Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 8
B T í MIN N, þriðjudaginn 5. nóveniber 1957, Minningarorð: Óskar Bjarnasen, umsjónarmaSur háskólans Fyrir hálfum mánuði, þriðju- daginn 22. október, lézt af völd- um nýrnasjúkdóms Óskar Bjarna- sen, umsjónarmaður háskólans, og var útför hans gerð viku seinna. Um þær mundir var ég lasinn, svo að hvorki gat ég fylgt þessum vini mínum síðasta spölinn né stungið niður penna til að minn- ast hans. Þannig stendur á því, hve seint þessar línur birtast. Óskar var fæddur í Vík í Mýr- dal 21. marz 1898. Foreldrar hans voru Anton Pétursson Bjarnasen verzlunarstjóri (bróðir Nicolais Bjarnasens forstjóra í Reykjavík) og kona hans Sigríður Guðmunds- dóttir Johnsens prófasts í Arnar- bæli, en þau Arnarbælissystkin voru mörg og nafnkunn, þeirra á meðal Guðríður, kona séra Ól- afs Ólafssonar fríkirkjuprests, og Margrét, kona Jóhannesar sýslu- manns Ólafssonar í Skagafirði og móðir prófessors Alexanders og þeirra systkina. Á fyrsta ári flutt- ist Óskar með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, þar sem Anton rak verzlun og útgerð. Tók Óskar við þessu eftir föður sínn, en hvarf síðar frá kaupsýslu. Um 6keið var hann sýsluskrifari og fulltrúi bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum og þá stundum settur bæj- arfógeti. Má af því marka, hve mikils álits Óskar naut í þessum efnum. og hve vel hann var að sér, þótt hann væri að miklu leyti sjálfmenntaður. Á gamlárskvöld 1925 gekk Ósk- ar að eiga Rannveigu Jóhönnu Helgadóttur hjúkrunarkonu, sem var hóglát, viðmótshlý og elsku- leg. Þau voru mjög jafnaldra (hún fædd á Seyðisfirði 3. febr. 1898), og jöfn virtist ástúð þeirra hvors til annars, svo vel fór á með þeim. Þau eignuðust tvö börn, Baldur flugvélstjóra og Eth- el, sem hafa nú bæði fest ráð sitt og stofnað eigin heimili. En 1935 fluttist Óskar með fjölskyldu sína fhá Vestmannaeyjum til Hafnarfjarðar og settist skömmu seinna að í Reykjavík. Þar vann hann m. a. að háskólabygging- unni, sem verið var að reisa, og var ráðinn umsjónarmaður henn- er frá upphafi, en skólinn flutt- ist í þau nýju húsakynni haustið 1940. — Hinn 22. apríl í fyrra lézt frú Rannveig, svo að nú eru, á réttum þriggja missera fresti, fallin frá þau hjón, sem fyrst manna áttu heimili í háskólabygg- dngunni og áttu þannig þátt í að móta með hljóðlátri einurð sinni og glaðværri alúð innra svip henn ar og yfirbragð þess lífs, er þar hrærðist. Ég hef haft mikil og góð kynni af þeim hjónum, allt frá því er þau tókust á hendur umsjá há- skólahússins, bæði sem nemandi skólans og starfsmaður. Fyrsti vetur skólans í þessum nýju húsa- kynnum var síðasti námsvetur minn. Af velvild rektors höfðu mér verið boðin þar afnot af lausu herbergi til að vinna að prófundir búningi mínum. Ekki arnaðist um- sjónarmaður við mér, þótt stund- um sæti ég að störfum fram yfir lokunartíma, og vildi hann þó vissulega, að húsreglur væru í heiðri hafðar. Eitt sinn,^ er ég stóð í lokahrinunni, drap Óskar á dyr hjá mér undir miðnættið. Jæja, skyldi ég nú loks hafa geng- ið fram af honum með þaulset- um mínum, svo að hann sé kom- inn til að stugga við mér? — hugsaði ég. Þau hjón höfðu kom- izt á snoðir um, að ég myndi þurfa að vaka fram eftir nóttu <til að ganga frá próffyrirlestri. Og nú var verndari hússins kom- inn í öllum sínum myndugleika — til að færa mér kaffi á hita- flösku frá konu sinni, svo að cg gæti haldið mér vakandi við skrift irnar. Hefir mér sjaldan borizt kærkomnari hressing. Og sá varð ekki síðastur beini frá hendi þeirra hjóna. Óskar skildi, að reglugerðir eru til orðnar