Tíminn - 23.09.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1958, Blaðsíða 3
T í M IN N, þriðjudaginn 23. september 1958. Dánarminning: Steíán Þorsteinsson írá HöíSatósum ■Steíán Þorsteinsson frá Höfða- húsum í Fáskrúðsfjarðarherppi kvaddi þennan heim 15. þ. m. 76 ára ag aldri. Jarðarförin fór fram frá Fiossvogskapellunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Hér verður ekki sögð ævisaga eða ættir raklar. L.eiðir okkar Stef áns lágu ekki samaji fyrr en vorið 1830 er ég ílutti í sömu sveit og hóf búskap að Vattarnesi. En þá vorum við báðir komnir af lét't- asta skeiði. — Þarna var ég ó- kunnugur öllum og varg þvi harla feginn, er ég kynntist manni, sém mér geðjaðist strax vel að við fyrstu kynni. Heimili Stefáns, Höfðaihús var á kaupstaðlarleið minni ag Búðum og varð brátt „sælúhús“ mitt, eins og annarra ferðalanga er þarna áttu leið um. Þót't þetta væri ekki efnaíheimili eða húsakostur mikill, kunnu 'hjón in bæði að taka þannig á móti gest- um, að þeim liði vel. í litlu bað- stofunni þeirra gleymdist á auga bragði hin leiða ,,Austfjarðaþoka“ og hrakviðrin sem henni fylgja. Húsbóndinn var ævinlega í sól- skinsskapi, hvernig sem viðraði. Bjart'sýni hans, lífsfjör og hress- andi hiátur vísaði allri ólund á bug. Og þarna inni bar allt vott um myndarskap og smekkvísi hús- freyjunnar, og allar veitingar rausnarlegri ien efni virtust standa tih-Mun þetta hafa átt rót að rekja til æiskuheimilis hennar — dóttir stónbóndans og sveitar- höfðingjans Björns í Dölum. Geta má nærri að Höfðahúsa- hjónin, Stefán og Herborg, hafi átt í vök að verjast á kotbýli með 5 börn. En dugnaður og hagsýni húsfreyjunnar, og árvekni og skyldurækni húábóndans, fleytti þeim yfir erfiðustu árin. Varð hann að stun-da jöfnum höndum sjó&ókn og landbúuað og var þá risið árlá' úr rekkju og vinnudag urinn langur. En sjaldan mun ann ríkið hafa verið svo mikið, að ekki ynnist fcími til þess, að taka þátt í æskuleikjum barnanna úti eða inni stundarkorn. Mun slíka nærgætni og skilning á Ibarnseðl inu, því miður, víða skorta. Eg átti þess kost að vinna með Stefáni að félagsmálum þau 12 ár, sem ég átti heima í sömu sveit. Hann var félagslyndur og einlægur og Ötull samvinnumað- ur, prýðilega greindur .og stálminn ugur. Hann unni íslenzkum bók- menntum og fylgdist vel með tím anum. Var hann þvi að sjálfsögðu aðaljwatamaður að stofnun bóka- safns í sveitinni: Hann var fram sóknarmaður í orðsins beztu merk ingu og einn af sfcofuendum Fram sóknarfélags i hreppnum og í stjórn þess. Að tiöilutan félagsins var gefið út handskrifað sveitar- blað. Skrifaði Stefán í það. nokkr ar greinar er sýndu að honum lét vel að halda á penna þóít hend- inni væri tamari orfið eða Ijár- inn. — Sagfc er að eplin falli ekki langt frá eikinni.: Eru nú tveir sona hans, þeir Friðjón og Þor steinn rithöl'., svo sem kunnugt er. l»á er vert að geta þess, að Stefán studdi stofnun Kaupfélags Fáshfúðsfirðinga og var framar- lega í flokki þeirra áhugamanna er hrundu þessu í framkvæmd Er nú félagið orðið umfangsmikið fyrirtæki og veitir mönnum at- vinnu í Búðakauptúni. Stefán brá búi á Höfðahúsum þegar flest börnin voru flogin úr hreiðrinu. Fluttu þau hjónin þá að Búðum og gerðist Stefán starfsmaður hjá kaupfélaginu nokkur ár, þar til hann fór alfar inn til Reykjavíkur, enda þrjú börn þeirra hjóna áður flutt þang að: Friðjón, Margrét og Unnstein.n fiskifræðingur. Tveir bræðranna eiga heimili annars staðar: Björn kaupfélagssljóri á Siglufirði og Þorsteinn búsettur í Danmörku. Eftir að Stefán kom til Reykja víkur var hann starfsmaður hjá SÍS. Munu allir samverkamenn hans, bæði þar og annars staðar, sammála um, að ekki verði kosinn ötulli eða áhyggilegri maður, hvaða verk sem honum var falið, eða skemmtilegri og glaðlyndari félagi. Á haustin falla blöðin af trján- um, dagarnir styttast og sól geng ur snemma til viðar. En offc er kveldroðinn undra fagur eftir sól- arlag. Þannig eru líka bjartar