Tíminn - 19.06.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1958, Blaðsíða 8
T í MIN N, fimmtuclaginn 19. jnní 1958, 8 fí Elísabet Sigurðard. .. (Framh. af bls. 3.) heKKi, framkomu hennar allri og störfum. Hvort sem hin kom fram á .mannamótum eða geltk um beina á heimili sínu eða var að öðrum störfum, var yfir henni tiginmann- legur blær, samfara sérstakri alúð og látleysi. En að sameina fullkomlega tign og látleysi þannig að 'hvortveggja njóti sín til fulln- ustu, er fáum gefið og varla öðrum en jþeim, sem eiga í sér mikið list- ræní eðli. Ég hygg að þetta hafi ekki verið tillært hjá frú Elísa- þét, heldur hafi henni verið þetta í blóð borið, enda kemur þetta meira og minna fram hjá ýmsum ættmgjum hennar. Hún hafði og yndi af fögrum listum, einkum hljómlist svo og ijóðlist eins og þegar hefir verið drepið á. í þessum anda ól hún börn sín upp, cnda bera þau merki fágaðrar nienningar og göfgi . . Einin er sá þáttur í ævi og starfi frú EEsafoetar, siem er ekki sízt ástæða til að minnast á, en það er hlutverk hennar sem eiginkonu séma Árna Þórarinssonar, þessa stórgáfaða, skapheita og tilfinn- i.ngarítka manns. Mér liefir oft orðið hugsð til þess, hvernig ævi hans mundi hafa orðið, ef hanii hefið ekki átt slíka og einmitt þessa konu. Það er víst að hún var honum ómetanlegur lífsförunautur og skal það ekki útlistað nánar. Þau 'hjónin voru að ýnisu ólík að gerð, en það varð þannig í reynd, að þau stækkuöu hvort annað. Hin gagnkvæmu áhrif ólíkra eignleika þeirra, höfðu þroskandi og eflandi áhi’if á persónuleika þeirra og mun sLíkt sjaldgæft þegar ólíkar persónur, lifa saman í hjónabandi. Eg hafði mikil persónuleg kynni af frú Elísahet og manni hennar og voru þau kynni mikill þáttur í lifi mínu og á ég þar mikið að þakka og margar dýrmætar og ó- gleymanlegar minningar og svo er áreiðanlega um marga aðra. Við- kynning við siíkt fólk hlýtur að auðga líf hvers manns og gefa því fralcará gildi. Ég sá frúna í fyrsta sinni, er ég þá ungur drengur flutt ist ásamt foreldrum^ mínum í prestakall séra Árna. Á leiðinni til sinna heimkymna, er staldrað var við á bæ noklcrum, sá ég að ókunn kona kom og gekk á tal við föður wfjin, sem var staddur þar úti við Mér varð stai-sýnt á þessa konu, svo fögur og höfðingleg fannst mér hún vera og mér er fátt jafn minnisstætt frá æskuárumnum Bezt er ai auglýsa í TÍMANUM Auglýsingasími TÍMANS er 19523 sem sú sýn. En þessi kona reyndist vera prestfrúin Elisahet, sem þá var 35 ára að aldri. Og þetta var ekki aðeins barnsleg hrifning mín, því mér er kunnugt um, að margir bæði fjær og nær, sem sáu frúna á þessum árum, rómuðu hana mjög fyrir glæsilegt útlit og fram komu. En um þetta er ekki ástæða til að fjölyrða. Meira virði voru hinir óvanalega miklu mannkostir hennar, sem ég kynntist vel síöar, einkum þó eftir að við höíðum bæði flutzit til Reykjavíkur og óg var stundum nær daglegur gestur á heimili hennar. En þar var gott að vera. Þar var stormahlé og mikite að njóta andtega auk frá- bærrar risnu. Hún virtist geta skilið allt og fyrirgefið allt. Hún virtist því vera