Tíminn - 05.03.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.03.1958, Blaðsíða 8
T í M I N N, miðvikudaginn 5. marz 1958. 8 Svefnskálar (Framhald al 4. síðu). tim hér, en útveguðum hinum gist- ingu víðs vegar um bæinn. Að sjálfsögðu snæddi þetta fólk allt saman hér á hótelinu. Slíkar heim sóknir eru þó eðlilega undantekn- ingar, þótt ætíð megi við þeim foúast, og sannarlega vildi ég, að það væri sem oftast. Hinu verður fokki neitað, að yfir vetrartímann er hér yfirleitt allt mun rólegra. — Þykir ykkur það ekki dýrt að vera hér með fullskipað starfs- iið yfir veturinn? Orbætur nauðsynlegar — Að því er ekki spurt. Hótelið er fyrst og fremst rekið sem þjón- ustu- en ekki þénustufyrirtæki. Forráðamenn kaupfélagsins hafa hafa ætíð lagt á það ríka áherziu. Þeir hafa gert sér grein fyrir því, að hér er um mikið menningar- 3egt atriði að ræða fyrir bæ og hérað. — Hér er enginn bar — eða vín- stúka, eins og það er stundum kallað — myndi það ekki hressa npp á salarkynnin og mannskap- inn, þið eruð þó með vínveitingar, er það ekki? — Nei, hótelið hefir ekki vín- veitingaleyfi. — Er það ekki talinn nokkur foúhnykkur að hafa vínveitinga- leyfi? — Jú, víst er það búhnykkur. Það er alls staðar í heiminum tal- inn vera undirstaða undir öllum hótelrekstri að geta veitt gestum sínum allar þær víntegundir, sem þeir biðja um með mat sínum. Þess utan tel ég persónulega, og er þar ekki einn um, að það sé jnikið menningarlegt atriði. — En hvers vegna fáið þið ekki Ieyfið? — Meirihluti kaupfélagsstjórnar- innar hefir aðra skoðun en ég á þessu máli, og verður því svo að vera. En eins og ég sagði áðan, þá tel ég núverandi fyrirkomulag vera fremur neikvætt. Ég gæti nefnt ýmis dæmi máli mínu til stuðnings t.d. hið alkunna vasa- pelafargan. Ætli einhver sér að hafa vín um hönd t.d. á dansleik, þá á hann ekki annars úrkosta heldur en að kaupa sér áður heila flösku, sem hann síðan laumar inn á dansleikinn. Þar er hann í fullri óheimild með vín sitt, verði eftir því tekið. Einnig veldur þetta án efa meiri ölvun. Fólk myndi svo drekka mun minna, gæti það keypt vínið í smærri skömmtum. Rekstur gistihúsa — En hvað segir þú um -gisti- húsamál okkar fslendinga yfirleitt? — Um gistihúsamál okkar má margt segja. Eitt þó öðru fremur; þau eru alltof fá og ófullnægjandi. Við heyrum á því stagazt ár og síð, að ísland hafi margt til þess að bera að vera ferðamannaland. Fegurð er hér mikil og óvenjuleg og annað þess háttar, og þetta er öldungis rétt. En við höfum ekki nægilega mörg gistihús. Á þessu verður að ráða bót, og ef til vill er lausn þessa máls nærtækari en margan grunar. Á undanförnum árum hafa verið byggð víða um land^ hin fullkomnustu félagsheim- ili. í þeim eru vel útbúin eldhús, rúmgóðir kaffi- og matsalir, for salir og snyrtiherbergi, og mjög glæsilegir samkomusalir. Ekkert Áantar á nema gistiherbergin, þ.e. svefnskála. Þeir, sem ráða bygg- ingu félagsheimilanna, ættu að taka þessi mál til gagngerðar at- hugunar. Ekki svo að skilja, að hvert einasta félagsheimili verði