Tíminn - 20.04.1958, Page 6

Tíminn - 20.04.1958, Page 6
6 T í MIN N, sunnudaginn 20, aprfi 1958 Útgefandi: FramsóknarflokicurlSM Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þiramwn íáb Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindarsðt*. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18SM (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusiml lS8Si Prentsmiðjan Edda h.f. íslendingar mumi ekki víkja frá rétti sínum í landhelgismálinu 'ÞEGAR þetta er ritað, er ókunnugt um úrslit atkvæða greiðslunnar á ráðstefnunni í Genf um stærð landhelg- innar, enda getur vel svo farið, að hún dragist fram yfir helgi. Hver sem úrslitin verða, er eigi að síður tíma- bært að rifja hér upp af- stöðu íslendinga til þess máls í megindráttum. Prá þvi snemma á ráð- stefnunni, virðast þrjú sjón- armiö hafa verið mest ríkj- andi þar, eða þessi: Tillaga Bretiands, sem var fyrst Mgin í þvi, að land- helgin, þar með talin fisk- veiöalandhelgin, mætti ekki vera nema þrjár mílur. Síðar komu Bretar með tillögu um sex mílna l'andlnjelgi, eftir að'þeim varð ljóst, að þriggja mílna landhelgin hafði alveg misst fótfestuna. Till. Indlands og Mexico, sem er á þann veg, að land- helgin megi vera allt að 12 mílur, þar með talin fisk- veiðalandhelgin að sjálf- sögöu. Tilfaga Kanada, sem var fyrst fólgin i þvi, aö land- helgín væri 3 míiur, en fisk veiðalandhelgin 12 mílur. — Síðar hafa Kanadamenn hækkaö takmörk landhelg- innar í sex mílur. Við tillögu Kanadamanna hafa Banda- ríkjamenn borið fram breyt ingatillögu, sem gera ákvæð ið um hina sérstöku út- færslu fiskveiöalandhelginn ar að engu, a.m.k. hvað ís- land snertir. FRÁ islenzku sj ónar- miði er tillaga Indlands og Mexico bezt þessara tillagna og má um það deila, hvort ekki liefði verið skyn- samlegt af íslendingum að fylgja þeirri tiilögu eindreg- ið frá upphafi. Þeir, sem mót að hafa stefnuna af hálfu íslands, hafa hins vegar tal- iö rétt að sýna fullan sam- komulagsvilja og því haldið sér mest ajð tiliögu K/an- ada. í þeirri tillögu, er tekiö fullt tillit til þess sjónarmiðs flestra V-Evrópuþjóða og Bandarikjanna,a ð aöalland heJgin verði færö út sem minnst, en strandríkjum þó tryggður eðiilegur réttur til fiskveiða með sérstakri út- færSlu fiskveiðalandhelginn ar. Segja má, að sá kostur hafi verið við þessa afstöðu íslands, að íslendingar hafi sýht fullan samkomulags- vftja við þjóöir Vestur-Ev- rópu og Bandarikin, og það sé því sök þessara þjóða, ef samkomulag næst ekki á grundvelli tillögu Kanada. AP ÞVÍ sem gerst hefir á ráðstefnunni, hefir ekkert valdið slíkum vonbrigðum ís lendinga og afstaða Banda- ríkjanna. Það hefir orðið sorgarsaga Bandaríkjastjórn ar í þessu máli eins og alltof mörgum öðrum málum i seinni tíð að lenda í því að veita vernd sína úreltri yfir gangsstefnu gamalla ný- lenduvelda, enda þótt það sé mjög í andstöðu viö ein- lægan frelsisvilja banda- rísku þjóðarinnar. Sennilega er nú ekkert meira vatn á myllu kommúnismans 1 heim inum en þessi þráfellda ó- heppni Bandaríkjastjórnar. Ef það hefði verip ásetn- ingur Bandarikjastjórnar að leita eftir máli til að óving- ast sem mest viö íslendinga, hefði hún ekki getaö fundið annað mál æskilegra til þess en þessa fáránlegu tillögu hennar á Genfarfundinum. Vafalaust hefir það þó ekki verið tilgangurinn með til- lögunni að óvingast við ís- lendinga, heldur hefir