Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, þriðjutfaginn 5. nóvember 1957. Aldrei í sögunni hafa verið slegin betri né stærri tún hér á landi en á nýliðnu sumri Gott og gjöfult sumar er liðið. Sólrí&t og þurrkasamt franianaf, en þó nokkuð óþurrkasamt eftir 20. ágúst á Norðausturlandi.enda þar uti hey fram yfir réttir. — 1956 bættist hálfur ha við meðal túnið á landinu, og nokkrir vanda nú orðið svo vel nýræktir sínar að þeir geta slegið þær strax á fyrsta ári með góðri slægju. Það er því víst að aldrei hafa verið slegin stærri tún á landi hér en í ár, og þó það auk ist með ári hverju að afurða miklum skepnum sé beitt á túnið — hámjólka kúm og tvílemhum — er ég þess fullviss, að töðu- fallið í sumar liefir verið það mesta sem enn hefir fengist af túnum á íslandi og þetta verður þrátt fyrir það að hvort tveggja skeður, fólkinu í sveitinni fækk- ar og sláttutíminn styttist. Ilér kemur til afkastaaukningin á hvern einstakling sem að hey- skapnum vinnur, en hún stafar toæði af meira heymagni af hverri flatareiningu, notkun stórvirkra véla við heyskapinn, og aukinni tækni við heyskapinn í heild. En sumai-ið var gjöfult með fleira en að gefa mikil hey í hlöður, það gaf Uíka garðmat meiri en venjulega og bert fyrir fleira búfé en áður hefir gengið í sumarhögum, og sauðféð eitt, lömbin og vetur- gamla féð, sóttu í sumar um 300 milljóna verðmæti í sumarhagana. i Að liðnu sumri Bændur landsins og þjóðin öll kveðja því sumarið með þökk til þess er það gaf og stjórnar fram- þróuninni allri. Og að sumrinu liðnu hugleiðum við hvað við höf um lært af reynslu sumarsins, sem við getum haft gagn af næsta og j næstu ár. Þar hefir hver sína sögu j að segja, en þó eru einstök atriði sem eg tel að allir bændur eigi að veita alhygli og vil ég nefna þrjú þeirra. Eg hefi frétt um 30—40 bændur sem brendu hey sín í sumar. Þó er ég viss um, að ekki hefi ég frétt irm þá alla, sem hafa hirt svo djarft að í hitnaði og verulegur skaði hlaust af. Þó fréttamenn blaðanna segi frá sumum er hey brenna hjá ög maður frétti um aðra, þykir öðrum skömm að því að hey hjá þeim brenni og því er yfir því þagað. Það mun nærri hálí öld, síðan menn fóru að nota heymæla. Um hartnær 50 ár hefir bændum lands ins árlega verið bent á það, að • ef þeir hefðu heyhitamælir, og . íylgdust með hitanum í heyinu, þyrfti þeir aldrei að brenna, né láta hey sín skemmast verulega þó að í þeim hitnaði, þó þeir neydd- ust til þess að hirða diarft, Og enn brenna þó hey. Viljið þið nú ekki í vetur hugleiða hvort þið eigið ekki fvrir næstu heyannir að vei-a samtaka um það, innan hvers búnaðarfélags, að hafa þar 1—2 heyhitamæla , svo að þeir sem þá kunna að eiga he.v, sem í hitnar, geti fengið þá léða, og með þeim fylgst með hitanum og rifið heyin upp í tíma? Eða á enn í 50 ái- að tala um þetta, og láta heyin brenna, þótt fyrirhafnarlítið sé að fyrirbyggja það? Eg spyr. þið svarið með fram kvæmdinni eða frarnkvæmdaleys- inu. Þurrklausa sumarið mikla árið 1955, þegar varla kom þurr dagur á Suðurlandi, • og. Suðvesturlandi, þó minna væri um’ úrfelli þar en á Suðurlandi, verkuðu b.