Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.09.1958, Blaðsíða 12
V E » RIÐ : ** i Suðaustan kaldi, skúrir. HITI: Reykj avík 10 st. Akureyri 14, London 16, Kaupmannahöfn 13. Laugardagur 20. september 1958. V. ÆRI heidiir námskeið fyrir forystu- menn og st jórnendur æskulýðsfélaga RátJitJ hefir gerzt atSiIi aí World Assembly of Youth Eins og áður hefir verið getið í blöðum og útvarpi, hefir hið nýstofnaða Æskulýðsráð íslands (Æ.R.Í.) ákveðið að efna til námskeiðs í'yrir -forystumenn • og stjórnendur hinna ýmsu æskulýðsféiaga í landinu dagana 26.—28. sept. n. k. Sendiherra Marokkó í London, hr. Abderraham Abdetali (til hægri) og am- bassador Gahna i Tel Aviv hr. William M. g. Halm (til vinstri). Myndin er tekin við komu þeirra til Reykjavíkur með flugvél Loftleiða 13. þ. m. Harmací að gcmul lýðræðisbjóð $hái beita vcpnlaosa smáþjóð hervaldi ~ Ályktun ÁlfiýíJusambands íslands um landhelg- ismálitJ á mitJstjórnarfundi 13. sept. „Alþýðusamband íslands skír- skotar til áskorunar sinnar t'il verkalýðshreyí'ingarinnar í Vestur Evrópu um fiskveiðilandhelgi ís lands og vill í framhaldi af því beina eftirfarandi ályklun til allra (meðlima stéttarfólaganna innan Alþýðusambands Islands og ann arra íslendinga. Alþýðusambandig þakkar ríkis stjórn íslands fvrir að hafa stækk að fiskveiðilandlhelgi vora úr 4 í 12 sjómílur. Verkalýðshreyfingin telur þetta vort stærsta sjálfstæðismál, jafn- framt því sem það er grundvallar atriði allra annarra aðgerða til efl ingar atvinnulífinu í landinu. Jafnframt færir Alþýðusamband íslands beztu þakkir öllum þeim, sem fyrr og síðar hafa staðið heil ir að lausn annarra áfanga land- helgismálsins og þannig gert ís- land slærra land og betra land, þó að siærstur sé og þýðingarmestur þessi áfanginn, sem öll þjóðin fagnar einmitt þessa dagana. Vér þökkum landhelgisgæzlunni frábært starf hennar við erfið skil yrði, og þjóðinni allri fyrir að standa sem einn maður að baki ríkisstjórnarinnar um málstað vorn i þessu máli út á við og inn á við. Vér hörmum, að sijórn einnar elztu lýðræðisþjóðar Evrópu, sem jafnan hefur talið sig verndara smáþjóða, skuli hafa gert sig seka um að beita oss — friðsama, vopn lausa smáþjóð — hervaldi, og gera þannig árás á sjálfstæði vort og- traðka á íslenzkum lögum og ré 11 i. Alþýðusamband íslands skorar á alla félaga verkalýðssamtakanna að'-vera viðbúna langri baráttu í þessu máli, því.að hugsanlegt er, að Breiar tregðist mánuðum sam an vig að veita 12 mílna fiskveiði lar.dhelginni við ísland viðurkenn ingu. Hitt vitum vér, að þessari deilu getur aðeins lyktað á einn veg — með fullum sigri vorum. Það er nefnilega fullvíst, og styðsi nú við reynslu, að engar fiskveiðar verða reknar undir vernd fallbyssukjafta og herskipa í sífelldum erjum við landhelgis gæzlu vora. Því síður er þetta unnt nema í fnllri vinsemd við íslenzka verkalýðs og sjómanna- stétt. Að sjálfsögðu verður hverjum brezkum togara, sem á þarf að halda, veitf öll Rauða-kross þjón usta í íslenzkum höfnum, en aug ljóst er, að veiðiþjófar geta ekki vænst þess, að þeim verði mætt sem vinum, meðan þeir og ríkis- 5ijórn þeirra traðka á lögum og rétti, fremja manrán og veiðiþjófn að og beita oss hvers konar yfir gangi og ofbeldi. En undir slíkum kringumstæðum er vissulega erfitt ef ekki ógerlegt, að fiska við strendur íslands. Alþýðusamhand íslands héitir á öll sambandsfélög sín að veita rétt um yfirvöldum hvers konar að- | j sloð, sem þau mega, til þess að lögum verði komið yfir þá brezka togara, sem varðskipin hafa stað ið að veiðiþjófnaði innan 12 mílna ntarkanna síðan 1. september, hve nær og hvar, sem þessi skip leita íslenzkra hafna. Alþýðusambandið undirstrikar sérstaklega þá skoðun