Tíminn - 07.01.1958, Blaðsíða 1
Btatr TÍMANS cru:
Ritstiórn og skrifstofur
1 83 00
■ItSamenn cftir kl. 19:
18301 — 18302 — 18303 — 18304
42. árgangur
*
m
Reykjavík, þriðjudaginn 7. janúar 1958.
Efni:
Eftir helgina, Ws. 4.
Erlent yfirlit, bls. 6.
Gremaflokíkur Pá3s Zophónías-
sonar, bls. 7.
4. blað.
Thomeycroft fjármálaráðh. Breta
sagði af sér í gær vegna ágreinings -
Hailsham iávaríur sagftur hóta aísögn, ef
slakati verði frekar á í Kýpurdeilunni
NTB-Lundúnum, 6. jan. — Tilkynnt var seint í kvöld frá
bústað brezka forsætisráðherrans, Downingstreet 10, að
Thorneycrcft f jármálaráðherra hefði sagt af sér vegna stefnu
þeirrar í fjármálum, sem stjórnin hefði ákveðið að fylgja. Við
embætti fjármálaráðherra tekur Derich Heathcoat-Amory,
sem gegnt hefir embætti landbúnaðarráðherra.
Jafnframt. var tilkynnt, að tveir
aðstoðarráðherrar í fjármálaráðu-
neytinu hcfðu sagt af sér. John
Hare, sem verið hefir hermálaráð-
herra, tekur. við- embætti landbún-
aðarráð'herra, en við hermálum
tekur Christofer Soames.
12 ráðuneytisfundir.
Fréttaritarar voru með ýmsar
getgátur í dag og töldu, að ekki
væri alit með felklu í brezku stjóru
inni. Einhver alvarleg deilum'ál
hlytu að vera þar uppi, því að
haidnir hefðu verið hvorki meira
né minna en 12 ráðuneytisfundir
á 6 dögum og einn á sunnudegi,
en slíkt hefir eldci koniið fyrir síð-
an í Súezdeilunni. Eldci er nánar
vitað.um í hverju ágreiningur fjár-
málará&herra og ríkisstjórnar er
fólginn.
Hailsham liótar afsögn.
Fyrr i dag vöru fundarhöld þessi
sett í samband við Kýpurmálið.
Var talið, að Eoot lándstjóri viidi
setjast að samningaborði með Mak-
arios erkibiskup og myndí meiri
hluti stjórnarinnar þess fylgjandi.
Macmillan stakk upp á griðasáttmála
’li vesturvelda og Sovétríkjanna
Blöð í Bandaríkjunum og Vestur-
Evrópu taka ræðu Macmilians vel
Hafa Rússar sent
geimfar með mann
innanborðs út
í geiminn?
NTB-Moskvu, 6. jan. — Sú
saga gekk í gærkveldi meðal
sendiheiTa vestrænna ríkja í
Moskvu, að rússneskir vísinda-
menn hefðu sent geinifar 300 kin.
út í hiiningeiminn og væri niað-
ur innan borðs. Fregnin hefir
ekki verið staðfest opinbcrlega,
en sendiráðsmennirnir minna á
þau ummæli rússneskra blaða fyr
ir skömmu, að fyrstu mennimir,
sem færu út í geiminn, myndu
verða rússneskir borgarar.
En ræðan virðist hafa komið næsta illa
við utanríkisráðuneytið í Washington
NTB-Lundúnum, 6. jan. — Tillaga Macmillans um griða-
sáttmála eða í það minnsta ýtrasta viðleitni til að komast að
samkomulagi við Rússa hefir fengið góðar undirtektir í blöð-
um í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið þar vill hins vegar
ekkert um málið segja og er það af fréttariturum túlkað svo,
að Bandaríkjastjórn taki tillögunni fálega. Vestur-þýzkt blað,
hlynnt stjórn dr. Adenauers, tilfærir í dag ummæli eftir von
Brentano, utanríkisráðherra, að vestur-þýzka stjórnin sé al-
veg á sama máli og brezki forsætisráðherrann.
