Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 6
6 T f M I N N, laítgardaginn 20. septcmber 1058. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURIMN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 16 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmtðjan Edda hf. Bein og eðlileg afleiðing í SÍÐASTA LÖGBIRT- ingatolaði auglýsir Inn- fiutningsskrifstofan nokkra hækkun á hámarksálagn- ingu allmargra vörutegunda. Yfirieitt er þessi hækkun Vz —3% en á einstaka vörum allt að 5%. Út af þessari hækkun álagningar hefir Morgunhlaðið haldið uppi síðustu tvo dagana rætnum blekkingaskrifum, þar sem því er haldið fram, að með þessu hafi ríkisstjórnin horf ið frá fyrri stefnu sinni um að halda verzlunarálagn- ingu niðri, svo sem auöið er, og orðið með þessu að taka aftur þá lækkun, sem gerð var árið 1956. Þessar full- yrðingar eiga sér þó engan stað. ÞEG-AR núverandi ríkis- stjórn tók við, var það eitt af stefnuatriðum hennar og liður í viöleitni til að draga úr framfærslukostnaði og bæta kjör almennings að draga sem mest úr verzlun- arálagningu og hafa hana svo litla, sem nokkur kostur væri. í samræmi við það var verzlunarálagning lækkuð á öllum helztu neyzluvörum mjög verulega árið 1956. Hér var um tilraun að ræða til að leita aö réttu meöalhófi í þessum efnum, enda lágu ekki fyrir neinar öruggar upplýsingar um það, hvað á- lagningin mætti vera lægst til þess að verzlunin þyldi hana. Það er auðvitað sjálf- sagt að hafa álagningu eins lágt og unnt er, en þó eru að sjálfsögðu takmörk fyrir því, hve lág hún getur verið. Reynslan sýndi, að hér var gengið eins langt og nokkur kostur var, og hefir þessi ráð stöfun mjög stuðlað að því að halda nið'ri verðlagi og skapa jafnvægi. Ef það jafn vægi hefði haldizt á öðrum sviðum, og kóstnaður frem- ur farið lækkandi en hækk- andi, er lítill vafi á því, að unnt hefði verið að halda þessari lágu álagningu. Óheillaöfl i þjóðfélaginu í líki stjórnarandstöðunnar unnu hins vegar að því öll- um árum að raska þessu jáfiwægi, blása upp verð- toólgu, kaupgjald og verðlag að nýju, og sú skemmdar- starfsemi hefir því miður tekizt að verulegu leyti. Kaupgjaldskröfur t. d. verzl unarstéttarinnar, sem Sjálf stæðisflokkurin studdi af al efii, náðu fram að ganga, kaupgjald hækkaði almennt og því fylgdi hækkun margs konar kostnaðar. Þá bættist og við hin almenna 5'% kaup- hækkun, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir í lögunum um efnaihagsiréíðstafainir til stuðnings atvinnuvegun um í vor. Það, sem gerzt hefir síð ustu mánuöina, og öllum er augljóst, er það að öll þjón usta hefir hækkað verulega, og verzlun og vörudreiíing er þjónusta og stærsti kostn aðarliður hennar er vinnu- laun. Af þessu er augljóst, að þau álagningarákvæði, sem voru eins hörð og nokkur kostur var fyrir þessar hækk anir, voru nú orðin alger- lega óraunhæf, og að ó- breyttum ákvæðum hafði á lagning raunverulega lækk- að enn miðað við þjónustu- kostnaðinn. Reynslan sýndi hins vegar, að slíkri Iækkun álagningar var ekki hægt að halda áfram, og því var ekki annar kostur en hækka á- lagninguna eitthvaö til móts við hækkun þjónustukostnaö arins. Þaö er þessi hækkun, sem nú er komin til fram- kvæmda. Hún mun vart gera meira en vega upp á móti hækkun dreifingar- kostnaðarins og í raun og veru samsvara nokkurn veg inn þeim álagningarreglum, sem settar voru 1956 og mið aðar við laun og annan dreif ingarkostnað, sem þá var. Ríkisstjórnin hefir því ekki vikið frá þeirri stefnu, sem hún tók upphaflega að halda álagningu eins mikið niðri og nokkur