-
kvæöi þau, sem nú steðja að
Akureyrartogurunum er ekk-
einangrað fyrirbæri. Öll tog-
araútgerðin stendur höllum
fæti og hefur svo verið um
hríö. Auðvitað er eðlilegt að
útgerðarmenn ræði þessi
vandamál við ríkisstjórnina.
Hér er um efni að ræða, er
snerta alla þjóðina. En því
miður eru litlar horfur á því
að ríkisvaldið valdi því að
ryðja burtu meginorsölc yfir
standandi vandræða, því að
hún er aflabrestur á fiski-
miðum umhverfis landið.
Hingað til hafa menn huggað
sig við þá von, að afla-
bresturinn væri aðeins
stundarfyrirbæri. Allt mundi
brátt komast í gamla horfið,
er fiskinum var mokað upp
af miðunum hér í kring um
okkur. En smátt og smátt vex
þeirri skoðun fylgi meðal
þeirra, er gerzt þekkj a til, aö
fiskleysið geti verið alvar-
legra vandamál en þetta. Það
sé að minnsta kosti tímabært
fyrir landsmenn að horfast
í augu við þann möguleika,
að heimamiðin skili ekki því
magni, sem við þurfum til að
reka útgerð með sama hætti
og hér hefur tíökast að und
anförnu; svo kunni að fara,
að við verðum eins og aðrar
fiskveiðiþjóðir, að sækja æ
meii’a á hin fjarlægu mið,
meðan þau endast, jafnframt
því, sem gerðar eru ráðstaf-
anir til aö vernda frekar en
enn er orðiö uppeldisstöðv-
arnar á landgrunninu hér um
hverfis okkur.
BLAÐIÐ hefir nýlega
rætt við togaraskipstjóra,
sem hefur að baki sér ára-
tuga reynslu á sjónum og hef
ur siglt á hinum nýju tog-
urum allt síðan þeir komu
til landsins og gerir enn.
Hann taldi, að í huga sjó-
manna sækti nú æ meira á
sú skoðun, að fiskimiðin hér
væru að tæmast fyrir óhóf-
lega ásókn. Á svæðinu vest-
ur og norður fyrir land, er
jafnan veggur af veiðiskip-
um ef fisks er von, en hin
gömlu fisksælu mið virðast
uppurin með öllu. Skipin
detta ofan á bletti hér og
þar, en um samfellda veiði
er ekki að ræða. Þessi skip-
stjóri vildi líkja aflabrögðum
togaranna nú við þaö, er
menn fara yfir kartöflu-
garð í annað og þriðja sinn.
Það er lengi von á einu beri
til viðbótar, en uppskeran
sjálf er hirt og komin í hús.
Hann kvað gjörsamlega fisk-
laust á öllum togaramiðun-
um hér við land nú í dag,
og virðist ekki um annað að
ræða fyrir þau skip, sem t.d.
afla í salt, en sækja á Græn-
landsmið eða í Hvitahafið,
með öllum þeim vandkvæð-
um sem því fylgir.
ÞETTA ERIJ alvöruorð,
sem enginn íslendingur get-
ur látið sem hann heyri
ekki Ef þau reynast á stað-
reyndum byggð, er mikil vá
fyrir dyrum. Aukning þjóðar
framleiðslunnar i heild með
meiri sjávarafla sýnist þá
torveldari en vænzt hafði
verið, og fullerfitt að halda
í horfinu. Við þessar aðstæð
ur sýnist enn rikari ástæða
en ella til að hraða öllum
athugunum á möguleikum
stórvirkjana og iðnaðar, og
annarri hagnýtingu auðlinda
landsins, um leið og fram-
leiðs'a landbúnaðarins verð-
ur skipulögð til þess að verða
þjóðarbúskapnum í heild að
sem mestu gagni. Langvar-
andi fiskleysi á miðunum er
aðvörun um að ekki muni
reynast farsælt til framtíð-
ar að byggja svo til alla út-
flutningsverzlunina og gjald
eyrisöflmiina á sjávarafla.
Nauðsyn er aö s’kjóta þar
fleiri stoðum undir. Áfram-
ha’dandi aflaleysi hér við
land kallar og á athuganir
á því, hvernig fiskiflotinn
verði bezt og hagkvæmast
nýttur við nýjar aðstæður.