ændur í Vestur-ísafjarðarsýslu 83% af öll um heyskap sínum sem vothey. Ilvað þeir hafa gert í sumar, veit cg ekki.en vafal-aust hafa þeir verk að yfir helming heyja sinna sern vothey, því þéir þekkja orðið vel j ágæti þeirrar. heyverkunaraðgerð-1 ar. Þar eru þá líka nýreist fénað- arhús sem engin heygeymsla er við nema vothéysgeyslurnar, turnar, j gryfjur, endat fóðra margir bæði I Páll Zcphómasson ræðir um reynsluna, sem fékkst í sumar? og um hagsýai í vmeuhrögðum á komaedi nautgripi og sauðfé á einu saman votheyi. Á sama ári og votheys- gjöfin er orðin algeng og talin sjálfsögð sums staðar eru menn í öðrum landshlutum að stríða við að þurrka há, — sem þó er bæði erfiðast að þurrka, og léttast að verka ósaxaða i vothey ■— þegar komið er haust, lofthitinn orðinn minni, sólargangurinn skemmri o, allra veðra von. Viljið þið ckk hugsa um þetta. Viljið þið ekk skrifa einhverjum vestra, t. d. Gu mundi Bernharðssyni Ártúni eð Jóhannesi Davíðssyni Neðri-Hjarf ardal og spyrja þá um reynsli þeirra. Þeir munu svara ykkur, ó: þið þá fá frá fyrstu hendi reynsh þeirra. Félagsheyskapur í fyrra, 1956., var í fyrsta sinn gerð tilraun með félagshey- skap í vothey. Þrír bændúr Skeiðum sem hver á votheystur sem tekur sem svarar 300 hey hesta, slóu sér saman með tæk sín, slóu, óku heim, söxuðu og komu í turnana töðu sinni, und eftirliti verkfæranefndar ríkisin- er mældi tíma og afköst. Fr; þessu er sagt í skýrslu nefndarinir ar er út kom í sumar. Þeir unnu saman 9 með dráttarvélum, sax- blásurum o. s. frv. og fylltu hvern turnin af öðrum í einni lotu. Þeg- ar seig í turnunum fóru þeir aðra Páll Zóphóníasson. Páll Zóphóníasson al{im. flutti þetta er- indi í útvarp vi?S miss- iraskiptin. umferð, og síðan þá þriðju. Alls voru þeir i 22 tíma með milliferð- unum, að því að heyja þessa 900 hesta, eða sem svarar 300 þurrabandshestum í hvern turn. Eg tel að hér hafi verið að ræða um tilraun sem bændur eiga að gefa gaum. Þeir eiga að fá skýrslu Verkfæranefnd ar og skrifa Ólafi Guðmulídssyni á Hvanneyri eða Haraldi Árnasyni ráðunaut í Reykjavík og fá nánari upplýsingar og síðan athuga, hvort slík félagsvinna geti ekki komið til greina hjá þeim og næstu ná-j grönnum þeirra. Þótt benda mætti' á fleira frá sumrinu, sem ástæða ' gæti verið að ræða um og hugsa,| skal það ekki gert nú. Sumrið er kvatt með þökk til þess er það gaf og vetri ber að heilsa sem góðum gesti. Bændur um allt l'and ættu að vera vel undir veturinn búnir. í vetur þurfa þeir eins og ævinlega að hugsa um búféð sitt, hirða það og fóðra svo að því líði vel, það haldi fullri heilsu, gefi sem mest- an arð í vetur og sé þannig fram- gengið að vori að það hafi sem bezta möguleika til að nota sum- arhagana og færa heim úr þeim haustið 3958 sem mest verðmæti fyrir eigendur og þjóðarbúið. — Þetta sjónarmið á æt.íð að ráða við meðferð búfjárins. Óláfur Stefáns- son og Halldór Pálsson munu tala við ykkur um fóðrun nautgripanna og sauðf.iárins í vetur, og ef til vill talar Gunnar Bjarnason um fóðrun hestanna. En nú við vetr- \ •arkomuna ætla ég þó líka að tala j nokkuð um fóðrunina, en frá öðru sjónarmiði en ég býst við að þeir geri. Eg vil leggja fyrir ykkur hvern og einn þessa spurningu: Hvaða búfé umsetur fóðrið í verð mestar afurðir á jörðinni sem þið búið á? Hér er um nautgripi og sauðfé að ræða. Hrossin ræði ég ekki um. Vera má þó að til séu bæir þar‘ sem hryssurnar sem ár- lega eiga folöld til slátrunar gefi góðan arð, en bæði er, að það er óvíða, og eins er markaðnr fyrir folaldakjöt mjög takmarkaður og hæpið að treysta á hann til fram- búðar. Víða er sú aðstaða að senda má frá búinu mjólk dagl. til vinnslu í mjólkurbúi, og eða sölu beint til neytenda. Flestir telja að á slíkum stöðum eigi bændur að leggja sig eftir nautgripum og hafa