kostur er. Álagn- ingarreglur þær, sem settar voru, hafa aðeins breytzt *i samræmi við breytingar á dreifingarkostnaði. Hér er um beina afleiðingu annarr ar þróunar að ræða, og þetta mál er svo augljóst, að undarlegt má heita að stjórn arandstaðan skuli telja sér fært að nota það sem tilefni til árása, ekki sízt þar sem hún á sjálf höfuösökina á þeirri þróun launa- og efna- hagsmála, sem hefir þessar breytingar í för með sér. Á það er vert að benda, að þegar Morgunblaðið telur fram þá álagningarhækkun, sem orðið hefir og gerir sam anburð, tekur blaðið ekki til samanburðar þau álagning- arákvæði, sem giltu 1956, áð- ur en lækkun núverandi rík isstjórnar átti sér stað, held ur þau ákvæði, sem giltu 1957 eftir lækkunina. Ef fyrri tölurnar væru teknar til hlið sjónar, yrði samanburðurinn nefnilega ekki hagstæður fyr ir Morgunblaöið. Það er ofur augljóst mál, að þessi hækkun álagningar innar nú er aðeins einn liður í þeirri hækkunaröldu, sem nú fer yfir og er bein og ein- föld afleiðing af árangri Sjálfstæðisma.nna í kaup- kröfu- verkfalla- og verð- bólgubaráttu, sem svo sleitu laust hefir verið háð. í tvö ár hafa Sjálfstæðis- menn hrópað: Hækkið kaup iö og geriö verkföll, — og jafnvel látið atvinnurekend ur bjóða hærra kaup, en þeg ar aí'leiðingarnar koma fram neita þeir allri aðild að kró- anum. Þetta er gamall leik ur þeirra, en lélegar sjón- hverfingar verður hann að teljast. Getum við brúað bilið milli gjaldeyr- isnota og gjaldeyristekna þ jóðarinnar Ræða Vilhjálms Þór, bankastjóra, á abaifundi Verziunarráís Isiands 19. september s, I. Mér er ánægja að því að ávarpa ykkur hér í dag og gera verzlunarstéttinni nokkra gr'ein fyrir ástandi í gjaldeyris- og peningamálum og horfunum fram undan. Ég þakka fvrir þetta tækifæri, en ég verð jafnframt að afsaka, að ég flyt nér engan skemmtilestur, ég verð að bera fram fyrir ykkur kald- ann venileikann eins og hann snýr að mér og okkur i Seðla- bankanum. heildargjaldej'risskuldin að með- töldum öllum skuldbindingum 238 millj. kr., og hafði hún vaxið um 41 milljón frá síðustu áramótum, en um 100 milljónir frá ársbyrj un 1957 og um 119 millj'ónir frá ársbyrjnn 1953. Hér þarf svo að hafa í huga, að auk þessa hafa verið tekin stórián bæði 1956, 1957 og 1958, Er því um að ræða ógnarlegan gjaldeyrishalla á þess •um tíma. I ! ! Viðskiptalífið er blóðrás hag- kerfisins. Þess vegna verður þar vart hvers konar veðrabrigða í efnahagsmálum, þar jafnvel enn skjótara og í ríkara mæli en ann ars staðar. Verzlunarstarfsemin og bankastarfsemin verða fyrst og harðast vör við, þegar kreppir að. — Undanfarin ár hafa verið erfið- ir tímar fyrir þeasar starfsgrein- ar. Hafa verið tímar óeðlilegra viðskiptahátta. — Við, sem í Seðla bankanum störfum, höfum ekki síður en verzlunin orðið var við þessa þungu erfiðleika. Við, eins og þið, sem verzlunina annizt, verðum að gera það, sem hægt er til að bæta úr ástandinu og kappkosta að leysa eftir beztu getu úr vandamálum hverrar líð- andi stundar. Þær ráðstafanir, sem Seðlabank inn hefur oft orðið ag leggja til að viðhafðar voru, eða orðið að grípa til, eru að sjálfsögðu oft óþægilegar fyrir aðra aðila og þá ekki sízt fyrir verzlunina. Oft hefur virzt gæla minni skiln- ings á tilgangi þessara ráðstafana og nauðsyn þeirra, heldur en búast mætti við. Sérstaklega hefur viljað á því bera, að menn kvarti s-áran undan harðstjórn í gjaldeyrismál- um og hafi fundizt Seðlabankinn slkera þar allt við nögl, jafnvel eins og honum væri það eitt kær- ast að toregða fæti fyrir viðskipti og framfarir og að leggja