Og svo er að koma búskap
okkar heima fyrir í það lag,
að sú útgerö, sem hér verður
rekin í framtíðinni, standi á
fíárhagslega heilbrigðum
grunni, þar sem hæfni, dugn
aður og útsjónarsemi nýt-
ast til hins ítrasta. Að öllu
samanlögðu eru þetta mikil
að erfið vandamál, sem þörf
er aö ræða fyrir opnum
tjöldum og gera sér fulla
grein fyrir, áður en meira
þrengist fyrir dyrum.
Vængjablak í Mbl
HÉR HEFIR nýlega ver-
ið rakið með nokkrum gligg-
um dæmum, að foringjar
Sjálfstæðisflokksins hrúguðu
saman miklu af ósannindum
um landbúnaðarmál hér á
dögunum, helltu yfir nokkra
unga menn, sem kvaddir
höfðu verið saman á vegum
flokksins. í skýrslu þeirri, er
formaður flokksins flutti á
fundi þessum, sleppti hann
alveg að geta um þau mál,
er flokkur hans hefir eink-
um borið fyrir brjósti. Hann
minntist ekki einu orði á
búnaðarráðið eða ofsóknina
á hendur Stéttarsambandi
bænda. Hins vegar þuldi
hann langan lista um bar-
áttumál annarra manna, og
eignaði sér. Meðal annars
ræktunarsjóðslögin frá 1947,
er Bjarni heitinn Ásgeirsson
bar fram, raforkuáætlun
dreifbýlisins o. s. frv. Þessar
aðfarir gegn ungu fólki hafa
vakið undrun og hneykslun.
Stjórnmálaflokkar á Italíu eru farnir
að undirbúa kosningarnar á næsta ári
Kommúnistaflokkurinn tapar ört fylgi, en klofn-
ingur ríkir metSal borgaraflokkanna
Þó að enn sé hálft ár til
kosninga á Ítalíu, er kosn-
ingabaráttan þegar farin að
hafa áhrif á ítölsk stjórnmál.
Síðustu kosningar fóru fram
árið 1953 og skulu fara fram
á fimm ára fresti. Helztu við-
burðir sem gerzt hafa síðan
kosningar fóru fram síðast
eru þeir að riðlazt hefir
gamla flokkasamsteypan sem
þessir flokkar stóðu að: ann-
arsvegar hinn fjölmenni ka*
þólski stjórnmálaflokkur,
Kristilegir demókratar og
hins vegar demókratisku mið
flokkarnir, jafnaðarmanna-
flokkur Saragats og hinn
hlutfallslega fámenni en sið-
prúði flokkur repúblikana.
Hann á rætur að rekja til stjórn
málalegra hugsjóna Massinis, og
að Iokum frjálslyndi flokkurinn,
sem er miklum mun hægrisinn-
aðri en sams konar flokkar á
Norðurlöndum.
Flokkasamsteypan riðlast
Þessi mikla demókratíska flokka
samsteypa, sem var hjartans mál
de Gasperis hefir riðlazt. Sú varð
raunin á eftir dauða hans, að
crfiðara og erfiðara rcyndist að
halda saman þeim flokkum, er að
samsteypunni stóðu. Orsakirnar
cru tvenns konar, annars vegar
hin gífurlega valdaaukning ka-
þólska flokksins og hins vegar
ótti hinna þriggja flokkanna við
að glata stjórnmálalegu sjálfstæði
sínu. Þeir óttast að verða nokkurs
konar hlaupadrengir kaþólska
flokksins.
Barizt um aðstöðu
í kosningabaráttunni
Þar að auki hefir fjöldi vanda-
mála, fyrst og fremst efnahags-
; legra og félagslegra stuðlað að
upplausn samsteypunnar. Fyrstur
skarst republikanaflokkurinn úr
leik. Það gerðist í vetur, er leið.
, Að dsemi hans fóru frjálslyndir og
jafnaðarmenn og í vor féll síð-
asta samsteypustj órnin.
