Tíminn - 09.09.1958, Page 8

Tíminn - 09.09.1958, Page 8
8 ‘T í H'I I N N, þriftjudaginn 9. september 195& RæSa Richards Beck (Fbamhald af 7. síðu). því íyllilega þess virði, að þeim sé gaumur gefinn, arfur, sem vert er að varðveita og ávaxta sem bezt. Það á einnig við um hinn íslenzka menningararf vorn í heild sinni. Musferið mikla 'Þeim ummælum til áréttingar vil ég segja ykkur ofurlitla dæmi- sögu, er ég hefi áður sagt á ýms- um stöðum vestan hafs og hafði ætlað. mér að segja í ræðu heima á íslandi, þegar ég var þár á ferð- inni lýðveldishátíðarsumarið sögu ríka 1944; en umrædd dæ-misaga var þá komin þangað á undan mér, því að Haraldur Guðmundsson al- þingismaður, núverandi sendi- herra, íslands í Osló, fléttaði hana inn í prýðilega ræðu sína á Lýð- veldisbátíðinni og endursegi ég hana hér í hans orðum og túlkun, því aS ég fæ þar eigi um bætt: „Mér kemur £ hug gömul saga frá Ausíurlöndum: Spekingur nokkur fór um far inn veg. Við veginn sat maður og var að höggva til steina. Hvag starfar þú, maður minn? sþurði spekingurinn. Ég er að höggva grjót, svaraði sá, sem spurður var. iSpekingurinn hélt áfram og kom aftur að manni, sem var að klappa til stein. ÍKvað starfar þú, maður minn spurði spekingui-inn afíur. Ég er að vinna fyrir börnum mínum og ástvinum, svaraði mað urinn. Spekingurinn hélt áfram göng- unni og kom til þriðja mannsins, sem einnig vann við steinhögg. Hvað starfar þú, maður minn? spurði spekingurinn enn. Ég er að hjálpa til að byggja musteri, svaraði maðurinn. Allir voru mennirnir því að vinna sama verkið. En sjónhring ur þeirra var eklci hinn sami. Einn sá og fann aðeins stritið. Ekkert annað. Annar sá lengra. Hann sá þann tilgang starfsins að veita honum og vandamönnum hans mannleg lífskjör. Hina-þriðji sá enn lengra. Hann sá og fann, að hann var einn í hópi þúsunda, sem unnu að sameig inlegu starfi, að hann var þátt- takandi í byggingu musteris fram tíðarinnar. Öll erum við að höggva grjót, þótt starfið sé með ýmsum og ó- líkum hætti. Slíkf hið sama var um feður okkar og forfeður. Það hefir jafnan verið styrkur íslenzku þjóðarinnar, íslenzkrar alþýðu, að hún hefir séð lengra, séð meira en stritið eitt. Hún hefir aldrei gleymt tungu sinni eða sögu. Aldroi misst sjónar á framííðinni.“ Þannig fórust hinum íslenzka stjórnmálamanni og alþýðufor- ingja orð á þeim örlagaríku tjma mótum í sögu þjóðar vorrar og áminningarorð hans eiga erindi tii vor íslendinga vestan hafs eigi síður en til þjóðsystkina vorra heima á ættjörðinni. Hið göfugasta í íslendings- eðlinu. Mér, eins og mörgum öðrum, er þag metnaðarmál, að í þeirri þjóð félagshyggingu, sem er að rísa frá grunni í þessari víðlendu álfu, hvort heldur er Kanada eða Banda ríkja megin landamæranna, meg um vér íslendingar eiga hlutfalls lega sem mesta og fegursta hlut- deild. Og ég er þeirrar bjargföstu sannfæringar, að skerfur vor til byggingar þess þjóðfélags- og menningarmusteris verði stærstur og varanlegastur, ef vér varðveit um og ávöxtum í lengslu lög það lífrænasta og dýrmætast í menn ingararfi vorum frá ,.gamla land- inu góðra erfða.“ Vér erum hér saman komin í skugga Friðarbogans (Peace Arch), sem er fagur vottur um friðsamleg samskipti nágranna- landanna, Kanada og Bandaríkj ann, sem hann tengir saman í tíg- uleik sínum. En iafnframt getur hann verið oss kröftug áminning um það, að heimurinn þarfnast einskis fremur á þessari atómöld, heldur en þess, að sá andi, sem Friðarboginn hérna táknar svo eft irminnilega, verði ríkjandi um ver öld alla. Og ánægjulegf er að geta sagt það með sanni á þsssum stað að í aukinni alþjóðasamvinnu og í viðleitninni til að skapa varan- legar