Tíminn - 20.12.1957, Side 8
8
T f MIN N, föstudaginn 20. desember 1957<
Merkisbóndi og héra'Ss-
höfÖingi
(Framhald af 7. síðu).
þarna sem annars staðar í bók-
inni atvinnuháttum og árferði og
er margt af því verðmætt. Eru
það að sjálfsögðu landbúnaðar-
störf, sem hann segir frá, en
lika sjósókn, bæði suður á nesjum
og norður á Ströndum. Sérstak-
lega mikilsverður er kaflinn um
dvöl Magnúsar hjá Torfa í Ólafs-
dal, og kemst einna mest fjör í
frásögnina, þegar sagt er frá slark
ferðalögum vegna aðdrátta til
Ólafsdalsbúsins.
Ýmsum fróðleiksköflum, sem
ekki lúta beint að persónulegri
reynslu höfundar, er skotið inn,
til dæcmis um förumenn og skriðu
blaupið í Hlíðartúni 1884, en frá
þeim atburði sagði Guðmundur
Baldvinsson bóndi á Hamraendum
í útvarpinu fyrir allmörgum ár-
um, og hefir Magnús fengið heim-
iOdir frá honum, en Guðmundur
aftur frá föður sínum.
Þegar líður á bókina, aukast
mjög frásagnir um ýmis opinber
mál, einkum búnaðar-, verzlunar-
og samgöngumál, en M. Fr. var,
eins og fyrr segir, forustumaður
á þeim sviðum í héraði sínu. Einn
ig segir hann nokkuð frá stjórn-
málum. Síðast en ekki sízt eru
árferðislýsingar Magnúsar geysi-
fróðlegar og merkilegar.
Kona Magnúsar, Soffía Gests-
dóttir, var frá Skerðingsstöðum,
sama bæ og maður hennar fædd-
ist á. Þau giftust 1887 og reistu
bú á hálfri Knarrarhöfn í Hvamms-
sveit. Fimm árum síðar fluttust
þau að Arnarbæli á Fellsströnd
og bjuggu þar unz Magnús keypti
Staðarfell. Bætti hann þá jörð
mikið, þótt ekki ætti hann hana.
Snemma mun M. Fr. hafa reynzt
atorkusamur og hagsýnn bóndi,
og skildi vel aðstöðu bóndans og
það, sem til þurfi. Enda farast
honum svo orð, þegar hann minn-
ist á það, að Bogi Smith hafi
hneigzt meira að smíðum en bú-
skap: „En búskapurinn er stunda-
glöggur, svo að fæstum er hent
að hafa hann í hjáverkum. Augu
bóndans verða að vera vakandi.
Annars er hætt við, að búskaur-
inn berist út á hauga.“
Minningum Magnúsar lýkur, þeg
ar hann hættir búskap og skóla-
málið er komið í höfn. Hann flutt-
ist frá Staðarfelli til Stykkis-
hólms 1926 og átti þar heima til
dauðadags, 1947.
Þorsteinn Þorsteinsson fyrrum
sýslumaður ritar greinargóðan for-
mála að bókinni, en hann þekkti
Magnús mætavel, því að þeir voru
sambýlismenn á Staðarfelli í fimm
ár.
Dóttursonur höfundarins, Gest-
ur Magnússon, hefir séð um út-
gáfuna. Hefir hann farið vandvirk-
um höndum um rit afa síns. Ekki
rakst ég þar t. d. á prentvillur.
Nafnaskrá er aftast í bókinni. í
henni eru margar góðar myndir.
Hlaðbúð hefir gert bókina stór-
vel úr garði af sinni hálfu, og
er hún því hin eigulegasta.
Endurminningar Magnúsar á
Staðarfelli er drjúgur fengur fyrir
sögu Dalasýslu og verður því mörg
um Dalamanni og Breiðfirðingi
kærkomin. En auk þess er hún
persónusaga merks manns, látlaust
og vel sögð, góð aldarfarslýsing,
og því hollur og gagnlegur lestur
SkritSufölI og snjóflóð
(Framhald af 6. síðu).
sem heimildir skortir. Hefir ver
ið kannaður fjöldi heimilda,
prentaðra og skrifaðra. Liggur
að baki því verki ótrúlegt starf.
I síðara bindi er skrá urn heim
ildir, staða- og mannanafnaskrá er
itekur yfir nær 80 blaðsíður.
