Tíminn - 15.12.1957, Side 8

Tíminn - 15.12.1957, Side 8
8 T í MIN N, sunnudagimi 15. desetnber 1957. Útgefandl: Framsóknarflokkwrtaa Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarlnn Þórartaawm (fth> Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargöta. Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjóm og blaðamenn) Auglýsingaslmi 19523. Afgreiðslusíml 123SS Prentsmiðjan Edda hf. ——o—^—.—=—.—n—n—, Þá skortir ekki tíma heldur stefnu NÝLEGA var hér 1 Dlað- inu, skýrt frá efni greina- fiokks, sem Hugh Gaitskell, fortfigi stjómarandstöðunn- ar í Bretlandi, ritaði í „Manc hester Guardian“. Hann fjall aði um efnahagsmál. Verka mánnaflokkurinn er ósam- mála fjármálastefnu ihalds- fiokksins. Hann gagnrýnir hana ó'Spart á þingi og í blöðum. Og hann ber fram tillögur um aðra stefnu. Greinar Gaitskells fjölluðu um þessar tillögur. Þetta gerir íhaldið, sagði hann, þetta mundum við gera, ef við sætum í stjórn. Þarna vora tvö sjónarmið, tvær stefnur fyrir borgara lands- ins að' velja um. ÞAÐ ER fróðlegt að bera þessi viðhorf saman við það, sem hér gerist. Er hægt að hugisa sér nokkuð ólíkara en þennan málflutning Gaibskells og ræðuhöld í- haMsforkólfanna á Alþingi nú að undanförnu? Annars vegar skýrt mörkuð stefna, hins vegar neikvætt nöldur og rifrildi, engin tillaga um neina stefnu í fjármálum eða efnahagsmálum al- mennt. Þingmienn Sjálf- stæöisflokksins flytja mara þonræöur á Alþingi og Morg unþlaðið er barmafullt af þessari framleiðslu, en þegar síðasta orðið hefir verið sagt, og síðasta málsgreinin lesin, vita menn það eitt, að íhaldið segist vera á móti aðgerðum stjórnarinnar. Þurfti allt þetba málæði til þess að gera það kunnugt? Hefir íhaldið ekki verið á móti öllu, sem stjórnin hefir gert, bókstaf- lega ðllu? Poringjarnir hefðu áreiðanlega getað sparað sér þetba erfiði. Þetta vissi fóikið í landinu allt saman áður. En hitt er sami leynd- ardómii;rinn og ætíð fyrr, hvernig' íhaldið ætlaði að leysa úr vandræðunum, sem strandkapteinninn hljóp frá —• hvernig það ætlaði að halda framleiðslunni gang- andl og sjá fjármálum ríkis ins farborða. Eftir 17 mán- uði hefir stjórnarandstaðan því ekki neinar tillögur fram að bera. Allt og sumt sem hún hefir að segja, er, að hún sé á móti stjórninni. Þetta er uppistaðan í öllum vaðl- imrni, en ivafið er brígsl- yrði og hróp um vonzku and stæöinganna. Ráðþrota menn hrópa, að erfiðustu andstæðingarnir ættu að segja af sér; niður í þessa eymd er stjómarandstaðan komin. NOKKUR aðalatriði varöandi undirbúning fjár- lagaafgreiðslunnar komu fram í ágætri og rökfastri ræðu Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra á Aiþingi í fyrrakvöld og var hún rakin í blaðinu í g-ær. Þingiö hefir haft tvo mánuði til að fjalla um fjárlagafrumvarpið. Þaö var lagt fram í þingbyi'jun. Það hefir verið til meðferðar hjá fjárveitingarnefnd allan þingtímann. Stjórnarand- staðan hefir þegar fjallað um það í 8 vikur. En þegar þingið tekur svo málið til afgreiðslu með sama hætti og undanfarin ár, örlar ekki á neinni stefnu hjá stjórnar andstöðunni. Frá henni koma ekki neinar tillögur. Viðbáran er sú sama nú og fyrir