Tíminn - 07.01.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1958, Blaðsíða 9
T í M IN N, þriðjudagiim 7. janúar 1958. cine Smásaga eftir W. Somerset Maugham nærri öllum sem þarna voru. En þegar við vorum sezt og ég fór að líta í kring um mig, sá ég að ég þekkti flest and- ILt sem þarna voru úr lit- fögrum myndablöðum. Gest- gjafinn ihélt mikið upp á vissa tegund af fól'ki, sem nefnt er á tæknimáli „stjörnur“, og þetta var vissulega fagur hópur. Þegar við frú Tower höfðum ræðst nokkuð viö eins og fólki ber, sem hefir ekki hitzt f báa herrans tíð, spurði ég hama um Jane. — Henni líður vel, sagði frú Tower þurrlega. — Hvað liður hjónaband- inu? — Það virðist heppnast eins og bezt verður á kosið, sagði frú Tower, eftir andartaks- hik, og rétti hendina eftir söltum hnetum hjá diski henniar. — Þú hafðir þá á röngu að standa. — Ég sagði, að það myndi ekki endast lengi, og ég held því stöðugt fram. Þetta er á móti lögum náttúrunnar. — Er hún hamingj usöm? — Þau eru bæði liamingj u- söm. . — Ég býst við að þú sjáir þau ekki oft. — í fyrstu hitti ég þau oft á tíðum. En núna . . . Frú Tower pírði augun. — Jane er orðin dáiítið stór upp á sig. — Hvað áttu við, spurði ég og hló. v — Ég held óg ætti að benda þér á, að hún er stödd hér í kvöld. — Hér? Mér brá meir en lítið i brún, er ég renndi augimum eftir röðum gestanna. Gestgjafi okkar var skemmtileg og hnyttin kona, en ég gat ekki imyndað mér að hún heföi gaman af að bjóða þessari ■sveitalegu gömlu konu sem gift var sérvitrum arki- tekt, í slíkt veizluboð. Frú Tower sá ráðleysi mitt og var henni skemmt. — Líttu á vinstri hönd gest gjafans. Ég leit þangað. Það var ótrúlegt er satt, að konan sem ■sat þar, vakti athygli mína þeigar ég kom inn í herbergið. Mér fannst ég hálfpartinn kannast við yfirbragðið á henni, en ég hefði getað svar- ið fyrir, að hafa nokkru sinni séð hana áður. Hún var langt frá því aö vera ung, og hafði silfurgrátt hár, það var stutt- klippt pg lagt í liði. Hún gerði ékkert til að sýnast yngri en hún var. Hún notaði engin snyrtimeðöl. Andlitið var hraustlegt og útitekið og ork aði eðlilega og skemmtilega einmitt sakir þess að enginn farði var notaður til að hylja það. Það var í skarpri mót- sögn við snjóhvítar herðarn- ar. Þær voru stórkostlegar; þrítug kona gæti verið stolt af þeim. En klæðnaður henn- ar var stórkost-legastur. Allt var eítir nýjustu tízku og þó eðlilegt og blátt áfrarn. Til að fullkomna alit saman bar konan litið einglirni með silkisnúru. — Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér að þetta sé mág kona þín? — Þetta er Jane Napier, sagði frú Tower ískaldri röddu. Hún var einmitt að tala í þann mund. Gestgjafinn hafði snúið sér að henni með blíðu brosi. Feitur, sköllóttur maður, sem sat á móti henni, hallaði sér áfergjuiega fram á borðið til að fylgjast með því sem hún sagði og ung hjónaleysi hlustuðu af spenn ingi og athygli. Hún sagði brandara, og öll hölluðu þau sér út af sætum sínum og skelltu upp úr hjartanlega. Maður sem sat hinum megin við borðið ávarpaði frú Tow- er. Eg kannaðist þar við fræg an stj órnmálaleiðtoga. — Mágkona