fjötur á framtak og sjálfstojargarviðleitni. Þessi mynd er alröng. Þvert á móti er það hlutverk Seðlabanka og vilji okkar og ósk að stuðla að sem frjálsustum verzlunar hátf um og toagkvæmustum atvinnu- rekstri i landinu. Hitt er svo ann- ag mál, að Seðlabankinn hefur aðrar skyldur, skyldur, sem hann verður jafnvel að setja öllu ofar. Á ég hér fyrst og fremsf við tvennt: Annars vegar að gera það, sem í hans valdi stendur til þess að forðast peningaþenslu og sí- fellda verðrýrnun gjaldmiðilsins. í öðru lagi að vernda gjaldeyris- forða þjóðarinnar og að tryggja það, að þjóðarbúið geti ætíð stað ið vig allar skuldbindingar sínar út á við. Þrátt fyrir margar tillögur og ýmsar óþægilegar ráðstafanir, verður það að viðurkennast, að Seðlabankanum hefur ekki orðið mikið ágengt í baráltu sinni gegn sívaxandi peningaþenslu og verð- veröbólgu. — Þenslan í banka- kerfinu hefur verið mikil og því miður hefur útlánaaukningin far ið slórkostlega vaxandi. Þannig uk ust útlán allra bankanna um 465 milljónir frá síðustu áramótum til ágústloka. Á sama tíma í fyrra var þessi aukning 288 milljónir króna. Þessi þróun, sem er mjög á ann- an veg en vera skyldi, á sér djúp- ar rætur í hinu mikla jafnvægis- leysi, sem ríkir á flestum sviðum íslenzks þjóðarbúskapar, og af- leiðing jaínvægisleysisins er aug ljós: umframeftirspurn á öllum ^ sviðum, hækkandi verðlag, rýrn- i andi kaupmáttur peninganna og gjaldeyrisskortur. Frjálsri og heilbrigðari við- 1 skipti, sem hljóta að vera það msrkmið, sem verzlunin óskar sér og vill keppa að, geta aldrei þró- azt við slíkar aðstæður. Þess vegna er þess að vaénta, að verzlunar- stéttin skilji betur en aðrir nauð syn þess, að gerðar séu hverjar þær ráðstafanir, sem mögulegar eru tii þess að bæta hér úr, vinna bug á þessum erfiðleikum og Vilhjálmur Þór skapa sem fyrst grundvöll frjálsra og heilbrigðra viðskipta, þó að það í bráð skapi óþægindi. Við skuluin svo koma að hinu — að varðveizlu gjaldeyrisforðans eða með öðrum réttari orðum þeirri viðleitni Seðlabankans að forða landinu frá greiðsluþroti úf á við. Um gjaldeyrisforða er í raun og veru ekki lengur að ræða, þvi ag Segiabankinn hefur þegar orgið að taka mjög mikil bráða- birgðalán erlendis til að forða vandræðum. í öðrum löndum er talað um ugg og ótta, ef gjaldeyris forðinn fer niður fyrir meðal þarf ir viss hluta árs. Sum lönd telia sig sjá hættumerki, ef forði, raun- veruleg gjaldeyriseign, fer niður fyrir hálfs árs notkun landsins. Það eru þau lönd, sem rík eru og hafa efnáhags- og gjaldeyrismál í góðu lagi. — Önnur setja að- vörunarmarkið við þriggja mán- aða forða. Hjá okkur eru öll slík mörk löngu farin. Hér er engmn gjaldeyrisforði til í þessari merkingu. Hér er að eins um skuldir að ræða, — um það að ræða, hvað forsvaranlegt er og tovað hægt er að skulda miklar bráðabirgða-gjaldeyris- skuldir. Verzlunarstéttin er í nánari tengslum vig umheiminn en flestir aðrir landsmenn, og henni ætti þvi áreiðanlega að vera Ijósari en nokkrum öðrum nauðsyn þess, að ekkert það má gerast, sem eyðilagf getur trau^t e(rlendra þjóða á getu íslendinga og vilja þeirra til að slanda vig skuldbindingar sín ar, en það er einmitt þetta, sem Seðlabankinn verður að setja öllu öðru ofar í viðhorfi sínu til gjald eyrismála. í þessum efnum dugir engin sjálfsblekking, það verður að horfast í augu við veruleíkann, eins og hanu er, og reyna ag gera úr honum allt hig bezta. Ég skal reyna að gera ykkur grein fyrir því með nokkrum orð um hvernig ástandið í gjalcjeyris málum er nú raunverulega. Um síðustu mánaðamót' var