ári. Þá sagði einn helzti forkólfurinn að flokknum hefði ekki gefist tími til að undirbúa efnahagstillögur sínar. Nú eru 8 vikur of skammur tími til að undir- búa tillögur íhaldsins i fjár- málum. Allt er þetta auðvit- að fyrirslábtur. Það er ekki tími sem íhaldið skortir, heldur stefna. Þegar komið er inn fyrir hjúp skrumsins og áróðursins er allt stefnu- laust og máttlaust nema við leitnin til að hlaða völdum undir eina klíku, en pening- um undir aðra. Á þessum tveimur stoðum hvílir hin raunverulega efnahagsmála- stefna Sj álfstæðisflokksins. DÝRTÍÐARSTEFNANi, sem Sj álfstæöisflokkurinn átti mestan þátt í að móta, hefir leikið atvinnuvegina og fjárhag iJikisins gráílega. Alþingi er mikill vandi á höndum við afgreiðslu fjár- laga. Þa,ð er öllum landslýð ljóst. Eftir ræðuhöldin á Al- þingi í fyrradag, er það samt ljósara en nokkru sinni fyrr, að íhaldið er stefnu— laust í stærstu málum þjóð félagsins. í stað þess að leggja fram rökstuddar til- lögur eins og brezka stjóm arandstaðan gerir, flytja foringjar Sjálfstæðisflokks- ins brígsl og fáryrði um and stæðingana í þingræðum. Uppgjöf þeirra í viðureign- inni við hin raunverulegu vandamál þjóðfélagsins hef- ir aldrei komið eins glöggt í liós og þegar helzti tals- maður þeirra sagði þau tíð- indi á þingi, að flokkurinn skorti þekkingu á efnahags- máiunum og gæti þess vegna ekki komið fram með til- löo-ur. Meö þessari yfirlvs- ingu eru raunverulega lokiö málefnalegum umræðum nm fjárlagaafgreiðsluna. Eftir er ekkert nema vindur í Mbl. Líklegt er að dagamir fram til jóla endist til að hleypa honum út. Þeir skutu yfir markið ÞAÐ VAR lítið um fram- hald á „eyðileggingurmi á Reykjavík“ í Mbl. í gær. Eftir hin æðislegu skrif um kosn- ing"atníáiið i Mbl. í fyrradag, datt dúnalogn á í gærmorg- un. Var „eýðileggingarmál- ið“ þar með búið? Skýring- in er einfaldlega sú, að Mbl. liðið gekk fram af sjálfu . / Forseti Islands minnist 50 ára afmælis fræðslulaganna og starfs brautryðjenda í skólamáliim Á KLUKKUNA og almanak- ið þá eru stundirnar og árin öll jafnlöng. En hugurinn og um- skiptin gera tímann að teygjan- legum kVarða. Hálf öld er ekki langur tími í þúsund ára sögu, en íramfarir og byltingar síð- ustu fimmtíu ára teygja meir úr þvi tímabili en öllum öðrum ffá uppbafi íslandsbyggðar. Börn og unglingar eiga nú erf- itt með að átta sig á æskuárum foreldra sinna og lífsskilyrðum afa og ömmu. Eitt dæmið eru lögin um fræðslu barna, sem nú er minnzt á fimmtíu ára afmæli. Nú standa skóladyr öllum opn- ar. En fyrir fimmtíu árum var annað umhvorf. Að vísu hreykj- um vér oss íslendingar af góðri alþýðumenntun á öllum öldum, og má það rétt vera í saman- burði við eymdarástand allrar alþýðu meðal margra annarra þjóða. Menntabrautin var þó eins og óruddur fjallvegur, en margur hæfileikamaður kleif þrítugan hamar. Sjálfsmenntun, isvokölluð, ól þó margan sérvitr- ing, og hinir eru ótaldir, sem aldrei komust til þroska, hvorki íyrir eigin atorku né annarra umönnun. Skuggarnir voru lang ir og svartir, og eru enn í minn- um gamals fólks. LÖGIN UM fræðslu- og skóla- skyldu barna máttu ekki seinna koma, svo vér yrðum ekki