Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 6
T 6 TÍMINN, laugardaginn 19. juú 1958. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINB Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargöt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Ungverjaland og Þjóðviljinn MEÐAN mest var rætt um dómsmorðin í Ungverjalandi á Imre Nagy og. félögum hans, var Þjóðviljin frem- ur hljóður um það mál og lét hálft í hvoru í lj ós andúð sína á þessu framferði Rússa. Eftir herflutninga Bandaríkjamanna og Breta til Uíhanons og Jórdaníu hef- ir hann hinsvegar eins og vaknað til nýs lífs og reynir að leggja að jö'fnu þá at- burði og dómsmorðin í Ung- verjalandi. Með þessu móti hyggst hann bersýnilega að rétta hlut þeirra, sem frömdu dómsmorðin. , AÐ sjálfsögðu má um það deila, hvort rétt hafi verið af Bandaríkjamönnum og Bretum að verða við óskum ríkisstjórna Líbanons og Jórdaníu og senda hersveitir til þessara landa. Um þetta hefir t. d. verið deilt allhart í brezka þinginu. í þessu sam bandi ber þó að taka megin tillit til þess, að bæði ríkis- stjórn Bandaríkj anna og Bretlands hafa lýst þessum herflutningum sem hrein- um bráðabirgðaráðstöfunum og að þær séu reiðubúnar til að draga hersveitir sínar frá umræddum löndum strax og Öryggisráð S. Þ. sé viöbúið að taka við nauðsynlegri gæzlu þar. Af þessum ástæö- um ber að v&enta þess, að her seta þeirra í umræddum lönd um verði ekki nema til bráðabirgða. Því fer hins vegar fjarri að Sovétríkin hafi gefið nokkra slíka yfirlýsingu varð andi Ungverjaland. Siðferði leg afstaða Sovétríkjanna í þessu máli væri nú önnur og betri, ef þau hefðu boðist til að láta gæzlulið frá S. Þ. leysa af hólmi hersveitir sínar í Ungverjalandi. í stað þess að fara þá leið, hafa Rússar mótmælt öllum af- skiptum S.Þ. af málum Ung verjalands. eftir að lögleg stjórn lands- ins hafði óskað eftir því, að þeir flyttu her sinn í burtu, og þessar hernaðar- aðgerðir þeirra beindust að því að steypa hinni löglegu stjórn úr stóli og koma fót- um undir leppstjórn þeirra í staðinn. Þennan meginmun hljóta menn að viöurkenna, þótt þeir kunni hins vegar aö draga í efa, að Bandaríkja- menn og Bretar hafi farið skynsamlega að með afskipt umsínum í Líbanon og Jórd- aníu. RÉTTARMORÐIN á Imre Nagy og félögum hans, er svo alveg sérstakur kapituli út af fyrir sig. Þessum mönnum hafði verið heitið fullum giriöum. Með slíku fyrirheiti höfðu þeir verið lokkaðir til að yfirgefa er- lendan sendherrabústað, þar sem þeir nutu fullrar vernd ar. Þetta loforð var svo strax svikið, og þeir hneppt- ir í fangelsi og að lokum dæmdir til dauöa af leyni- legum dómstóli. Með þessu framferði öllu, hefir verið unninn einn ljótasti verkn aður sögunnar, enda hefir hið merka vinstri blað „New Statesman“ likt því við griðrofin, sem Johann Huss var beittur á sinni tíð. VIÐ því er ekkert að segja, þótt Þjóðviljinn deili á hern aðarlega íhlutun Bandaríkj- anna og Breta í Líbanon og Jórdaníu. Um það atriði get- ur vel ríkt meiningarmunur. Hitt er hins vegar fjarri öllu lagi að ætla að jafna þeim aðgerðum við aðfarir rauða hersins í Ungverjalandi og réttarmorðin á Imre Nagy og félögum hans og reyna þannig að bæta málstað kommúnista með því, að aðrir séu eins bölvaðir og þeir. Slíkur