Peter Thorncycroft
! HinS vegar væri Hailsham lávarð-
ur, íörmaður íhaldsflokksins og
forseti leyndarráðs drottningar, því
algerlega mótfallinn. I-Iótaði hann
að segj-a af sór báðum einibættun-
um, ef farið
llugh Foot.
yrði að ráðum SLr
Rússar fækka enn
í her sínum
NTB-London, 6. jan. — Sovét-
ríkin hafa enn fæklcað í her sínum
um 300 þús. manns. Þar af eru 41
þúsund frá A-Þýzkalandi og 17
þúsund frá Ungverjalandi. Á ár-
unum 1955 og 1956 fækkuðu Rúss-
ar í her sínum um 1 milljón og'
840 þús.
Leita yrði samkomuíags með öllum ráð-
tim, en með engu móti semja um af-
vopnun án trygginga nm öruggt eftirlit
' Síðast liðinn laugardag' hélt Harold Macmillan, forsætisráð-
herra Breta, útvarpsræðu til þjóðar sinnar áður en hann leg'g-
ur af stað í sex vikna ferðalag til samveldislandanna í Asíu og
Ástralíu. Ræða þessi hefir vakið geysiathygli og ekki að
ástæðulausu, þar eða forsætisráðherrann stakk upp á því að
gerður yrði griðasáttmáli milli Sövétríkjanna og vesturveld-
anna hins vegar. Og hvað sem liði, sagði hann, að leggja yrði
allt kapp á að leita eftir samkomulagi milli stórveldanna í
austri og vestri.
Forsætisráðheirrann hóf ræðu
sína m;sð því að benda á, að höfuð-
vandamál samtíðarinnar væri varð
veizla friðarins í heiminum. Ifann
raicti síðan þau vonbrigði, sem
endurtelc nar samkomu 1 agsumleit-
anir við leiðtoga Sovétríkjanna
hefðu skapað, nú síðast i sam-
bandi við störf aí'vopnunarnefnd-
arinnar. Við stríðsiok hefðu vest-
urveldin cinskis fr&kar ósikað en
friðsandegrar samvinmi við Rússa
og hagað sér samkvæmt því. En
þá befði Sovétstjórnin lagt undir
sig balitnesku löndin og síðan nær
atla Austur-Evrópu. Loks þegar
Tékikóslóvakía hvarf balk við járn-
tjaldið höfðu riki Vestur-Evrópu
og Bandaríkin bundizt varnaream-
tökum. í Atlantshafsabndalaginu.
Síðan sagði Macmillan:
„Ku við megum ekki gefast
upp. Við verðurn að reyiia á nýj-
an leik. Við gætum ef til vill
byrjað íneð því að gera rneð okk-
ur hátíðlegan griðasátímála. Það
hefir svo sem verið reynt áður,
og það gæii ekki orðið tR tjóus,
hins végar til nokkurs áraugurs“.
Vong&ður um bætta sambúð
í ræðu sinni fulilvissaði Mac-
miilan þjóð sína um það, að liann
væri vongóður um að á árinu 1958
yrðu stigin raunhæf skref tii ank-
ins skilnings og bættrar sanibúð-
ar milli auiaturs og vestuns. Einn
mikilvægasti árangurinn af París-
ai’fundinum hafði verið, að ríkin
í NATO heifðu ákveðið að leita
eiftir samningaviðræðuin við Sovét
ríkin.
„Mér stendur persónulega á
sarnu um“, sagði forsætisráðherr
ann, „hvort þessar viðræður fara
fraxn á vettvangi S.þ. eða innan
þrengri lirings. Hvort senx við-
ræðurnar vei-ða þannig eða eftir
venjulegiinx stjórmnálaleiðum
ííkisstjórna og sendiherra, þá er
markmiðið hið sama, sem sé að
útkljá og eyða deilunxálum og
ef til vill á þann liátt ryðja braut
ina fyrir fund æðstu nxanna stór
veldanna."
Ekki auðvelt verk
Maomililan varaði hlustendur
sína við að gera sér í hugai-lund,
að isaminingauimlleitanir þessar
yrðu auðveldar. Svo myudi ekki
verða. Það væri mjög erifitt að
vita með vissu, hvað Sovétleiðtog-
arnir í raun og veru meintu.
Þeir filíkuðu fögrum orðum, en
um efndir yrði oft minna. Það
væri mikiil blessun, ef kapphlaup
inu um framleiðslu kjarnorku-
vopna yrði hætt. En hveraig gætu
íFramhald á 2. tíðu)
Drap son sinn með
exi og framdi
sjálfsmorð
NTB-Eslcilsíuna, 6. jan. — í gær
myrti 62 ára garnaU skógarhöggs-
j maður son sinn, sem var 29 ára
gamall, en framdi síðan sjálfsmorð.