í kjölfar þessa fylgdi löng
1 stjórnarkreppa, sem lauk með því
að hinn sjötugi þingmaður Zoli
tók við völdum og setti á laggirn-
ar ríkisstjórn, sem eingöngu var
skipuð ráðherrum úr kristilega
demókrataflokknum. Stjórnin hef-
SARAAGAT
ir engan veginn hreinan meiri-
hluta í þinginu, en styður sig
við svokallaðan lausameirihluta,
— sigur í hverju einstöku máli
fyrir sig. í raun og veru er hlut-
verk hennar það eitt að leysa úr
almennum vandamáium þjóðarinn
ar meðan beðið cr kosninga. Öll-
um gömlum stríðsvandamálum er
vikið til hliðar og endurreisnar-
starfið hefir stöðvazt. Það sem nú
situr í fyrirrúmi er að fá sem
bezta aðstöðu í kosningabarátt-
unni.
Kommúnistaf lokkur
í upplausn
Kreppa ríkir einnig í kommún-
istaflokknum. Á þingi miðstjórn-
arinnar í lok september var fram-
kvæmdastjóri flokksins neyddur
til að gefa heldur ófagra skýrslu.
Giorgio Amendola, sem nú er á-
litinn krónprins flokksins, — hálf
xun mannsaldri yngri en Togliatti
— lýsti því yfir, að tala innrit-
aðra flokksfélaga hefði lækkað um
200 þúsund á síðasta ári, en það
er um það bil 10%. Þar við bætist,
að flokkurinn hefir misst 2—300
þúsund félaga frá því 1954, þeg-
ar flokkurinn hafði mest fylgi.
Þannig er fullnaðartapið hér um
bil hálf milljón.
Þó væri fljótfærnislegt að draga
nokkra ályktun af þessu, þar sem
komið hefir í ljós, að kommúnist-
ar hafa yfirleitt haldið aðstöðu
sinni í bæjar- og sveitastjórnar-
kosningum, sem fram hafa farið
á liðnu ári. En á hinn bóginn hafa
kommúnistar farið mjög halloka
í kosningum innan margra stétt-
arfélaga, en það þýðir, að ■ hin
máttugu stéttarsamtök kommún-
ista hafa misst áhrif sín í einni
iðnaöargreininni af annarri. Þessi
ósigur hófst. í Fíatverksmiðjunum.
Verkamennirnir hafa yfirgefið
stéttarfélög sem eru undir stjórn
kommúnista og hallazt að kaþólsk-
um og sósíaliskum stéttarfélögum.
Höfuðorsök þessarar þróunar er
sú, að hin itppfrædda verkamanna
stétt Norður-Ítalíu er orðin þreytt
á Iþví að láta kommúnista ota sér
út í pólitísk verkföll ár eftir ár.
Það verður ekki fyrr en að kosn
ingunum afstöðnum, að ljóst verð-
ur, hversu djúptæk kreppan er
innan kommúnistaflokksins. Krepp
an ríkir ekki aðeins meðal fjöld-
ans. Hún hefir einnig komið í
Ijós meðal leiðtoganna, þar sem
gamli fylkingararmurinn, sem skip
aður er byltingarsinnuffum Stalín-
istum, berst um vöidin við annan
fylkingararm, en þar ráða yngri
menn, sem ekki hafa orðið ósnortn-
ir af ákvorðununum á 20. flokks-
þinginu í Moskva ásamt atburð-
.unum í Póllandi og Ungverjalandi
— fyrir októberbyltinguna í fyrra.
Togliatti var sjálfur neyddur til
þcss á síðasta flokksþingi að taka
afstöðu í fyrsta sinn til hinna
tímabæru vandamála og sýndi þá
samstöðu sína með yngri mönnun-
N E N N I
um á bókstaflegan hátt, með því
að yfirgefa sæti sitt og þrýsta
hendur Amendolas.
Menntamenn yfirgefa
kommúnista
Meðal menntamanna hefir einn-
ig orðið fráhvarf frá kommúnist-
um. Fjöldi og mannvirðing þess-
ara menntamanna hefir nægt til
þess, að Amendola var nauð-
beygður til að lýsa því yfir að
missir menntamannanna gæti orð-
ið það afdrifiaríkur, að ekki væri
ráðlegt að gera lítið úr honum.
