Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 7
7 T í Hí ÍN N, laugardaginn 19. júlí 1958. Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar: Búskapurinn fyrr og nú — * framfarirnar í Arnessýslu Skeiðahreppur. Byggðum jörð-. um hefir fjölgað lir 35 í 43. Tvær! jarðir eru með minna tún en 5 ha. og er önnur nýhýli, sem er íj byggingu. Þrjátáu jarðir hafa stærri tún en 10 ha. og af fjórum þeirra fást yfir 1000 töðuhestar. Áveituland er á Skeiðum, og engja heyskapur er lþar nokkur enn, en hefir minnkað og var sórstakiega lítill 1955 vegna rigninganna. í Skeiðahreppnum hefir orðið mjög heilbrigð og skemmlileg þróun hvað stofnun nýbýla snertir og er ástæða til 'þess að benda á hana. | Blesastaðir höfðu 6 ha. tún 1932. Þá fengust 200 hestar af túninu. Síðan stæíkkaði túnið og þegar það var orðið nægilega stórt, var jörð- inni skipt. Blesastaðir I hafa nú 40,6 ha stórt tún og Blesastaðir II 29,0. Og nú er töðufallið 2160 hestar. Efri-Brúnavellir höfðu 3,4 ha. tún 1932. Túnið smá stækkaði, og jörðinni var skipt og nú er túnið á Brúnastöðum I 19 ha. en á Brúna- stöðum II 7,1. Sama varð með Hlemmiskeið I. Þar var 3,7 ha. tún en nú eru þau orðin tvö, 14,6 og 9,4 ha að stærð. Hlemmiskeið II •hefir líka orðið að tveim jörðum, þar var 5,6 ha. tún en á býlunum tveim, sem úr jörðinni hafa mynd- azt eru túnin á annarri 18 ha. en á hinni 9,1. Og svipað þessu hefir farið með fleiri jarðir eins og Kálf liaga, Löngumýri, Brúnastaði, Skeiðholt, Vorsabær og Reyki, en þar var 6,5 ha tún 1932 en nú er jörðinni skipti í þrjár jarðir, sem hafa 11,9, 18,5 og 10,0 ha tún. — Þetta er sú eðlilega og heilbrigða þróun í nýbýlamálinu, að fyrst stækki túnið, og að því vinni son- urinn eða synirnir, sem hugsa sér að búa áfram á nýju jörðinni cða jörðunum, og þegar séð er að töðu- fallið er orðið það mikið að fóðra megi á því bústofn, sem geíur þann arð að tvær fjölskyldur geti vel af íifað, þá er kominn tími til til að skipta, og byggja nýtt íbúð- arhús fyrir nýja bóndann á nýju jörðinni. Hitt er erfiðara, að byrja á því að byggja ibúðarhús, og flytja í það, og ætla sér síðan að hafa upp ræktunina, og bústofn- inn. Það hefir heppnazt sumum, en það standa lika auð og mann- laus nýbýli, sem þannig hefir verið slofnað til, þó ekki séu þau á Skeiðum. Meðaltúnið var 5,7 ha og gaf af sér 117 hesta 190. Þá var útney- skapurinn 522 hestar og allur hey- skapur 639. 1955 er túnið orðið 15.5 ha og taðan 611 hestar. Út- heyskapurinn er kominn niður í 41 hest og allur heyskapurinn 652 hestar eða lítið meiri én 1920 Bú- setta fólkið í sveitinni var 314, en er nú ekki néma 260, svo að afköst in eftir mann búsettan í sveiÞnni hafa aukizt úr 71 hesti í 108 hest'a. Búið var 1920 6,0 nautgripir, 97 sauðfé og 9,7 hross. 1955 nautgr. 14.5 sauðfé 70 og hross 7,1. 