eft- irbátur annarra nágrannaþjóða. Nýir tímar almennrar menntun- ar voru í uppsiglingu. Hin fyrstu fræðslulög voru mjög vel samin, enda naut þar við Guð- mundar Finnbogasonar. sem þá var ungur, áræðinn og hámennt- ■aður. Friðþægði hann þar fyrir andspyrnu ýmsra háskóla- manna, sem kváðust enga hálf- menntun vilja styðja með al- þýðuskólum. Það heyrði ég síra Magnús Helgason segja, að hann skildi sízt þá menn, sem setið hefðu við gnægtaborð menningar, og þó vildu varna almenningi síns litla skammts. Og að vísu gerir barna- og ungl- ingafræðslan engan hvorki há- menntaðan né hálfmenntaðan, heldur ryður hún brautiria til menningar, kemur í veg fyrir hættulegan kyrking á þroskaár- unum og jafnar veginn. FRÆÐSLULÖGIN áttu langa forsögu, og þar rnunu engir eiga stærri hlut en þeir feðgarnir, síra Þórarinn Böðvarsson í Görð ' um og Jón sonur hans. Þeir stofnuðu Flensborgarskólann, og frá kenn’aradeildinni þar komu margir hinir fyrstu og ágætustu barna- og unglinga- kennarar. sem svo að kalla tóku við fræðslulögunum nýjum af nálinni. Jón Þórarinsson varð hinn fyrsti fræðslumálastjóri. Hann var um marga hluti glæsi- menni, og minnast allir hans brautryðjandastarfs með þakk- læti og virðingu. En bæði kemrslutími og kenn- arafjöldi frá Flensborgarskóla var allsendis ónógur, og þvi var stofnaður kennaraskóli jafn- framt því sem fræðslulögin voru sett. Þar varð séra Magnús skólastjóri, en við hlið hans tveir doktorar, Björn Bjarnason og Ólafur Daníelsson. Þessa mannvals nýtur kennarastéttin og alþýðufræðslan enn þann dag í dag. Sira Magnús Helga- son er einn þeirra manna, sem mér hefir þótt mest til koma af þeim. sem ég hefi hitt fyrir á lífsleiðinni, og svo mun um sér og öðrum með frásögn- inni af Varðarfundhrum. Almenningur hefir enga sam úð með kosningasmölunum. Störskeyti Mbl. flugu þvi langt yfir markið. Ásgeir Ásgeirsson forseti flesta af hans mörgu nemend- um. Það má enn sjá af mynd- um hvílíkur maður hanu var, hávaxinn, svipmikill og gáfu- legur, hlýr í augum og fastur fyrir í aHri framgöngu. Það var sem þúsund ár hefðu ofið þá menning, sem lýsti sér í ræðu hans og stíl. Ilann var ímynd þess þjóðararfs, sem uppeldið má sízt vanrækja að flytja frá einni kynslóð til annarrar, og þess persónulega uppeldis, sem aldrei verður bundið í vísind- um né tækni. Hann minnti í orði og verki á Erling á Sóla, sem öllum kom til nokkurs þroska. FRÆÐSLULÖGIN voru vel samin og viturlega, og entust að kalla óbreytt í þrjátíu ár. í þeim var mikil teygja, enda voru skilyrðin til framkvæmda gerólík í ýmsum landshlutum. Fræðsluskyldunni var heimilt að fullnægja með heimafræðslu, farkennslu, föstum skólum og allt upp í heimavistarskóla, sem lengst áttu í land. Ýms skóla- héruð höfðu fullnægt hinum nýju skyldum fyrirfram, en annars staðar komst engin festa í framkvæmdina fyrr en undir það að hin nýju fræðslulög voru sett árið 1936. Lengi vel heyrð- ust raddir um að fræðslulögin væri ofætlun fyrir lands- og sveitarsjóði, og upp úr fyrri styrjöldinni var gerð tilraun til að rétta við fjárhag ríkis- og sveita með því að slá skóla- skyldu algerlega á frest. En fræðslulögin hóldu velli.’