Sú tilraun, sem staðið hefir
yfir í mörg ár, að sameina hina
tvo sósíaíísku flokka, vinstri sós-
íalista Nennis og demókratíska
sósíalista Saragats hefir strandað
að nýju. Nokkur hluti mennta-
mannanna hefir leitað til flokks
(Framhaid á 8 síðu •
í stað þess að láta söguna
tala, er henni snúið kyrfilega
við og hún umrituð í áróðurs
skyni. Ungu fólki síðan sagt
að þarna séu staðreyndirnar.
Er þetta eitthvert ljótasta
dæmi um óskammfeilinn
stjórnmálaáróður, sem um
getur um langa hríð.
MORGUNBLAÐIÐ hefir
þessa fortíð nýliðna á bak-
inu þegar það birtir umvönd-
unarpistil á sunnudaginn um
„umritun sögunnar“ og þyk-
ist geta deilt á Framsóknar-
menn, einkum Eystein Jóns-
son, fyrir slíkt athæfi. Unga
mamma flögrar upp með
vængjablaki og reynir að
leiða athygli frá hreiðrinu.
S.iálfstæðismenn geta engan
veginn skotið sér undan á-
byrgð á fjárfestingarkapp-
hlaupinu, sem hófst 1953. —
Þeir hældu sér af því að hafa
veikt eftirlitið, og síðan hóf-
ust þeir handa um að svíkja
það af því, sem eftir var,
eins og Morgunblaðshöllin er
g'eggst dæmið um. Vængja-
slátturinn blekkir því engan.
Á þröngum dimmum vegi.
ÞRÖNGUR er vegurinn, dettur
manni í hug, þegar farið er til
Hafnarfjarðar frá Reykjavík á
síðkvöldi. Og svo er gatan dimm.
Hafnarfjörður hefir að vísu lýst
upp sinn hluta, en Kópavogur
og Reykjavík láta menn vera að
paufast i myrkrinu. Vegurinn er
stórhættulegur öllum vegfarend-
um. Bílarnir þeysa fram hjá
rangstillt ljós, svo að hver mað
ur blindast, og fara stundum svo
nærri, að furðu vekur að ekki
skuli verða árekstur. Og hraðinn
stundum langt fyrir ofan lög og
rétt. Úti á hliðarbraut rétt við
veginn eru tveir menn á
ferð á reiðhjóli, og báðir ljóslaus
ir. Þeir eru ekki hræddir um líf
sitt. Þetta er sannarlega glæfra-
íerðalag. Fyrir nokkur bar það
við á þessari leið, að bílstjóri,
sem lá öli ósköp á, skaust fram
úr bíl vinstra megin á þessum
stað, af því að bíll kom þá á móti
og hægri leiðin var lokuð. Ef |
hjólreiðamennirnir ljóslausu
hefðu verið þar fyrir, hefði farið
illa. Þetta er aöeins eitt dærni af
mörgum um gálauslegt ferðalag
á Hafnarfjarðarvegi.
Ekki framtíðarvegur.
MAÐUR HEYRIR sjaldan rætt
um þennan veg. Ekki getur það
verið hugmyndin að þetta sé
framtiðarvegur i milli bæjanna.
Hann er í mesta lagi helmingur-
inn af framtíðarveginum. Nú-
verandi vegur ætti að vera tvær
akbrautir og einstefnuakslur;
annar vegur, ekki mjórri, að
liggja samhiiða honum, með
breiðum geira í milli. En sums
staðar virðist byggt án þess að
taka tillit ti) þess, að þessi mjói
og hættulegi vegur getur ekki
verið til framhúðar eins og hann
cr. En á meðan vegurinn er
þröngur og það verður hann víst
fyrst um sinn, er alveg ótækt að
upplýsa hann ekki bctur. Kópa-
vogur og Reykjavík eru þar eft-
irbátar Hafnarfjarðar og er ekki
vansalaust. Hin nýja þjóðvega-
lýsing eins og á Suðuriandsbraut
og hið næsta Hafnarfirði, er til
mikils öryggis og hún þarf að
vera á ailri þessari leið en ekki
aðeins nokkrum hluta hennar.
— Finnur.