notað þannig, en gerð verði til- raun með nokkur á helztu ferða- mannastöðunum. Við höfum ekki efni á því að byggja svona dýr og góð hús, án þess að nota þau til þess ýtrasta. Þetta á ekki að valda fólki í þessum byggðarlögum nein- um vandræðum, hvað þess eigið skemmtanalíf snertir. Hitt er frem- ur að benda á, að hér er um I tekjustofna að ræða fyrir það. KjörorSið er góð þjónusla | — Já, Sigurður, við höfum óður rætt um þetta og ég er þér algjör- | lega sammála. Auðvitað á að hverfa að þessu ráði, annað er hreinasta fjarstæða. Við skulum vona, að menn vakni hið fyrsta til skilnings um það. En viltu segja nokkuð sérstakt að skilnaði? i — Ég er mjög ánægður með mitt starf, líkar vel við mína yfir- menn og samstarfsfólk. Það kjör- orð kaupfélagsins, að hér sé ætíð í té látin hin fuílkomnasta þjón- usta, er við getum mögulega boðið, ^ er eimnitt það viðhorf, er ég sjál'f- ur hefi til málanna, og þótt að- stæður leyfi ef til vill ekki, að allt nái fram að ganga, sem æski- Fimmtugur: Benedikt Sæmundsson í dag, 5. marz er Benedikt Sæmundsson, bifreiðastjóri á Hólmavík, fimmtugur. Það er ekki ætlun mín að skrifa langa grein, heldur aðeins. stutta afmæliskveðju, á þessum merku tímamótum i ævi hans. Benedikt er fæddur á Víðivöll- um í Staðardal, Steingrímsfirði. Sonur hjónanna Sæmundar bónda Jóhannessonar og konu hans Elísa betar Jónsdóttur. Benedikt ólst upp í Staðardal og bjó þar, ásamt foreldrum sínum og bræðrum til ársins 1945, er hann fiuttist til Hólmavíkur, en þar hefir hann átt heima síðan. Benedikt hefir um margra ára skeið stundað bifreiðaakstur frá Hólmavík um nærsveitir. Hefir hann í því starfi fengið þakklæti margra, fyrir lipurð og áreiðan- legheit i starfi. Benedikt er hið mesta prúð- rnenni í allri umgengni, orðvar og traustur. í vinahópi er hann jafnan glaður og reifur. Að félagsmálum hefir Benedikt unnið nokkuð m.a. átt sæti í stjórn Verkalýðsfélags Hólmavíkur, verið í skattanefnd o.fl. Traustur Fram sóknarmaður hefir hann verið alla ævi, og átti sæti í hreppsnefnd fyrir þeirra hönd, á árunum 1949 —1958. Eg veit, að margir taka undir með mér um leið og ég sendi Benedikt beztu afmæliskveðjur mínar: Til hamingju með fimm- tugsafmælið! Gæfa og gengi fylgi þér í framtíðinni. legt væri, þá gerum við okkar bezta í hvívetna. — Og þar með lauk þessu spjalli Okkar um rekstur Hótels KEA og gistihúsmál almennt. Sigurður Sig- urðsson, hótelstjóri, hefir öðlazt mikla reynslu í starfi sínu. Hann er maður ungur að árum, aðeins 26 ára, og heíir verið hótelstjóri s.I. 4 ár. Hann er einn af hinum mikla fjölda ungra manna, sem skipa hinar ýmsu trúnaðarstöður hjó samvinnufélögunum. Segja má, að aðalsmerki samvinnufélag- anna hér á landi séu ungir menn í ábyrgðarstörfum, en það er ein- mitt vottur mikillar grósku og vaxtar. Ég þakka Sigurði kærlega fyrir þetta viðtal, ég tek persónulega mikið tiilit -til skoðana hans og er honum t.d. algjörlega sammála um félagsheimilin og notkun þeirra. En það skal ekki fjölyrt hér að sinni. Við stóðum upp frá borðum, fórum