Tíminn - 05.03.1958, Page 12
Veðrið:
Norðan stinningskaldi. Víðast
iléttskýjað. Hiti: —5 til 9 stig.
tUta!>ng i aoKKrnm borgm
klukkan 1R I gær:
1
Reykjavík —2 stig, Akur-eyri —4
Stokkhólmur 3, París 5, Þórs*
fhöfn í Færeyjum 1.
Miðvikudagur 5. marz 1958.
Setustofuhúsgögn í verzluninni Öndvegi, Laugavegi 133.
Ný húsgagnaverzlun „Öndvegi h. f.“
að Laugavegi 133, tekur við af
verzlunisini „Yalbjörka
VandatSar vörur og fjölbreytt úrval,
björt og rúmgóð húsakynni
í fyrradag var blaðamönnum boðið að skoða nýja hús-
gagnaverzlun að Laugavegi 133. Ber hún nafnið Öndvegi h.±.
og er arftaki verzlunarinnar Valbiörk sem var.til húsa að
Laugavegi 99. Húsakynni á hmum nýja stað eru hjört og
rúmgóð. vörum smekklega fyrir komið og viðskiptavinum
auðveldað að skoða sig um.
í hinni nýju verzlun er margt
ágætra. muna, all-t frá þrífótum
undir blómlsturpotta uppi borð-
' stofu- og svefnherbergissett. Öll
eru húsgögnin smíðuð úr vönduð-
um viði af miklum haganleik og
verði í hóf stilllt. Öndvegi h-f. býð-
ur viðskiptavinum sínum afborg-
unarskilmála sem eru mjcg sann-
gjarnir og gera fólki kleif.t að
eignast prýðisgóð'ar vörur á auð-
voldan hátt.
Valbjörk h.f., Laugavegi 99 var
á sínum tíma stofnsett í sam-
bandi við aðalumboð fyrir Val-
björk h.f. Akureyri, en rekið af
Baldri Guðmundssyni og á hans
ábyrgð.
Nú hefir Baldur myndað hluta-
félag um þesisa verzlun sína og
fiutt hana á Laugaveg 133. Verzl-
unin, sem hlotið hefir nafnið Önd
vegi h.f., hefir á boðstólum fjöl-
breytt úrval bæði af tré- og bólstr-
uðum hú-igögnum, auk margra teg
unda af áklæðum sem hægt er
að fá í metratali sé þess óskað.
í sambandi við verzlunina á að
koma upp húsgagnabólslrun til
að gera þjónustuna fullkomnari-
Hugmyndin er að viðskiptavinirnir
geti leitað til fyrirtækisins með
flest það sem að heimilisprýði
lítur.
iÞeir sem unnið hafa að útbúnaði
verzlunarinnar eru þessir:
Miálning: LLtina valdi Sveinn
Kjarval. Verkið annaðist Svan
Magnússon og Bjarni Gíslason.
Ljósin: Ljósateikningar annað-
ist Traust h.f., en verkið vann Þor
steinn Sæitrant.
Innréttingar annaðist Eií Jó-
hannesson.
Ungur íslenzkur listmálari fær góða
dóma gagnrýnenda á Italíu
Kári Eiríksson frá Þingeyri hefir teki'ð þátt í nokkr
um sýningum þar og haldi'Ö eina sjálfstæíia
Ungur íslenzkur listmálari, Kári Eiríksson, hefir getið sér
góðan frama með þátttöku í málverkasýningum suður á Ítalíu.
Hafa listdómendur í þessu fornfræga landi fagurra lista lokið
miklu lofsorði á verk þessa unga íslendings og sagt, að þar
fari samar. hrein og tær túlkun listrænna viðhorfa og list Kára
beri með sér hið norræna svipmót.
Hinn ungi íslenzki listamaður,
sem kominn er á framabraut list-
unna þar syðra, er 22 ára gamall
Dýrfirðingur, sonur Eiríks Þor-
steinssonar, a'lþingismanns og
Önnu Guðmundsdóttur konu hans.