senni lega verið reiknað með því aö hægt væri að fá íslend- inga til að sætta sig við slik málalok. ÍSLENDINGAR hafa allt af verið staðráðnir í því aö heimta fullan rétt sinn í þessum efnum, þótt þeir hafi talið rétt að draga það fram yfir Genfarráðstefnuna. — Aldrei hafa þeir þó verið stað ráðnari í því en nú og hefir afstaða Bandaríkjanna átt sinn þátt í því að fylkja þeim betur saman en nokkru sinni fyrr. íslendingar gera hiklaust það tilkall til þeirra þjóða, sem eru nánastar samstarfs þjóðir þeirra og telja sig vina þjóðir þeirra, að þeir viður- kemii hina algeru sérstöðu þeirra i umræddu máli. Eng inn þjóð byggir afkomu sína eins fullkomlega á fiskveið- um og íslendingar gera. — Fáar þjóðir hafa orðið fyrir meiri erlendu arðráni en ís- lendingar á fiskimiðum sín- um. Þeir krefjast þess nú, að þessu verði breytt. Ef reynt verður með ofbeldi að hagga þessum rétti íslands, reynir fyrst á það, hver vernd er í þátttöku í Atlants- háfsbandalaginu og hver vernd er í varnarsáttmálan- um við Bandarikin. Engin skal blekkja sig á því, að íslendingar muni ekki sækja þetta mál með öllum þeim ráöum, sem þeir hafa völ á, eða að hótanir eða ofbeldi geti hindrað þá í því að sækja rétt sinn. — Fyrir þetta mál eru íslend- ingar reiðubúnir til að þrengja kost sinn og gera hvað annað, sem nauðsyn kann að krefja. Meðan þetta stóra mál er óleyst, eiga íslendingar að standa saman sem einn mað ur og forðast óeiningu á öðr um sviðum, er gæti orðið til að larna átakamátt heildar- innar. Fyrir samheldninni um þetta mál verða öll sér- sjónarmið að víkja. Komi til alvarlegra átaka um það, veröur öll þjóðin að standa sarnn sem ein breiðfylking. Skoðanakönnun sýnir að margir kenna kjarnorkutilraunum m veðurbreytingar Frá því fyrstu kjarnorku- sprengjunni var varpað á Japan hafa menn hneigzt til að útskýra hverja minnstu veðurbreytingu sem afleið- ingu kjarnorkutilrauna. Ekki cm nema fáar vikur frá þvi að dr. Edward Telier og dr. Albert Latter skýrðu svo frá að kjarnasprengjui' gætu ekki á neinn bótt íhaft óhrif ó vinda og veður. Þessi skoðun er studd af kjarn- orkusérfræðingum og veðurfræð- ingiun Bandanikjanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar vísinda- manna trúir margt fólk því statt og stöðugt að veðurfarsbreytingór stafi af kjarnorkusprengingum. Sundurliðun eftir þjóðum Mótsagnakenndar skoðanir manna koma skýrt fram í skoðana- könnun sem framkvæmd var í 13 þjóðlöndum á vegum Alheims- 'skoðanakönnunarinnar. í finnn löndum er meirihlutinn þeirrar skoðunar að kjarnorkusprengingar hafi mikil áhrif á veðurfar og hafi breylt loftslaginu í löndum þeirra. Bretar og Ástralíumenn þvertaka þó fyrjr það að slíkt geti átt sér stað. í Svíþjóð og Brazilíu eru báðir hóparnir nokkurn veginn jafnir, þeir sem álíta að tengsl séu milli loftslagsbreytinga og kjarnorkusprenginga og hinir sem halda því fram að það sé firra ein. í nær öilum löndum eru þeir sem ekki láta neina skoðun í ljós á málinu hvergi fleiri en 20%.' Það er athyglisvert í sjá'lfu sér að svo mikiM mannfjöldi telur sig færan að leysa úr vandamáhun sem ekki eru á færi nema sér- menntaðna vísindainanna. Þannig hljóðaði spurningin sem Alheimsskoðanakönnunin lagði fyrir fólk: 1 i „Sumt fólk heldur bvi fram að loftslag þessa lands hafi breytzt vegna kjarnorkuspreng- inga. Trúið þér þessu eða ekki?