þín hefir sagt enn einn brandara, frú Tow- er, sagði hann. Frú Tower brosti. — Hún er ómetanleg, finnst yður ekki. — Ég ætl'a að fá mér stór- ain iscjpa laJf kampaviini, ag svo skaltu segja mér það allt saman, sagði ég. Eftir þvi sem ég komst næst er þetta sagan um það sem gerðist: Gilbert fór með hana t-il frægs klæðskera í París og lét hana velja eftir eigin höfði; taldi hana siðan á að kaupa ýmsa kjóla, sem hann lét sauma eftir sfnu höfði. Hann var vel að sér um slíka hluti. Síðan réði hann til þeirra franska þjónustuistúlku og vandi Jane á að hringja á stúlkuna og láta hana sjá um snyrtingu og klæðaburð sinn. Kjólarnir sem Gilbert valdi henni voru næsta ólik- ir öllu sem hún hafði átt að venjast áður, en hún gætti þess aö breyta ekki til of skjótt ,en hún vildi gjarnan þóknast eiginmanni sínum og neyddi sig til að klæðast föt- um sem hún vissi að honum líkaði. — Núna gengur hún bara í þunnum silkikjólum, hvort sem þú trúir því eða ekki, ■sagði frú Tower, — það er stórfurðulegt, að hún skuli ekki löngu dauð úr lugna- bólgu. Gilbert og þj ónustustúlk- an kenndu henni að lclæða sig og undarlegt var, hve hún var fljót að læra. Franska mærin stóð agndofa af hrifn- ingu yfir herðum frúarinnar, hún sagði að það væri synd ef þær fengju ekki að njóta sín. — Bíddu ögn, Alphonsine, sagði Gilbert, — næstu kjól- arnir munu leiða allt í Ijós. Umskiptin mega ekki vera of ör. Gleraugun voru vitaskuld hræöileg. Enginn gat litið vel út með þykkum gleraugum meö gullspöngum. Gilbert reyndi 'gleraugu með skjald- bökuspöngum. Hann hristi höfuðið. — Þau mundu fara vel á ungri stúlku, sagði hann. — Þú ert of gömul til að bera gleraugu, Jane. Allt í einu fékk hann hug- mynd: — Nú veit ég. Þú færð þér einglyrni. —- O, Gilbert, það get ég ómögulega. Hún leit á hann og brosti, þegar hún sá ákefðina í svip hans, það var ákafi lista- mannsins. Hann var svo góð- ur við hana, og hana langaði til að gera allt sem hún gat til að þóknast honum. — Eg skal reyna. Þau fóru til gleraugnasala og árangurinn var undra- verður. Gilbert klappaði sam an lófunum. Hann kyssti hana á báðar kinnar þarna fyrir framan undrandi afgreiðslu- manninn. — Þú ert yndisleg, hrópaði hann. Svo fóru þau til Ítalíu og undu sér lengi við að skoða byggingarlist endurreisnar- tímabil'sins og barrokaldarinn ar. Jane fór að kunna vel við sig 1 hinu nýja gerfi. í fyrstu var hún dálítið feimin þegar þau fóru inn i veitingahús, og fólk staðnæmdist til að horfa á þau (áJður hafði enginn ekki svo mikið sem litið hana hornauga). Konur stöðvuðu hana og spurðu hvar hún hefði fengið kjóla sína. — Líst yður vel á, spurði hún barnslega glöð, — eigin- maðurinn minn teiknaði þá fyrir mig. — Gæti ég fengið teikningu af þeim ef yður væri sama? — Mér þykir það leitt, en eiginmaðurinn hefir sínar meiningar og honum mundi ekki falla vel ef hann vissi að ég léti í té teikningu af kjólunum sem hann teiknar. Hann vill að ég sé einstæð í heiminum. Hún hafði búist við að fölk mundi hlæja þegar það heyrði þetta svar, en þvert á móti, fólkið svaráði bara: — Auðvitað er það skiljanlegt, þér eruö líka