Hefir stunda'ð nám á Norður-
löndum og Ítalíu
Kári lagði un-gur stund á mynd-
list í Handíða- og myndlistaskólan-
um í Reýkjavík, en fór síðan til
iframhaldsnáms við Listaháskólann
í Kaupmannahöfn. Gat hann sér
þar gott orð _og hélt til frekara
náms suður á Ítalíu. Þar hefir hann
dvalið um tveggia ára skeið og lagt
Stund á m'álaralist hjá hinum
fremstu menntastofnunum í þeirri
grein.
í janúar efndi Kári til sjálf-
stæðrar máiverkasýningar í Flór-
enz. Sýndu þá í sama húsi tveir
málarar samtímis, ítalskur list-
málari og Kári. Var sýning þessi
haldin á vegum samtaka, sem
nefnast Societa delle Belle Arte
(Framh. á 2. síðu.)
Furðufregnir um
fræga söngstjömu
á íslandi
Þegar hin fræga er.ska söng- og
sjónvarpsstjarna tck sig til og
skrapp til Íílar.ds frá öllu sínu ann
rjki á leik- cg sjónvarpssviðum
m-:'ljón2.b3rgarinnar, þctti það að
sjálfsögðu tíðindum sæta í ensku
blöðunum, enda allt, sem snertir
hina frægu leikara og söngstjörn-
ur útgengilegt lestrarefni hjá mill-
jó.'.um manna.
Meðan stjarnan var enn á ís-
landi, birtust fregnir af íslands-
dvöl hennar, því áríðandi var að
vera fyrstur með fréttirnar. Ein
þessara frétta birtist í Daily Mail,
einu útbreiddasta blaði Bretlands.
Er frásögnin í ævintýrastíl í ein-
um vinsælasta þætti blaðsins á
öftustu síðu, þar sem eingöngu er
rætt um frægt fólk og alltaf farið
frjálslega með sannleika og ná-
kværnni enda tekur engir.n, sem
þekkir ensku blöðin frásögnina al-
varlega. Þar segir sá enskur bla'ða-
maður, sem einna duglegastur er
aö afla frétta af frægu fólki, að
unglfrú Cogan liafi fengið þjóð-
höfðingjamóttöku hjá forseta ís-
lands og bónorösbréf fr^ tveimur
tylfitum eskimóa, allir sendu henni
hvalkjötsbita með bónorðsbréfinu
en það er gamall siður á „blóma-
daginn“ í Reykjavík. — Sá sem
skáldaði fréttina á ritstjórnarskrif-
stofu í Lundúnum, hefir bersýni-
lega ekki vitað annað um ísland
en að þar er forseti, og að íslend-
ingar lounna vel að taka á móti
þjóðhöfðingjum.
Skiptu um höfuð
á hundi
Tiímarltið Videnskab og Liv
skýrði frá því nýlega, að á þingi
rússneskra lífeðlisræðinga í árs-
lok 1957 hafi verið frá því skýrt,
að rússneskum skurðlæknum hafi
tekizt að græða höfuð af hundi á
búk hvolps, og lifði hann eðlilegu
lífi í sex daga með hið nýja höfuð.
Hann lapti, sýndi rétt andsvör við
ljósi og hljóðum og lék sér meira
að segja, se*ir lífeðlisfræðingur-
inn Vladimir P. Demihof.
Annar rússneskur lílfeðlisfiræð-
ingur segir, að sér hafi tekizt að
halda afskornu höfði af hundi lif-
andi á dislki i sex klukkustundir.
Höfuðið át, gapti og sýndi ýmis
önnur andsvör.
Þriðji skurðlæknirinn skar fót
af hundi og saumaði h-ann aftur
við eftir 25 klukkust. Sá hund-
ur lifði eðililegu lífi í mörg ár og
virtist ekkert tjón hafa beðið við
þetta.
