Tíminn - 10.06.1958, Page 9

Tíminn - 10.06.1958, Page 9
r í M'Wí N, þriðjudaginn 10. júní 1958. sex gr saga effir agatha christie — Það er meiri plágan þessi úrengnr. Gladys Nevill var hávaxin, lj óshærð og bl'átt áfram í út- liti. Um það bil 28 ára göm ul. f»ó að hún vœri sýnilega í miklu uppnámi sýndi hún þeg ar að hún var geófelld og greind stúlka. Japp bað hana að fylgja sér inn í næsta herbefgi. Hún sagði hvað eftir ann- að: — Bg get ekki trúað því. Það virðist algeriega útilok- að að hr. Morley hafi gert þetta. Hún var sannfærð um að hann hafði ekki átt í neinum erfiðleikum eða átt við áhyggjur að s.tríða á neinn hátt. Japp byrjaði: — Þér voruð kallaöar burtu í dag ungfrú NeviII? — Jáy og svo var alls ekkert að frænku eftir allt saman. Henhi hefir áidrei liðið betur. Hún skildi ekki, hvers vegna ég stakK alltú einu upp kollin um. Auðvitað þótti mér vænt um að ifieyra aðékkert væri að — en ég var reið. Hvað á aö þýða að senda mér simskeyti og gera mig áhyggjufulla og hræddá. — Hafið þér skeytið hjá yð- ur? — Eg held ég hafi hent því. Þar stóð aðeins: Frænka yð- ar fékk slag 1 gær. Komið strax. — Þér eruð vissar um, Japp hóstaði vandræðalega, aö það háfi ekki verið unnusti yðar hr. Carter, sem sendi skeytið. — Frank? En hvað eigið þér við? Ó, nei, hvorugu okkar mýndi nokkurn tíma detta slíkt í hug. Hún virtist særð og móðg uð og Japp var góða stund að sefa hana. Þegar hann spuröi ura sjúklingana þá um morg- uninn svaraði hún: — Nöfn þeirra eru öll í bók inni. Eg býst við að þér hafið þegar skoðað hana. Klukkan 10-frú Soames — hún var að fá nj'jar tennur. 10,30 Lady Grant — hún er roskin frú og býr við Lowndes Square. Klukkan 11 Monsieur Hercule Poirot, hann er fastur við- skiptavinur — ó, hvernig læt ég, það er hann, fyrirgefið M. Poirot, en satt að segja er ég svo hræðilesra utan við mig. Klukkan 11,30 hr. Alistair Blunt— það er bankastjóri. Því næst Ungfrú Sainsbury Seale — hún hringdi og sagð ist hafa svo slæma tannpinu, svo að Morley skaut henni inn i. Hún er óskapleg blað- ursskjóða — þagnar aldrei. Kl. 12 hr. Amberiotis — hann var nýr sjúklingur — hringdi frá Savoy Hótelinu. Hr. Mor- ley hafði marga útlendinga. Klukkan 12,30, ungfrú Kirby. Poirot spurði: — Þegar ég kom, beið einn sjúklingur, hár og hermann- legur maður. Vitið þér hvér það gæti hafa verið — Einhver af sjúklingum Reillys býst ég við. Eg get- fengið bók hans, ef þér viljið. — Já, þakka yður fyrir, ung frú Nevill. Hún var burtu fáeinar mín útur. Hún kom aftur og hélt á bók mjög svipaðri bók hr. Morleys. Klukkan 10, Betty Heath — það ér lítil, nlu ára stúlka. Klukkan 11, hr. Abercrombie. — Abercrombie tautaði Poirot. Þetta var smellið. Klukkan 11,30 hr. Howard Railces. Klukkan tólf, hr. Barnes. Þetta eru allir sjúklingar hans í morgun. Hann er ekki eins eftirsóttur og hr. Morley. — Getið þér sagt mér nokk ur deili á þessu fólki? — Abercrombie hefir verið fastur viöskiptavinur lengi og öll börn frú Heaths koma til Reilly. Eg get ekkert sagt ykk ur um hr. Raikes og hr. Barn es, en þó rámar mig í að hafa vitað þá koma fyrr. Japp sagði: — Við getum spurt hr. Reilly sjálfan. Eg vildi gjarn an hitta hann eins fljótt og unnt er. Ungfrú Neviil fór út. Japp sagði við Poirot: — Allt gamlir sjúklingar : Morleys nema Amberiotis. Eg : hef hugsað mér að ná tali af | hr. Amberiotis þegar í stað. Hann vlrðist hafa verið sá síð asti, sem sá Morley á lifi og við verðum að ganga úr skugga um, hvenær það var. Poirot sagði hægt og hristi höf uðið: t — Þú verður að finna á- stæðu, ástœftu, skilurðu,. | — Eg veit það. Það verður