persónugervingur kærleikans eins og Páll postul- lýsir honum í I. Korinthubréfi, 13. kapitula. Að eiga vináttu hennar var ómetanlegt. Vera má að einhverjum finnist sterkt til orða í aimmælum mínum um frú Elísaíbet. En ég hygg að engum, sem kynntist henni til ihlítar líti svo á. En ef til vill vom ekki ýkja margir, sem þekktu hana •tíl fulls eða gerðu sér fulla grein fyrir hennar miklu mannkostum og atgerfi. Það er svo oft, að fólk kynnir sér aldrei til fulls, það sem næst því er, en hyggur að hið bezta sé að finina í fjarlægð og ganga svo ævibrautina, án þess að gefa gaum að þ\í, sem við götu þess er, hversu fagurt og gott, sem það kann að vera. Nú þegar hún er horfin sjónum vorum þessi ágæta kona er allt miklu tómlegra eftir og mikill er söknuður vina hennar og vanda- manna. En bjart yfir minningu hennar, minningu sem getur orðið oSs leiðarljós og gleðja má það oss að vita, að andi hennar var vel hú- inn undir flugtakið mikla. Jón Hallvarðsson. Baðstofan 1.VAV.V.V.WAV.%V.V.VV.W<".V.V.V.W.,.V,VAV.,.V Innilegar þakkir til allra er glöddu mig á marg- víslegan hátt á 80 ára afmæli mínu Bið ég guð að launa ykkur öllum. Jensína Snorradóttir, Tannastöðum. (Framhald af 6. síðu). aði í, því þar er mikill skógur, lyng og annar gróður til elds- neytis. — ÉG VIL taka það fram að ég tel alveg víst að þetta fólk og aðrir ferðamannahópar viiji ekki valda skemmdum þar sem það fer um. — Þetta er alveg óviljaverk, sem verður af ofurlitlu gále.vsi. — Mig langar til að koma þeirri til- lögu á framfæri, sem er um leið ósk mín og beiðni til fólks, sem kemur að skoða hina merkilegu hella í Gullborgarhrauni, að það hvorki revki eða hafi neins konar eld meðferðis frá því það fer frá bílum sínum á göngu út í hraun- ið og þar til það kemur í bílana aftur. Ég vona að það sakaöi eng- an þó hann léti reykingar niður fali'a þessa til þessa, tiltölulega stuttu stund, sem verið er að fara út í hraunið og skoða iiell- ana. — SÖMU ÓSK vil ég fram bera til ailra þeirra, sem ganga. á Eldborg. En þangað vil ég einnig benda fólki á að gaman er að koma, því Eld- borg er í senn fagurt náttúru- smið og sögulega merk, þar sem Beztu þakkir og kveðjur til ættingja og vina, sem giöddu mig á ýmsan hátt, og sýndu mér hiýhug á \ níræðisafmæli mínu 12. þ.m. I; Sigurlaug Guðmundsdótfir, ■; frá Ási. ■! Hugheilar þakkh’ mínar vil ég færa öllum vinum og vandamönnum, fvrir allar þær míkiu gjafir og kveðiur og heimsóknir, sem gerðu mér fimmtugsára afmæiisdaginn, 3. júní, ógleymanlegan I ifið heil, guð taiessi ykkur öll. María Tómasdóttir, Borgarnesi. getið er um myndun hennar í Landnámu og tengd við sögu Sel- Þóris landnámsmannsins á Ytri- Rauðamel. — Ég vona að ferðafólk bregðist vel við ósk minni og beiðni, minnugt þess að „eldurinn er þarfur þjónn, en hættulegur herra.“ — Wffœ . ■ I kvöld kl. 8,30 hefst fyrsti leikur ÍSLANDSMÓTSINS á Melavellintim ■— há leika Akranes — Hafnarf jörður Dómari: Melgi Helgason. — Lmuver'ðir Páll Pétursson og Gunnar Aðalsteinsson Spennandi leikur — aiiir út á vöiES M0TANEFHDÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.