1958 kýr 12,1 geldiíeyti 5,2, sauðfé 109 og hross 8,0. Nautgripúm hefir fjölgað, og cr sýnileg'a enn að fjölga, það sýnir tala geldneytanna, sem eru á fóðri nú í vetur (1957-58). Fénu hefir fjölgað nú síðustu tvö árin, og er nú orðið fleira en 1920. Og hross- unum hefir .aftur fjölgað nú síð- ustu tvö árin og er það ömurlegt. Á Skeiðum er kúm gefinn mrkill matur. Hefir það verið hagkvæmt eins og verðlag á fóðurbæti og mjólk hefii- verið, en vel skildu menn þess- gæta, að það hlutfall getur breytzt, og ‘þess. þarf ætíð að gæta, ætli menn áð gefa fóðurbæti skepnum, hvert hlutfall er milli verðisins á honum og afurðanna, sem skepnan á áð byeyta honum í. Eg tel sterkar lí'kur fyrir því, að menn gleymi þéssxi ;t stundum og hafi því mirini ’hagnað — kannski tap af fóðurbæfrsg'föfihni. Skeiðamenn eiga áfrétt saman með Fióamönnum, og ér safn rek Páll Zóph ið til Skeiðarrétta. Hreppurinn er betur fallinn til nautgriparæktar en sauðfjár, en þó mjög sæmilega til sauðfjárræktar líka, sérstaklega jarðirnar kringum Vörðufell, og þær sem liggja að Merkurhrauni. Gnúpverjahreppur. Allar jarðir í hreppnum hafa stærra tún en 5 ha. og allar að einni undantek- inni stærri en 10 ha. Byggðum jörðum í hreppnum hefir fjölgað úr 32 í 41 eða um 9 og eru ný- býlin flest orðin til á santa hátt og á Skeiðum. Túnin liafa stækk- að fyrst og skapað möguleika til svo stórra búa að tvær fjölskyldur gætu á afurðunum lifað. og þá og þá fyrst, hefir nýja húsið komiö og jörðinni verið skipt. Hreppu'-inn hefir ágætis bithaga bæð' fyrir nautgripi og sauðfé, og á sæmi- legan a'frétt, með Þjórsá, inn frá byggðinni. Skilyrði til meiri rækt- unar og frekari stækkun búanna eru upp á það bezta, og nú þegar fást yfir 1000 hestar af töðu á meira en fjórðu hverri jörð í hreppnum. Á nokkrum jörðum í hreppnum virðist töðufallið ekki svara til túnstærðarinnar. Þar er eitíhvað að. Það er bændum nauðsyn að skipta túnum sínum í ákveðna hluta — teiga — fylgjast síðan ár- lega með hvað þeir fá af heyi af hverjum teig, og hvað þeir bera á hann, og munu þeir þá fljótt finna hváð að er og breyta til, svo að þeir fái fulla uppskeru af öllu túninu. 1920 var túnið talið 6.5 ha og þá fengust af því 168 hestar, en 265 voru heyjaðir á út.jörð svo að allur heyskapurinn á meðaljörð- inni var 433 hestar. Nú er meðal- túnið orðið 20,0 ha. og taðan ef því 714 hestar. Útheyskapur má heita hórfinn, aðeins 9 hestar á meðaljörðinni, og allur heyskapur því nú 723 móti 433 áö'ur. Hcita rná að jafnmargt fólk sé i hreppn um og var, eða 234, en var 238. Afköstin við heyskapinn miðað við hvern mann búsettan í hreppnum (börn og gamalmenni með) hefir því aukizt úr 58 hestum í 127 og er það með því allra mesta, bæði hvað aukninguna og afkösUn snert ir, og þó ekki sambærileg þar sem ekki er víst að sama hlutfall sé milli vinandi fólks og þess óvinnu- færa í hreppnum. Meðal búið 1920 var 4,8 nauígrip ir, 166 fjár og 8,2 hros's en 1955 var það 16,9, 107 og 6,0. Nautgripum hefir íjölgað, en 1955 eru bæði hross og sauðfé færra en 1920. Síðan hefir fénu fjölgað, og trúlega er það komið upp í sömu tölu og 1920, eða enn hærri. Annars hefir meðferð fjár- ins breytzt. Leggja nú margir aðal- áherzlu á að fá, sem mestan arð af hverri kind, hafa margt