Tíminn - 11.05.1958, Side 1

Tíminn - 11.05.1958, Side 1
T*n»r TÍMANS ero f blaðinu 1 dag: Skakþáttur, bls. 4. Lífið í kringum okkur og Mál og menning, bls. 5. Sambúð Kína og Japans, bls. 6. Skrifað og skrafað, bls. 7. 104. blað. Sæmilegri vertíS lokið Frumv.umefnahagsráðstafanirríkis- stjórnarinnar lagt fram á morgun í dag er lokadagurinn. Bátar hafa verið að hætta veiðum í verstöðvum suðvestan lands síðustu daga, en þó stund'a einhverjir veiðar þar enn. Þetta er orðin allgóð vertíð, einkum netavertíðin og allmikill afli kominn á land, svo að teljast verður meðalvertíð að minnsta kosti. Nú verður hlé á sókn um sinn, bátarnir verða málaðir og laofærðir áður en þeir halda norður á síldarvertíðina i næsta mánuði. Myndin sýnir Akranesbát halda heim. Vorharðindin orðin langvinn og þung í skauti, sauðburður að hef jast Utlit er þó fyrir hlýnandi veíur, svo aíi vonir sianda til, aí úr rakni Harðindi eru enn um mikinn hluta landsins, einkum norosr' og austan. Hefir snjóað nær hvern dag' norðan lands síðustu viku, verið rnikil næturfrost og oftast um frostmark á dcginn. Er þetta illur ábætir á mikinn fannavetur. Þe--i vorharðindi fara nú að verðf. bændum þung í skauti. Kom ið er fram í þriðju viku sumars og sauðburður um það bil að hefj ast eða byrjaður sums staðar. Fé er þó enn á gjöf, jafnvel innistöðu í einstaka sveit. Hefir sú innistaða verið allt síðan í desember. Ef vor harðindi þessi halda áfram enn um sinn, hlýtur þessi vetur að teljast meg þeim hörðustu, sem komið hafa um langt árabil. i Á Nórðaustur-landl var enn élja veður í fyrrinótt og gær og 1—2 stiga hiti um hádaginn. Á Austur ' landi hefir veður verið lítið eitt mildara en þó mjög kalt. Sunnan lands og' vestan hefir verið bjartara en þó jafnan nætur frost og norðan kuldasteytingur, þótt klökknað hafi í sólskini há- dagsins. Umræður um BiíreiSin endasiakkst, en ökomaður slapp furðo lítið meiddur Sviptingu ökuleyfa fyrir umferíarbrot beitt í víkara mæli, þótt ekki sé um ölvun aí ræba Tvem menn hafa verið sviptir ökuleyfi til bráðabirgða, eða þar tí! dómur gengur í máli þeirra, fyrir að vera valdir að slysum Slíkar fvrirfram sviptingar hafa ekki tíðkazt að ráði áður, cn er ætlimin að fara að beita þeim í ríkara mæli gegn mönnum, sem fremja alvarleg umferðarbrot, iafnvel þótt ekki sé'um ölvun að ræða, en svo var ekki í þessurn málum. Annar inannanna var sviptur ökuleyfinu til bráðabirgða fyrir tvö brot. 29. apríl var hann að leggja bifreið sinni upp á gang- stt á Skólavörðustíg og ók þá á konu, er var þar á gangi. Konan meiddist nokkuð. I-Iinn 3. þ. m. var hann á leið norður Skothús- veg. og er að gatnamótum Fri- kirkjuvegs og Sóleyjargötu kom, ók hann inn á aðalbraut og á bifreið, er þar var á ferð. Eftir að hafa valdið árekslrinum, ók hann brott af árekstursstað, en ökumanni hinnar bifreiðarinnar iókst að koma í veg fyrir, að hann kæmist undan. 30 metra bremsuför. Hit: slysið skeði á miðvikudag inn var. Tvær bifreiðir voru á leið vestur Hringbraut. A móts við gatnainót Sóleyjargötu ætlaði öku maður bifreiðarlnnar, sem á eftir var, en það var leig'ubifi:eið, að á undan var, beygt norður Sóleyj argötu. Skipti e.ngum togum að leigubifreiðinni var ekið aftan á hina, með þeim afleiðingum, að hún endastakkst. fór í heilhring en kom niður á hjólin á svonefnclri umferðareyju, eða grasfletinum milli gatnanna. Bifreiðin er talin gerónýt, en ökumaður, sem var einn í bifreiðinni meiddist furðan lega lítið. Bremsuför eftir Ieigubif reiðina mældust 30 m. löng á þurru malbiki. Leigubifreiðarstjór inn var sviptur ökuleyfi til bráða birgða. Kýpurmálið LONDON, 10. maí. —- Lands- stjórinn á Kýpur, Hugh Foot er í Bretlandi til viðræðna við brezku stjórnina um framtíð Kýpur. Nú um helgina ræðir hann við