Tilgangur þessarar rannsókna,
segja vísindamennirnir, er að fá
úr því skorið, hvort unnt sé að
græða limi og önnur líffæri við
jnannslíkamann í stærri stíl en
gert hefir verið. Hingað til hefir
aðeins verið um nýrnaágræðingar
að ræða, en þetta þykir benda til,
að unnt sé að gera slíkt í meiri
mæli, þegar sérstakar ástæður eru
fyrir hendi og brýna nauðsyn ber
til.
Miðsvetrarblót
rithöfunda
Eins og áður hefir verið sagt frá
gengst Ritíhöfundafélag íslands fyr
ir miðsvetrarblóti næsta fimimtu-
dagskv'c’d í Iílégarði. Ileimil er
þátt-taka öllum félögum í Banda-
lagi ísl. listamanna. Aðgöngumiðar
eru seldir í bókaverzlun KRON og
hjá Eymundsson, og geta menn
einnig tryggt sér þar bíl'far á blót-
ið, er ferðir verða frá Bifreiðastöð
íslands kl. 7 en samkoman hefst
kl. 7,30.
Á Genfarráðstefnunni er deilt nm
hvernig Iandgrunn skuli skýrgreint
NTB-Gonf, 3. marz. — Alþjóðaráðstefnan í Genf um land-
helgi og sjórétt fjallaði í dag um stærð landhelginnar og hins
svokallaðf landgrunns. Fulltrúi Arabíu krafðist þess, að
AkabafJólnn við Rauðahaf yrði viðurkenndur arabiskt haf-
svæði. Enn skortir lögbundna skýrgreiningu á, hvað kallað
skuli landgrunn. I
að landgrunn. skuli kallað allt
í nafnd þeirri, sem fjallar um svæðið út að 200 metra dýpi. —•
landhelgina sérstaklega tók full- Taldi Frakkinn hina mestu nauð-
trúi Saudi-Arabiu til máls og not syn á, að nefndin ræddi þetta-
aði lækifærið til að fullyrða, að mál rækilega. j
Akábaflóann bæri að öllu leyti að ’ ; •
skoða sem arabíska landhelgi og
siglingaleið. Akabaflói er við norð
austanvert Rauðahafið, cg að hon
um eiga lönd Saudi-Arabía, Eg-
yptaland og ísrael. Þar til Súez-
deilan íhcfst, meinuðu Arabar
ísraelsmönnum siglingar um fló-
ann. Arabinn á Genfarráðstefn-
u-nni tók skýrl fram, að þát.ttöku
Saudi-Arabíu í landhelgisráðstefn
unni mætti fráleitt s'koða sem
nékkra_ viðurkenningu á ísraels-
ríki. Ákvæði, sean samkomulag
næðist um á ráðstefnunni gætu
aðeins komið til framkvæmda á
svæðum þar sem friður ríkti. Þess
vegna myndu reglur ráðstefnunn
ar eklci niá gildi að því er snerti
umdeild svæði í Íöndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs og í austur-
löndum, sagði ful'ltrúi Saudi-
Arabíu.
Bann við kjarnorku-
tilraunum á úthöfum
GENF, 4. marz. — Á Genfarráð
stefnunni um landhelgismál bar
■fulltrái Scvétríkjanna fiam þá til-
lögu í dag. að bann yrði lagt við
tilraunum með kjarnorkuvopn á
hcifum úiti. Taldi hann, að Ktíkar
tilraunir væru brot á ákvæði al-
þjóðalaga um frjálsar siglingar
allra þjóða á úthöfunum.
Landhelgisgrunnið enn ekki
til fulls ákveðið.
Aðeins einn maður tók til máls
í nefnd þeirri, sem fjallar um
landgrunnið- Var það Frakkinn
André Gros. Hélt hann því fram,
að menn ættu alveg eftir að skýr-
greina hugtakið landgrunn. Eng-
in nákvæm skýrgreining hefði enn
verið g'erð á því hugtaki. — Þjóð-
róttarnefnd S.þ. hefir í uppkasti
sínu að þjóðréttarreglum lagt til,
Gott framlag til
slysavarna
Ágóði af nýafstaðinni merkja og
kaffisclu kvennadeildarinnar í
Reykjavík reyndist vera um kr. 60
þúsund. ViLl stjórn Kvennadei'ldar
innar þakka öl'lum meðlimum
deildarinnar, ásamt öðrum einstaik-
lingum og söfnunum í bænurn fyr
ir ómetanlega hjálp og velvild við
þetta tækifæri sem og önnur er
leitað hefir verið til bæjarbúa.