samanburður missir alveg marks. Hann sannar svart á hvítu, að framand|i og annarleg öfll ráða enn mestu við rit- stjórn Þjóðviljans. Og ef til vill er þetta ein skýring in á því, hversvegna Þjóð- viljinn gerir hlut Einars Olgeirssonar nú miklu meiri en allra hinna sjö þing- manna Alþýðubandalags- ins. EINS og áður er getið, flytja Bandaríkjamenn og Bretar herlið sitt til Líbanons og Jórdaniu sam- kvæmt beiðni viðkomandi löglegra ríkisstjórna og myndu vafalaust hörfa með það burtu jafnskjótt og þær óskuðu þess. Rússar hófu hins vegar aðalhernaðarað- gerðir sínar í Ungverjalandi Varnir Islands og Mbl í FORUSTUGREIN Tím- ans var nýlega komist svo að að orði, að íslendingum myndi þykja vernd sú, er varnarliðið veitti, heldur lít ils virði, ef það héldi að sér höndum á sama tíma og er- lend herskip héldu uppi hernaðaraðgerðum gegn ís- lendingum innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi. Ummæli þessi voru látin falla í tilefni af þeim hótun um Sir Farndale Pillips, að Bretar myndu hafa herskip innan hinnar nýju fiskviði- landhelgi íslands til „vernd ar“ togurum sínum. Mbl. gerir þessi ummæli Tímans að nokkru umtals- efni í gær, en af þeim skrif- um þess veröur það þó ekki ráðið, hver afstaða þess raun verulega sé. í tilefni af því þykir Tímanum rétt að beina eftirfarandi spurn- ingu til ritstjóra Morgun- blaðsins: Bru þ/irir ekkf( sammlála Tímanum um það, „að hætt sé við aö íslendingum myndi þykja sú vernd lítilvirði, ef Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Verða styrjaldir framvegis fyrst og fremst háðar í mynd skæruhemaðar? Walter Lippmann ræSir í þessari grein um banda- ríska íanga í ýmsum löndum og hvaÖ íangavist þeirra tákni. Undanfarið hefur um 60 Bandaríkjamönnum verið haldið föngnum í fjórum ríkjum, og þetta varð til þess, að mishljóms gætti í hátíðahöldunum 4. júlí. Fangarnir eru skýr vísbend- ing þess að völd og virðing Bandaríkjanna eru ekki lengur hin sömu og þau áður fyrr. Það hefði vafdið þrumandi mótmælum, hefði Bandaríkjamönnum þá ver- ið haldið föngnum á friðar- tímum. Eins og stendur látum við okk- ' ur nægja að lýsa því hástöfum yf- ir að við munum ekki greiða lausnargjald fvrir þá, — en hitt er ‘jafn ljóst þólt lægra fari að við munum ekki þvinga fram lausn þeirra úr haldi. I í öllum þessum stöðum er Bandaríkjamönnum haldið til þess að þvinga Bandaríkin til undan- látssemi á stjórnmálasviðinu. Níu mönnum er haldið föngnum 'í Aust m ~ V' WALTER LIPPMANN liðaútgáfa á refsiaðgerðum fyrri tíma, eins og skopstæling á því er herskip stórveldis skutu í rústir einhverja horg í þrjózkufullu smá- ríki. Skæruliðar gegn stórveldi. ir ekki aðeins orðið ein bylting í hernaði heldur tvær. Hin fyrri sém liggur í augurn uppi er hin gífur- lega aukning er orðið hefir á liern aðarmætti stórveldanna. Hin bvlt- ingin er á því sviði cr nefna mætti hernaðartækni smáþjóðanna. Hún gelur birzt í aðgerðarlausri mót- stöðu, eins og tíðkaðist undir leið- sögu Gandhis, eða þá í vopnaðri eins og í Alsír og á Kúba. Styrjaldir í framtíðnnL Mikið hefir verið rætt um hin ógnvekjandi vetnisvopn annars vegar og hefðbundin vopn hins vegar, vopn sem ekki eru kjarn- orkuvopn en segja mætti a'ð sniðin væru fyrir nýja Kóreustyrjöid. En til er meiri spurning en