Tíminn - 20.12.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.12.1957, Blaðsíða 9
ÍÍMINN, föstudagitm 20. desember 1957. 9 sanna SAGA -FTIR W. Somerset- tvlaugham 18 — Ég geri ráð fyrir því. — Auðvitað spurði ég hana. En hún neitaði því eindregið og ég er viss um að hún hefir sagt sannleikann. Það' hefði aldrei verið neitt slíkt á milli þeirra. — Það er skrítið. — Nú, sjáðu til, Margery er afar góð kona. Ég yppti öxlum. — Hún var Charlie alltaf trú. Hún hefði aldrei blekkt liann hvað sem í boði væri. Hún gat ekki hugsað sér að eiga nein vandamál fyrir hon um. Strax og hún uppgötv- aði að hún var ástfanginn af Gerry vildi hún óð og upp- væg segja Charlie frá því. Vitaskuld bað ég hana að gera það ekki. Ég sagði að það mundi ekki bæta úr skák fyrir henni og aðeins gera . Charlie lífið leitt. Þar að auki var drengurinn á förum inn- an nokkurra mánuða, það virðist ekki skynsamlegt aö gera mikið veður útaf hlut sem ekki mundi endast leng- ur! En óhjákvæmileg brottför Mortons varð orsök þess að allt sprakk í loft upp. Hjónin höfðu ákveðið að ferðast tíl útlanda að venju og fara um Belgíu, Holland og Norður- Þýzkaland. Charlie var önn- um kafinn við landakort og leiðarvísa. Hann safnaði upp- lýsingum um leiöina hjá vin um sínum, fékk að vita um ó- dýrustu og þægilegustu gisti- staðina og beztu vegina. Hann hlakkaði til ferðalags- ins eins og skólastrákur. Margery hlustaði á hann með ugg í brjósti. Ráðgert var að þau væru erlendis í 4 vikur og Gerry ætlaði að sigla í sept ember. Hún gat ekki hugsað sér að glata svo miklu af hinum stutta og dýrmæta tíma sem eftir var, þar til Gerry færi. Hugsunin um ferðalagið fyllti hana örvænt- ingu. Eftir því sem lengra leið varð hún æ óstyrkari. Loks ákvað hún að ekki væri nema ein leið fær. , — Charlie, mig langar ekki í þessa ferð, greip hún fram í fyrir honum allt í einu, dag nokkurn þegar hann var að tala um einhverja krá sem hann hafði nýlega fengiö fregnir af. — Ég vildi óska að þú fengir einhvern annan til að fara með þér. Kann horfði á hana forviða. Hún var skelfd vegna sinna eigin orða og varir hennar titruðu lítið eitt. — Hvað? Hvað er að? — Það er ekkert að. Mig bára langar ekki. Ég vil fá að vera ég sjálf dálítinn tíma. — Er þér illt? Hún tók eftir hinum snögga ótta í augum hans. Áhyggj - ur hanis gerðu hana frávita. — Nei, mér hefir aldrei liðið betur á ævinni. Ég er ást- fangin, — Þú. í hverjum? — Gerry. Hann starði á hana í for- undran. Hann trúði ekki eig- in eyrum. Hún misskildi svip brigði hans. — Það er ekki til neins að áíellast mig. Ég get ekkert að því gert. Hann fer eftir örfáar vikur. Ég ætla ekki að sóa þeim tima sem eftir er. Hann skellti upp úr. — Margery, óttalegt fífl geturðu verið. Þú ert nógu gömul til að vera mamma hans. Hún eldroðnaði. — Hann er eins hrifinn af rriér og ég af honum. — Hefur hann sagt þér það? — Þúsund sinnum. — Ifann er djöfuls lygari, það er allt. Hann flissaði. Ýstran skalf af hatri. Hann áleit þetta allt saman óskaplega fyndið. Ég er ekki á því, að Charlie hafi ekki brugðist við á rétt- I an hátt. Janet var þeirrar ! skoðunar, að hann hefði átt \ að vera blíður og skilnings- ríkur. Hann hefði átt að skilja. Eg sá fyrir mér hvað gerst . hafði, sá sorgina í stirðn- uðu andlitinu og uppgjöf- ina að lokum. Konur hrífast sérstaklega af sjálfsfórn ann arra. Janet myndi hafa orðið gagntekin samúð ef hann hefði fengið æðiskast og mölbrotið nokkur húsgcgn (er hann hefði orðið að end urgreiða) eða gefið henni á kjaftinn. En að hlæja að henni. Það var með öllu ófyr irgefanlegt. Eg benti henni ekki á það að það hæfði ekki miðaldra ístruvöxnum sjúk- dómsfræðiprófessor að haaa sér 'eins og villimaður. En hvaö um það, skemmtiferð- inni til Hollands var slegið á frest og Bishophjónin dvöldu áfram í London allan j ágústmánuð. Þau voru ekki j Ihamingj usöm. ÞVau borðuðu alla málsverði saman einung | is af því slíkt hafði verið sið ur þeirra um árabil en það sem eftir var tímans var Marg, ery samvistum við Gerry. I Stundirnar sem hún átti með (honum bættu henni allt upp sem hún varð að þola og það var ekkert smáræði sem hún varð aö þola. Charlie var mein hæðinn og stríðinn og i i3kiemml7i sér konuniglega á ko.stnað Margerys og Gerrys. Hann neitaði að líta á málið alvarlegum augum. Hann var argur út 1 Margery vegna þess hve vitlaus hún var en aldrei kom honum í hug að hún héldi framhjá honum. Eg hjó eftir þessu hjá Jan- et. ! — Hann grunaði það ekki einu sinni, sagði hún. Hann þekkti Margery of vel. 1 Vikur liðu og loks sigldi Gerry af stað. Hann lagði úr höfn frá Tilbury og Margery fylgdi honum til skips. Þegar hún sneri heim grét hún í tvo sólarhringa. Charlie fylgd ist með henni kvíðafullur. taugar hans voru farnar að bila. ’ — Sjáðu til Margery, sagði hann að lokum. Eg hef verið þolinmóður en nú verður þú að taka þig á. Þetta er ekkert grín iengur. Lit- og Hockey- skautar á þýzkum skóm kr. 444.— Lausir skautar kr. 118.— VERZLUN BA N K A S T RAT I A VAV.V/.V.V.VV.V.W.VAV.V.VAV.V%VA\UVV.V/^ B R I D G E *: Tímarit um bridge. Kemur út 8 sinnum á ári, 36 síður •: hverju sinni, Árgangur til áskrifenda 60 krónur. Flytur ;I »: innlendar og erlendar bridgefréttir, greinar og kennslu- ■: þætti. »: Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að BRIDGE. ;í Nafn .. Heimilí Póststöð BRIDGE, Sörlaskjóli 12, Reykjavík. .V.V.VA^VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V J 0 L A FÖ1T 0*^*^*^*^* NO ER HVER SÍMSTUR AD KAUPA JÓLAFÖTIN Hvergi meira úrval en hjá okkur GEFJUN DUNN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.