frið á jörðu, innan Samein- uðu Þjóðanna og utan, standa Norðurlandaþjóðirnar, að íslandi meðtöldu, í fremstu fylkingu. í því felst: einnig hvatning til dáða á því sviði, hvað snertir oss af íslenzkum stofni í landi hér. Og þó að oss finnist, ef til vill, að vér, sem einstaklingar, séum ekki mikils megnug í fríðarniálunum, þá eigum vér öll þess kost, „að unna því göfuga og stóra,“ eins og skáldið orðar það fagurlega, og sýna þá ást í verki af fremsta mætti. Það er að lifa mannsæmu lífi og í anda hins göfugasta í ís- lendingseðlinu. Um leið og ég þakka ykkur á- gæta áheyrn og óska ykkur ríku legrar blessunar, veit ég, að ég mæli fyrir munn vor allra, er ég lýk niáli mínu með þessum bæn- arorðum I-Iuldu skáldkonu fyrir ættjörðinni: Ó ísland, fagra ættarhyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur lít'i dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands -|iistkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjó^um háð. tirlen /tirhi FramnalO a4 r> siðu; völdin, nema þeim .fylgi, að hann geti komið stefi«u sinni fram. Almennt er því nú spáð, að vaida taka hans hafí fært'kynþáttamál- in í Suður-Afríku á nýtt og hætl'u legt stig. Hingað tiL hafa blökku- menn þar haft fremur hægt um sig og unað híutskiþti sínu. Auk- in harka VerWoerds getur hins vegar orðið til að lcoma á fót andspyrnuhreyfingu meðal þeirra. Um tvær milljónir hvítra manna munu þá standa andspænis líu milljónum svertingja. Af hálfu hvjtra manna væri árciðanlega ekkert óhyggilegra en að hakla svo á þessum málum, að ástandið yrði svipað og í Alsír eða enn verra. Mikil hæffa er á, að stefna Verwocrds geti leitt til slíkrar niðurstöðu, ef hpnum auðnast að fylgja henni fram. Þ. Þ. 4 vfðavangl iFramhHto af 7. síðuj. Thors. I>á urðu stórfelldar stöðv- anir á framleiðshisíarfsemi þjóð- ariiinar í lengri tíma. Nú hefir framleiðslan verið rckin án síöðvumr og af fullum krafti, þótt verkföll einstakra félaga, og þá oftast fámennra, hafi átt sér stað. Á þessu er megin munur. Ríkisstjórn Ólafs Thors hefði fyr ir iöngu verið konn'í.i ofan fyrir bakkanu með þeirri stcfnu, sem málin höfðu hjá henni. Það má heita hrcint afreks- verk hjá Mbl. að koma fyrir jafn miklum ósannindmn í eirum tS línum og því tekst í þessari Stak steinakiausu. Frarnh aí 5. siðu.) menn m-estan þátt i þessíur. 'sigri. Hörður Folixson haíði algei'íega yfirhödina gegn Þórði Þórðarsyni og þar með var sá maðiKÍUn úr leik, sem. skorar flest mcrk Akur- nesinga. Saina er að segja u.n leik Helga Jónssonar gegn Ríkh&rjði og varla korn fyri-r, að . Ríkharður ynni einvigi gegn Helga. Þá kvað Hreiðar Arsælsson Þórð Jóasson alveg i kúdnn, auk þess ser.s. þann var alltaf tihækur til að hjálpá annars staðar. Þá vakti hinn mikli baráttuvilji og' dugnaður Ellerts Sohrarn verðskuldaða áthygl;, en það er dreng'úr, se:n ekki dregur af scr. Hjá Akurnesingum náði íram- línan aldrei saman, af þeiir. astæð um, sem fyrr eru nefndar. Éang- bezti maður liðsins var Sveinn Teitsson, sem Ié.k mjög vel, eink- um í síð'ara hálfleik, og saœívinna hans við Donha og Guð'jónj var það bezta sem liðið sýndi. Vörnin var afar óarugg, r.ema Helgi í markinu, sem varði það sem varið varð. W.V.V/.’.V»V.W.V.V>V/| ampcB m lUflagnir—Víðgerðir Símí L-ÍJ5-56 A'AV.’.V.'.V.W.V.V.V.V.Í UNION-HURÐARSKRÁR, oxideraðar og krómaðar, kr. 114,50. HURÐARLAMíR á nylonlegum, kr. 55,89. GÓLFLISTAR, 4%, 6 og 10 cm. Þrír litir. HANÐRIÐALISTAR. l/4 x V4. Þrír litir. TRÖPPULISTA. Tveir litir. PLAST-GÓLFDÚKALÍM LIM, fyrir liarðar plastfíísar á eídhésborð. SÆNSKÍR MÓTORLAMFAR raeð hraðkveikju. SÍMAR: 13041 — 11258

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.