sína, að á- kvörðun vor um 12 mílna fiskveiði landhelgi, sé algert innanríkismál vort, sem aldrei verði þolað að makkað verði eða samið um á er' lendum vettvangi. Þetta ■ stærsla sjálfstæðismál vort íslendinga hefur þegar hlotíð fullnaðarafgreiðslu, en að öðru leyti verffum vér að láta tímann \ inna með oss, þar til samhugur og’ seigia þjóðarinnar hefur einnig tryggt málinu fulla viðurkenningu í framkvæmdinni. Á námskeiði þessu verður kennt ýmislegt, er varðar félagsstarfsemi svo sem helztu fundarsköp og fund arreglur, leiðbeint um stjórn fó- laga og heppilegar starfsaðferðir í þyí eíni. Þá verður enn fremur kennd og æfð leshringastarfsemi og leiðbeint unt framsögn. Loks verður kennd meðferð sýningar- véla. Þáttökugjald er kr. 35.00. Umsóknir um námskeiðið send ist í póst'hólf 390 cða síma 33580. Þát'ttaka er heimil öllum forystu mönnum og stjórnarmeðlimum í þeim einstöku félögum, sem. aðild Togarar halda útfyrir Landltelgisgæzlan tilkynnti í gær, aff 5—7 brezkir togarar hefðu verið að veiffum í land- liei'gi út ,af Vestfjörffum þá um daginn og fjórir viff Grímsey. Brezku herskipin voru á sömu slóðum. Er blaðið hafði samband við landhelgisgæzluna í gærkveldi, var því kjíáff', að togararnir fyrir vestan hefffu lialdiff sig meira utan við línu en venjulega. Höfðu þeir fengiff leyfi hjá lier skipunum «til ag fara útfyrir, en aflinn cr þar meiri. eiga að meðlimasamböndum Æsku lýðsráðs íslands. Skortur á forystuniönnum. Eitt af markmiðum ÆRÍ er að þjálfa forystumenn æskulýðsfé- laga í landinu og þá ekki sízt væntanlega forystumenn. Reynzl an sýnir að víða er skortur á æfð um mönnum til forvstu i félagsmál um. Þelta námskeið er hið fyrsta er skulýðsráð íslands gengst fyr- ir. Ætlunin er að halda áfram' á þessari braut, eftir því sem geta leyfir og hefur ÆRÍ m. a. hug á því að koma á fót fyrirgreiðslu skrifstofu, er veiti meðlimasamtök um þess ýmsa þjónustu í sambandi við félagsstarfsemi þeirra. Dagskráin. Dagskrá námskeiðsins verður á þessa leið. Föstudagur 26. sept. kl. 8,30—10. Námskeiðið sett: Júl íus Daníelsson, form. ÆRÍ. Leið beiningar um fundarstjórn og fundarsköp: Magnús Óskarsson, lögfr. Myndasýning og kennsla í meðferð sýningavéla: Helgi Tryggvason, kennari. Laugardagur 27. sept. kl. 2—10. Umræðufundur. Leiðbeingar um stöfnun og stjórn leshringa Sr. Árelíus Níelsson. Leiðbeiningar um framsögn: Einar Pálsson, leik ari. Upplestur þáttUkenda. Leiðbeiningar um almennan söng á fundum og samkomum: Sr. Árel íus Níelsson. Sunnudagur 28. sept. kl. 2—0.15. Hlýtt á guðsþjónustu í Lang- holtssókn. Sr. Árelius NSelsson flytur predikiin um félagsstarf- semi æskulýðsins. Leshringur í framkvæmd. Kvöldvaka: Stutt á- vörp. Upplestur. Söngur og' dans. Þátttakendum heimilt að taka með sér gesti. ÆRÍ gerist affiii aff WAY. í ágústbyrjun þessa árs var (Framhald á 2. síðu) Kjarnorkiisprengmg- ar hef jast á ný í Nevada Kjarnorkumálanefnd Bandaríkja þings framkvæmdi í gær fyrstu kjarnorkusprenginguna í nýrri röff tilraunasprenginga á Nevada-eyði mörkinni veslra. Sprengjan var að þessu sinni send upp í loft- belg í 170 metra hæð, og er hún sprakk, myndaðisl ekki hinn venju legi skýstrókur af sprenginunni. Þunnt reykský sást aðeins í örfáar minútur eftir sprenginguna. Sér fræðingar sögðu, að sér hefði verig um að ræða litla sprengju en kraftmikla. Útgöngubann á Kýpur NTB—Nicosia, 19. sept. Útgöngu- bann var í dag í Nicosia á Kýpur eftir skotárásina á bandaríska vara ræðismanninn þar. EOKA-samtök in hafa lýst yfir, að þau séu alsak laus af þeim verknaði og' eigna hann helzt. Breturn og Tyrkjum. Yfirvöld á eyjunni tilkynna, að Kindakjöt hækkar í verði Framleiðsiuráð landbúnaðarins hefir ákveðið verð á kinda- {réttir þær sem um daginn bár kjöti sem hér segir: Heildsöluverð a niðurgreiddu kindakjöti U3t út um víða veröld þess efnis, hækkar frá í fvrra Úl' ki'. 