tví- lernbt og fá 20 og yfir 20 kg af dilkakjöti eftir hvcrja kind á fóðrí. Hrunamaimahreppur. Byggðum jörðum í hreppnum hefir fjölgað um 16. Ein jörð af þeim jörðum, sem sambærilegar eru við meðal, jarðir annarra hreppa hefir minna en 5 ha. tún. En auk bess eru 5 jarðir sem hafa aðaltekjur sínar af ylrækt og gróðurhúsarækt, og hefi ég þær ekki með í jarðatöl- unni, þegar ég reikna út meðal- jörð, sem á að vera sambærileg við meðal jarðir annarra hreppa. Aðr ar jarðir í hreppnurn sem að vísu hafa ylrækt og nokkrar tekjur af sölu garðávaxta fram yf:r það sem telja má vanalegt, tek ég í meðal- talið, af þvi að þær hafa jafnframt bú, sem fyllilega svara til búa ann- ars staðar hér og þar, þo þar sé ekki ylrækt, 53 jarðxr hafa yfir 10 ha. tún, og sautján fá yfir 1000 hesta af töðu. Hreppurinn hefir á- gæt skilyrði hæði til fjárbúskapar og kúabúa, beitiland er gott, af- rétt sæmileg og ræktunarskilyrði góð yfirleitt, Þess utan er jarðhiti víða og mikil ylrækt á nokkrum jörðum. Hér hefir átt sór stað hin sama þróun um stofnun nýbýla og á Skeiðum og í Gnúpverjahreppi. Á Flúðum, en þar er aðal jarðhita- svæðið í kring, er að myndast þorp. Þar er barnaskóli, og þar eru handverksmenn og ylræktar að setja sig niður, líkt og á Ár- bakka í Miðfirði, Varmahlíð í Skagafirði, Egilsstaðaþorpi í Suð- unnúlasýslu og víðar. Meðaltúnið var 5,1 ha og feng- ust af því 168 hestar en 361 var heyjaður á engjum, svo allur hey- skapur varð 529 hestar. Nú hefir túnið stækkað og er 1955 orðið 16.7 ha. og gefur af sér 739 hesta. Útheysslægjurnar eru sama og horfnar, eða 16 h. á meðaljörðinni. Heyskapurinn hefir aukizt um 226 hesta. Fólkið sem í hreppnum býr má heita jafnmai'gt og það var 1920, en nú vinnur það ekki allt að heyskapnum, og' verða þvi ekki gerður samanburður á afköslun- um. Meðalbú hefir vérið 1920 5,7 nautgripir, 15 fjár og 10,9 hross. 1955 14,2, 84 og 7,1. 1958 12,5 mjólkurkýr 4,4 geldneyti 141 fjár og 8,0 hross. Af þessu sést breyting meðal- búsins, og þarfnast hún engrar út skýringar við. Hreppabændurnir — en svo eru kallaðir bændur úr bæði Hruna- og Gnúpverjahreppi, eiga tiltölu- lega arðsamari skepnur en víðast annars staðar. Þeir hafa t. d. stöð- ugt feitari mjólk til ianleggs í Flóabúið en aðrir hreppar, og það eru kynbótagripir frá þeim, sem hafa, og eru að hækka, fitumagn nrjólkurinnar um svo að segja allt Iand. Þeir leggja líka mesta mjólk i Flóabúið eftir hverja mjólkandi kú í hreppnum, og þeir hafa haft mikið dilkakjöt eftir hverja fóðr- aða kind. í Hrunamannahreppnum var fyrsta rjómabúið stofnað, og þar var líka eitt af fyrstu naut- griparæktarfélögunum stofnað og hefir síðan stai'fað með prýði. Það er sjálfsagt nokkuð erfitt að segja hvar vaxtarbroddur bú- 1 skaparins er á hverjum tíma. — Hann var í Dalasýslu um alda- mótin, og allt fram um 1920. Síð- an færðist hann í Eyjafjörð, og má telja það fyrir áhrif frá Kækt- unarfélagi Norðui'lands, en nú hygg ég að það verði að telja hann i Hreppunum efst í Áx-nessýslu. Þar eru túnin orðin