Það er ógerlegt í stuttri blaða
grein að gefa nokkra heildar-
mynd af því stórvirki er hér hef
ir verið unnið. Auk þess sem því
er þannig farið að um suma hluta
þess verður ekki fjallað nema af
sérfróðum mönnum svo að mark
sé á takandi. Vil ég til stuðnings
þessum orðum vitna í ritdóm eifit
ir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing
þar sem hann segir, „að erfitt er
íslenakum jarðfræðingi að fá
orða bundizt, er slíkt rit um land
mótunarsögu berst honum í hend
ur og hann langar til að vekja
athygli á verki, sem þrétt fyrir
ýmsa gal'la er mikið afrefcsverk."
Ég viildi fyrst sem leikmaður minn
ast þessarar miklu bókar. Lestur
hennar hefir verið mér óblandin
ánægja og fróðleikur hennar er
mikill og margvíslegur.
Að því er mér virðist hefir höf
undur leitað vel og samvizkusam
lega margskonar upplýsinga til
að sannprófa það sem kostur er á,
þar sem um var að ræða heimild
ir er ekki gátu talist fræðilegar.
Virðist mér að það hafi vel tek-
ist, að því leyti sem ég þekki til,
eða hefi gert eftirgrennslan um
þó að sjálfsögðu hafi slæðst inn
villur. Hefi ég rekist á noldcrar,
og þó efcki margar, enda ekki haft
itíma til að gera á því nema mjög
'laus'lega og staðbundna athugun.
Slíkt rit sem þetta er að öllu
eðli sínu heimildarrit á margan
veg, og mun verða notfært sem
silíkt í nútíð og framtíð, t. d.
hvað snertir atburðasögu. Er því
rétt að láta fram koma leiðrétting
ar á því sem missagt kann að
vera, og felst ekki í því neinn á-
fel'lisdómur, miklu fremur undir
'Strikun þess að engum tekst að
sigla fyrir öll annes í því efni.
í 1. bindi á Ms. 413 er sagt
frá því að Guðmundur Péturs
son Buch, bóndi í Mýraseli varð
fyrir grjóthruni í Náttfaravikum
árið 1848 og beið af því bana. Fað
ir hans er talinn Pétur Guðmunds
son Buch, en það er missögn. Pét
ur var Nikulásson, sonur Nikulás
ar Buch assistents við Húsavíkur
verzlun og síðar bónda á Laxamýri
en hann var norskur að kyni og
bar fyrstur manna hérlendis nafn
þetta og er frá honum Buchætt.
Venjulega er nafnið ritað svo sem
hér er gert, en höfundur ritar
Buok, og verður ekki um það
fengist
í 2. bindi bls. 219 þar sem skýrt
er frá snjóflóði er féll árið 1737
á bæinn Hjaltadal í Fnjóskadal
og varð 4 mönnum að bana, segir
að bóndinn, Jón Höskuldsson er
af komst byggi 25 árum síðar þ.
e. 1762, í Grjó'tárgerði. Það ár býr
Jón Höskuldsson í Brúnagerði, en
í Grjófcárgerði bjó þá Höskuldur
sonur hans. — Á bls. 255, í sam
bandi við slysför þeirra bræðra
almennt, en einkum þeim, sem
íslenzkum fróðleik unna.
Akranesi, 10. des. 1957.
Ragnar Jóhannesson
INNiLEGAR ÞAKKIR
faerum við öllum þeim mörgu, fjær og nær, er snduý ókkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
Gunnhildar Hansen
Sauðárkróki
Árni M. Jónsson. Þórey Hansen
Þeöfil'usar og Árna Gottskálks-
sona er fórust undir Gerði — eða
Gerðabrekku er sagt að þeir
'kæmu frá Baugsstöðum, en á að
vera Bangastöðum og mun vera
prentviilla: Á bls. 272 greinir frá
er Indriði Jónsson og Ólafur Gríms
son, tveir sexitán ára unglingar,
fórust í snjóflóði fyrir ofan Lóma
tjörn í Höíðahverfi árið 1859.
Indriði var Jpnasson (og kann að
vera prentvilla), sonur Jónasar
bónda í Fagrabæ og Saurbrúar-
gerði, Stefánssonar frá Nolli, og
konu hans Ingibjargar Indriða
dóttur frá Leifshúsum. Á bls. 276
segir frá þvi að árið 1864 að fimm
hestar hafi farið í snjófilóð hjá
Indriða á Hvoli, og síðan er bætt
við, að eklki Sá auðgert að ráða
í hvaða Hvoll þefcta sé. Mannsnafn
ið sker þó úr uim það, að betta
er Hvol'l í Saurbæ, en þar bjó þá
'lengi síðan Indriði Gíslason
•fræðimaninis K>0!njráð3sonar, er
verið hafði þingmaður Dalamanna
þá n. 1. fjögur ár. — Á bls. 398
segir er Petra Pétursdóttir í Kolla
viik fórst í snjóflóði 1928. Hún er
sögð fædd á Káilfatjörn í Mývatns
sveit, en hún var fædd að Svína
dal í Kelduh'verfi, en fluttist ung-
til Mývatnssveitar.