Lennox Boyd nýlendumálaráðherra og Sel- wyn Lloyd utanríkisráðherra á sveitasetri forsætisráðherrans. Macmilian forsætisráðherra mun taka þáfct í viðjræðum þeirra á | morgun. Lloyd ræddi fyrr í vik- unni við utanríkisráðhcrra Tyrk- lands og Grikklands, er þeir voru í Kaupmannahöfn á NATO-fund- inum. í 'gærkvöldi kom maður með grímu inn á kaffihús á Kýpur, vopnaður byssu, skipaði gestunum að snúa sér til veggjar með hend- Þingkosningar i Grikklandi Aþenu 10. maí. Þingkosningar verða : Grikklandi á morgun, og í morgun lauk kosningabaráttunni. sólarhring áður en kosningarnar hefjast. Frambjóðendur eru 300 og kjördæmin 52. Karamanlis for sætisráðherra sagði í ræðu í lok kosningabaráttunnar, að stjórnin hcfði enga samninga gert við er- lcnd ríki um herstöðvar í landinu. ur ofar höfði. Síðan skaut hann grískumælandi Kýpurbúa til dauðs aka framúr. Hafði farþegi i bif- og hvarf á braut. reið hans beðið hann að hraða........................................ för sinni. í því var bifreiðinni, sem Af þeim fregnum sem Tím inn fékk í gær má nú felja víst, að frumvörp um ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum verði lögð fyrir Alþingi á morgun, mánu dag. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hefir efna- hagsmálanefnd og miðstjórn Alþýðusambands íslands nú skilað áliti um tillögurnar, og var það álit birt hér í blað- inu í gær. Ríkisstjórnin hafði hins vegar lýst yfir, að hún mundi ekki leggja fram tillögur sín- ar í frumvarpsformi fyrr en verkalýðssamtökin hefðu um þær fjallað. „Við munurn heyja styrjöld á sviði efnahagsmála“, segir Krústjoff Stórfellt átak til að auka matvælaframleiðsluna Moskva, 10. maí. — Krústjoff sagði í dag í ræðu í Moskvu, að Rússar gætu án kvíða haldið áfram taugastríði við vest- urveldin. ,,Við höfum sterkar taugar. Við æt’um ekki að heyja vopnaða styrjöld við vesturveldin, heldur munum við heyja styrjöld á sviði efnahagsmála.“ Hann sagði, að sambúð hinna kommúnistaríkja væri góð, enda þótt hún gæti ef til vill verið betri. Krústjoff lýsti því yfir, að gert myndi stórfcllt átak i náinni fram tíð til að auka matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Tassfréttastofan skýr ir frá þvi, að samþykkt hafi verið á ráðsfundi í flokknum að veita skyldi 100 milljónir rúblna til að auka matvælaframleiðsluna. Verð ur miklu af því fé varið til kaupa á alls konar vélum, meðal annars frá Bretlandi og Þýzkalandi. Krústjoff sagði einnig í ræðu sinni, að Rússar vildu gjarna fá til landsins vísindamenn frá Vest urlöndum til að flýta uppbygg- ingu matvælaiðnaðarins. Franskir hermenn teknir af lífi Uppreisnarmenn í Alsír hafa tekið af lífi þrjá franska lier- menn, er þeir tóku til fanga. Frakkar hafa nú sæmt þá æðsta heiðnrsmerki franska hersins. Atburður þessi hefir vakið al- rnenna ofsareiði í Frakklandi en reiðin er þó nokkuð kvíða bland- in. PÁLL ÞORSTEINSSON SKÚLI GUÐMUNDSSON Fundir Framsóknarmanna í Hafnar- firði og á Akranesi í dagx \ Framsóknarmenn austan fjails halda einnig fund á Selfossi kl. 2 í dag Framsóknarmenn á Akranesi efna til almenns flokks- fundar í. dag, sunnudag, í fundarsalnum Kirkjubraut 8 og hefst fundurinn kl. 4 síðd. Frummælandi verður Páll borsteinsson alþingismaður og ræðir um stjórn- málaviðhorfið. Framsóknarfélag Hafnarfjarðar heldur einnig al- mennan flokksfund í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í dag, sunnudag, og hefst hann kl. 4 síðd. Frummælandi verð- ur Skúli Guðmundsson, alþingismaður og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Þá efna Framsóknarmenn í Árnessýslu einnig til fundar að Selfossi kl. 2 í dag um framtíð Þorláks- hafnar og sfóriðju á íslandi, eins og skýrt var frá í biaðinu í gær.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.