stærst, hey- skapurinn hvað mestur, búið hvað stærst og arðmest, og hafd þó þar fyrir utan mörg bú tekjur af garð mat ræktuðum við ylrækt og fleira svo sem veiði í ám. En sérstaklega eru það skepnurnar í Hreppunum sem gefa þeim fyrsta sætið, því þær eru sem stcndur þær aðsöm- ustu í landinu. Biskupstungnahreppur. Byggð- um jörðum hefir fjölgað um sjö. Jarðhiti er á nokkrum jörðum í hreppnum, og hafa 9 jarðir aðal- tekjur sínar af ylrækt bæði úti og undir þaki. Þær jarðir eru taldar með byggðu jörðunum, en annars ekki teknar með þegar athugað er hvernig meðaljörð í hreppnum er samanborið við meðii:;arðir anri- arra hreppa. Þá er aðeins athuguð 62 jarðir, þó 71 sé talin í hreppn- um alls. Fyrir utn jarðhitajai'ð- irnar sem ekki eru hafðar með í meðaltalinu, eru tvær jarðir með minna tún en 5 ha, og eru þær báðar nýbýli sem eru í sköpun. Fjörutíu og fjórar jarðir hafa stæri'i tún en 10 ha. en engin þeii-ra hefir yfir 1000 hesta töðu- fall. Sveitin er víðlend, og fáir hrepp ar sem ná yfir stærra landflæmi. Þó býlin séu mörg, er sveitin strjál byggð, og sundur skorin af mörg- Um stórám, sem nú eru að vísa flestar brúaðar, eða verið að bi’úa, en hafa staðið félagssamtökum fyr- ir þrifum eða að minnsta kosti gert öll samtök bændanna erfið- ari og fyrirhafnarsamari en í öðr- um hreppum sýslunnar. Jai’ðir hreppsins eru betur fallnar til sauðfjárbúskapar en nautgripa. Sauðland er mjög gott heima um sig, og Tungnamen eiga afrétt inn- an við Hvítá, og liggur hann upp að afrétt Svíndælinga eða að Auð- kúluheiðaafrétti. Meðan sauðaeign var, var algengt að sauðir úr Bisk- upstungum voru rúnir norður í Svínadal og Lýtingsstaðahreppi og öfugt. Nú er girðing og varðmenn á Kili, svo fjái’samgöngur milli Norður- og Suðurlands eiga sér ekki stað. Ræktunarskilyi’ði eru góð í hreppnum, því að þótt víð- ast þurfi að ræsa fram mýrar, þá er á þeim góður halli hvað ekki er t. d. í Flóanum víða. Nokkrar góð ar engjajarðir eru í lireppnum, er lengi munu verða slegnar. Jarðhiti er víða í hreppnum, og hefir mynd azt þorp við jarðhitasvæði Stóra- fljóts sem kallast Reykholtsjarð- svæði, eftir barnaskólanum sem kallaður er Reykholt. Þetta þorp er eins og Flúðir í vexti, og mest af gróðurhúsa og ylræktarmönn- um, minna af handverksmönnum. Meðaltún í hi-eppnum var 4,1 ha. 1920 og fékkst þá af því 117 hestar. Þá var útheyskapur á með- aljörðinni 268 hestar og allur hey skapur því 385 hestar. Nú er meðal túnið orðið 13,9 ha og töðufallið af því 517 hestar, og enn er hey- skapurinn á engjunum 76 hestar svo að nú er allur heyskapurinn á meðaljörðinni 593 eða 208 hest um meiri en hann var fyrir aidar- (Framhald á 8. síðu) Á víðavangi Fjárfesting landbúnaðarins Blaðig „Austri“ ræðir nýlega um fjárfestingu landbúnaðarhis í tilefni af því, að kommúnist- ar undir forustu Einars Olgeis s sonar liafa haldið því fram, að hún sé óhóflega mikil. í tilefni af því segir Austri m. a.: „Hér er ekki unnt að rekja þróunarferil landbúnaffarins und angengna áratugi. Aðeis drepið á, að vegur hans