alveg einstœð. í fyrstu skildi hún ekki al- mennilega hvernig lá í þvi að hún, sem allt af hafði klæðst einhverjum fötum, sem allir aðrir klæddust, án þess að vekja athygli, skyldi nú verða svo umtöluð vegna þess að hún klæddist fötum sem eng in annar klæddist. — Gilbert, sagði hún held- ur ströng á svip, — það vildi ég að þú teiknaðir kjóla sem ekki væri hægt að gera eftir myndir af. — Eina leiðin til þess er að búa til kjóla, sem bara þú getur klæðst. — Geturðu gert það? — Já, ef þú villt gera mér greiða. — Hvað er það? — Klippa af þér hárið. Ég held þetta hafi verið í eina skiptið sem Jane mót- i mælti. Hárið var langt og þykkt og hún hafði verið stolt af því allt frá því hún var stúlka. Það væri hrópleg synd að klippa það. Þetta mundi þýða að brenna skip sín. Hún var sannfærð um, að ! Marion mundi hlæja að henni I og hún gæ-ti aldrei framar komið til Liverpool. En hún 9 ............. | Nýbýlið | | UNDRALAND \ | í Fellshreppi í Strandasýslu er til sölu. | Upplýsingar gefur eigandinn, Hjörtur Sigurðsson, 1 § Undralandi. j ÍÍÍllMllilMlilllMIIIMIMIIMillimMIMIIIMIMIMMIMMIIIIIIIMMMIIIMMIMIIIMIIIIIIIMIIMMIIMMMIIIIMMIIMMIIIUIIMIIIIim ^IIIMIMIMIIIMIIIMIIMIMIMMIMMMMIMMMIiMiMMMMIIMMMIIMMMMIMMMMMIIIlMIMMIlllMMlMIMIllllllHUIIIlllMIMlII Blaðburður | TÍMANN vantar unglinga, eða eldri menn tíl blaS- 1 | burSar í eftirtalin hverfi. | GRÍMSSTAÐAHOLT HVAMMA í KÓPAVOGI | Afgreiðsla Tímans 1 iiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiimJUJiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiiimiiiiiMi'iiiiÍ iMiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmmiimiiiiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiiiimmiimmiiiiiMMiiuimiiMiiiiiiiiiiiii Verkamannafélagið Dagsbrún = Félagsfundur haldinn í Skátaheimilinu við Snorra- i braut miðvikudaginn 8. janúar 1958 kl. 8,30 síðd. 1 1 Dagskrá: | I 1. Félagsmál. I § 2. Lagabreytingar, 2. umræða. 1 3. Frumvarpið um rétt verkamanna fyrir upp- | | sagnarfrest og greiðslu launa vegna sjúkdóms- 1 | og slysaforfalla. 1 1 4. Önnur mál. 1 == == Félagsmenn, sýnið skírteini við innganginn. | | Stjórnin. = iiIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiMiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiMiiiiiiimiimmim iiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii Gefið börnunum SÖL GRJÓN á hverjum morgni...! Góður skammtur af SÓL GRjÓ- NUM með nægilegu af mjólk sér neytandanum (yrir ‘/s af dag- légri þörf hans fyrir eggjahvítu- efni og færir líkamanum auk þess gnægð af kalki, jirni.fosfór og B-vítaminum. Þessvegna er neyzla SÓL GRJÓNA leiðin til heil- brigði og þreks fyrir börn og unglinga. Framleidd af »OTA« IIIIMMIIIMMMMMIllllllMIIMIIIIMMIIIIMMIIMIIIMMIMMIMMIIMIMMIIMMIIMIMIIMIIIIIIIMIMIMIIIIIIMIMIIIIIIimillllllliri V.V.V.VAVAW.V.W.V.V.W.V.V.VV.V.V.VAV.VAW í í ;■ Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem á einn eða 1« ■* ■; annan hátt glöddu mig á áttatíu ára afmæli mínu 23. J. I; þ. m. — Lifið heil. í ■I í J. Vigdís Sæmundsdóttir, Hrauni. \» V.V.W.V.V.V.V.V.W.V.W.W.V.V.W.V.W.WAVWV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.