Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1958, Blaðsíða 9
T í M I N N, laugardaginn 19. júlí 1958. 9 sex grunaðir saga eftir agathe christie sem hef gaman af að sko'ð'a fætur á kvenfólki. Þetta var fallega íagaður fótur og hún var í dýrum sokkum, en mér geðjaðist ekki. aö skónum. Þeir voru nýjir gljáandi leð- urskór meö skrautlegri spennu. En ekki smekklegir. Og meðan ég var aö virða þetta fyrir mér, kom konan sjálf í ljós — og þvílík von- brigði — miöaldra kona, ó- smekklega klædd og laus við' alla töfra. — Ungfrú Sainsbury Seale? — Einmitt. Þegar hún gekk inn festi hún skóinn og spenn an hrökk af. Eg tók hana upp og rétti henni hana. Þaö er allt. Siðar þennan sama dag, fór ég me'ð Japp lögregluforingja til að yfirheyra kohuna. Eg sá að hún hafði ekki fest spennijna á skóinn. Sama kvöld labbar ungfrú Sains- bury Seale út úr hótelinu og hverfur. Við skulura segja aö þar endi fyrsti þáttur. Annar þáttur hefst þegar Japp lög- reglufoiring'i kállar m.ig til King Leopold Mansions. í ibúð inni var málmkista og í henni lá lík. Eg fór inn i herbergiö og gekk aö kistunni — og það fyrsta sem ég sá, var þvæld ur skór meö skrautlegri spennu. — Og hvað? — Þér skiljiö’ mig ekki. Skór inn var þvældur og augsýni- lega mikiö notaöur. En, ung- frú Sainsbury Seale hafði komið til King I,eopold Mans ions að kvöldi sa.ma dags —- dagsins þegar Mcripy var myrtur. Um morguniun voru skórnir nýir og glansandi — um kvöidið, gamiir og notaðir Maður þvælir ékki |;cm út á einum degi, M. Blunt? Alistair Blunc sagöi áhuga- laus; — Hún getur hafa átt tvö pör? — Aö vísu, eu þaö var samt ekki svolciöis, Því aö Japp og ég förum ’á hóteiið þar sem hún b.jó ög rannsök uðum þá allt er hún átti. Og þar voru engir slíkir skór. Hún gæti hafá átt eitt par af gömlum skóm, réit er það. Hún gæti hafa skipt um skó eftir þreytandi dag. En svo hefði verið hefðu hi.nir átt, að vera í herberginr. hennar. Skrýtið, finnst yður ekki? Blunt brosti ofurlitið. Hann sagði: — Eg sé ekki, hvaða þýö- ingu það getur haft. — Nei, það er ekki mikil- vægt. En manni gremst alltaf ef maður rekst á eitthvaö sem ekki er hægt aö finna skýr- ingu á. Eg stóö hjá kistunni og horfði á skóinn. — spenn an hafði veriö fest á í höndun um alveg nýlega. Eg játa aö andartak efaöist ég um sjálf an mig. Eg sagði við sjálfan niig, Hercule Poirot, þú hefir séö allt í öðru ljósi í morgun, þú horfðir á veröldina gegnum ljósrauð gleraugu. Jafrovel gömlu skórnir virtust þér nýj ir. — Ef til vill er það rétt skýring. — Nei, svo var ekki. Sjón in bregst mér elcki. Svo ég haldi áfram frásögninni þá at hugaði ég líkiö og mér geöj aðist ekki aö því, sem ég sá. Þvi hafði andlitið’ verið lam ið í klessu og gért alveg ó- þekkjanlegt? Alistair Blunt sagði óþolin móður; ■— Verðum við aö rifja það allt upp aftur? Við vitum — Hercule Poirot sagði viröu lega en ákveðiö; — Það er nauðsynlegt. Eg verð’ að leiða yður þiep af þrepi, sömu þrep og að síð’ ustu leiddu mig aö lausn gát unnar. Eg sagði viö sjálfan mig: Eitthvaö er bogið við' þetta. Hér dáin kona í fötum ungfrú Sainsbury Saele (nema ef til vill skönum?) og hjá líkinu er taska ung- frú Seale — en hvers vegna var andlitiö gert óþekkjan- legt? Er þaö ef til vili vegna þess að konan er ekki ungfrú Sainsbury Seale? Og ég fór að leggja saman þaö sem ég haföi heyrt um útlit hinnar konunnar — konunnar, sem átti íbúðirnar. Og ég spuröi sjálfan mig: getur það ekki verið hún, sem liggur hér lát in? Þvínæst fer óg og lít á svefnherbergi hennar. Eg reyni að ímynda mér hvers konar kona hún sé. Hún er greind, vel klædd, notar mik inn andlitsfaröa og varalit. En í ýmsu eru þær svipaöár. Hár, vaxtarlag og aldur . . . En einn munur. Eg vissi að ungfrú Sainsbury Seaie notaöi númer 38 af sltóm. Því aug- ljóst aö frú Chapmann haíöi hafði mihni fót en ungfrú Seale. Eg fór aftur aö líkinu. Ef hugmynd mín væri rétt og þetta væri í rauniuni frú Chapmann, íklædd fötum ung frú Salae, hlytu skórnir aö vera of stórir. En svo vav ekki. Þeir voru meira aö segja í þaö minnsta. Þvi virtist sem líkið' væri eftir allt saman af ung- frú Sansbury Selaie. En ef svo væri þvi var andlitið lam iö í lclessu? Hún var fljót- þekkt á töskunni sem ekki hafði verið fjarlægð, en hefði auðveldlega getað veriö tek in burt. Þetta var furðulegt. í örvæntingu greip ég minn- isbók frú Chapmann — tann læknir