hvort auk vetnisvopnanna skuli einnig haldið uppi miklum „hefðbundnum" her- styrk. Spurningin er hversu snúast skuli við skæruhernaði. Bersýnilegt virðist að meðan helzt jafnt byltingakennt ástand í iheiminum og er nú á dögum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku dragi ekki til beinna styrjalda held ur verði þær fremur í mynd skæru» hernaðar, — slíkrar styrjaldar, er gefur skæruliðaforingjum, eins og t. d. Castro, fært að ögra valdi, og virðingu stói-veldis eins og Banda ríkjanna. ur-Þýzkalandi, áhöfn helikopters sem þangað hraktist, og nú æskja Sovétríkin og austur-þýzka stjórn- in þess að við viðurkennum samn- ingamenn okkar um þetla mál fomlega stjórnarerindreka. Þótt þetta só einungis formsatriði, og hafi alls ekki í för með sér að raunverulegt stjórnmálasamband sé upp tekið, er látið sem fornrið á trúnaðarbréfum fulltrúa okkar skipti meginináli. Kommúnistar leggja mikia áherzlu á formsatriði, og við, eða kannski dr. Adenauer, erum undir nákvæmlega sömu sök seldir. Á meðan þessu fer fram, er mön.ninum lialdið föngnnm, en ríkisstjórnir fjögurra ríkja, Sovét- rikjanna, VesturfÞýzkalands, Aust- ur-Þýzkalands og Bandaríkjanna þrátta uní hvað „viðurkenning" sé. Fjórir hópar fanga. Annar hópur fanga var áhöfn flutningaflugvélar úr lofthernum, níu manns, er villtist inn í Sovét'- ríkin. Tilgangurinn með því að haida þeim virðist vera sá, að fá Bandaríkjamenn til þess að viður- kenna að flugvélar þeirra hefðu fyrir fastan sið að fljúga inn í lofthelgi Sovétriíkjanna. Slík viður- | kenning verður að sjálfsögðu aldr- ei gefin, og nú hafa men.iirnir ver- ið látnir lausir, sovétstjórnin hefir sennilega verið orðin leið á að hýsa þá. Fjórir Bandaríkjamcnn eru fangar í Kína og hafa verið þar lengi. Þeir cru peð í þeim samn- ingaumleitunum er stóðu í Genf milli amerisks ambassadors og kínverks þar til þeim var slitið. Þessar samningaumleitanir er hægt að taka upp á nýjan leik. En enginn virðist vita hvert er Ihið raunverulega lausnargjald þess ara bandarísku farfga. Væntanlega er það hátt, enda er sagt að Banda ríkjamennirnir hafi verið dæmdir fyrir afbrot að kínverskum lögum. Að lokum eru fjörutíu menn, þar á meðal þrúr Kanadamenn, er voru teknir höndum á Ausiur- Kúba af uppreisnarmönnum undir forystu eins Castro bræðranna. Lausnargjald þeirra átti að verða að bundinn yrði endir á þá hernað araðstoð sem uppreisnarmenn álíta að Bandaríkjamenn veiti sljórn Batista. Þetta brottnám er skæru- varnarliöiö héldi að sér hönd unum á sama tíma og erlend herskip héldu uppi hernaðar aögerðum gegn íslendingum innan íslenzkrar fiskveiöi- landhelgi"? Brottnámið á Kúba er að mörgu leyti mikilvægasta málið vegna þess að það varpar nokkru ljósi á aðstæður og takmarkanir hervelda nú á tímum. Hér ræðir um lítir.n her skæruliða cr heldur sig í fjöll unum á austurhluta Kúba. Hé,- eru engin landamæri sameiginleg kommúnistaríki, heldur liggur eyj- an á hafi þar sem bandaríski flot- inn hefir öll völd. Þess utan hafa Bandaríkin lengi átt herstöð ör- skammt frá yfirráðasvæði upp- reisnarmanna. Engu að síður voga uppreisnarmenn sér að taka hönd um meira en fjörutíu Bandaríkja- menn, þar á meðal hennenn, halda þeim föngnum og krafjast lausnar gjalds fyrir þá. Og hér stöndum við með