handa mönnum, en mennirnir ekki vegna þeirra. En ekki vildi hann frá þeim víkja, nema nauðsyn ræki til, né gera upp á milli manna. Hann vildi sinna störfum sínum samvizku- samlega og réttlátlega, og fann ég Óskar Bjarnasen glöggt til þess í langvarandi sjúk- leika hans, hve sárt hann tók að geta þá ekki rækt þau til fulls. En aldrei heyrði ég hann æðrast, þótt hann gengi þess ekki dulinn, að hverju dró. Óskar var föngulegur maður og fyrirmannlegur. Hann var ein- stakt snyrtimcnni, ætíð vel til fara og kom vel fyrir. Var skólan- um mikils virði að hafa svo menn- ingarlegan mann x þessari stöðu. Hann var hagleiksmaður á smíð- ar og gat því gert að ýmsu því, er aflaga fór. Hann var einnig drátthagur og hafði yndi af að mála myndir, meðan heilsa entist. Hann var vel að sér í bókfærslu og tungumálum, átti snoturt bóka- safn og var lesinn á góðar bæk- ur. Biblíufastur var hann og traust ur trúmaður. Hann var heimasæt- inn og heimilisrækinn, glaður og góður heim að sækja og afar hjálpfús og greiðvikinn. Nutu ekki sízt erlendir stúdentar á fyrri ár- um fyrirgreiðslu hans og um- ’hyggju. Og ég hef ekki eignazt marga eftirminnilegri vini innan 'veggja háskólans. J Ég tel víst, að ég tali fyrir munn allra starfsmanna skólans, er ég þakka Óskari Bjarnasen góða samvinnu og margar ánægjulegar samverustundir og flyt börnum hans, bróður og öðrum aðstand- 1 endum einlægar kveðjur. Eins og Óskar hafði opnað inngöngudyrn- jar trúlega fyrir ókkur á hverjum morgni, þykist ég vita, að upp hafi verið lokið fyrir honum á nýjum ævimorgni til þess lífs, sem hann trúði á svo staðfastlega. Steingrímur J. Þorsteinsson Bækur og höfundar (Framhald af 4. síðuj. Borgarætt Gunnars Gunnarssonar út í myndskreyttri útgáfu sonar ans. Myndir Gunnars yngra er Helgafell lét gera í Fjallkirkjuna hafa farið mikla sigurför um Norð urlönd þar sem þær hafa verið prentaðar með bókjnni. Borgarætt in hefir ekki verið til sölu á frjáls um markaði í áratugi og eftirspurn eftir henni mjög mikil, einkum um það leyti sem filman héfir ver ið sýnd hér. Tvö bindi eru komin út af þjóðsagnasafni Sigfúsar frá Ey- vindará og eru þá aðeins tvö hefti eftir. Matthías Þórðarson fyrrver- andi fornminjavörður hefir annast útgáfu þessa. Þá er nýkomið út leikrit Kristjáns Albertssonar Hönd dauðans og rétt ókomin er ný skáldsaga eftir Ragnheiði Jóns dóttur, þriðja bókin í bókaflokki og hin síðasta. Annað bindi af endurminning- um Þórbergs Þórðarsonar, er hann kallar Um lönd og lýði, kemur út fyrir jól, en fyrsta bindið Stein- arnir tala kom út rétt fyrir jólin í fyrra. Ný kvæðabók kemur út eftir Jakob Thorarensen og loks er sú bók sem forlagið hyggur að Grein Páls Zóphónías- sonar (Framhald af 7. síðu). eru fá, miðað við annan fénað, og sumstaðar er þeim ekkert ætl- að, hvað ávallt er rangt. Alltaf þarf að ætla þeim eitlhvað þó í þeim sveitum sé sem hrossaganga er góð. Þegar þið hafið athugað hvað nautgripirnir og hrossin þurfa, þá er afgangurinn handa fénu og þá kemur spurningin: hvernig ætlið þið að fóðra það? Þar kemur þrent til greina. Ærn- ar eru misþungar í hreppunum. Þær voru svo til alls staðar 40— 50 kg þungar fyrir nokkrum ár- um, en með bættu uppeldi hafa þær þyngst og eru nú 70 kg í þeim hreppum sem þær eru þyngstar. Þær þurfa því 0,5—0,7 FE á sólarhring sér til viðhalds. Gera má ráð fyrir að þær þurfi fóð ur inni í nálægt 200 daga, þó þær geti sótt nokkuð út á beitina ef tíð er hagfeld. I Þær þurfa því 100—140 FE sér til viðhalds að vetrinum, en það eru 140—170 kg af töðu inn í tóft að sumrinu. Með þeim ásetningi getið þið átt von á að þær