20.89 í kr. 24.59 kílóið. | að brezkir hermenn hefðu sýmt lagningu kjötsins, og' þá hefur slát hinn mesta hrottaskap við leit að urkostnaffur og ýmiss annarr kostn EOKA-mönnum í þorpi einu, væru aður vaxið. ósannar. Verð á súpukjöti í smásölu var í fyrra kr. 24,65 kílóið, en er nú tyrkir þessir eru ætlaðir þeim, kjöti, sem verið hefur í gildi und anfarnar vi-kur, fellur nú úr gildi en það var kr. 34,80 kílóið. Slátur án mörs hækkar upp í kr. 38.00. en var í fyrra kr. 32.00. Mör fæst á öbreyttu vei'ði frá því í fyrra. Kindakjöt í öðrum verðflokki á heildsöluverði var kr. 18.04 kílóið í fyrra, en verður kr. 21,64. Kílóið af annars flokks súpukjöti í smá sölu er nú kr. 25,95, en var í fyrra kr. 21,32. Við ákvörðun á kindakjötsverff inu gætir 13% grundvallarhækk unarinnar, hækkunar á smásöluá- Þórshafnarbúar vilja að ríkið festi kaup á hlnta af landi Syðra-Lóns Borgarafundur fjallatJi um málii^ Þórshöfn, 9. sept. — Almennur borgarafundur var haldinn hér á Þórshöfn sunnudaginn 7. september s. 1. og var þar til umræðu, hvort leita skyldi til ríkisins um að það keypti hluta úr jörðinni Syðra-Lón, sem er eigandi alls þess lands, sem kauptúnið stendur á, og heíir til umráða. Hafin smíði skips til ferða milli Vest- mannaeyja, Þorlákshafnar og Rvíkur Vilja semja Bæjarstjórn Kópavogskaup- staðar samþykkl á fundi sínum í gær að fela bæjarstjóra aff leita samninga við Verkamaniiafélagið Drgsbrún um aff ekki komi til verkfalls hjá Kópavogskaupstað eða stofnununi hans, ef þess er nokkur kortur á aðgengilegum grundvelli. Tillag þessi var samþykkt meff 5 atkv. en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu lijá. Skipiíf smííatJ í Hollandi og vertiur eign Skipa- útgerðar ríkisins — tilbúiiJ í júlí I gær var undirskrifaður samningur milli Eodewes’ Seheeps iverven. IWartenshoek, Hollandi, og Skipaútgerðar ríkisins um smíði á nýju strandferðaskipi, sem aðallega er ætlað til siglinga milli Vestmannaevia annars vegar, en einnig er skip- inu ætlað aö fara frá Reykjavík til Hornafjarðar með viðkomu í Vestmannaeyjum aðra hverja viku. Gert er ráð fyrir að skipið verði arrúm 11000 rúmfet, þar af sér- 43,8 m. á lengd milli lóðlína. stök kælilest fyrir mjólk o. fl. foreidd 8,8 m. djúprista 11 fet, lest 2000 rúmfet. Svefnrúm verða í far þegaklefum fyrir 20 og möguleiki að breyla sófum í borðsal í 12 svefnrúm, en í reyksal munu verða svefnhvíluskylrði fyrir 7 farþega. Skipið verður með tveim gang- skrúfum og tveim aðalvélum, sem áætlað er að geti gefið því rúm lega 13 mílna férð. Verð skipsins með öllum tæk.j um og búnaði er áæt'lað rúmlega 11 rnillj. kr. Áætlað er að afhend ing skipsins geti fariff fram eftir tíu og hálfan mánuð frá undir- skrift sanmings. | Var hreppsnefndin búin að fjalla um málið, og samþykkja tillögu, sem öll hreppsnefndin s'tóð að, sem lögð var fram á borgarafund- inum. Tillagan var nokkuð rædd á borgarafundinum og síðan borin upp til atkvæða og var samjþykkt mótatkvæðalaust með 65 greiddum atkvæðum og liljóðar svo: „Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps hefir á fundi, haldinn 6. sept. 1958, orðið sammála um, að fara þess á leit við Alþingi, að ríkið kaupi land til handa Þórshafnarkauptúni úr landi Syðra-Lóns.“ Jafnframt var eftirfarandi til- laga í landhelgismálinú samþykkt samhljóða á fundinum. „Almennur borgarafundur hald- inn á Þórshöfn 7. sept. 1958 lýsir ánægju sinni yfir útfærslu fisk- veiðiland'helginnar í tólf mílur og fullum stuðningi við ríkisstjórnina í því máli“. J.Kr.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.