Ekki tímabært, að
fara tií Moskva,
segir Nixon
NTB—WASHINGTON, 4. marz.
— Því var lýst opinberlega yfii*
í Washington 'í dag, að fyrst um
sinn myndi ekki af því verða,
að Nixon varaforseti færi í heim
sókn til Moskvu. Af orðalagi yfir
lýsingarinnar ,má þó ráða, að
slíkt hefir komið til niálá, enda
birtu dagblöð vestra í dag fregn-
ir um þeHa með stórum fyrir-
sögnum og töldu slíka ferð
standa fyrir dyrum. í yfirlýsingu
sinni segir Nixon, að það sé ekki
tímabært að fara í opinbera
heimsókn til Rússlands. Hann
muni hinsvegar á næstunnj fara
í ferðalag tun V-Evrópulönd.
Blöðin sögðu Mns vegar í dag,
að varaforsetinn myndi nota
tækifærið til þess að heiinsækja
Moskvu. Þau töldu einnig, að til
orða liefði komið a'ð bjóða heim
háttsettum rússneskum stjórn-
málamönnum og hefði Mikoyau
þá helzt komið tií greina.
Fátæki lávarðsbróðirinn Douglas-
Home heimsækir prinsessuna sína
Flaug til Stokkhólms í i?ær undir dulnefni, enda
hundeltur af bla'Öamönnum margra landa
NTB-Limdúnum, 4. marz. — „Ég veit ekki og vil ekkert
segja um, hve lengi ég verð i burtu“, sagði brezki auglýsinga-
stjórinn og jasspíanóleikarinn Douglas-Home, er hann tók sér
far með flugvél frá Lundúnum í dag' til Stokkhólms, en þar
ætlar hann að hitta Margrétu prinsessu, sonardóttur Gústafs
VI. Adolfs Svíakonungs.
Hinn ungi maður, sem er bróðir
Home lávarðar, en yngri og því
bæði án nafnbótar og eigna, hefir
farið huldu höfði undanfarna viku.
Hann hefir bókstafiega verið of-
sóttur af blaðamönnum, sem hund-
elta hann hvert sem hann fer.
Undir ðulnefni.
Einkum ha'fa þeir látið illa síðan
kvisaðist, að Douglas-Home væri í
þaun veginn að fara til Stokkhólms
á fund elskunnar sinnar. Skari
blaðamanna í Lundúnum, Osló og
Stoklchóimi hefir veriö á þönum
undanfarna daga og óltazt að mann
auminginn kæmist án þeirra vitund
ar til Stokkhólms. Hann hefir líka
ætlað sér það. Er hann tók séi* far
í dag með einni af flugvélum SAS,
var hann slcráðiu* undir dulnefninu
hr. Yorke á farþegaskránní. En
blaðamönnunum tókst nú samt að
ná í skottið á honum áður en hann
slapp inn í flugyélina ,á Lundúna-
flugvelli.
Ástarævintýri í LuiulúnunL
Prinsessan og lávarðsbróðirinn
kynntust í fyrra, er Margrét var á
skemmtiferð í Lundúnum. Sáust
þau þá oft saman. Spunnust af
þessu miklar slúðursögur. Var
prinsessan fljótlega boðuð heim.
Það er haft fvrir satt, að afí henn-
ar, konungurinn, hafi harðbannað
lienni að giftast píanóleikai*anum.
Upp á síðkastið hafa verið sögur á
lcreiki um að konungur hafi mild-
azt í garð hinna ungu elskenda og
'svo mikið er yíst, að Doúglas-
Iíome er lagður af stað til Stoklc-
hóllns.