fátt fé. IViisjöfn aðstaða á jörSunum Þetta getur verið álitamál. Jarðirn ar eru mis vel fallnar til naut- gripabúskapar og sauðfjárbúskap- ar og mennirnir eru misjafnir. — Einn vill helst ekki sjá nautgripi og annar helst ekki sauðfé. Marg- ir hafa hafa haldið því fram við mig, að betur borgi sig á sinni jörð að hafa sauðfé en nautgripi. Aðrir hafa haldið hinu gagnstæða fram, og b,áði partar gætu haft rétt fyrir sér, því að jarðirnar eru misjafnar. En hvað sem því líður þá vildi ég benda þeim bændum, ^em búa í næsta nágrenni við þau 15 þorp, þar sem íbúarnir fá ónóga mjólk, og svelta fyrir m.iólk og mjólkurvörur, að leggja vel niður fyrir sér hvort ekki borga sig þar að framleiða mjólk, hafa fleiri kýr og nýta að fullu mjólkurmarkaðinn sem þeir geta haft, en að fóðra sauðfé á því fóðri, er þjóðfélagsl. væri réttara að gefa kúm. Annar stór hópur af bændunum geta sent. frá sér mjólk annan hvern dag eða enn sjaldnar, og oft geta þeir um lengri tíma að vetrinum engu komið frá sér. Mjólk sem þeir senda frá sér, sem á slíkum væð- um búa, verður alltaf annars flokks vara, og þarf aldrei að gera ráð fyrir sama verði fyrir hana og hina sem kemur daglega ný á markaðinn. Þctta þurfa þeir hafa í huga sem við þá aðstöðu búa, þegar þeir athuga hvaða skepnur þeir láta umsetja fóður í afurðir. Jafnframt verða þeir líka að hafa í huga sern við þá aðstööu ar fyrir mjólkurvörur er takmörk uð, en verð þeirra á erlendum markaði það lágt, að heita má að sala þeirra þangað sé útilokuð, jafnvel þó kaupgjald hér á landi væri hið sama og þar. Það er því mjög hæpið, séð frá sjónarmiði heildarinnar hvort framleiðsla mjólkur á slíkum stöðum á rétt á sér, fram yfir þörf þeirra er í næsta þéttbýli búa. Svo eru það þeir bændur, sem engum fram- leiðsluvörum geta komið frá sér nema vor og haust. Þar eiga kýrn ar ekki að vera fleiri en það, að þær fullnægi þörf heimafólks með mjólk. Skiptar skoðanir geta verið um það hvað margar kýr þurfi ti'Ij þess. Á söguöldinni höfðu margir góðir bændur jafnmargar kýr og hjón, en þá var líka sú kýr gjald- geng sem mjólkaði „kálfsmála“ og var í þeim holdum um fardaga að hún væri „héraðsræk", og segir hvort tveggja sitt um meðferðina. Siðar var talið gott ef kýrspeni væri á heimilismann, og hefir það svarað til eins til tveggja potta neyzlu mjólkur á dag pr. mann. Kúabú — fjárbú Mér er nær að halda að mjög víða séu kúabúin óþarflega síór, hjá þeim bændum sem enga mjó’lí ursölu geta haft. Um 1930 kom óg til ungs bónda, sem var verzlunar- lærður. Hann hafði fyrir fáum ár- um tekið við búi af öldruðum föð- ur sínum, og búið sem hann tók við var 4 kýr og 280 fjár. Hann hélt mjög nákvæma búreikninga og komst fljótt að þeirri niður- stöðu að framleiðsla mjólkurinnar væri dýr. Hann breytti þá til. Þeg ar ég kom til hans, átti hann bara eina kú, svartskjölydótta, sem. mjólkaði rétt við 5000 lítra á ári, en haföi 90 fjár fleira en faðir hans hafði haft. Og arður búsins hafði stóraukist. Eg hygg að þeir sem hafa margar kýr, sumir allt upp í 6, fátt fólk í heimili, en eru að ala kálfa, til þess að koma mjólkinni í verð eins og þeir.sum ir hafa orðað það í mín eyru, geti haft miklu meiri arð af búum ‘sin- um, með því að hafa kýrnar færri og féð fleira. Ilér eru þó 'Hka bæði jarðir og raenn misjafnir, og getur þá átt eitt við hvern, en ég endurtek það, að almennt. séð' hygg cg að kúabú á þessum svæð- um séu of stór, en fjárbúin of lítil. Og greinilegt. er að