Ólafur Jónsson hefir með verki
þessu leyst af hendi merkilegt
sfcarf sem ber að þakka. Hér er í
fyrsta sinni á íslenzku ritað um
þessi efni af fræðilegri þefckingu
og með þeim hætti er haft gæti
hagnýta þýðingu en slíkt vakti
fyrir höf, eins og glöggt kemur
fram í forspjalli, þar sem segir á
þessa leið: „Margir virðast ætla,
að skriður og snjóflóð séu nátt
úrufyrirbæri í líkingu við eldgos
og jarðskjálfta, er verði að hafa
sinn gang og enginn fái rönd við
reist, en þetta er hin mesta fjar
stæða. Það er einmitt einn höfuð
ti'lgangur allra rannsókna á þess
um fyrirbærum, að reyna að tak
marka þau eða a. m. k. að draga
úr tjóni af völdum þeirra og forða
stórslysum.
Af þessu mætti verða ljóst, að
það mun ærið viðfangsefni fyrir
einn mann í hjáverfcum að hnýs
ast í þessi fræði og rannsiaka á-
hrif þeirra, útbreiðslu og einkcnni
hér á landi. Hefi ég ©kki ætlað
mér þá dul að geta, við slíkar að
stæður, gert nokkrar viðhlítandi
rannsóknir á þessum fyrirbærum
hér. í hæsta lagi gat komið til
greina að athuga, að hve miklu
leyti þessi fyrirbæri falla í sama
farveg eða fylgja sömu lögmál
um hér og annarsstaðar, þar sem
rannsóknir eru lengra á veg komn
ar og svo að reyna að rekja feril
þeirra um aldirnar.“
Bökaútgáfan Norðri á skiiið
mikla þökk fyrir úitgáfu þessa
verks og hve vel er tij þess vand
að. Að slíku verki er gagnsemi
og meningarauki.
Indriði Indriðason.
Húsgögn
fyrirliggjandi:
Borðstofuborð og stólar. Stórar
og góðar bókahillur, teborð,
armstólar á kr. 975,—, og ýmsir
smámunir til jólagjafa.
Húsgagnaverzlun
Magnúsar Ingimundarsonar
Einholti 2. Sími 12463
(á horni Einholts og Stórholts)
k&'jkikfcfaháhL'kiká'úh
Auglýsiö í Tímanum
Hús í smíðum,
lem eru innan lögsacnarum*
<tamii Reykjavikur. bruna*
livtcium viö meö hinum kag<
hvamuilu akilmálum.
Síml 70*0
IUIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIUItlURI*U
Í ÚSt og KLUKKUit I
] ViBgerttir & úrum og klukk |
| um. Valdir fagmenu oig full I
1 komiö verkstæBi tryggjíj
I örugga þjónustu.
I AfgreíBum gegn póstkröfo f
I dðó Slpmunðssra |
^ Mmttrinamtzto
Laugaveg 8. 1
i =
«iiiiuiuiitiiiuiiutuiumiiluiuuuuuitu»a«uiumkimiB
iiiiiiuiiuiiiiiiiiiuiiuHiiiiiiiiiimiiiiiiimiuimuiiiuiiuuuuuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiii
I hverri
eimistu 1
verstöí á
landinu
skipa
smurtiingsofiíurnar
heritirs-
sessinn
Með E S S 0 smiirningsolm í rófturinn.
ESSO afreksolíurnar (heavy duty olíur)
eru nú viSurkenndar af öllum vélstjórum:
ESTOR D-3 ESSOLUBE HDX
ESSOLUBE HD ESSTEG HD
(OLÍUFÉLAGIÐ H.Fj
| Sími 2-43-80 og 2-43-90 — Reykjavík 1
iiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiuuiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii
Frá Kotá til Kanada
Jónas segir skilmerkilega frá lífi og atvinnuháttum norð*
anlands um síðustu aldamót. Vestan hafs dvaldist Jónas
í 25 ár og lýsir vel högum og störfum vesturfaranna. —
Þetta er frásögn Vestur-íslendingsins Jónasar S tefánssonar, sem nú er búsettur á Akureyri. —