og fagrar minningar ættingja og vina þegar drengskaparmanni, sem lok ið hefir löngu farsælu ævistarfi, er fylgt til grafar og kvaddur i síðasta sinni. Þór. Gr. Víkingur. I gær var borinn til grafar Stef- án Þorsteinsson frá Eyri í Fá- skrúðsfirði. Þegar maður fellur í valinn, koma til greina tvö atriði ar meta skal gildi hans og afrek. Annars vegar mannkostir og gáf- ur. Hins vegar lífsverk lians og itarf. Stefán var sérstaklega vel gerður maður og fjölhæfur og leysti öll störf sín vel aí hendi Hann var góður bóndi, dugmikil) sjósóknari og aflamaður, reyndist ötull og stjórnsamur verkstjóri, liðtækur við öll skrifstofustörf og afgreiðslu. Stefán var greindur vel og las mikið. Gat verið fyndinn og spaug- samur. Það sem einkenndi Stefán sérstaklega var drengskapurinn, lífsgleðin og fjörið. Eitt einkenni Stefáns, sem var hans aðalsmerk var hvað hann var barngóður og hafði mikið yndi af börnum. Hann var í senn þeirra vinur, félagi og leikbróðir, og aldrei var hann svo upplekinn, að hann hefði ekki tíma aflögu fyrir börn þau sem heimsóttu hann, enda kepptust lit il börn um hann. Mér fannst í þess um efnum líkt um Stefán og móð- ur, sem er umkringd af stórum barnahóp og aldrei finnst hún geta verlð nógu örlát og nógu gjafmild, í hugum allra þeirra, sem þekktu Stefán, mun hann í minn- ingiumi geymast sem barnavinur og góður anaður, Ástvinum Stef- áns votta ég samúð. Vertu sæll Stefán minn. Björn I. Stefánsson. Fundur Sambands vestfirzkra kvenna 28. fundur Sambands vestfirzkra kvenna, var haldinn í Súðavík dagana 5. og 6. júlí sl. Fundinn sátu fulltrúar frá öll- um félögum á sambandssvæðinu auk stjórnarinnar. Hófst fundurinn með því að konur hlýddu messu hjá séra Rögnvaldi Jónssyni. f Gjábakkarétt á sunnudaginn var A sunnudaginn ráku bændur í Þingvallasveit fé sitt til réttar, oq þá var réttað í Gjábakksrétt. Á efstu rnynd- inni sést, hvar safnið er rekið til Gjábakkaréttar. Það var fagurt veður, heiðskirt og sólskin glatt, og unglr sem gamlir kepptust við dráttinn. — Á annarri mynd sést hvar ungur leitarmaður reiðir á hnakknefinu lamb, sem ekki gekk, og á hinni þriðu er annar ungur fjármaður að leiða vænan og prúðhyrndan hrút í dilk. — Mynd- irnar tók Fáll Jónsson). Samþykktir fimdarins. Fundurinn samþykkti einróma, að fara þess ó leit við viðkomandi yfirvöld, að leyfður verði meiri innflufcnLngur á prjónavélum og litlum vefstólum. Einnig skorar fundurinn. á við- komandi yfirvöld, að Ieyfa frjáls- an innflutning á þurrgeri, þar sem það er nauðsynlegt til hollr- ar forauðgerðar. í sambandi við fundinn var hald in sýning á skyldustykkjum í handavinnu stúlkna í barnaskól- Samþykkt var tillaga um að námstjóri í handavinnukennslu stúlkna i banraskólum, vinni að ]>vi að hafa fyrirliggjandi sýnis- horn. eða myndir, uppdrætti og uppskriftir af þeim skyldustykkj- um, sem vinna skal í barnaskólum samkvæmt námsskrá. Ennfremur að námsstjóri útveg- aði efni í þessi stykki ef þess yrði óskað. Einnig telur fundurinn æskilegt að námsstjóri heinvsæki skólana í þorpum og sveitum, eft- ir því sem ástæður leyfa og komi á námskeiðum í hverjum fjórðungi. Umræður urðu einnig um lijálp arstúlku heimilanna. , Sleinunn Ingimundardóttir hef- ir ferðazt á milli kvenfélaganna á sambandssvæðinu og haldið þar námskeið og erindi og létu konur í ljós ánægju yfir starfi hennar. Kosning fulltrúa. Kosnir voru fulltrúar á Lands- iþing, þær frú Sigríður Guðmunds- dóttir, frú Krislín Pétursdóttir og frú Elísabet Hjaltadóttir. iStjórn samibandsins skipa nú þessar konur: Frú Sigríður Guð- mundsdóttir, formaður; Unnuri Gísladóttir, ritari og Elisabetl Hjaltadóttir, gjaídkeri. GnÓDverjar komnir úr leitum Gnúpverjar komu úr fyrstu leit á miðvikudaginn. Myndin til hægri sýnir tjaldbúðir leitarmanna í Gljúfurleit. Til vinstri: Safnið í Hólaskógi. Hestar leitarmanna í framsýn. Gimbrar komnar af f|alll. (Ljósm.: Eyvindur Sigurðsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.