þær sveitir sem með kynbótum og bættri fneð ferð hafa bætt kýrnar, og aukið afkastagetu einstaklinganna, haf'a fækkað kúnum, en þó fengið mjólkurþörf heimilanna eins vel fullnægt og áður en fóðra nú fé á því fóðri sem kýrnar fengu áður. og hafa nú betri arð af búinu en áður. Má hér benda á Kirkjubóls- hreppinn í Strandasýslu og Mýra- hreppana báða, þann í ÁuStur- Skaptafellssýslu og Vestur-ísa- fjarðarsýslu o. fl. Það leiðir af sjálfu sér, að spurningunni um það „hvaða skepnur sé heppileg- ast að láta breyta fóðrinu í afurð- ir“ verður að svara sérstaklega >fyr hverja einstaka jörð, og það verð- ur bóndinn að gera sjálfur og rétt j er að hann ræði um það við við- komandi ráðunaut. Og því hreýfi ég þessu, að ég vil bæði minna bændurna og ráðunautanna á áð athuga þessa spurningu, velta henni fyrir sér, athuga hana vand lega, og þá er ég alveg viss um, að margir kæmust að þeirri niður- stöðu að þeir eigi að breyta til, sums staðar stækka kúabúin, á öðr um stöðum stækka fjárbúin, til þess að fá sem mest fyrir fóðrið sem í búféð fer. FóSrunin ! Eg mun nú ekki hafa þetta mik ið lengra, en þó vil ég nú drepa á eitt atriði um fóðrunina. Þið fóðriö féð að vetrinum til þess að búa það undir að geta sem bezt notað hagana næsta vor og sumar. Bráðum kemur fóðurgæzlu maðurinn til ykkar og með honum athugið þið fóð'urbirgðirnar sem þið eigið til vetrarins. Þið athugið hvað þið þurfið handa nautgrip- unum. Kýrin þarf 35—40 hesta. Þið athugið hvað þið þurfið handa hrossunum. Þau þurfa 15 hésta þar sem þau þurfa mest, moð og rckjur og lítið hey, þar sem þau íFramhald á 8. síðu). AFRÆKT BÆJARHVERFI INN VIÐ ELLIÐAAR þenst út nokkurs konar vasaútgáfa af smáibúðahverfinu svokallaða og er vöxtur þess hinn undra- verðasti. Svæði þetta mun að öllu óráðstafað af hendi bæj- arins og hafa heilu fjölskyld- ttrnar flutt þangað búferlum á eigin ábyrgð. Vatn og skólp mun nú komið í allflest húsin svo og rafmagn og er það að sjálfsögðu mikil rauiiabót fyrir þetta fólk. Nokkuð mun vera um nýsmíði húsa þar, en meira mun þó gert af því, að flytja gömul aflóga timburhús og múra þau niður þar sem hverj- um hefir hentað. Hefir sam- komulag íbúa þessa litla sjálf- stæða liverfis verið nokkuð erfitt á stundum, enda skiljan- legt. Húsum liefir verið tyllt niður á því svæði, er þeir sem fyrir voru höfðu markað til eigin afnota og hafa þá menn gert upp sakir’sín í milli án nokkurrar íhlutunar bæjaryfir- valda líkt og urn algerlega ó- viðkomandi fólk væri að ræða. ÞETTA FÓLK hefir ekki átt sjö dagana sæla, áður oh það flutti í þetta hverfi. Að- spurðir hafa flestir búið við mjög lélegan húsakost hvar- vetna í bænum og nokkrir búið í bröggum þeim, er flestir bæj arbúar munu kannast við. Hefir þetta fólk byggt upp sitt eigið heimili þarna í trássi við bæjai'yfirvöldin og því að sjálf- sögðu án þeirra aðstoðar. Fróð- legt væri að vita, hvort þetta afrækta fólk hefir greitt sín fullu gjöld til bæjarfélagsins og ef svo er, hversu mikið réttlætismál það er. Margar stórar og virðulegar nefndir éru settar á laggir innan íhaldsins og feitletraðar fyrirsagnir blaða þeirra hrópa út um lands- byggðina gífuryrði um hvers- konar framkvæmdir. Hvergi í þessum yfirlýsingum hefir fund izt einn stafur um skipulag þessa íbúðarhverfis, er að framan greinir og ekkert er um það getið, að fólki þessu sé ætlaður sess í því nútíma þjóðfélagi, sem við hrærumst í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.