flóknara. En við veröum að fá einhverjar upplýsingar hjá Scotland Yard um Ameriotis. Hann bætti við hvasst: — Þú ert hugsandi Poirot. Poirot sagði og brosti dauf lega: — Hvers vegna Japp lög- regluforingi? — Ha? —Eg sagði „hvers vegna Japp lögregluforingi? Er venjulegt aö leita upplýsinga þangað þegar um sjálfsmoi’ð er að ræða? — Satt að segja vildi svo til að ég var að rannsaka þjófn aðarmál og þeir hringdu þang að í mig. — En hversvegna hringdu þeir til þin? — O, það er auöskilið mál. Alistair Blunt. Strax og Brian heyrði að hann hefði verið hér í morgun sendu þeir fregn ir af því til Scotland Yard. Hr. Blunt er maður, sem verð ur að gæta vel að. — Þú átt við að einhverjir hefðu ágirnd á að ryðja hon ;um úr vegi? — Jú, eitthvað í þá áttina. Maður eins og hann hlýtur að eignast marga óvildarmenn í starfi sínu. Poirot kinkaði kolli. — Eg bjóst við því. Og ég hef á tilfinningunni — Poirot •neri saman lófunum — að þetta hafi verið mistök allt saman og fórnarlambið hafi átt að vera hr. Blunt. Eða kannski er þetta aðeins byrj unin á alsherjar slátrun. Eg finn lykt — ég finn lykt af peningum í sambandi við þetta. — Þú gerir ráð fyrir heldur miklu, finnst þér það ekki? — Eg held aðeins að vesl- ings Morley hafi aðeins verið 1. atriði í leiknum. Ef til vill vissi hann eitthvað — ef til vill sagði hann Blunt eitthvað — eða þeir hafa óttast að hann myndi segja Blunt eitt hvað. Hann þagnaði er Glayds Nevill kom inn í herbergið. — Hr. Reilly er upptekinn sem stendur, en hann segist verða búinn eftir tíu minútur. Er það í lagi? Japp sagði að svo væri. Á meðan, sagði hann, skulum við tala aftur við Alfreð. i 5. Alfreð var bæði taugöstyrk ur, upp með sér hræddur um að verða sakaður fyrir allt sem gerzt hafði. Hann hafði aðeins unnið hjá Morley í hálf an mánuð og á þessum hálfa mánuði hafði hann samvizku samlega farið skakkt að öllu. Sífelldar skammir höfðu veikt sjálfstraust hans. — Hann var dáíítiö upp- stökkari en vanalega, svaraði Alfreð spurningu Japps, en annað get ég ekki munað. Mér hefði aldrei dottið í hug að hann myndi drepa sig. Poirot greip fram í: — Þú veröur að segja okk ur allt sem þú manst. Þú ert þýðingarmikið vitni og fram burður þinn getur orðið okkur til mikillar hjálpar. AJfreð roðnaði og: fékk hjartslátt af gleði og stolti. Hann hafði áður gefið Japp stutta skýrslu um atburðina um morguninn. Hann færöist allur í aukana og hækkaði sig í sætinu. ■iiiiiiiiMiiiiiFuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnmimiiiiiiiiiia | Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 84., og 86. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á húseigninni Snælandi í Blesu- gróf, hér í bænum, talin eign Hreiðars Jónsson- ar, fer fram eftir kröfu tolistjórans í Reykjavik, bæjargjaldkerans í Reykjavik og Hafþórs Guð- mundssonar hdl., á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 12. júní 1958, kl. 3,30 síðdegis. 1 Borgarfógetinn í Reykjavík iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinwHHi ■ B ■ ■ ■ I ■ ■ o ■ ■ ■ í .V.V.V.VAV.VAV.W.V.W.W.WI I ,GILBARC0” olíubrennarar væntanlegir aSveg á næstunni, Þeir viðskiptavinir vorir er eiga brennara í pöntun eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við skrifstofu vora. y Tökum jafnframt á rnóti pöntunum til afgreiðslu um mánaðamót júlí og ágúst. OLÍUFÉLAGIÐ H. F. SAMBANDSHUSINU SÍMI 24380 IWW%W.,.V.V.,A\AWAVWWW^WWVVWWWW.WWVWVWWWWWmWW,JWIWÓWMflWW> .V.V.V.V.V.V.V.VAVV.V.V.VV/.V.V.V/.V.V.V.V'.’.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.VASY.'.VWVV

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.