Þeir feðgar fóru báðir saman út í
skóg til að höggva tré. Er þeir
komu ekki á venjulegum tíma, var
farið að leita að þeim. Fannst son-
urinn látinn og hafði verið höggv-
inn banahögg í höluðið. Var lög-
reglunni gert aðvr.rt og fann hún
skönimu síðar gamla manninn, sem
liafði fi-amið sjálfsir.orð. Kunnugt.
er, að maður þessi liafði undan-
farið verið nijög þunglyndui’.
Tilkynnt var í París í dag, að
rííkisstjómir í Atlantshafsbanda-
laginu muni bera saman ráð sín
um tiilögu Macmilians og segist
franska stjórnin ekki taka neina
opinberlega afstöðu til hennar,
fyrr en þeim viðræðum sé lokið.
KUZNETSOFF VARKÁR
Rússneski v ara utanríkisrá ðherr-
ann Kuznetsoff sagði á blaða-
mannafundi í Mosikvu í dag, að
tiilaga Maemillan gæti orðið til
mikils gagns, en benti jafnframt
á, að svo væri um ailar tillögur,
sem miða að því að draga úr við-
sjám í alþjóðamálum. Rússar hafa
oftar en einxi sinni stungið upp
á griðasáttimála milli Vai-sjárbanda
lagsins og Atianlshafsbandalags-
ins í heild.
KOM ILLA VIÐ DULLES
Alit þykir benda til þess, að
ræða Maeanilians hafi komið illa
við Dulies og ráðamenn í Washing
ton. Talsmaður ráðuneytisins vildi
ailis ekkert um ræðuna segja á
fundi með blaðamönnum í dag,
utan það, að brezki ráðherrann
hefði ekki látið stjóraina í Was-
hington vita neitt um innihald
hennar fyrinfram.
Hann sagði að Bandaríkja-
stjórn myndi heldur ehhi gera
neinar ráðstafanir til að afla sér
nánaxi vitneshju unx, hvað fyrir
brezka forsætisráðherTanuni
vekti. Fréttaritari Reuters í Was
hington, John Reffernan, segir
að blöð vestra hafi birt ræðu
Macmillans á áberanði hátt og
mikið verið uin hana rætt. Bendi
margt til, lað hugniynðin um
viðræður við Rússa eiigi miklu
fylgi að fagna meðal almenn-
ings í Bandaríkjunum.
KLÓKINDABRAGÐ
Óháða blaðið Le Monde í Pai’ís
segir í dag, að þessi óvænta til-
laga Maomiilans standi í saanbandi
við för hans til .samveldisland-
anna. Nokkurn veginn sé víst, að
tillagan um griðasáttmála immi
njóta óskoraðs fylgis Nehrús i Ind
landi. Leikurinn sé því til þess
gerðtir að láta sanweldið leáka á-
'hrifamMnn leik á vetitvangi al-
þjóðamála.
Fundur Framsóknar-
manna um bæjarmálin
Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til fundar um
bæjarmál Reykjavíkur í Tjarnarkaffi, miðvikudaginn
8. janúar næsfkomandi og hefst hann kl. 20,30.
Á fundinum verða fluttar nokkrar stuttar ræður
og verða ræðumenn þessir:
Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður
Hörður Helgason, blikksmiður
Kristján Thorlacius, deildarstjóri
Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri
Þórður Björnsson, lögfræðingur
Orlygur Hálfdánarson, fulltrúi
í fundarlok mun Hermann Jónasson, forsætisráð-
herra, formaður Framsóknarflokksins, flytja ávarp. —«
Nú líður að bæjarstjórnarkosningum. Framsóknarmeitn
og aðrir stuðningsmenn B-listans, fjölmennið á fund-
inn og kynnið ykkur bæjarmálin. Mætið stundvíslega
og takið með ykkur gesti.
Til stuðningsmanna B-listans
Kosningaskrifstofan
Kosningaskrifstofa B-lisfans í Edduhúsinu verður opin
daglega frá kl. 10—10. Símar 22038 — 15564.
Símar 22038 — 15564.
er
Utankjörstaftakosning
Utankjörstaðakosning í Reykjavík er hafin. Þið,
sem ekki verðið í bænum á kjördag 26. jan. n. k., munið
að greiða atkvæði áður en þið farið úr bænum.