í yfirhafnir og há- ar skóhlífar, því snjór var djúpur á götúm Akurevrar og gengum í rólegheitum heim til Sigurðar Jó- hannessonar, þar sem kona hans hafði uiidirbúið komu okkar, og beið með enn frekari norðlenzkar hressingar. Örlygur Hálfdanarson Fulbright-styrkir (Framhald af 4. síðu). frá ýmsum þjóðlöndum, en sér fróður háskólakennari hefir á hendi yfirstjórn námsskeiðsins. Jafnframt þessu gefst þátttakend um námskeiðanna tækifæri til að kynnast héraði þvi, sem þeir dvelj- ast í, heimsækja sögustaði, söfn, skóla og aðrar menntastofnanir, iðnaðarfyrirtæki, bændabýli o.s.f-r. Þessi námskeið standa venjulega í 3—4 mánuði. Meðan á námsskeið inu stendur fá þátttakendur einn ig tækifæri til að dvelja á amerísk um heimiHum. Að lokum fá þátt takendur að ferðast nokkuð um Bandaríkin í mánaðartima og kynn ast því, sem þeir helzt hafa áhu'ga á. í unisókn sinni þurfa umsækj- endur að greina: Nafn og heimili's fang, fæðingarstað, fæðingardag og ár, við hvaða skóla eða mennta- stofnun umsœkjandi starifar og . stutt yfirlit um náms og starfsfer j il. Einnig þarf að taka fram, hvaða j likur séu fyrir því að hann geti j fengið leýfi frá stönfum þann tíma i sean hann þarf að dvelja í Banda ' ríkjunum. Þá þarf eins og áður segir að láta fylgja heiJjbrigðdsvott orð og vottorð um enskukunnáttu. Umsóknir sendist Menntasitofnun Bandaríkjanna á íslandi, (Fulforiightstofnuninni), Pósthólf 1059, Reykjavík, íyrir 22. rnarz n. k. AÐ VESTAN ... (Framh. af 5. síðu.) En það ier dýrt spaug fyrir ís- lenzku þjóðina að tapa þessum fjörðum frlá því, sem er, þann til- töjulega Stutta tíma, sem nú má ætla að enn þurfi að híða straum hvarfanna. VIÐ KÖLLUM okkur sögu- þjóð og metum mikils forna sögu staði, og svíður sárt ef þeinn er sýnt ræktarleysi. En kunnum við þar að meta og virða þá mienn sem halda sögustöðunum við og vinna hetjiudáðir til að auka nýj- um köflum menningar og afreka við sögu hinna fornu staða? Eru imiiiiiiiiiiiiioiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiibiiiiiiiiiiiiHiuii Orðsending ( Við viljum vekja athygli viðskiptamanna. okkar á I því, að nauðsynlegt er að tilkynna bústaðaskipti I strax. Brunatrygging innbús og annars lausafjár | er ekki í lagi, nema það sé gert. I þeir menn yfirleitt söguhetjur f augum samtiðarmannanna? H. Kr. Si^iivnMwiiJTrimiy'cscEnH'CKj^m Sambandshúsinu — Sími 17080. •iiiiHimiiiiiiiiiiuimuuiiiuuuuiiiiiiiuiiiiuiiuiiiiiiumuiiiuiiimmHiiiiiiiiiiiiiiuiiHimiiiiiiniiiuiiiniinniH rilhk, tttt t s tttt 4444 4444 Xttt, tttt t 4444 4444 /444 '-444-4^^4+44/ ^iÍÍtÍtí+' sitt +*+-> •4444-r-> .-y-4444 4444,444 u-4444* ZÍftÍt* '444+4* 44+444* r4444*-if tÍÍÍtt4 44444+ 444444 -44444, 444444 -44444 4444' *44z4*r*nr444+ tt xtr <-44444+ . ^444444444+ ,444* ■ - 44444+ atttt stssttt 4444* 444444444' ^4444* *tt ftXit ttsti itit *** nu,+mvlt 'ttttvtr * m 1 Nokkur sett af karlmannaföíum iítilsháttar gölluð, og eldri gerðir seld næstu daga Siórkostleg verðlækkyn NotSð tækifærið! STOFNSETT I 9 1 3 (K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.