kjarn- orkuvopn, flugher, flota og land- her, — og getum ekki einu sinni beitt okkur á Kúba, ekki einu sinni í innri hluta áhrifasvæðis okkar. Hvað táknar þetta? Það táknar, virðist mér, að á okkar dögum hef Vill Adenauer miðla málum? NTB-Bcmn, 17. júlí. — Frétta- stofan DPA tilkynnir eftir góðum heimildum í Bonn, að Konrad Ad enauer forsætisráðherra Vestur- Þjóðverja, sé fús til að taka að sér málamiðlun í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins. Sé hann til reiðu að ganga til þessa starfa, ei einhver deiluaðilinn óski þess. Á þessii stigi málsins kjósa Þjóð verjar að taka nokkuð hlutlausa af stöðu, á sama hátt og þeir gerðu í Súezdeilunni, segir í fréttinni. Vestur-þýzka stjörnin telji, að reyna beri að leysa deiluna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Frétt þessi var síðar borin til baka, Ad- enauer hefði ekki málamiðlun í huga. WÐsromM Oft hefir verið fundið að rekstri Strætisvagna Reykjavikur í smá- lestursdálkum blaðanna. Gagn- rýni hefir verið hörð, og sumt í henni rétt, annað rangt, eins og gengur. Eitt af því, sem mikið hefir verið skrifað um er, að endastöð vagnanna á Lækjartorgi komi ringulreið á umferðina í miðbænum, og er mikið til í þvi. í því sambandi hafa margir mætir menn bent á, að ekki sé rétt að hafa ákveðna endastöð í miðbæn- um, heldur ættu vagnarnir að ganga stöðugt milli úthverfanna, með viðkomu í miðbænum, sem annars staðar á ieiðinni. SUkt er yfirleitt viðhaft í stórborgum er- lendis, og að þvi hiýtur einnig að koma hér. Um næstu helgi verða nokkrar breytingar hvað endastöð sumra leiða snertir. Strættsvagnarnir hafa fengið nýtt afgreiðslu- og at- hafnasvæði við Kalkofnsveg norð- an biireiðastöðvarinnar Hreyfils og léttir þetta svæði mjög á Lækj artorgi, sem var orðið algerlega oflilaðið, þó svo nokkrir vagnar hafi verið nýlega færðir yfir í Lækjargötu t. d. Haga — og Skerjafjarðarleiðirnar. Allir vagnar á hraðferðaleiðum flytj- ast yfir á þetta nýja svæði við i Kalköfnsveg, það er að segja ' hraðferðirnar: Kleppur, Vogar Vesturbær—Austurbær og Aust- urbær—Vesturbær og Bústaða- liverfi. Einnig flytzt Lögbergs- vagninn þangað. Þessar breytingar hjá Strætisvögn- unum verða áreiðanlega til bóta og munu bæta umferðina í mið- bænum mikið til hins betra. Því ber að fagna. Fólki, sem notar þá vagna, sem rni hætta viðdvöl á Lækjartorgi, er hér með bent á þessar breytingar, svo það í fram tíðinni standi ekki á Liækjartorgi og bíði eftir hraðferðarvögnunuin án árangurs. í tilefni af ummælum í baðstofunni í gær um stúdentaskákmótið og iélegan fréítaflutning frá því, hringdi Afagmís Þórðarson, sem á sæti í Stúdéiltaráði, til blaðsins, og skýrði frá því, að stúdentaráði hefði í gær borizt skeyti frá xsl. sveitinni, þar sem skýrt var frá, að eitt fréttabréf frá mótinu væri fyrir löngu sent áleiðis heim, og annað nú alveg nýlega. í skeytinu var einnig tekið fram, að nokkrir erfiðleikar væru með skoylasend- ingar frá mótinu þar sem útilok- að er að senda s'keyti heim á kvöldin að umferðrun loknum. Má af þessu sjá, eins og kom fram í baðstofunni í gær, að or- sök lélegs fréttaflutnings frá mót- inu er erlendum aðilum að kenna og eiga &káfcmennirnir sjálfir þar enga sök ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.