nettó- skuld bankanna í erlendum gjald eyri 49 millj. kr., og var þó þar j talið til eigna ónotað lánsfé er- lendis, að upphæð 73 millj. kr. Gjaldeýris&’tað/an hefur veipnað um 44 milljónir, það sem af er : þessu ári, og er um 48 milljónum 1 verri en á sama tíma á s. 1. ári. Raunveruiega er þó gjaldeyrisstað an mun verri en þetta vegna hinna geysilegu skuldbindinga í erlend ; um gjaldeyri, sem bankarnir hafa tekið á sig í formi ábyrgða og greiðsluloforða. í lok ágúst var Af þessu og þessum tölum er ljósl', að í gjaldeyrismálum hefur að undanförnu verið teflt á tæp- asta vaðið, oft hefur liílu mun- að ag ísiendingar gætu staðið við allar skuidbindingar sínar i er- lcndum gjaldeyri. Þetta hefur þó heppnazt. En Ijóst er, að ekki hefur verið nokkur möguleiki að rýmka um gjaideyrissölu undan- farna mánuði, ef ekki átti að stefna út i beinan voða. í raun og veru hefur aðeins verið hægt að halda uppi eins mikilli gjaldeyris sölu og raun ber vitni meg stór- felldum erlendum lántökum. í þessu sambandi skulum við hafa vel í huga, að það er mjög vafa sanit að ísiendingar geti, jafnvel þótt þeir vifji, haldið áfram að afla nægilegs fjármagns á næstu árum til þess að brúa jafn mikið bil, sem verið hefur á milli gjald- eyrisnota og gjaldeyristekna þjóð arbúsins. Þag er jafnvel enn þá vafasamara, hvort það er íslend- ingum ráðlegt. að binda framtíð- inni þyngri skuldabagga, en þeg ar hefur verið gert. Ég vona, að aí því, sem nú hef ur verið sagt, hafi tekizt að gera ykkur grein fyrir tvennu: í fyrsl'a lagi, að gjaldeyrisskömmtun und anfarinna mánaða hefur verið brýn næiðsyn, — staðreynd, sem horf ast varð í augu við, ef varðveita átti lánstraust' íslendinga út á yið og forðast átti algjört þrot — í öðru lagi, að engin von er íil, ag úr rætist á sviði gjaldeyris- mála á næslunni, nema til komi veruleg stefnubreyting í efnaihags málunum almennt. I þessu efni er raunar um það að ræða að koma verður á raun- verulegu jafnvægi milli framtooös og eftirspurnar eftir innlendum verðmóítum og eftir erlendum gjaldeyri, meðal annars með sam- drætii hinnar mikiu fjárfestingar, sem nú nemur þriðjungi þjóðar- teknanna á ári. Ég mun ekki fara hér út í að ræða þær aðrar leið- sem til greina koma í efnalh-ags málunum almennt. Ykkur eru þær margar kunnar. Hér hefur ekki skort góð ráð, heldur vilja og þor til að framkvæma stefnu. Þið vitið sennilega jafnvel og ég, hverj ar líkur kunna ag verða til þess, að á næstu mánuðum eða næsta ári, takizt að koma á því ástandi í efnahagsmálum, sem er nauðsyn leg forsenda heilbrigðs efnahags lífs og frjálsari gjaldeyrisvið- skipta. Allir vilj-a vafalaust keppa að því marki, en á meðan því er ekki náð, verðum við að gera hið bezta úr því ástandi, sem ríkjandi er, með þeim bráðabirgðaaðgjörð um, sem hægt cr að koma fram. Eins og ég sagði hér áðan, þá er jafnvægisleysið, sem ríkir á flest um sviðum islcnzks þjóðarbúskap ar, undirrót mestra okkar vanda- mála, en af því leiðir umfram- eftirspurn á flesf öllum sviðum og þar að leiðandi síhækkandi verð lag, rýrnandi kaupmáttur krónunn ar og gjaldeyrisskortur. Það sem þarf og verður að keppa að, er að orka fáist tii að bæta úr mein semdúnum sjálfum. En nieð/n það heppnast ekki, eða þangað til það heppnast, verður að gera aðr ar ráðstafanir, sem minnka voð- ann. Eitt af þvi, sem ég ætla að gæti orkað verulega til bóta sem bráða- birgða aðgjörð, er verötrygging sparifjár. Mér virðist ekki hægt að horfa upp á það lengur,' að þeir, sem spara saman fé, leggja Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.