gangi svo fram að þær í góðu vori komi upp lambi hver, en sé vor misfella samt, eða komi seint, drepist svo eða svo mikið af lömbunum en þau sem upp komast verði rýr. — Svona setja þá margir á heyin venjulega. Viljið þið til viðbótar ætla þeim fóður svo þær þyngist síðari hluta vetrarins og geta gef ið þeim með um burðinn ef þess þarf? Þá þurfið þið að ætla þeim allt að 40 kg meira, en þá er nokk uð víst að þær koma vel upp lömb um og þau verða sæmilega væn, og arður árviss. Enn vilja rmargir fá tvílembt. Þá þurfa þei rer það vilja að ætla þeim meira, láta þær þyngjast fyr ir og um fengitímann og ætla þeim meiri gjöf að vorinu, og því ætla ánni 210—240 kg af töðu. En þá er líka viss góður arður of fjár búinu. Þið leggið niður fyrir ykkur, með forðagæzlumanninum hvaða fóðurlag þið viljið hafa á fénu í vetur og hagið fjölda þess sem á er sett eftir því. Ofan á slíkan á- setning ætlið þið 5—10%, fyrir því ef heyin kunna að reyndast verri en þið ætlið, eða annað ó- vænt koma upp á er eykur fóður eyðsluna. Allur er varinn góður Góðir bændur! Við sjáum skammt fram í tímann. Við vitum ekkert um hvernig veturinn verð- ur. Hann getur orðið góður og mildur og líka harður og erfiður. Og allur er varinn góður. Alltaf er bezt að vera við öllu búinn, munið það. Við heilsum vetrinum og vonum að við getum mætt honum, hvern- ig sem hann verður og fóðrið fén aðinn svo, að hann verði hraust- ur, gefi mikinn arð í vetur, og gangi þannig fram að vori að hann verði sem bezt til þess fallinn að nota hagana næsta vor og sumar og færa ykkur sem mest verðmæti úr þeim haustið 1958. Bændur góðir! Þökk fyrir sumarið og gleðilegt farsælt starf í vetur. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd við andlát og jarðarför móður okkar, Höllu Þorsteinsdóttur. Börn hinnar íátnu. Systir mín, Ragnhildur Guðrún Finnsdótiir McChesney lézt 25. okt. síðastl. í Los Angeles. Kristín Finnsdóttir Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför fósfurmóður okkar og móðursystur, Matthildar Hannibalsdóttur. Fyrir hönd vandamanna: Matthiidur Karlsdóttir Vilborg orfadóttir Sigríður Valdimarsdóttir Stjórnmálaflokkar á Italíu (Framhald af 6. síðu). Nennis og þar með hafa risið upp ' deilur milli flokksins og hinna 1 opinberu kommúnístísku stjórnar, ! en enn hafa deilur þessar ekki ■ náð því stigi, að unnt sé að tala um fráhvarf Nennis og fylgis- manna hans frá kommúnistum. Á vissan hátt er Nenni fangi í sín- um eigin flokki. Áhrif hans eru nær því að engu orðin, vegna þess að hann gerði tilraun til að mynda sjálfstæða stefnu fyrir sinn flokk. Afleiðingin varð sú, að til for- ustu í flokknum völdust að mestu ; hálfkommúnistar. Utanríkisstefna þjóðarinnar hef- ir verði mjög á reiki undanfarið vegna tviræðra yfirlýsinga ýmissa utanríkisráðherra kristilegra dernó krata. Þar hefir aðallega verið deilt um það hverja stefnu stjórn- in skyldi taka í málum þeim er snerta löndin fyrir botni Miðjai-ð- arhafs. í Kristilega demókrata- flokknum er fjölmennur hópur manna sem fylgjandi eru Aröburn, þar á rneðal er forseti lýðveldis- ins, Gronchi. Úrslit óviss Það er ókleift að segja nokkuð fyrir um úrslit kosninganna, til þess eru of óskýrar línur meðal flokkanna og upplausn ríkjandi þar sem flokkarnir hafa klofnað um mikilvæg mál og foringja. „Sterki maðurinn“ meðal kristi- Iegra demólu'ata, Fanfani, setur ialla von sína á það að flokkur- jinn hljóti hreinan meirihluta í l kosningunum. Ávextir endurreisn arstarfsins og velmegun í landinu er honum mikill styrkur og upp- örvun. Fari svo að hann gangi með sigur af hólmi mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar sérstak- lega fyrir mennta- og fræðslumál ef kirkjulega sinnuð stjórn fer með vald. Ítalía þarf á að halda öflugum umbótaflokki. Saragat er ekki rétti maðurinn til að mynda því- líkan flokk og sósíalistar Nennis eru ekki nógu lýðræðislega þenkj- andi. Því er tækifæri nú fyrir kristilega demókrata innan flokks- ins eru nefnilega þrjár stefnur uppi. Ein er frernur íhaldssöm en önnur róttæk með Pastoppi broddi fylkingar, en milli þeirra tveggja er þriðja stefnan, sem aftur skipt- iSt í tvo meginflokka. Þar er úr nógu að velja fyrir kjósendur. Endurskoðun stofnskrár S. Þ. frestafö Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, er nú situr í New York, hef- ir ákveðið að fresta umræðum um endurskoðun á Stofnskrá samtak- anna, sem samin var og samþykkt í San Francisco. Verður engin end urskoðun framkvæmd fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár, eða á Alls- herjarþinginu 1959. Ályktunin um, að fresta endur- skoðun á Sáttmálanum, var lögð fram af sérstakri nefnd, sem skip- 1 uð var 1955 til þess að gera tillög- I ur um breytingar á Stofnskránni, i ef þær þættu æskilegar. Nefnd I þessi ákvað á fundi sínum í sum-*' i ar, að leggja til við Allsherjarþing ið, að Stofnskráin yrði liöfð ó- i breytt enn um hríð. | Á Allsherjai'þinginu greiddu 54 þjóðir atkvæði með því að fresta ! endurskoðun, enginn greiddi mót- atkvæði, en 9 þjóðir sátu hjá, auk þeirra, sem fjarverandi voru. verða muni metsölubóx ársins, Ævisaga Halldórs Laxness, er Hallberg kallar Vefarann mikla. Björn Th. Björnsson hefir þýtt bókina, en meira en helmingur þess bindis eru dagbækur Laxness frá dvöl hans í klaustri og einka bréf hans til ýmissa vina sinna og þeirra til hans. Eftir að þessi bók kom út í Svíþjóð margfaldaðist þar sala á bókum Laxness, svo mikil áhrif hafði það á fólk þar í landi að komast í nálægð við manninn að baki hinna miklu skáldverka. TRICHLORHREINSUN ( ÞU R R HREINSUN ).., Sjómannaíélagið vill að togararnir fái aS sigla meS afla Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum 30. okt. s. 1. ályktun þá, er hér fer á eftir: RG SÚLVALLAGOTU 74 - SÍMI 13Z37 BARHAHLÍÐ B SÍMI 23337 „Fundur í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur, hald inn 30. okt. 1957, vill benda á eftirfarandi, í sambandi við sam þykktar tillögur og áskoranir j verkalýðsfélaga landverkafólks,' um bann við því, að togai'arnir sigli með afla sinn á erlendan markað, til sölu þar: 1. Hásetar, og þeir aðrir á tog-; ara, sem ráðnir eru fyrir lík kjör, | bera að jafnaði 2—3 þúsund kr. meira úr býtum fyrir veiðiferð, | ef aflinn er seldur erlendis, lield-1 ur en ef hann er lagður upp . heima. 2. Þegar siglt er með afla, fá sjómenn nokkurn gjaldeyri til ráð stöfunar fyrir sig, og hefur það oft og einatt orðið drjúgur tekju- auki fyrir fjölskyldumenn. 1 3. Sigling til útlanda með afl- ann er bæði hvíld og upplyfting fyrir fiskimanninn frá hinu ein- hæfa og erfiða starfi hans við veiðarnar. 44. Þegar siglt er með afla, fá venjulega 2/3 hlutar skipshafnar frí til að vera hjá fjölskyldum sínum, meðan sigling stendur, án þess að missa nokkurs í varðandi tekjur. Þótt trúnaðarmannaráðið viður- kenni að nokkru sjónarmið land- verkafólks varðandi þetta mál og telur að nauðsynlegt sé að sem mest af aflanum sé verkað hér heinxa, vill það alvarlega vara við ,að láta slíkt bann koma til fram- kvæmda, og krefst þess, að í skammdeginu fái togararnir að sigla óhindrað, og annan tíma árs- ins eitthvað, enda sé þá siglingum jafnað milli skipa“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.