var minnstur á árunum eftir síðustu styrjöid, er gullæði stríðsgróðans greip menn, og dró fólk í stríðum straumum til þeirra staffa, er auðurinn virtist fljótteknastur. Á þeim árum var fullkomin kyrr staða í landbúnaðinum óg í sum- um fjórðungunum, er fjarst lágu miðstöðvum atvinnulífsins, var um hreina hniignun að ræða. Um 1950 urðu þáttaskil a'ff nýju. Mönnum varð l jóst, að hinir nýju atviunuvegir, sem skapazt höfðu við óeðlilegar aðstæður á styrj- aldarárunum gátu ekki komið i stað hinna gömlu rótgrónu at- vinnuvega, flótti fólks úr sveit um og minni kauptftöffum myndi hindra nýtingu auðlinda landsins og skapa illleysanleg vandamál í efnahaigs og atvinnu- lífi lndsbúa. Virtist Iiggja opið fyrir, að mótleikurinn væri sá einn, að ríkisvaldið gripi í tauiu ana, veitti fjármagni til upp- byggingar atvinnulífsins út ura land í sveit og við sjó og freist- aði að styrkja menn til upp- byggingar atvinnulífs, er gæfi í- búunum sómasamleg lífskjör og efldi um leið atvinnulíf þjóð arinnar í heild.“ Mikill árangur. Austri víkur síðan að þeim áratígri, sem fjárfesting land- búnaðarins hefir borið og segir síðan: „Þessi endurreisn er víðsfjarn því lokið, og verður vitanlega aldrei, en þó má sjá hvort rélt var stefnt í upphafi cig af árangr inum dæma, hvort rétt sé, að lialda áfram á sömu brut. Nú er talið að um 13% af þjóð iuni starfi í landbúnaðinum. Að verðmæti er ársframleiðsla hans talin nema 7—800 milljónum kr„ gjaldeyrisiþörf lian^ er hverf- andi borið saman við framleiðslu magn. Er nú svo komið, að út fluttar landbúnaðarafurðii nægja til greiðslu á innflu'ttum rekstrarvörum hans. Jafnhliða þcssu hefir framleiðsluaukning landbúnaðarins verið gífurlega mikil þessi fimm ár eða frá 50 til 100% í flestum greinum. Það þarf engan að undra, þótt nokk urt fjármagn þurfi til slíkrar upp byggingar, en nokur liuggun ætti það að- vera eftirteljendum þess, að hér er ekki um dauða fjár- festiugu að ræða, heldur mun fé það- er varið er til ræktunar, bú stofnsaukningar og vélvæðingar, skila sér aftur í aukinni fram leiðslu, og er að þessu leyti ólík miklum hluta fjárfestingaifinn innar á suð-vesturhorni landsins. Hversvegna ráSast þeir gegn landbúnaðinum einum? Þá segir Austri: „Talið er, að fjárfesting þjóð- arinnar s. 1. ár liafi nuiiiið um % af heildai’þjóðartekjiinuni. Af heildarfjárfestingainni, sein tal in var sl. ár um 1450 milljónir, varð fjárfesting landbúnaðarins liðlega 200 millj.óir eða um einn sjötti af allri fjárfestingunni, en lilutur hans í þjóffartekjunum liefir að líkindum numið um einn fimmta Iiluta. Fjárfesting land búnaðarins nam s.l. ár um einum fjórða af verðmæti ársfram- Ieiðslu hans. Sést á pessu, að lilutur landbúnaffarins i þessum efnum er sízt verri en .innarra stétta, nema síður sc og væri leikur eiwn að benda .ðra að- ila, sem djarftækari haia verið um fjárfestinguna og' íi nma skil að þjóðarbúinu.“ Að lokum víkur Ausfii'i að þeirri afsökun konunúiiista aff (Framhald á G. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.