væri sá eini, sem gæti sannað hvort þetta væri hún í raun og veru. Svo furöulega vildi til að tannlæknir frú Chapmann var hr. Morley. Morley var látinn en samt voru möguleikar á aö hægt væri að þekkja líkið. Þér vitiö um úrskurðitm. Eftirma’ður Morleys í númer 58 staðfesti aö líkið væri af frú Chap- mann. Blunt sýndi merki óþolin mæði, en Poirot þóttist ekki taka eftir því. Hann hélt áfram: •— Nú hafði ég sálfræðilegt vandamál aö glíma við. Hvers konar kona var Mabelle Sains bury Seale? Við þeirri spurn ingu voru tvö svör. Það fyrra var um þá, sem hafði verið’ fædd í Indlandi og dvalizt þar að mestu og hlotið sér- stakt hrós hjá vinum sínum. Þeir sögðu hana strangheiðar lega, góðviljaða en lítt gáf- aða konu. Var til önnur Sains bury Seale? Svo virtist. ÞaÖ var til Sainsbury Seale, sem hafði farið úr húsinu rétt áð ur en morð var framiö þar, kona sem hafði heimsótt aðra konu að kvöldlagi, þegar eftir öllum líkum að dæma sú var myrt og síðan hafði hún horfið, þó að henni hlyti að vera ljóst að lögreglan var aö leita hennar. Voru allar þessar tiltektir líkar því, sem vinirnir hefðu lýst henni? Mér fannst að svo væi'i ekki. Ef ungfrú Sainsbury Seale var ekki góðviljuga konan eins og hún var álitin, hlaut hún að vera morðingi, sem myrti vinkonu sína með köldu blóöi. Eg hafði enn eitt til að styðjast við. Eg hafði talað við Mabelle Sainsbury Seale sjálfur. Hvernig áhrif hafði það haft á mig? Og það, M. Blunt er erfiðasta spurning- in. Allt, sem hún sagði, hvern ig hún talaöi, fas og hreyfing ar voru í fullkomnu samræmi við það sem vinir höfðu sagt um hana. En allt þetta minnii mig á góða leikkonu sem er o|á leika pisS.t Jilutverk. *— Og eftir allt saman hafði ung frú Sainsbury einhvern tíma reynt að leika. Eg hef komist að, M. Blunt, að í þessu máli hiröir morðinginn ekki hætis hót um eitt mannslíf, honum er það einskis virði, bara ef hann nær takmarki sínu, meö því að myi'ða fyrst þennan og síðan hinn. — Þér haldið þá ekki, aö Morley hafi skotið sig, vegna þess aö honum varð á skyssa? — Eg ti'úði því aldrei augna blik. Nei, Morley var myrtur. Amberiotis var myrtur og kona, sem ekki mátti þekkja aftur var myrt. Hversvegna? Vegna einhvers þýðingar- mikils máls? Hr. Barnes hélt að einhver hefði reynt að múta Morley eða sambýlis- manni hans til að ryðja yður úr vegi. — Vitleysa. Alistair Blúnt talaði hratt og gremjulega: — Þér segið það. En er það vitleysa? Setjum svo að einhver óski yöur dauða. En einhver er fyrir, einhver, sem fyrst verð- ui' að ryöja úr vegi til aö hægt sé að klófesta yöur. Að drepa þá manneskju er nauðsynlegt að geta nálgast hana án þess aö vekja grunsemdir og hvar er maður grunlausari en ein mitt í stólnum hjá tannlækn inum? — Já, það er satt. Mér kom aldrei sú hliðin í hug. — Það er satt. Og jafn- skjótt og mér varð það ljóst, eygði ég fyrstu vonarglætuna um aö útkljá málið. -— Svo að þér trúðuð kenn- ingu Barnes? Hvar er annars þessi Barnes? ■■tmmmmmmuiiiiiiiiiiinniiiiuiiiiuiimiiinniiiiiiiiiiiiiuminiiiiniiiiinmmmininiBi * Utvegum frá V-Þýzkalandi fiskibáta úr stáli og tré 5 == M/b GEIR - Keflavík Allar upplýsingar ásamt teikningum fyrirliggjandi ^J(ristj cín (j. (jíáíciSon hfl. i iiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimiiiiimiiiiiiiiiiiii Reykjavík - Hafnarfjörður Frá og með deginum í dag verða fargjöld á séi’leyfis- leiðinni Reykjavík — Hafnarfjörður sem hér segir: | Fargjöld fulloröinna: Reykjavík — Kópavogur Reykjavík — Hafnarfjörður Kópavogur — Hafnarfjörður Innanbæjargjald Kr. Kr. Kr. Kr. 3,00 4,75 2,00 1,50 i Verð afsláftarkorta: 26 ferðir Reykjavík - 26 ferðir Reykjavílc - 22 ferðir innanbæjar Kópavogur Hafnarfj. Kr. 65,00 Kr. 100,00 Kr. 25,00 | Fargjöld barna yngri en 12 ára: 1 Reykjavík — Kópavogur | Reykjavík — Hafnarfjörður § Innanbæjargjald Kr. 1,50 Kr. 2,00 Kr. 0,50 Fargjöld á leiðinni Reykjavík — VÍFILSSTAÐIR kr. 5,00 — og Reykjavík — VATNSENDI kr. 6,00. ILANDLEIÐIR ^iiHiminiiiiiirainmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiinimniM iiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiimmiiiiiiimiiiiiiiiimiimiimm e H E E= B B Thorvaldsens- basarinn opnar sölubúð í nýjum og glæsilegum húsakynn- um í Austurstræti 4, í dag kl. 9,30 f. h. Nefndin. iDuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiimmuimiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.