“ í öllum löndum nema Japan hneigjast hinir betm- menntuðu til að neita því að nokkurt sam- band geti verið miMi veðurfars og kjarnorkutMrauna. | Þeir sem meiriháltar skólagöngu liafa notið eru fúsari til þess að trúa þessari kenningu. Úrslitin í Belgíu sýna Ijóslega skoðanamun- inn eftir menntun manna. BELGÍA Fyrsiti dálkur á við þá sem hafa barnaskólamenntun, ann- ar dálkur við þá sem hafa mið- skólapróf og þriðji dálkur á við háskólagengið fólk. Þeir, sem bezta menntun hafa hlotií, teija fró áb ekkert samhengi sé í milii kjarnorkuspreng- inga og iilviðra Þótt bændur og akuryrkjumenn búi við nánari tengsl við veðurfar og loftslagsbreytingar er engin munur á skoðun þeirra og borg- arbúa í þessu efni. Þeir sem trúa þvi að samband sé milli veðurfars og kjarnorku álíta einfaidlega að veðrið sé verra og óstöðugra en það hafi verið í manna minnum, og skella skuidinni á kjarnorku- tilraunir. Alltaf vont veður Þeir sem neita því að nokkur tengsl séu á milli veðurfars og kjarnorkutilrauna halda því fram að við höfum alltaf átt við að búa slæmt veður og óvenjulegt á ein- hverjum órstíma. Ungur afgreiðslumaður í Austur- Englandi kvað svo að orði: „Bibl- ían segir að veður muni breytast." Ungur verkamaður í hollenzkri verksmiðju: „Ég trúi ekki einu orði af því. Ég sé það sean er ritað í Biblíunni: Eyðimerkurnar verða frjósamar og akurlöndin verða að eyðimörkum. Þessi þróun er í nán- um tengslum við lofbs'lagið en á ekkert skylt við kjarnorkuspreng- ingar. ■ '1 TRUA ÞVÍ, AÐ KJARNORKU- TILRAUNIR HAFi ÁHRIF V; S. . \ • \ '••TÁ \'.\\ V\\ A VFÐURFARIÐ Tru.i Tí ó.i ekkl vtta ek*fl AUSTURRIKI FRAKKLAND 62°-v S9°-« ITAt.fA JAPAN. ÞVZKALAND 58° ,,, ... v ,', .|. i4"l.-rTl Vj32%|xV* NOREGUR 47»'» VNV 29% ’\v«| ||24%j •;-?• 'r-r-v 'r 'j \ u-i BELGIA 47° i; BRAZILlA 42% 39% 5VIÞJOH : BRETLAND ASTRALIA P/N//ÖRK : MOLLAND ‘••-W\\W\ }&■ 35°» >\v'\\\\; 51% vwi 32° >. 'j . i ■) T'i 'i v v",'r-,-TT-i 51°, -Kv.wv.v 30°, 47 <to \V*\W1 24% 41% vvj Trúa því að veður hafi breytzt 55% 42% 23% túa því ekki 27% 48% 68% engin skoðun 18% 10% 9% Samtals 100% 100% 100% Menntamenn neita Ástandið í Japan er með nokk- uð öðrum hætti. Ef tM vill litast skoðun Japana af því að þar voru sprengdar hinar fyrstu hroðalegu kjarnorkusprengjur og þeir búa í stöðugri nálægð við kjarnorkutilL raunir Bandaríkjamanna og Rússa. Að minnsta kosti eru háskóla- menntaðir menn þar á sama máli og allur almenningur, um það að kjarnorkutilraunir hafi áhrif á veðurfarið. Á SKOTSPÓNUM í undirbúningi er þátttaka íslands í lístiðnaðarsýningu < París á næsta hausti. .. .Átta abstraktmálarar taka þátt í nútíma listsýningu í París nú í vor... . Vegna strangra verðlagsákvæða munu brátt leggjast af flugflutningar á varahlutum í bíla. .. .Þetta veldur mörgum óþægindum og þýðir verulegt tekjutap fyrii* flugfélögin.... Llklegt er að hafin verði útgáfa á verkum íslenzkra tónskálda . . .Menningarsjóður hefir nú aukið bolmagn til að sinna slíku verkefni... .Watson, sem vinnur að hrein- ræktun íslenzka hundsins á búgarði sínum í Kaliforníu, ætlar að ferðast mikið um ísland i sumar... .fara um óbyggðir, Austfirði og Vestfirði. ... Hann mun hafa með- ferðis málverk af Reykjavík, sem gert var um 1870 af kunnum brezkum málara... .myndin fannst á brezkri fornsölu fyrir 2 árum.... hún verður hengd upp til sýnis í Listasafni ríkisins í sumar.... '

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.