þvi að þau voru timabær, og miðaði öruggt, þó stundum færi hægt, að því marki, er sett var í upp- hafi. Lo'kaþátturinn eru heima- vistarskólarnir í sveitum, sem síðasta áratuginn hafa verið í örum uppgangi. Enda eru nú breyttir tímar um bolmiagn og samgöngur. En það er fagnaðar efni nú í lok fimmtíu ára bar- áttu, að nú er það talið sjálf- sagt, sem í upphafi var fjar- stæöa. FRÆÐSLUMÁLASTJÓRN var oft erilsöm, og íniargt smátt, sem þurfti að sinn'a, einkum meðan farkennsla hélzt í flest- um sveitum. Vali kennslustaða og útvegun kennara þurfti stundum að sinna á hverju ári, og einherbergis hjallar, sem nú eru að grotna niður, eru enn til minningar um stiarfsskilyrð- in hjá þeim, sem þó vildu bezt gera á sinni tíð. Kemiislutæki allsendis ófullnægjandi, og dæmi þess að skólanefndir vildu fresta því fram yfir næstu styrjöld að endurnýja landa- bréf vegna væntanlegra breyt- inga á landamerkjum. Ég minn- ist þó minna sfcarfsára með ánægju og þakklæti til fjölda manns, bæði í hópi kennara og skólanefndarmann'a. Víðast var góður hugur og áhugi, eftir því sem efni stóðu til, og ómetan- leg fyrir mig sú viffkynning við Iand og fólk, sem varir. Og því mundu frumherjarnir fagna, ef þeir mættu líta úr gröf sinni, að þeir settu rétt mark og mið, og hafa nú alþjóðarþökk. Það er oft gert eitthvað til hátíðabrgiðis á stórafmælum, og á því er enginn vafi hvað ætti bezt við nú á hálfrar aldar afmæli fræðslulaganna, en það væri að láta ekki lengur drag- ast endurbyggingu Kennara- skóla íslands, sem lengst hefir beðið þess að verða samboðinn vaxandi verkefnum og nýjum tíma. Asgeir Ásgeirsson. Á SKOTSPÓNUM ... Síðasta bragð kaupmannaklíku 1 Reykjavík gegn samvinnufélögunum er að láta Mánudagsblaðið bera út uppspunnar slúðursögur um það, að forstjóri SlS, Erlendur Einarsson, sé á förum frá fyrirtækinu.... Tiígangurinn með þessum rógi er aS veikja traust al- mennings á Sambandinu. . . . Sanníeikurinn er sá, að þeíta er gersamlega tilhæfulaust, Erlendur hefir staðið sig með miklum ágætum í starfinu og nýtur fullkomins trausts alira aðila. . . .Margt var skrítið í prófkosningu Sjálfstæðismanna í Reykjavík. . . Fyrst það, að flokks- menn áttu aðeins að tilnefna 8 aðalmenn og 8 varamenn af 30 aðalmönnum og varamönnum á Hstanum; kjörgögn voru víða á flækingi í bænum, og gerðu menn sér það til dundurs að kjósa með Sjálfstæðismönnum og senda þeim gögnin. . . .Þegar „úrslitin" lágu fyrir, sýndi það sig að Gunnar Helgason frá Hlíðarenda, erindreki flokks- ins, var einn kjörinn á mörgum atkvæðaseðlum . . . virtust ýmsir flokksmenn hafa treyst honum einum bet- ur en 16 höfuðkempum, er boðið var að kjósa. . . . Fuilvíst er talið, að Ásgeir Ólafsson skrifstofustjóri verði framkvæmdastjóri Brunabótafélags íslands . . . Sjóvá- tryggingafélagið hefir fengið nýjan forstjóra. . Ilann er Stefán G. Björnsson skrifstofustjóri félagsins undan- farin ár . . . Bóksala er sögð tregari nú en í fyrra.... meginhluti bókasölunnar hér á landi gerist síðustu vik- una fyrir jól. . . eru slök meðmæli með raunverulegum bókmenntaáhuga manna. .. .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.